Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Leiknir R.
1
2
Fjölnir
0-1 Sigurvin Reynisson '17
Davíð Júlían Jónsson '34 1-1
1-2 Axel Freyr Harðarson '43
09.09.2023  -  14:00
Domusnovavöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Það er skýjað og 10 gráður hérna í efra breiðholti
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Maður leiksins: Patryk Hryniewicki, Leiknir R.
Byrjunarlið:
1. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
Ósvald Jarl Traustason
Davíð Júlían Jónsson ('88)
4. Patryk Hryniewicki
5. Daði Bærings Halldórsson (f)
8. Sindri Björnsson (f) ('68)
8. Árni Elvar Árnason
9. Róbert Hauksson
19. Jón Hrafn Barkarson ('73)
23. Arnór Ingi Kristinsson
67. Omar Sowe

Varamenn:
12. Indrit Hoti (m)
10. Shkelzen Veseli ('68)
11. Brynjar Hlöðvers ('88)
18. Marko Zivkovic ('73)
45. Gísli Alexander Ágústsson
66. Valgeir Árni Svansson
80. Karan Gurung

Liðsstjórn:
Vigfús Arnar Jósefsson (Þ)
Gísli Friðrik Hauksson
Halldór Geir Heiðarsson
Atli Jónasson
Guðbjartur Halldór Ólafsson

Gul spjöld:
Omar Sowe ('44)
Patryk Hryniewicki ('79)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þessi veisla í efra Breiðholti búinn, Fjölnir fara með 3 stig heim.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni!! Takk fyrir mig
90. mín
+4 í uppbótartími.
88. mín
Inn:Brynjar Hlöðvers (Leiknir R.) Út:Davíð Júlían Jónsson (Leiknir R.)
85. mín
Baldvin kemur inná og tekur strax aukaspyrnu af 35 metrunum og ákveður að taka skot, Svakalega fast beint á Viktor og Leiknir hreinsa.
84. mín
Inn:Reynir Haraldsson (Fjölnir) Út:Máni Austmann Hilmarsson (Fjölnir)
Fyrrum Leiknismaðurinn kominn af velli
84. mín
Inn:Baldvin Þór Berndsen (Fjölnir) Út:Bjarni Þór Hafstein (Fjölnir)
83. mín Gult spjald: Bjarni Þór Hafstein (Fjölnir)
sýndist þetta vera fyrir kjaft.
82. mín
Leiknir vinna en eina hornspyrnuna.

Mikið klafs á teignum sem endar með að Árni á skot og mikið köll eftir hendi en Gunnar segir Nei!
79. mín Gult spjald: Patryk Hryniewicki (Leiknir R.)
Hákon gerir frábærlega að koma sér fram fyrir Patryk sem brýtur
77. mín
Marko með skemmtilega takta á teignum og kemur með fyrirgjöf í varnarmann og aftur fyrir, Leiknismenn fá horn.

Sigurjón handsamar það búinn að vera svakalega öruggur í þessum leik.
75. mín
Gaman að sjá Karan Gurung á bekk hjá Leiknismönnum hann er fæddur 2008! Takk Fyrir
73. mín
Inn:Marko Zivkovic (Leiknir R.) Út:Jón Hrafn Barkarson (Leiknir R.)
68. mín
Inn:Shkelzen Veseli (Leiknir R.) Út:Sindri Björnsson (Leiknir R.)
íslenski KDB farinn af velli er ég að heyra
67. mín
Bjarni Þór að gera sig ready að taka aukaspyrnu bara næstum á teigslínunni.

Geðveik spyrna, rétt framhjá Samúel!
66. mín
Inn:Daníel Ingvar Ingvarsson (Fjölnir) Út:Bjarni Gunnarsson (Fjölnir)
66. mín
Inn:Hákon Ingi Jónsson (Fjölnir) Út:Óliver Dagur Thorlacius (Fjölnir)
61. mín
Arnór liggur þjáður eftir, sýnist þurfa aðhlynningu.

Allt í lagi með hann kemur á skokkinu aftur inná.
57. mín Gult spjald: Óliver Dagur Thorlacius (Fjölnir)
56. mín
Bjarni með frábæra takta á teig Leiknis og situr hann út á óliver sem á skot beint á Viktor. Vonandi fáum við fleiri færi svoldið hægt af stað hérna í seinni.
51. mín
Bjarni kemur með hann beint á kollinn á Bjarna sem skallar yfir og Leiknir eiga markspyrnu.
50. mín
Bjarni þór gerir svakalega vel og brotið á honum.

Aukapyrna á 30 metrunum sem Bjarni og óliver standa yfir kæmi mér ekki á óvart að Bjarni komi með hann fyrir, hann er búinn að eiga svakalegar fyrirgjafir í þessum leik.
47. mín
Inn:Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir) Út:Sigurvin Reynisson (Fjölnir)
46. mín
Sá seinni byrjaður! Gunnar flautar á leikinn. Fjölnir undirbúa skiptingu.
45. mín
Hálfleikur
Algjör skemmtun hér í fyrri hálfleik, vonandi fáum við en fleiri mörk í þeim seinni.

Mæli með leikurinn er sýndur í beinni á Youtube, með sturlaðari lýsingu linkur af henni neðar í lýsingunni!
44. mín Gult spjald: Omar Sowe (Leiknir R.)
alltof hátt með sólan.
43. mín MARK!
Axel Freyr Harðarson (Fjölnir)
Stoðsending: Óliver Dagur Thorlacius
Vá litla þrusan frá Axel! Bolti beint á teig Leiknis sem eru í brasi með að hreinsa og boltinn endar hjá Axel sem á geðveikt skot vá í gegnum allan pakkan og kemur þeim yfir!!
42. mín
Svakalega mikið af hornspyrnum hér í fyrri hálfleik, Fjölnismenn eiga hér hornspyrnu.
40. mín
Axel með alvöru teig í teig sprett sem endar með að Omar Sowe tæklar og Fjölnir vinna hornspyrnu.

Leiknir hreinsa hana beint á Óliver sem á skot langt framhjá og Leiknir eiga markspyrnu.
39. mín
Róbert Hauks vinnur hornspyrnu fyrir Leiknir.

Fjölnir gerir vel og hreinsa.
34. mín MARK!
Davíð Júlían Jónsson (Leiknir R.)
Stoðsending: Jón Hrafn Barkarson
Þeir jafna! Jón Hrafn gerir frábærlega labbar framhjá Dofra og á sendingu á Davíð Júlían sem á skot í varnarmann fær hann aftur og klárar frábærlega!
28. mín
Vó Viktor heppinn þarna Júlíus Mar sólar hreinlega Viktor en Patryk er en og aftur á réttum stað og bjargar en og aftur á línu. Geðveikur varnarleikur!
27. mín
Leikurinn svakalega daufur sóknarlega eftir mark Fjölnismanna, vonandi fáum við einhverja meiri skemmtun í þetta.
23. mín
Skemmtilegt spil hjá Bjarna og Mána sem Leiknismenn verjast vel, Leiknir eru verulega þéttir og erfitt að spila í gegnum þá.
17. mín MARK!
Sigurvin Reynisson (Fjölnir)
Stoðsending: Óliver Dagur Thorlacius
Fjölnir eru komnir yfir! Geðveik hornspyrna frá Óliver sem fer af varnarmanni til Sigurvins sem neglir tuðrunni í netið og Viktor hefur fá svör!
16. mín
Fjölnir fá hornspyrnu sem Óliver undirbýr sig að taka.
15. mín
Hvernig!!! Bjarni með geðveikan bolta inná teig leiknis sem Viktor missir af og hvernig setti Máni eða Bjarni þennan ekki inn tveir á teignum þarna og boltinn dettur bara fyrir þá en Patryk étur þá! Fjölnismenn að vakna.
12. mín
Óliver Dagur með geggjaða Aukaspyrnu sem Viktor þarf að gera sig allan til að verja. Alvöru varsla!
10. mín
Axel keyrir á vörn Leiknis sem á skot framhjá, fyrsta sem Fjölnismenn gera í þessum leik.

Leiknir byrja fyrstu 10 frábærlega, Fjölnir eru í brasi með að spila í gegnum fyrstu pressu Leiknismanna.
7. mín
Einhver misskilingur hjá Vilhjálm og Sigurjóni, boltinn endar hjá Róberti Hauks sem gerir illa með svakalega gott tækifæri og missir boltan.
5. mín
Leiknir vinna en eina hornspyrnuna sem árni undirbýr sig að taka.

Sama uppskrift Árni leitar af Patryk sem á skalla beint á Sigurjón.
4. mín
Leiknir vinna hornspyrnu sem Árni tekur og finnur Patryk aleinan sem neglir honum yfir.
2. mín
Váá Jón Hrafn í dauðafæri strax á 2.mín en Sigrjón gerir frábærlega og ver þetta í horn.

Sýndist Sindri eiga skalla yfir markið og ekkert verður úr því.
1. mín
Leikur hafinn
Gunnar flautar leikinn á, vonandi fáum við veislu hér á Domusnovavellinum!

Fyrir leik
Spila gegn fyrrum félögum! Máni Austmann fyrrum leikmaður Leiknis er í byrjunarliði Fjölnis hér í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Dómaratríoið Dómari dagsins er enginn annar en Gunnar Oddur Hafliðason og honum til aðstoðar eru þeir Kristján Már Ólafs og Guðmundur Ingi Bjarnason. Eftirlits maður frá KSÍ er Garðar Örn Hinriksson.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Hér má sjá manninn með flautuna í dag.
Fyrir leik
Beint á Youtube
Sverrir Örn Einarsson
Fyrir leik
Fjölnir Fjölnir sitja í 3.sæti og eru löngu búnir að tryggja sér í umspilssæti og með sigri hér í dag ná þeir kannski að ræna 2.sætinu af Aftureldingu í síðstu umferðinni.

Fjölnir gerðu sér lítið fyrir í síðustu umferð og unnu Aftureldingu 4-2 sem situr í sætinu fyrir ofan þá og með sigrinum hafa Afturelding einungis 4 stiga forrskot.

Fjölnir 4-2 Afturelding
0-1 Ivo Alexandre Pereira Braz ('23)
1-1 Bjarni Gunnarsson ('38)
2-1 Júlíus Mar Júlíusson ('39)
3-1 Bjarni Gunnarsson ('56)
3-2 Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('81)
4-2 Hákon Ingi Jónsson ('90+3)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Leiknir R. Leiknir sitja í 5.sæti með 32 stig og einungis 1 stigi frá Vestra sem situr í sætinu fyrir ofan þá. 4-2 sigur á Njarðvík í síðasta leik tryggðu þeir sér umspilssæti um að koma sér í deild þeirra Bestu að komandi tímabili!

Leiknir heimsóttu Njarðvík í síðstu umferð og unnu frábæran 4-2 sigur þar sem vindurinn átti sitt strik á leiknum. Daníel Finns átti stórleik og setti tvennu og var valinn maður leiksins.

Njarðvík 2-4 Leiknir R.
0-1 Hreggviður Hermannsson "sjálfsmark" ('26)
0-2 Daníel Finns Matthíasson ('36)
1-2 Kenneth Hogg ('38)
1-3 Daníel Finns Matthíasson ('49)
2-3 Oumar Diouck ('59)
2-4 Omar Sowe ('73)
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fyrir leik
Stórleikur á Domusnovavellinum! Verið velkominn í þessa þráð beinu textalýsingu frá Domusnovavellinum í 21.umferð lengjudeildarinnar þar sem Leiknir Reykjavík og Fjölnir eigast við. Næst síðasta umferð áður en bæði þessi lið spila í umspili hvaða lið kemst í deild þeirra Bestu!
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Byrjunarlið:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
4. Júlíus Mar Júlíusson
6. Sigurvin Reynisson ('47)
8. Óliver Dagur Thorlacius ('66)
9. Bjarni Gunnarsson ('66)
9. Máni Austmann Hilmarsson ('84)
10. Axel Freyr Harðarson
11. Dofri Snorrason
17. Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson
20. Bjarni Þór Hafstein ('84)
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)

Varamenn:
26. Halldór Snær Georgsson (m)
3. Reynir Haraldsson ('84)
7. Dagur Ingi Axelsson
14. Daníel Ingvar Ingvarsson ('66)
22. Baldvin Þór Berndsen ('84)
23. Hákon Ingi Jónsson ('66)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson ('47)

Liðsstjórn:
Úlfur Arnar Jökulsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Einar Hermannsson
Kári Arnórsson
Einar Jóhannes Finnbogason
Einar Már Óskarsson
Erlendur Jóhann Guðmundsson

Gul spjöld:
Óliver Dagur Thorlacius ('57)
Bjarni Þór Hafstein ('83)

Rauð spjöld: