Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
HK
5
0
Grindavík
Emma Sól Aradóttir '33 1-0
Brookelynn Paige Entz '40 2-0
Brookelynn Paige Entz '45 3-0
Arna Sól Sævarsdóttir '85 4-0
Guðmunda Brynja Óladóttir '93 5-0
24.08.2023  -  19:15
Kórinn
Lengjudeild kvenna
Aðstæður: Bongó úti. Fínt og stillt í Kórnum.
Dómari: Ásgeir Viktorsson
Maður leiksins: Brookelynn Paige Entz
Byrjunarlið:
1. Sara Mjöll Jóhannsdóttir (m)
6. Brookelynn Paige Entz ('73)
9. Guðmunda Brynja Óladóttir
10. Isabella Eva Aradóttir (f)
11. Emma Sól Aradóttir ('67)
13. Emily Sands
16. Hildur Lilja Ágústsdóttir
17. Eyrún Vala Harðardóttir ('86)
25. Lára Einarsdóttir
26. Kristín Anítudóttir Mcmillan
42. Chaylyn Elizabeth Hubbard

Varamenn:
12. Sigríður Króknes Torfadóttir (m)
14. Arna Sól Sævarsdóttir ('73)
18. Bryndís Eiríksdóttir ('67)
20. Katrín Rósa Egilsdóttir
23. Sóley María Davíðsdóttir ('86)
107. Valgerður Lilja Arnarsdóttir

Liðsstjórn:
Guðni Þór Einarsson (Þ)
Lidija Stojkanovic (Þ)
Jón Stefán Jónsson
Ragnheiður Lóa Stefánsdóttir
Henríetta Ágústsdóttir
Birkir Örn Arnarsson
Kristjana Ása Þórðardóttir

Gul spjöld:
Eyrún Vala Harðardóttir ('72)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Öruggt hjá HK sem heldur áfram að berjast um sæti í Bestu Það tók heimakonur rúman hálftíma að brjóta ísinn en í kjölfarið fylgdu fimm mörk og þær vinna 5-0 stórsigur á gestunum úr Grindavík.

Sterkur heimasigur og HK-ingar fara upp í 32 stig.

Ég þakka samfylgdina og minni á viðtöl og skýrslu síðar í kvöld.
93. mín MARK!
Guðmunda Brynja Óladóttir (HK)
Gumma innsiglar þetta! Við erum komin í uppbótartíma og HK sækir hornspyrnu. Þær spila boltanum til baka og aftur inná teig. Þar skallar Sóley María í tréverkið. Þaðan hrekkur boltinn út í teig á Gummu sem potar honum í netið.

5-0 og stórsigur HK staðreynd.
90. mín
Inn:Kolbrún Richardsdóttir (Grindavík) Út:Júlía Rán Bjarnadóttir (Grindavík)
89. mín
Inn:Birta Eiríksdóttir (Grindavík) Út:Jada Lenise Colbert (Grindavík)
Birta leysir Jada af.
88. mín
Fín tilraun Boltinn dettur fyrir Ragnheiði Tinnu í teignum. Hún lætur vaða en gott skot hennar fer naumlega yfir.
86. mín
Inn:Sóley María Davíðsdóttir (HK) Út:Eyrún Vala Harðardóttir (HK)
Sóley fer á vinstri kantinn og Arna Sól yfir á þann hægri.
85. mín MARK!
Arna Sól Sævarsdóttir (HK)
Skjótt skipast veður og allt það! Jada fer illa með góðan séns hinumegin og HK-ingar bruna í sókn.

Varamaðurinn Arna Sól fer ákveðin upp vinstra megin og skorar með föstu skoti í nærhornið!

84. mín
Aftur Jada Kemst inná teig og lætur vaða en skýtur beint á Söru. Þarna á Jada að gera betur!
82. mín
Sprettur og langskot Jada tekur á rás. Lætur vaða rétt utan teigs. Ágætt skot en vantar aðeins uppá kraftinn til að geta truflað Söru í markinu.
81. mín
Inn:Ragnheiður Tinna Hjaltalín (Grindavík) Út:Viktoría Sól Sævarsdóttir (Grindavík)
Þriðja skiptingin hjá Grindavík
78. mín
Aukaspyrna á miðjum velli Emily Sands tekur aukaspyrnu af löngu færi fyrir HK. Er líklega með einn albesta fótinn í deildinni en ekki á deginum sínum í dag og þrumar hátt yfir.
73. mín
Inn:Arna Sól Sævarsdóttir (HK) Út:Brookelynn Paige Entz (HK)
Tveggja marka konan fer meidd af velli Brookelynn virðist togna eða snúa sig í kapphlaupi um boltann. Er búin að sitja utan vallar í smá stund þegar Guðni og Lidija gera skiptingu.

