Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
Stjarnan
3
0
Selfoss
Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir '50 1-0
Andrea Mist Pálsdóttir '66 2-0
Andrea Mist Pálsdóttir '74 3-0
27.08.2023  -  14:00
Samsungvöllurinn
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Glampandi sól og smá gola
Dómari: Óli Njáll Ingólfsson
Áhorfendur: 110
Maður leiksins: Andrea Mist Pálsdóttir
Byrjunarlið:
1. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir ('76)
5. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
8. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir ('62)
10. Anna María Baldursdóttir (f)
15. Hulda Hrund Arnarsdóttir ('76)
16. Sædís Rún Heiðarsdóttir ('76)
18. Jasmín Erla Ingadóttir
21. Heiða Ragney Viðarsdóttir
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir ('62)
24. Málfríður Erna Sigurðardóttir

Varamenn:
83. Erin Katrina Mcleod (m)
2. Sóley Guðmundsdóttir ('76)
4. Eyrún Embla Hjartardóttir ('76)
9. Andrea Mist Pálsdóttir ('62)
11. Betsy Doon Hassett ('62)
17. María Sól Jakobsdóttir
19. Hrefna Jónsdóttir ('76)

Liðsstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Andri Freyr Hafsteinsson
Rajko Stanisic
Hilmar Þór Hilmarsson
Benjamín Orri Hulduson
Hulda Björk Brynjarsdóttir
Perry John James Mclachlan

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Óli Njáll flautar þennan leik af og verðskuldaður sigur Stjörnunnar staðreynd.

Skýrsla og viðtöl koma seinna í dag.
90. mín
+2
Andrea er að sækja þrennuna en Idun heldur adeilis ekki og stekkur út á móti henni í fyrirgjöf sem kom frá Jasmín og handsamar boltann.
90. mín
Heiða Ragney með tilraun fyrir utan teig en hún er vel yfir.
85. mín
Hrefna kemst í einn á einn stöðu á móti Sif sem hendir sér í tæklingu sem Hrefna les og fer fram hjá henni en Selfyssingar koma svo boltanum frá. Þarna hefði Sif mátt standa bara í lappirnar.
79. mín
Jasmín Erla sloppin ein í gegn og nær skoti á markið en þá fer flaggið á loft.
76. mín
Inn:Auður Helga Halldórsdóttir (Selfoss) Út:Kristrún Rut Antonsdóttir (Selfoss)
76. mín
Inn:Hrefna Jónsdóttir (Stjarnan) Út:Hulda Hrund Arnarsdóttir (Stjarnan)
76. mín
Inn:Eyrún Embla Hjartardóttir (Stjarnan) Út:Arna Dís Arnþórsdóttir (Stjarnan)
76. mín
Inn:Sóley Guðmundsdóttir (Stjarnan) Út:Sædís Rún Heiðarsdóttir (Stjarnan)
74. mín MARK!
Andrea Mist Pálsdóttir (Stjarnan)
3-0 Andrea fær botlann frá Sædísi inn á miðjuna og er fljót að koma honum út á Betsy. Betsy lætur vaða á markið en setur hann í Sif og af henni fer hann til Andreu sem setur hann í fjær í fyrsta.
73. mín
Gunnhildur er í baráttunni við Áslaugu og tekst einhvernveginn að tækla boltann fyrir en hittir ekki samherja.
72. mín
Inn:Íris Una Þórðardóttir (Selfoss) Út:Unnur Dóra Bergsdóttir (Selfoss)
72. mín
Gunnhildur Yrsa með góðan bolta inn á teiginn sem finnur ennið á Andreu en hún nær ekki að stýra honum á markið.
68. mín
Inn:Guðrún Þóra Geirsdóttir (Selfoss) Út:Embla Dís Gunnarsdóttir (Selfoss)
68. mín
Inn:Katrín Ágústsdóttir (Selfoss) Út:Barbára Sól Gísladóttir (Selfoss)
68. mín
Inn:Brynja Líf Jónsdóttir (Selfoss) Út:Jóhanna Elín Halldórsdóttir (Selfoss)
66. mín MARK!
Andrea Mist Pálsdóttir (Stjarnan)
Beint úr horni!! Andrea tekur hornið og nær góðum snúningi á boltann og setur hann í fjær.
66. mín
Stjarnan fær horn sem Andrea tekur inn í og Selfyssingar skalla aftur fyrir hinum megin.

Sædís tekur það horn og Selfyssingar hreinsa aftur fyrir hinum megin.
64. mín
Hulda Hrund fær boltann frá Betsy við vítateigshornið vinstra megin, keyrir inn á völlinn og lætur vaða en skotið er rétt fram hjá.
62. mín
Stjarnan fá horn sem Sædís tekur en það fer ofan á þaknetið.
62. mín
Inn:Betsy Doon Hassett (Stjarnan) Út:Gyða Kristín Gunnarsdóttir (Stjarnan)
62. mín
Inn:Andrea Mist Pálsdóttir (Stjarnan) Út:Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir (Stjarnan)
59. mín
Sé ekki betur en að það sé tvöföld skipting í vændum hjá Stjörnunni.
58. mín
Aftur er Selfoss að tapa boltanum á hættulegum stað en í þetta skiptið kemur flaggið til bjargar.
57. mín
Gyða Kristín með fínan bolta út í teiginn nema hvað að þar er engin blá treyja og Selfyssingar hreinsa.
52. mín
Selfoss fá aukaspyrnu á vítateigslínunni sem Barbára tekur en Auður er ekkert í miklum vandræðum með að blaka boltanu yfir markið.

Auður er svo aftur á ferðinni til að slá boltann burt eftir hornið.
50. mín MARK!
Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Jasmín Erla Ingadóttir
Verðskuldað!! Klaufagangur í uppspili hjá Selfossi og Ingibjörg kemst inn í sendingu inn á miðjuna. Hún finnur Jasmín sem finnur Ingibjörgu svo aftur. Hún er með Sif í bakinu en hefur betur og nær skoti á markið sem Idun átti aldrei séns í.
50. mín
Stjarnan kemst í fína stöðu úti hægra megin en fyrirgjöfin er erfið fyrir Jasmín sem ætlar að ráðast á boltann en Idun er fyrri til.
46. mín
Hulda Hrund sparkar seinni hálfleiknum í gang.
45. mín
Hálfleikur
Jæja, hálfleikur í fínum leik í Garðabænum. Stjarnan heilt yfir verið betri aðilinn og komið sér í betri stöður en ekki tekist að skora löglegt mark.

Fá mörk í þetta í seinni takk!
45. mín
Fáum 2 mínútur í uppbótartíma.
44. mín
Sif setur boltann í eigið mark en Gunnhildur Yrsa er dæmd brotleg í aðdraganda marksins og það stendur ekki.
41. mín
Aftur fær Stjarnan horn og nú er það Gyða Kristín sem tekur það. Það er svo mikill snúningur á boltanum að hann fer á markið en Idun bregst vel við og slær hann frá. Hún virðist svo fá eitthvað högg og þarf aðhlynningu.
40. mín
Stjarnan fær horn sem Sædís tekur. Hún setur hann á fjær þar sem Áslaug Dóra er fyrst á boltann en hún nær ekki alveg til hans og flikkar hann aftur fyrir sig. Þar er Anna María sem virtist ekki vera að búast við boltnum og hún skallar fram hjá.
36. mín
Heiða Ragney ætlar að þræða Gyðu Kristínu í gegn en sendinin er aðeins of föst og Idun er fyrst á boltann.
34. mín
Áslaug Dóra fær boltann og fer bara af stað upp völlinn. Hún tekur nokkra Stjörnumenn áður en hún kemur með boltann fyrir á Emblu Dís sem vantaði auka 10 cm til þess að ná almennilegum skalla á markið.
31. mín
Idun með útspark sem fer beint á Gunnhildi og Stjarnan getur sótt hratt. Gunnhildur ber boltann upp völlinn áður en hún finnur Jasmín í gegn sem á skot úr nokkuð þröngu færi og setur hann framhjá.
29. mín
Aftur fá Stjarnan horn sem Sædís tekur og setur á fjær en þar er Kristrún sem skallar frá.
28. mín
Arna Dís með geggjaðan bolta yfir vörn Selfoss sem Gunnhildur og Áslaug elta. Gunnhildur hefur betur og nær að koma boltanum fyrir á Gyðu sem á skot sem fer í Selfyssing og aftur fyrir.

Stjarnan fær horn sem þær ná ekki að nýta.
25. mín
Selfoss eru aðeins að færa sig ofar á völlinn og ná að pressa vel öftustu menn Stjörnunnar.
21. mín
Upstilling Selfoss Idun
Unnur-Sif-Áslaug-Bergrós
Edith-Kristrún-Embla
Jóhanna-Barbára-Haley

Kristrún er svo dugleg að fara alveg upp í línu með Barbáru þegar það hentar þannig þær skipta smá á milli 4-4-2 og 4-3-3
20. mín
Uppstiling Stjörnunnar Auður
Arna-Anna María-Málfríður-Sædís
Heiða-Ingibjörg-Gunnhildur
Hulda-Jasmín-Gyða
18. mín
Það kemur fyrirgjöf inn á teig sem Gunnhildur Yrsa stekkur á en hún setur boltann yfir.
18. mín
Stjarnan er búin að sækja næstum stanslaust í tæpar tuttugu mínútur en það vantar aðeins upp á endproductið.
17. mín
Sædís með geggjaðan bolta inn fyrir vörn Selfoss sem Gyða Kristín og Sif elta. Sif nær tánni í boltann og nær að stoppa Gyðu á sprettinum en sóknin heldur áfram.
14. mín
Mikið klafs inn í teig Selfyssinga og Stjarnan vill víti en Óli Njáll gefur ekki neitt. Sóknin heldur svo áfram þangað til Selfoss fær aukaspyrnu.
13. mín
Stjörnukonur halda áfram að koma sér í fínar stöður en Selfyssingar koma boltanum frá.
12. mín
Arna Dís fær góðan bolta í hlaupið og hefur nægan tíma til að koma honum fyrir. Fyrirgjöfin er hins vegar aðeins of föst og yfir alla í teignum.
10. mín
Haley á fyrirgjöf inn í teig sem Auður virðist vera með en Barbára er fljót að átta sig og er fyrst á boltann en skotið hennar er framhjá.
9. mín
Huld Hrund tekur nokkur spor inn í teig og nær á endanum að finna Gyðu inn á teignum en fyrsta snertingin hennar er aðeins of þung of Selfyssingar koma boltanum frá.
7. mín
Sædís með fínan bolta inn í teiginn þar sem Gyða Kristín og Bergrós eru í baráttunni en hvorug nær almennilega til hans.
4. mín
Hulda Hrund með fyrsta skot leiksins. Það er fyrir utan teig og fer vel framhjá.
1. mín
Þetta er komið í gang. Bæði lið í sínum hefðbundnu búningum og Stjarnan sækir í átt að Hafnarfirði.
Fyrir leik
Guðrún Karítas spáir í spilin Guðrún Karítas spáði í leiki umferðarinnar og hér er það sem hún hafði að segja um þennan leik.

Stjarnan 3 - 0 Selfoss
Þessi leikur fer 3-0 fyrir Stjörnunni. Jasmín Erla skorar eitt í fyrri hálfleik og annað í seinni. Hulda Hrund tekur síðan einn geggjaðan sprett frá miðju og setur þriðja markið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Byrjunarliðin Stjarnan gerir. eina breytingu á byrjunarliðinu frá því í síðasta leik en Jasmín Erla kemur inn fyrir Betsy Hassett.

Selfoss gerir tvær breytingar á sínu byrjunarliði frá síðasta leik en þar koma inn Barbára Sól og Unnur Dóra. Út fyrir þær koma Guðrún Þóra sem tekur sér sæti á bekknum og Katla María sem tekur út leikbann en hún fékk rautt spjald í síðasta leik.
Fyrir leik
Dómarateymið Óli Njáll Ingólfsson ætlar að sjá til þess að allt gangi smurt fyrir sig í dag og sér um flautukonsertinn. Honum til aðstoðar eru Bergur Daði Ágústsson og Eydís Ragna Einarsdóttir á sitthvorri línunni og Kristján Halldórsson eftirlitsmaður. Breki Sigurðsson er varadómari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Óli Njáll dómari hér til vinstri.
Fyrir leik
Selfoss Selfyssingar eru í brasi á botninum eins og þær hafa verið í allt sumar en þær eru í 10. sæti 7 stigum frá öruggu sæti. Þær fengur Þór/KA í heimsókn í síðasta leik sem tapaðist 1-2. Einn af þremur sigurleikjum Selfoss í sumar var einmitt á móti Stjörnunni þannig það verður forvitnilegt að sjá hvernig þetta spilast í dag
Mynd: Hrefna Morthens

Fyrir leik
Stjarnan Stjörnukonur eru ósigraðar í síðustu fimm leikjum. Þær heimsóttu FH í síðasta leik þar sem þær sóttu sterka þrjá punkta.
Eins og er er Stjarnan með 26 stig í þriðja sæti og 8 stigum á eftir Blikunum sem eru í öðru sæti. Þróttur, FH og Þór/KA fylgja öll fast á eftir með 25 stig.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Góðan og gleðilegan Verið velkomin í þráðbeina textalýsingu frá leik Stjörnunnar og Selfoss í deild þeirra bestu. Leikið er á Samsungvellinum og það er flautað til leiks klukkan 14:00
Byrjunarlið:
1. Idun Kristine Jorgensen (m)
3. Sif Atladóttir
6. Bergrós Ásgeirsdóttir
9. Embla Dís Gunnarsdóttir ('68)
10. Barbára Sól Gísladóttir ('68)
11. Jóhanna Elín Halldórsdóttir ('68)
15. Unnur Dóra Bergsdóttir (f) ('72)
23. Kristrún Rut Antonsdóttir ('76)
24. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir
28. Haley Marie Johnson
77. Edith Abigail Burdette

Varamenn:
13. Karen Rós Torfadóttir (m)
2. Brynja Líf Jónsdóttir ('68)
4. Íris Una Þórðardóttir ('72)
8. Katrín Ágústsdóttir ('68)
21. Þóra Jónsdóttir
22. Guðrún Þóra Geirsdóttir ('68)
25. Auður Helga Halldórsdóttir ('76)

Liðsstjórn:
Björn Sigurbjörnsson (Þ)
Katrín Ýr Friðgeirsdóttir
Svandís Bára Pálsdóttir
Hafdís Jóna Guðmundsdóttir
Óttar Guðlaugsson
Gunnar Geir Gunnlaugsson
Sigríður Elma Svanbjargardóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: