Leik lokið!
Þessi riðill er dauður og grafinn því miður
Þetta var vont. Lúxemborg vann mjög sanngjarnan sigur.
Hörmulegt kvöld í Lúxemborg. Menn mæta með skottið á milli lappana aftur heim í leikinn gegn Bosníu á mánudagskvöldið.
Skelfilegt að við séum ekki í möguleika í þessum riðli á þessum tímapunkti.
97. mín
Hákon með skot yfir.
96. mín
Leandro Barreiro skorar en réttilega flaggaður rangstæður.
95. mín
Heimamenn í stúkunni syngja og tralla
93. mín
Inn:Gerson Rodrigues (Lúxemborg)
Út:Aiman Dardari (Lúxemborg)
91. mín
Sjö mínútur í uppbótartíma
Mín vegna má hann bara flauta þetta af.
90. mín
Djö.... markið stendur
89. mín
MARK!Danel Sinani (Lúxemborg)
Íslenska vörnin galopin og skyndilega er Sinani kominn í dauðafæri og klárar vel.
Nálægt því að vera rangstæður samt. VAR skoðar þetta.
88. mín
MARK!Hákon Arnar Haraldsson (Ísland)
Stoðsending: Ísak Bergmann Jóhannesson
OK!!! ÞETTA VAR REYNDAR GEGGJAÐ MARK!
Hákon og Ísak með frábært samspil og úr verður þetta geggjaða mark! Hákon klárar frábærlega með hnitmiðuðu skoti í hornið.
88. mín
Algjör hörmung
Ég reyndi að halda í jákvæðnina í hálfleik en þetta hefur verið algjör hörmung þetta kvöld í Lúxemborg.
86. mín
Yvandro Borges Sanches með frábært skot rétt framhjá
Það er ýmislegt spunnið í þennan nítján ára strak.
85. mín
Orri Óskarsson fór niður í teignum! Átti þetta ekki að vera víti? Ekkert dæmt.
81. mín
Inn:Vincent Thill (Lúxemborg)
Út:Alessio Curci (Lúxemborg)
80. mín
Lúxemborg svo nálægt því að skora þriðja markið en Rúnar Alex lokaði á Leando Barreiro.
78. mín
Inn:Mikael Anderson (Ísland)
Út:Alfreð Finnbogason (Ísland)
78. mín
Inn:Ísak Bergmann Jóhannesson (Ísland)
Út:Jón Dagur Þorsteinsson (Ísland)
76. mín
Mica Pinto með skot framhjá.
73. mín
Rautt spjald: Hörður Björgvin Magnússon (Ísland)
Vont verður verra - Hörður fær sitt annað gula spjald og þar með rautt
Lendir í einhverjum árekstri við leikmann Lúxemborgar og var dæmdur brotlegur. Þetta fannst mér vera algjört kjaftæði hjá dómaranum.
70. mín
MARK!Aiman Dardari (Lúxemborg)
Guðlaugur Victor með skelfileg mistök
Gefur boltann frá sér og Sanches sleppur í gegn. Hörður Björgvin reynir að stöðva hann en Sanches býr yfir miklum hraða og klárar svo frábærlega. Rúnar Alex var kominn vel út á móti.
68. mín
Georgíski dómarinn heldur sig við sína línu, flautar, flautar og flautar. Heimamenn nýta sér það til hins ítrasta og eru fljótir að fara niður við minnstu snertingu.
66. mín
Lítið sem ekkert gengið upp hjá okkur - Þessi mynd er lýsandi fyrir leikinn hingað til
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
64. mín
Inn: Laurent Jans (Lúxemborg)
Út:Mathias Olesen (Lúxemborg)
64. mín
Inn: Lars Gerson (Lúxemborg)
Út: Enes Mahmutovic (Lúxemborg)
64. mín
Inn: Florian Bohnert (Lúxemborg)
Út: Marvin Martins (Lúxemborg)
63. mín
Heimamenn að fá inn ferska fætur og það er þreföld skipting á leiðinni sýnist mér.
62. mín
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
61. mín
Jæja smá usli í vítateig heimamanna, Valgeir í baráttunni og nær á endanum að vinna hornspyrnu. Leikurinn stöðvaður því einn Lúxemborgarinn liggur í grasinu og þarf aðhlynningu.
59. mín
Sóknarbrot dæmt á Alfreð
Það er ekkert að ganga upp hjá okkur.
57. mín
Gult spjald: Jóhannes Karl Guðjónsson (Ísland)
Aðstoðarþjálfari okkar fær gult fyrir mótmæli.
57. mín
Gult spjald: Hákon Arnar Haraldsson (Ísland)
Stöðvaði hraða sókn.
56. mín
Eftir aukaspyrnuna átti Velgeir skot sem fór í varnarmann.
56. mín
Orri Óskarsson tekinn niður og Ísland fær aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika við vítateigshornið.
55. mín
Jón Dagur með algjörlega misheppnaða fyrirgjöf.
54. mín
Því miður hefur þetta ekki verið kraftmikil byrjun á þessum seinni hálfleik hjá íslenska liðinu. Bara alls ekki.
52. mín
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
51. mín
Mavin Martins með skot en Rúnar Alex ver fagmannlega.
50. mín
Alfreð með sendingu á Hákon sem nær ekki að hitta boltann.
50. mín
Mathias Olsen með skot yfir markið eftir sókn Lúxemborgara þar sem boltinn datt fyrir þá fyrir einskæra heppni hvað eftir annað.
47. mín
Hörður Björgvin fékk nokkra gagnrýni í hálfleiksspjallinu á Stöð 2 Sport. Sérfræðingarnir að tala um að hann hefði átt að vera búinn að hamra boltanum frá áður en þessi vandræðagangur skapaðist.
46. mín
Inn:Orri Steinn Óskarsson (Ísland)
Út:Sævar Atli Magnússon (Ísland)
Seinni hálfleikur er farinn af stað
45. mín
Orri Óskars hitar nokkuð stíft upp
Kemur hann inn á strax í hálfleik?
Hann er kominn úr vestinu! Orri Steinn Óskarsson er að fara koma inn á og spila sinn fyrsta landsleik. 19 ára framherji FCK í Danmörku.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
45. mín
Ekki gott, en það eru að bjóðast möguleikar
Það hafa komið góðir sprettir og stígandi sóknarlega hjá íslenska liðinu eftir mjög dapra byrjun. Þarf aðeins betri ákvarðanatökur. Varnarleikurinn hjá okkur ekki verið sannfærandi því miður og heimamenn eiga auðvelt með að skapa usla hjá okkur.
En tækifærin hafa verið til staðar... það er alveg möguleiki á því að snúa þessu við í seinni hálfleik.
En áður en að seinni hálfleiknum kemur ætla ég að gera tilraun til að finna kaffibolla. Gangi mér vel.
45. mín
Hálfleikstölfræði
Með boltann: 52% - 48%
Marktilraunir: 8-9
Sóknir: 16-17
Hornspyrnur: 1-5
Gul spjöld: 2-1
Rauð spjöld: 0-0
45. mín
Hálfleikur
Við erum undir hér í hálfleik
45. mín
Sævar Atli með skot beint í fangið á markverði Lúxemborgara. Kallar eftir hendi á varnarmann í skotinu. Ekkert dæmt.
45. mín
Jói Berg með aukaspyrnuna, boltinn af veggnum og afturfyrir í hornspyrnu.
45. mín
AUKASPYRNA Á DRAUMASTAÐ
Brotið á Jóa Berg rétt fyrir utan D-bogann. Hér er miðinn, hér er möguleikinn á að jafna þennan leik!