Arna Sól fer á vinstri kantinn og Eyrún Vala færir sig á þann hægri.
72. mín Gult spjald: Eyrún Vala Harðardóttir (HK)
Brot á miðjum velli
70. mín
Bleika spjaldið! Ekki smart. Stuðningsmaður Grindavíkur kallar dómarann apakött. Ferlega hallærislegt. Sér í lagi eftir umræðuna um orðbragðið í eyjum um daginn.
68. mín
Góður sprettur hjá Ásu sem vinnur horn. Grindavík nær þó ekki að gera sér mat út hornspyrnunni og heimakonur hreinsa.
67. mín
Inn:Bríet Rose Raysdóttir (Grindavík) Út:Þuríður Ásta Guðmundsdóttir (Grindavík)
Breytingar hjá Grindavík Bríet fer í hægri bakvörðinn og Júlía Rán í þann vinstri. Grindavík að spila 4-2-3-1 í seinni hálfleiknum.
67. mín
Inn:Bryndís Eiríksdóttir (HK) Út:Emma Sól Aradóttir (HK)
Fyrsta skipting HK Emma Sól virðist vera meidd og fer útaf. Bryndís kemur inná í hennar stað. Bryndís fer á vinstri kantinn. Chaylyn niður í hægri bakvörðinn.
66. mín
Dauðafæri eftir horn Grindavík tekur hornspyrnuna og eftir smá barning dettur boltinn beint fyrir Jada sem þrumar yfir af markteig!
65. mín
Tvíbbasamleikur og næstum mark! Jada fær boltann aftur vinstra megin. Kemur boltanum á Jasmine, tvíburasystur sína, áður en hún fær boltann aftur og neglir á markið.

Þrumuskot en Sara Mjöll ver frábærlega.
60. mín Gult spjald: Helga Rut Einarsdóttir (Grindavík)
Fyrsta spjaldið Stöðvar skyndisókn og tekur á sig spjaldið.
59. mín
Jada með takta Grindvíkingar sækja. Jada er góð á boltanum og sýnir okkur það hér. Stendur af sér brot. Sækir áfram í átt að HK-markinu. Leitar út til vinstri en nær svo ekki að koma boltanum á samherja. Taktar!
58. mín
Aftur sækja heimakonur. Upp vinstri kantinn í þetta skiptið. Eyrún Vala fær boltann utarlega í teignum og reynir að setja boltann í fjærhornið en það vantar kraft í skotið.
56. mín
Chaylyn! Alvöru tilþrif frá bæði Chaylyn og Heiðdísi Emmu.

Chaylyn fær boltann hægra megin. Fer illa með varnarmann og neglir á markið af vítateigshorninu! Heiðdís Emma gerir vel í að verja frá henni.

Hornspyrna dæmd í kjölfarið. Grindvíkingar koma boltanum frá.
49. mín
Tvö langskot með stuttu millibili frá HK. Ekki nógu hættulegt.
48. mín
Eyrún Vala! Fær fínan bolta upp vinstra megin. Fer inná teig og lætur vaða en þrumar yfir samskeytin fjær!
46. mín
Tæpt var það.. Flaggið fer á loft þegar Grindvíkingar eru við það að spila Jasmine í gegn!
46. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað aftur Gestirnir hefja leik í síðari hálfleik.

Óbreytt lið hjá HK. Ein breyting hjá Grindavík.
45. mín
Inn:Jasmine Aiyana Colbert (Grindavík) Út:Katrín Lilja Ármannsdóttir (Grindavík)
Hálfleiksskipting Sóknarsinnað. Senter inn fyrir varnarmann. Gestirnir eru ekki búnar að kasta inn handklæðinu og ætla að pressa á HK í síðari hálfleiknum.
45. mín
Hálfleikur
Heimakonur í toppmálum HK leiðir 3-0 þegar Ásgeir dómari flautar til loka fyrri hálfleiks.

Fyrsta markið var af ódýrari gerðinni en braut ísinn og Brookelynn gekk svo aftur á lagið í tvígang.

Hrikalega svekkjandi fyrir gestina sem höfðu byrjað þennan leik ágætlega og ekki verið lakari aðilinn þegar Emma Sól skoraði.

Hvernig bregðast þær við? Hvað gera HK-ingar? Verða læti í stúkunni?

Þetta kemur allt saman í ljós eftir korter eða svo. Sjáumst aftur þá.
45. mín MARK!
Brookelynn Paige Entz (HK)
Stoðsending: Isabella Eva Aradóttir
3-0! Er Brookelynn að gera út um þetta hér í fyrri hálfleiknum?

Hún var allavegana að skora þriðja mark HK. Setti boltann í netið af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá vinstri.
40. mín MARK!
Brookelynn Paige Entz (HK)
Upp á sitt einsdæmi.. Brookelynn er búin að tvöfalda forystu HK og það af harðfylgi.

Hún virtist vera að tapa boltanum í baráttu við varnarmann en reif sig hratt á lappir, náði aftur til boltans og fór svo yfirveguð af stað inn að marki. Hótaði með hægri áður en hún setti boltann á vinstri og þaðan í fjærhornið.

Gæði.is
35. mín
Vá Brookelynn! Brookelyn fær boltann á miðjunni og tekur á þvílíkan sprett, framhjá andstæðingum og inná teig. Nær skoti á markið en Heiðdís ver vel.

Ótrúleg boltafærni sem þessi leikmaður býr yfir. Og hraðabreytingarnar, maður minn!
33. mín MARK!
Emma Sól Aradóttir (HK)
Stoðsending: Kristín Anítudóttir Mcmillan
Emma kemur HK yfir! Þetta var í ódýrari kantinum. HK fékk aukaspyrnu vinstra megin á miðjum vallarhelmingi Grindavíkur.

Kristín setti fastan bolta inná teig úr aukaspyrnunni. Heiðdís Emma fór út í boltann en misreiknaði sig svo boltinn datt beint fyrir fæturnar á Emmu Sól sem skilaði honum í netið!
31. mín
Grindavíkurkonur minna á sig. Komast upp hægra megin og ná hættulegum bolta fyrir HK-markið. Þar er hinsvegar Sara Mjöll vakandi og nær að handsama boltann.
26. mín
Geggjuð sókn hjá HK Heimakonur láta boltann ganga hratt og vel á milli sín. Koma honum á Brookelynn sem leikur á varnarmann í teignum og neglir að marki en Heiðdís sér við henni!

Í kjölfarið hreinsar Dominiqe í horn sem ekkert verður úr.
23. mín
Aukaspyrna á hættulegum stað! Grindvíkingar brjóta á Brookelyn rétt fyrir utan vítateigs og aukaspyrna dæmd.

Emily Sands tekur spyrnuna en neglir í varnarvegginn!
22. mín
Skalli yfir! Emily tekur hornið fyrir HK. Setur boltann út í teiginn á hægri bakvörðinn Emmu Sól sem skallar boltann fast yfir markið.
22. mín
Fín sókn hjá HK Lára setur góðan bolta inn á teig og í áttina að Chaylyn en varnarmaður Grindavíkur nær að skalla aftur fyrir rétt áður en Chaylyn nær að setja kollinn í boltann.

Hornspyrna dæmd.
20. mín
Grindavík sækir upp hægra megin. Ása Björg leggur boltann út á Jada sem lúrir á vítateigshorninu en neglir yfir.
16. mín
Hættulegar hægra megin Grindavík er töluvert að leita upp hægra megin og nú var Ása Björg að koma upp kantinn á fullu gasi. Reynir fyrirgjöf sem fer af varnarmanni og sækir þannig hornspyrnu fyrir Grindavík.

HK-ingar eru grimmari í teignum og koma hornspyrnunni frá.
12. mín
Nú er komið að heimakonum að reyna að komast aftur fyrir gestina. Helga Rut hendir sér í góða tæklingu rétt áður en Guðmunda Brynja (sem héðan í frá verður kölluð Gumma í textalýsingunni) nær til boltans.
11. mín
Úff. Agaleg þversending inná miðsvæðið úr öftustu línu HK og aftur eiga Grindvíkingar séns á að koma upp hægra megin. Eyrún Vala og Lára gera þó vel og verjast upphlaupinu í sameiningu.
8. mín
Fyrsta hornspyrnan Talandi um eldfljóta sóknarmenn Grindavíkur. Arianna var að bruna upp hægra megin. Átti fyrirgjöf sem fer af varnarmanni og aftur fyrir.

Fyrsta hornspyrna leiksins dæmd en HK-ingar ná að koma boltanum frá og hefja nýja sókn.
7. mín
Hörkutækling hjá Kristínu sem nær að koma í veg fyrir að eldfljót Jada stingi sér inn fyrir. Gestirnir ætla að liggja þétt til baka og leita svo að sterkum og fljótum framherjum sínum.
5. mín
Jafnræði í byrjun 5 mínútur liðnar og bæði lið að þreifa fyrir sér.
2. mín
Lið Grindavíkur Heiðdís

Ása - Helga Rut - Dominiqe - Katrín Lilja - Þuríður

Júlía Rán - Una Rós - Viktoría Sól

Arianna - Jada

- Bakverðirnir taka virkan þátt og koma hátt sóknarlega.
2. mín
Lið HK Sara Mjöll

Emma - Hildur Lilja - Kristín - Lára Einars

Emily - Isabella - Brookelynn

Chaylin - Guðmunda - Eyrún Vala
1. mín
Leikur hafinn
HK byrjar! Leikurinn er farinn af stað. Guðmunda Brynja sparkar þessu af stað fyrir heimakonur.
Fyrir leik
Leikmenn eru búnar að hita upp og eru að leggja lokahönd á sinn undirbúning í búningsherbergjunum.

Örfáar mínútur í leik.
Fyrir leik
Byrjunarliðin klár! Nú styttist í fjörið og byrjunarliðin eru klár eins og sjá má hér til hliðar.

Lið HK er óbreytt frá 3-2 sigrinum á KR í síðustu umferð.

Hjá Grindavík eru hinsvegar tvær breytingar frá 3-5 tapinu gegn Gróttu. Þær Viktoría Sól og Ása Björg koma inn í liðið.
Fyrir leik
8 mörk í fyrri leiknum Væntingar áhorfandans eru í botni fyrir þennan leik en fyrri viðureign liðanna á tímabilinu fór 5-3 fyrir Grindvík. Svakalegur átta marka markaleikur og við værum alveg til í aðra markaveislu hér í kvöld!


Fyrir leik
Svakalegur lokasprettur HK er í harðri baráttu um sæti í Bestu deildinni að ári. Liðið situr í 3. sæti og er með 29 stig. Jafnmörg og Fylkir sem hefur leikið leik minna og er með betri markatölu.

Grindavík er með 22 stig í 6. sæti þegar enn eru 9 stig eftir í pottinum og liðið horfir klárlega bara upp á við.

Rætt var um lokasprett Lengjunnar á Heimavellinum nú fyrir stuttu
Fyrir leik
Velkomin í Kórinn! Halló, halló!

Hér verður hægt að fylgjast með beinni textalýsingu frá viðureign HK og Grindavíkur í Lengjudeild kvenna.

Ásgeir Viktorsson dómari flautar fjörið á kl.19:15.
Byrjunarlið:
1. Heiðdís Emma Sigurðardóttir (m)
6. Helga Rut Einarsdóttir
8. Katrín Lilja Ármannsdóttir ('45)
9. Þuríður Ásta Guðmundsdóttir ('67)
10. Una Rós Unnarsdóttir
11. Arianna Lynn Veland
16. Viktoría Sól Sævarsdóttir ('81)
18. Ása Björg Einarsdóttir
23. Júlía Rán Bjarnadóttir ('90)
26. Dominiqe Evangeline Bond-Flasza
29. Jada Lenise Colbert ('89)

Varamenn:
2. Bríet Rose Raysdóttir ('67)
5. Kolbrún Richardsdóttir ('90)
15. Tinna Hrönn Einarsdóttir
19. Ragnheiður Tinna Hjaltalín ('81)
21. Birta Eiríksdóttir ('89)
30. Jasmine Aiyana Colbert ('45)

Liðsstjórn:
Anton Ingi Rúnarsson (Þ)
Alexander Birgir Björnsson
Petra Rós Ólafsdóttir
Mist Smáradóttir
Chante Sherese Sandiford
Momolaoluwa Adesanm
Hilmir Kristjánsson

Gul spjöld:
Helga Rut Einarsdóttir ('60)

Rauð spjöld: