Mainoo að fá nýjan samning - Tekur Guardiola við enska landsliðinu - Eriksen fer til Ajax
Fram
2
3
Fylkir
0-1 Guðrún Karítas Sigurðardóttir '15
0-2 Helga Guðrún Kristinsdóttir '22
Þórey Björk Eyþórsdóttir '26 1-2
Breukelen Lachelle Woodard '67 2-2
2-3 Tinna Harðardóttir '87
25.08.2023  -  19:15
Framvöllur
Lengjudeild kvenna
Dómari: Helgi Edvard Gunnarsson
Áhorfendur: 239
Maður leiksins: Tinna Harðardóttir
Byrjunarlið:
Mist Elíasdóttir (m)
Ólína Ágústa Valdimarsdóttir
Lilja Davíðsdóttir Scheving ('83)
2. Erika Rún Heiðarsdóttir (f)
7. Breukelen Lachelle Woodard
9. Alexa Kirton
15. Jóhanna Melkorka Þórsdóttir
16. Eydís Arna Hallgrímsdóttir
21. Þórey Björk Eyþórsdóttir ('69)
22. Ólína Sif Hilmarsdóttir
35. Telma Steindórsdóttir

Varamenn:
3. Emilía Ingvadóttir
6. Kristín Gyða Davíðsdóttir
11. Fanney Birna Bergsveinsdóttir
14. Þórhildur Elín Ásgeirsdóttir
19. Ylfa Margrét Ólafsdóttir ('83)
23. Katrín Ásta Eyþórsdóttir ('69)
25. Thelma Lind Steinarsdóttir

Liðsstjórn:
Óskar Smári Haraldsson (Þ)
Aníta Lísa Svansdóttir (Þ)
Hermann Valsson
Svava Björk Hölludóttir
Gunnlaugur Fannar Jónsson
Hinrik Valur Þorvaldsson
Thelma Björk Theodórsdóttir

Gul spjöld:
Lilja Davíðsdóttir Scheving ('46)
Eydís Arna Hallgrímsdóttir ('54)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Fylkir sigrar! Fylkir með rosalega stórt skref í átt að Bestu deildinni! Geggjaður leikur fullur af spennu og mörkum

Skýrsla og viðtöl koma inn seinna í kvöld!
takk fyrir samfylgdina
94. mín
Fylkir að fá horn á lokamínútu leiksins.
92. mín
Inn:Kolfinna Baldursdóttir (Fylkir) Út:Tinna Harðardóttir (Fylkir)
90. mín
Það eru fjórar mínútur í uppbótartíma!
87. mín MARK!
Tinna Harðardóttir (Fylkir)
MAAAAAAARK!!!! Fylkir að komast yfir þegar þrjár mínútur eru eftir af venjulegum lekiktíma!

Frábært mark hjá Tinnu! Hún sólar Telmu upp úr skónum og klárar frábærlega!

Er þetta sigurmarkið??

2-3 Fylkir!
84. mín
Mikil spenna þessar mínúturnar! Bæði lið að leita af sigurmarki.
83. mín
Inn:Ylfa Margrét Ólafsdóttir (Fram) Út:Lilja Davíðsdóttir Scheving (Fram)
82. mín
Fram að fá aukaspyrnu á hættulegum stað.

Hættulegur bolti inn á teiginn. Tinna Brá Kýlir boltann í burtu.
78. mín
Frábært spil! Frammarar með geggjað spil. Breukelen komin æi skotfæri en ákveður að senda boltann. Breukelen kannski einum of gjafmild.
74. mín
Breukelen í hættulegri stöðu!

Flott spil hjá Fram og Breukelen komin með boltann inn í teig. Gott skot en frábær vörn hjá Fylki og þær komast fyrir skotið!
73. mín
Inn:Marija Radojicic (Fylkir) Út:Bergdís Fanney Einarsdóttir (Fylkir)
Flottur leikur hjá Bergdísi í kvöld.
70. mín
Hætta! Tinna með hörkuskot og boltinn fer í stöngina!
69. mín
Inn:Katrín Ásta Eyþórsdóttir (Fram) Út:Þórey Björk Eyþórsdóttir (Fram)
67. mín MARK!
Breukelen Lachelle Woodard (Fram)
MAAAARK ÞÆR JAFNA METIN!!

Mikill darraðadans inn í teig gestanna og Breukelen potar honum inn! Vel gert!

2-2!
64. mín Gult spjald: Erna Sólveig Sverrisdóttir (Fylkir)
63. mín
Fylkir að fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað, rétt fyrir utan teigin.