45. mín
Uppbótartíminn að minnsta kosti 3 mínútur
45. mín
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
44. mín
Lítið eftir af fyrri hálfleik, rosalega væri ljúft að ná að troða inn jöfnunarmarki fyrir hlé.
42. mín
Jón Dagur í hættulegri stöðu í teignum eftir flotta sendingu frá Jóa Berg í gegn. En varnarmenn heimamanna ná að kasta sér fyrir. Það er fullt af möguleikum í þessu þó frammistaðan hafi ekki verið eftir væntingum.
41. mín
Sinani með skot í vegginn
Fær frákastið svo aftur til sín og annað tækifæri en skýtur aftur í vegginn.
40. mín
Gult spjald: Hörður Björgvin Magnússon (Ísland)
Hörður brýtur á Curci rétt fyrir utan vítateiginn
Lúxemborgarar fá aukaspyrnu á hættulegum stað.
38. mín
ALFREÐ Í HÖRKUFÆRI!!!!
Varið frá honum! Langbesta færi Íslands í leiknum til þessa. Alfreð virtist missa aðeins jafnvægið þegar hann tók skotið og skotið því ekki eins gott og við hefðum viljað sjá.
37. mín
Lúxemborgarar kalla eftir öðru víti. Vilja hendi en ekkert dæmt
Kolbeinn var með hendina í náttúrulegri stöðu.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
36. mín
Alessio Curci í mjög góðu færi!
Nær að skilja Hörð Björgvin eftir og komast í flott færi en Rúnar Alex ver vel.
35. mín
Kolbeinn Finns vinnur hornspyrnu. Aftur er Guðlaugur Victor í baráttunni eftir hornið en aftur er dæmd markspyrna.
34. mín
Jói Berg með fyrirliðabandið
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
34. mín
Guðlaugur Victor í baráttunni í teignum eftir hornið en þetta endar í markspyrnu.
33. mín
Ísland fær hornspyrnu sem Sævar Atli vann eftir sendingu frá Hákoni.
32. mín
Georgíumaðurinn elskar þessa flautu
Flautar og flautar við hvert tækifæri.
31. mín
Hörður Björgvin tekur aukaspyrnuna
En skýtur yfir.
30. mín
Ísland fær aukaspyrnu þremur metrum fyrir utan D-bogann
Brotið á Hákoni Arnari sem var kominn á siglinguna. Lúxemborgarar mótmæla þessum dómi og væla eins og stungnir grísir.
Ekki byrjunin á leiknum sem maður vonaðist eftir
28. mín
Þessi georgíski dómari virkar mjög óákveðinn í sínum aðgerðum. Höndlar þennan leik illa.
27. mín
Lúxemborg með hættulega fyrirgjöf, Jón Dagur mættur að aðstoða í varnarvinnunni og skallar í horn. Ekkert kemur úr horninu.
25. mín
LÚXEMBORG MEÐ SKOT Í HLIÐARNETIÐ!
Frábær sókn heimamanna, Sanches sem sýnir lipur tilþrif og kemur boltanum á Marvin Martins sem skýtur í fyrsta. Boltinn endar í hliðarnetinu.
Valgeir bjargaði líklega marki þegar hann komst fyrir skot inn á vítateignum í aðdragandanum.
24. mín
Atvikið þegar Rúnar Alex fékk á sig vítaspyrnu
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Age Hareide er ekki ánægður með línuna í dómgæslunni og Maggi Bö er sammála honum
22. mín
Hörður Björgvin með fyrirgjöf sem Jón Dagur nær ekki að gera sér mat úr.
21. mín
Völlurinn laus í sér
Strax eftir 20 mínútur er völlurinn farinn að láta á sjá. Virðist vera að menn séu í nokkrum vandræðum með að fóta sig á grasinu.
20. mín
Jói Berg tók hornið
En enginn Íslendingur náði að komast í fyrirgjöfina.
20. mín
Lúxemborgarar í veseni!!
Eru að spila boltanum sín á milli í vörninni og pressa Íslands virkar og skapar vandræði. Þeir gefa horn.
19. mín
Leandro Barreiro á skot á markið
Hörður Björgvin truflaði hann og skotið máttlítið.
Varnartilburðir Íslands í mark heimamanna alls ekki til útflutnings
16. mín
Guðlaugur Victor skallar að marki
Eftir langa aukaspyrnu. Máttlítill skalli beint á Moris.
15. mín
Gult spjald: Christopher Martins (Lúxemborg)
Braut á Sævari úti hægra megin
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
14. mín
Jón Dagur skýtur yfir
Úr aukaspyrnunni.
13. mín
Gult spjald: Enes Mahmutovic (Lúxemborg)
Brýtur á Kolbeini rétt fyrir utan teig og Ísland fær aukaspyrnu á góðum stað
Leikmenn Íslands að kalla eftir rauðu, að Enes hafi rænt upplögðu marktækifæri. Það hefði verið ansi strangt að lyfta rauðu.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
11. mín
Er búinn að skoða þetta vítaatvik aftur, Rúnar Alex nær ekki að komast í boltann og fer bara í manninn. Rétt niðurstaða að dæma víti, því miður.
9. mín
Mark úr víti! Maxime Chanot (Lúxemborg)
Skýtur beint á markið
En Rúnar Alex skutlaði sér til hliðar.
9. mín
Jæja Rúnar Alex, verðu þetta! Koma svo!
8. mín
LÚXEMBORG FÆR VÍTASPYRNU
RÚNAR ALEX DÆMDUR BROTLEGUR EFTIR AÐ DÓMARINN FER Í VAR SKJÁINN.
7. mín
DÓMARINN ER AÐ FARA Í VAR!
Erum við að fá á okkur víti???
7. mín
Langur bolti fram og Hörður Björgvin í baráttu við Leandro Barreiro, Rúnar Alex kemur út úr markinu og reynir að komast í boltann. Barreiro liggur eftir í teignum og heimamenn vilja víti. Vilja meina að Rúnar Alex hafi brotið á Bareiro! Ekkert dæmt...
6. mín
Háværustu stuðningsmenn Lúxemborgar eru fyrir aftan markið sem Ísland sækir á þennan fyrri hálfleik.
5. mín
Kolbeinn Finns með fyrirgjöf frá vinstri sem Anthony Moris í marki heimamanna handsamar af miklu öryggi.
3. mín
Ísland að spila boltanum í rólegheitum á milli sín. Hörður Björgvin á svo slaka sendingu sem ætluð var Jóni Degi, boltinn beint útaf og heimamenn eiga innkast.
2. mín
Alfreð vildi aukaspyrnu á miðjum vellinum en georgíski dómarinn dæmdi ekkert. Alfreð ekki sáttur og kasta vel völdum orðum í manninn í gulu treyjunni.
1. mín
Leikur hafinn
Ísland byrjað með boltann
Alfreð með upphafsspyrnuna!
Áfram Ísland!
Fyrir leik
Liðin ganga út á völlinn
Það er góð stemning á vellinum en þó enn nóg af lausum sætum. Margir ársmiðahafar að skila sér seint og illa. Það er komið að því að spila þjóðsöngvana og byrjað á þeim íslenska.
Fyrir leik
Menn einbeittir í upphitun
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Endilega notið #Fotboltinet kassamerkið þegar þið skrifið um leikinn á X-inu hans Elon Musk
Einhverjar færslur rata hingað í lýsinguna
Fyrir leik
Kemur fyrsti sigur Age Hareide hér í kvöld?
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Leikmenn Íslands að skoða aðstæður
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Lúxemborgarar án hreinræktaðrar níu
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Lúxemborgarar eru án hreinræktaðrar 'níu' þar sem Gerson Rodrigues er í einskonar agabanni. Luc Holtz landsliðsþjálfari segir hinsvegar að í leikmannahópi sínum séu margir leikmenn sem geti skorað mörk og vonast til að það flæki verkefni Íslands að geta ekki einblínt á einhvern einn sóknarmann.
Miðað við uppstillingu Lúxemborgara eru það Alessio Curci (21 árs) og Yvandro Borges Sanches (19 ára) sem leiða sóknarlínuna í 3-5-2 leikkerfi.
Fyrir leik
Hvítur er liturinn
Eins og sjá má á myndinni úr klefanum sem KSÍ birti áðan þá er Ísland að fara að leika í hvítu treyjunum í kvöld.
Fyrir leik
Kolbeinn og Sævar að byrja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Age Hareide, þjálfari Íslenska liðsins, gerir þrjár breytingar frá leiknum gegn Portúgal í júní. Inn í liðið koma þeir Hákon Arnar Haraldsson, Sævar Atli Magnússon og Kolbeinn Birgir Finnsson. Þeir koma inn fyrir þá Sverri Inga Ingason, Albert Guðmundsson og Willum Þór Willumsson.
Sverrir glímir við meiðsli, Willum tekur út leikbann og það mátti ekki velja Albert í hópinn.
Kolbeinn er á leið í sinn þriðja landsleik en hans fyrstu tveir voru vináttuleikir í janúar 2019 og er Kolbeinn í fyrsta sinn í landsliðshópnum í fjögur ár. Sævar Atli er að byrja sinn fyrsta keppnisleik á ferlinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Svona er byrjunarlið Íslands
Mynd: Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
120 keyptu miða gegnum KSÍ
Það verður einhver fjöldi Íslendinga á vellinum í kvöld. KSÍ seldi 120 Íslendingum miða á leikinn en þeir gætu svo verið fleiri, einhverjir sem hafa náð í miða með öðrum leiðumm mögulega. Fáum við Víkingaklapp í kvöld?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Afmælisþrenna framundan hjá Jóa Berg?
Mynd: KSÍ
Á miðvikudag voru tíu ár frá þrennunni hans Jóhanns Berg gegn Sviss í Bern. Á fréttamannafundi í gær var Jói spurður að því hvort hann hefði horft á þrennuna aftur?
„Já, ég viðurkenni að ég tók hana í gær aftur," sagði Jói og hló. „Ég sá á RÚV að það væru tíu ár frá þrennunni, ég varð að kíkja á hana aftur."
„Þriðja markið er ákveðin gæsahúð, en tæknilega var fyrsta markið örugglega erfiðast; fyrsta snertingin var ansi góð og svo var boltanum neglt í netið. Það er gaman að rifja þetta upp. Ég þarf hugsanlega að taka afmælisþrennu á morgun (í kvöld)."
Fyrir leik
Hareide horfir á fótbolta allan daginn alla mánudaga
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Ég set þetta þannig upp að ég sé alla leikina hjá strákunum á mánudögum, nota allan mánudaginn í að horfa á fótbolta og er því orðinn smá þreyttur á mánudagskvöldi," sagði Hareide.
„Ég sé alla strákana spila og það er mjög mikilvægt. Ég get þannig fylgst með þeim og sé hvað þeir eru að gera hjá félagsliðum sínum. Frammistöðurnar hafa verið nokkuð stöðugar, flestir leikmennirnir hafa spilað í upphafi tímabilsins, sumir hafa skipt um félag og hafa gert vel hjá nýju félagi. Það lítur vel út."
Fyrir leik
Bongó í Lúxemborg
Búið er að ákveða að vera með vatnspásur í hvorum hálfleik.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Alfreð um síðasta glugga
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Var mikil vonbrigðatilfinning eftir síðasta glugga þar sem frammistöðurnar voru góður en stigin engin?
„Ekki spurning, að fá núll stig úr þeim glugga á heimavelli þar sem við stefndum allavega á þrjú stig; við vitum hversu mikilvægt er að vinna heimaleikina. Ef maður skoðar frammistöðurnar voru þær mjög góðar sem er skrítið að segja þegar punktarnir fylgdu ekki með því, en það eru oft smáatriði í fótbolta sem skipta á milli. Á móti Portúgal sýndum við 'vintage' Íslands 'stuff', en sofnum í eitt augnablik og það er smá óbragð í munninum eftir sumargluggann þrátt fyrir góðar frammistöður. Við þurfum núna að bæta stigum við góðar frammistöður," segir Alfreð Finnbogason.
Smelltu hér til að sjá viðtalið við Alfreð
Fyrir leik
Ekkert annað í boði en að taka sex stig
Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins, segir engan feluleik í gangi með markmið þessa landsleikjaglugga. Liðið ætlar að vinna í Lúxemborg og svo gegn Bosníu á Laugardalsvelli á mánudaginn.
„Við erum ekkert að fela það, við verðum að taka sex stig úr þessum glugga. Það er ekkert að því að segja það og leggja áherslu á það. Það er ekkert annað í boði," segir Guðlaugur Victor við Fótbolta.net.
Landsliðið var í æfingabúðum í Þýskalandi og æfði á æfingasvæði þýska Bundesliguliðsins Mainz. Á miðvikudag hélt liðið svo yfir til Lúxemborgar.
Smelltu hér til að sjá viðtalið við Guðlaug Victor
Fyrir leik
Uppgangur í Lúxemborg
Uppgangurinn í fótboltanum í Lúxemborg hefur verið eftirtektarverður. Frá árinu 2006 til 2018 þá klifraði Lúxemborg upp um meira en 100 sæti á FIFA styrkleikalistanum, frá 195. sæti upp í 82. sæti.
Lestu nánar um uppganginn í Lúxemborg
Fyrir leik
Sá markahæsti ekki með
Sóknarmaðurinn Gerson Rodrigues, markahæsti leikmaður í sögu landsliðs Lúxemborgar, er ekki í hópnum vegna agavandamála.
Í fjarveru Rodriguez er Danel Sinani skeinuhættasti leikmaður Lúxemborgar, hann hefur skorað tvö af fjórum mörkum liðsins í undankeppninni. Þá er hinn nítján ára gamli Yvandro Borges Sanches, leikmaður Borussia Mönchengladbach, nokkuð spennandi leikmaður.
Sjá nánar hérna
Fyrir leik
Georgíumenn dæma - Ísraelsmenn í VAR
Það eru Georgíumenn sem sjá um að dæma leikinn úti á vellinum. Goga Kikacheishvili er aðaldómari leiksins en hann er aðeins 32 ára og er að klifa upp stigann hjá UEFA. Hingað til hefur hann nær eingöngu dæmt yngri landsleiki og Sambandsdeildarleiki á alþjóðlegum vettvangi.
VAR teymið er hinsvegar frá Ísrael og VAR dómari er Ziv Adler.
Fyrir leik
Komið þið sælir, kæru lesendur!
Innilega velkomin með okkur í Stórhertogadæmið Lúxemborg þar sem Lúxemborg og Ísland eigast við í undankeppni EM klukkan 18:45 að íslenskum tíma, 20:45 hér að staðartíma.
Það er UPPSELT á leikinn á hinum stórglæsilega Stade de Luxembourg en leikvangurinn tekur 9.231 áhorfendur. Vegna ársmiðasölu er þó ekki búist við því að setið verði í hverju sæti. Leikvangurinn var vígður fyrir tveimur árum. Völlurinn er lagður með hybrid grasi.
Stuðningsmenn Lúxemborgar leyfa sér að dreyma um að komast í lokakeppni EM. Landslið þessarar 660 þúsund manna þjóðar er þremur stigum frá öðru sæti. Lúxemborg er fjórum stigum fyrir ofan Ísland í riðlinum og því ekkert annað sem kemur til greina hjá okkar strákum en að sækja til sigurs.