EvaRut tekur spyrnuna. Fyrirliðinn settur of mikinn kraft í þetta og boltinn yfir.
62. mín
Rétt framhjá! Frábært tilraun hjá Lilju! Skrúfar boltann í átt að hægri samskeytinum en skotið aðeins of fast og boltinn yfir!
60. mín
239 áhorfendur hér í dag.
58. mín
Aukaspyrna á stórhættulegum stað fyrir Fylki.

Bergdís með góða spyrnu! Boltinn rétt yir.
56. mín
Hátt yfir Guðrún með langskot í átt að marki Fram. Skotið er fast em boltinn fer hátt yfir markið!
54. mín Gult spjald: Eydís Arna Hallgrímsdóttir (Fram)
51. mín
Flott spil hjá Fram. Góð sending inn fyrir vörn gestanna. Gott úthlaup hjá Tinnu Brá og hún hirðir boltann.
48. mín
Sláinn! Frábært skot hjá Ólínu! Hún fær boltann rétt fyrir utan teig og neglir í átt að marki gestanna. Frábært skot sem fer beint í slánna. Þetta hefi verið snilldarmark!
47. mín
Fylkir fær horn.

Mist grípur boltann.
46. mín Gult spjald: Lilja Davíðsdóttir Scheving (Fram)
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn! Fram rúllar þessu í gang.
45. mín
Svipmyndir úr fyrri hálfleik!
Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson


Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson



Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson



Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson


Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson

45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur! Kominn hálfleikur í þessum rosalega líflega leik! Kaflaskiptur fyrri hálfleikur með heilan helling af færum! Hálf ótrulegt að ekki séu kominn fleirri mörk.

Sjáumst eftir 15!
42. mín
HAAA?? Hvað er í gangi?!Fylkir í dauuuðafæri! Guðrún komin ein á móti markmanni og læur vaða. Vel varið hjá Mist en boltinn skoppar aftur út í teiginn. Þar bíður Helga Guðrún með markið fyrir framan sig. Hún skýtur en Telma með frábæra björgun á línu.

Hvílíkur leikur!
40. mín
Hvernig fer hann ekki inn! Hættulegt horn hjá Gestunum og boltinn skoppar í teignum! þarna þurfti bara einhver að pota honum inn!
38. mín
Dauðafæri! Mistök í öftustu línu hjá Fram. Bergdís vinnur boltan og er ein á móti mmarkmanni. Skotið framhjá!
37. mín
Hvílíkur leikur! Fylkir með góða skynisókn og fær Tinna boltann rétt fyrir utan teig. Hún lætur vaða en boltinn yfir.
36. mín
Breukelen allt í öllu þessar mínúturnar. Aftur komin á hættulegan stað og með gott skot. Skotið hins vegar rétt framhjá
34. mín
Rétt framhjá! Breukelen með skot rétt fyrir utan teig. Gott skot og boltinn sleikir stöngina. Fram líklegri um þessar mundir.
33. mín
Fram að sækja! Barningur inn í teignum og Fylkir hreinsar. Fram í leit að jöfnunarmarki.
26. mín MARK!
Þórey Björk Eyþórsdóttir (Fram)
Stoðsending: Breukelen Lachelle Woodard
Þær minnka munin! MAAAARK!

Breukelen með stórkostlega sendingu út á hægri kantinn. Þar bíður Þórey sem er með helling af plássi fyrir framan sig. Flott hlaup og klárar hún færið mjög vel. Hvílír leikur!

1-2!
25. mín
Rétt yfir! Fram vinnur boltann á stórhættulegum stað. Breukelen með góðan bolta inn á Ólínu Sif. Ólína skýtur en hittir ekki rammann.
22. mín MARK!
Helga Guðrún Kristinsdóttir (Fylkir)
Stoðsending: Guðrún Karítas Sigurðardóttir
Þær tvöfalda forystuna! MAAAAAARK!

Frábært spil hjá Fylki! Guðrún með frábæra stungusendingu inn á Helgu sem klárar færið glæsilega!

0-2 Fylkir!
19. mín
Fram fær horn.

Fylkir hreinsar.
16. mín
Fylkir komið aftur í sókn og boltinn berst á Evu Rut. Fyrirliðinn með þéttingsfast skot meðfram jörðinni, en boltinn fer framhjá.
15. mín MARK!
Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Fylkir)
Fylkir komið yfir! Bergdís Fanney með boltann á vinstri kaninum. Hún á geggjaða sendingu inn á Guðrúnu og hún klárar færið frábærlega. Rangstæðulykt af þessu en flaggið er niðri.

0-1 Fylkir!
12. mín
Bjargað á línu! Geggjaður bolti inn á teig Gestanna. Boltinn fellur fyrir Ólínu Sif. Ólína skýtur en hittirr hann ekki nógu vel. Skotið er því laust og Fylkir bjargar á línu.
10. mín
Tíu mínútur liðnar. Fram að byrja þetta vel en bæði lið enn að þreifa fyrir sér.
5. mín
Góð skyndisókn hjá Fram. Góð sending á fjær frá Breukelen, en Fylkir hreinsar í horn.

Hættleg horn. Alexa hoppar hæst allra en skallar boltann yfir.
2. mín
Langskot Eva Rut með skot langt fyrir utan teig. Fínasta skot en boltinn langt framhjá.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið í gang! Fylkir byrjar með boltann
Fyrir leik
Lekmenn ganga inn á völlinn! Þetta fer að byrja!
Fyrir leik
Tíu mínútur í leik! Það styttist óðfluga í þetta! Flottar aðstæður hér í kvöld. Hægur vindur, skýjað og 15 stiga hiti!
Fyrir leik
Dómarateymið Helgi Edvard Gunnarson mun dæma leikinn í kvöld. Þórarinn Einar Engilbertsson og Ram Krishna Gurung verða með flöggin.
Fyrir leik
Fylkir sigraði fyrri leik liðanna Fyrri leikur liðanna í Lengjudeildinni fór fram á wurth vellinum. Þar vann Fylkir sannfærandi 3-0 sigur. Mun Fram næla sér í sigur á heimavelli í kvöld eða mun Fylkir taka mikilvægt skref í átt að Bestu deildinni?
Fyrir leik
Nýr markvörður Mist Elíasdóttir hefur gengið til liðs við Fram fyrir síðustu leiki tímabilsins þar sem að báðir markmenn Fram, Elaina Carmen og Þóra Rún eru mieddar.Liðið fékk því undanþágu til þess að sækja markmann. Þetta kemur fram á Instagram síðu Fram.
Fyrir leik
Fylkir Fylkir er í harðri baráttu um að komast upp í Bestu deildina. Fylkir er fyrir leikinn í þriðja sætinu, og eru þremur stigum á eftir HK. Fylkir á hins vegar tvo leiki inni, og getur því náð þriggja stiga forskoti á HK, skyldu þær vinna báða þá leiki. Fylkir er á góðu róli í deildinni og er liðið án taps í síðustu fimm leikjum. Fylkir tók á móti Augnablik í síðustu umferð og vann stórsigur en leikurinn endaði 7-1

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Fram Frammar eru nýliðar í deildinni, en þær sigruðu 2. Deild kvenna síðasta sumar. Fram var spáð falli af þjálfurum og fyrirliðum deildarinnar fyrir leiktíðina. En Fram mun halda leik áfram í Lengjudeildinni á næsta ári en liðið er nú orðið öruggt frá fallsæti. Fram tók á móti FHL í síðustu umferð og endaði leikurinn 1-1. Fram er fyrir leikinn með 18 stig og er liðið í 7. sæti
Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson

Fyrir leik
Heil og sæl! Gott kvöld og verið þið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu á viðureign Fram og Fylkis. Leikurinn fer fram á Framvellinum og hefst hann kl 19:15.
Byrjunarlið:
1. Tinna Brá Magnúsdóttir (m)
2. Signý Lára Bjarnadóttir
3. Mist Funadóttir
7. Tinna Harðardóttir ('92)
9. Guðrún Karítas Sigurðardóttir
11. Viktoría Diljá Halldórsdóttir
16. Eva Rut Ásþórsdóttir (f)
18. Erna Sólveig Sverrisdóttir
19. Tijana Krstic
23. Helga Guðrún Kristinsdóttir
77. Bergdís Fanney Einarsdóttir ('73)

Varamenn:
12. Rebekka Rut Harðardóttir (m)
8. Marija Radojicic ('73)
13. Kolfinna Baldursdóttir ('92)
17. Birna Kristín Eiríksdóttir
19. Þóra Kristín Hreggviðsdóttir
21. Elísa Björk Hjaltadóttir
24. Katrín Sara Harðardóttir
27. Helga Valtýsdóttir Thors

Liðsstjórn:
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Tinna Björk Birgisdóttir
Halldór Steinsson
Bjarni Þórður Halldórsson
Sonný Lára Þráinsdóttir

Gul spjöld:
Erna Sólveig Sverrisdóttir ('64)

Rauð spjöld: