Man Utd tilbúið að hlusta á tilboð í Rashford og Martínez - Arteta vill Vlahovic - Ashworth gæti tekið til starfa hjá Arsenal
Danmörk
0
1
Ísland
0-1 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir '77
05.12.2023  -  18:30
Energi Viborg Arena
Þjóðadeild kvenna
Aðstæður: Kalt í Danmörku
Dómari: Catarina Campos (Portúgal)
Byrjunarlið:
1. Lene Christensen (m)
3. Stine Ballisager
4. Isabella Obaze
4. Emma Færge
6. Josefine Hasbo ('84)
9. Amalie Vangsgaard
12. Kathrine Møller Kühl
14. Sofie Bredgaard ('76)
15. Frederikke Thøgersen
19. Janni Thomsen
23. Caroline Møller ('62)

Varamenn:
1. Maja Bay Østergaard (m)
16. Alberte Vingum (m)
2. Sara Thrige
6. Karen Holmgaard ('84)
7. Sanne Troelsgaard ('76)
9. Nadia Nadim
13. Cornelia Kramer
13. Karoline Olesen
17. Rikke Madsen ('62)
18. Luna Gevitz
19. Caroline Pleidrup
21. Mille Gejl

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
GEGGJAÐUR SIGUR! Stórkostlegur sigur Íslands í Danmörku. Frábær endir á Þjóðadeildinni hjá okkar stelpum. Vel gert! Næst er það umspilið í mars þar sem okkar lið fylgir þessum tveimur leikjum vonandi eftir.
95. mín
Danir fá hér dauðafæri í lokin en Holmgaard skallar einhvern veginn fram hjá.
94. mín
Skot að marki, Glódís skallar boltann og Fanney grípur. Elska þessa uppskrift!
94. mín
Danir reyna og reyna, en við erum að koma þessum boltum í burtu.
93. mín
Troelsgaard með skot yfir markið. Aldrei hætta. Danir virðast ekki ætla að skora í þessum leik.
92. mín
Enn og aftur er Fanney að grípa boltann. HÚN ER GEGGJUÐ!!!
91. mín
Inn:Arna Sif Ásgrímsdóttir (Ísland) Út:Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Ísland)
Fáum hæð í teiginn til að koma þessum boltum í burtu.
90. mín
Fimm mínútum bætt við Koma svo Ísland!
90. mín
Fanney gríðarlega hugrökk, stekkur upp og sækir boltann. Og aukaspyrnuna.
89. mín
Vangsgaard með skot að marki en Fanney ver og heldur boltanum.
89. mín
Það fellur ekkert með henni Thomsen komin í ágætis færi en setur boltann vel fram hjá markinu. Hún er örugglega komin með einhverja 3,24 í xG í þessum leik.
89. mín
Íslenska liðið er mjög aftarlega og Danir liggja þungt á okkur.
88. mín Gult spjald: Alexandra Jóhannsdóttir (Ísland)
87. mín
Fanney er að spila meidd, hún er að gefa allt fyrir Ísland.
86. mín
Guðný með mjög skrítna sendingu sem býr næstum því til stórslys en Guðrún Arnardóttir bjargar þessu.
84. mín
Inn:Karen Holmgaard (Danmörk) Út: Josefine Hasbo (Danmörk)
83. mín
Olla Sigga að sleppa í gegn en aðeins of lengi að athafna sig.
81. mín
Ef Ísland nær að halda út hérna, þá yrði það besti sigurinn í stjóratíð Steina Halldórs. Ég held að það sé hægt að fullyrða það. Koma svo stelpur!
80. mín
Karólína Lea skoraði mark Íslands!
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
79. mín
Við stóðumst þunga pressu frá Dönum og rekum svo rýtinginn beint í bakið á þeim. Þetta er frábært!
78. mín
Inn:Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Ísland) Út:Hlín Eiríksdóttir (Ísland)
Hlín búin að skila mikilvægu starfi í þessum leik.
77. mín MARK!
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Sædís Rún Heiðarsdóttir
JÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!!!! Karólína skorar af miklu harðfylgi og það slær þögn á áhorfendaskarann.

Sædís með góða sendingu á Karólínu sem reynir skot sem fer í varnarmann, hún fær boltann aftur og skorar þá. Hún er búin að eiga mjög góðan leik og verðskuldar þetta mark.

Fær koss frá Alexöndru á ennið eftir markið.
76. mín
Inn:Sanne Troelsgaard (Danmörk) Út:Sofie Bredgaard (Danmörk)
75. mín
Seinni hálfleikurinn er búinn að vera mun erfiðari en sá fyrri.
74. mín
Fanney enn og aftur að bjarga málunum. Sú er búin að vera góð í leiknum. Það liggur þungt á okkur núna.
73. mín
Hvernig er hún ekki búin að skora??? Thomsen í algjöru dauðafæri, í annað sinn í leiknum en henni tekst ekki að skora. Hitti ekki boltann almennilega Þarna voru okkar stelpur heppnar.
72. mín
Hættuleg sending á bak við vörnina en Fanney er vel staðsett og kemur út á móti til að sækja boltann.
70. mín
Fanney heldur leik áfram, góðar fréttir.
68. mín
Inn:Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Ísland) Út:Agla María Albertsdóttir (Ísland)
68. mín
Inn:Berglind Rós Ágústsdóttir (Ísland) Út:Selma Sól Magnúsdóttir (Ísland)
68. mín
ÆIII Fanney leggst í jörðina og er meidd. Ég held að hún muni ekki halda leik áfram. Guðný Geirsdóttir og Aldís Guðlaugsdóttir eru á bekknum en hvorug þeirra hefur spilað A-landsleik.
67. mín
Við þurfum að fara að fá ferska fætur inn á völlinn. Það er aðeins of mikil þreyta í þessu núna.
65. mín
Danska liðið er búið að vera gríðarlega mikið með boltann en þær eru ekki að vaða í færum.
62. mín
Inn:Rikke Madsen (Danmörk) Út:Caroline Møller (Danmörk)
60. mín
Karólína reynir að finna Diljá inn á teignum, en það gengur ekki.
59. mín
Það er spenna í riðlinum því staðan er enn markalaus í leik Þýskalands og Wales. Danmörk þarf eins og er bara að skora eitt mark til að komast á toppinn í riðlinum.
57. mín
Danmörk með öll völd á vellinum þessa stundina og það liggur mark í loftinu.
56. mín
Thomsen alein á fjær en fyrsta snertingin ekki góð hjá henni. Fanney nær að loka á hana.
55. mín
Vangsgaard með skalla en Fanney er auðvitað mætt til að verja þetta. ,,Heldurðu að hún verði keypt áður en leikurinn er búinn?" spyr Logi Ólafsson léttur í útsendingu RÚV.
54. mín
FRÁBÆR VARSLA! Thomsen með skot en Fanney ver algjörlega frábærlega! Sér boltann seint en hún var alveg með þetta.
53. mín
Bredgaard með boltann inn á teignum en Glódís lokar á hana.
50. mín
Danska liðið að byrja þennan seinni hálfleik af miklum krafti, eru aðeins að þjarma að íslenska liðinu.
48. mín
Obaze nær skalla eftir hornspyrnuna en nær engum krafti í hann. Svo reyna Danir aðra fyrirgjöf en Fanney grípur boltann.
48. mín
Vangsgaard reynir að skjóta að marki en Guðrún kemur sér fyrir. Danmörk fær hornspyrnu svo.
46. mín
Þá er síðari hálfleikurinn farinn af stað! Áfram Ísland!
45. mín
Hálfleikur
Búið að flauta til hálfleiks í Viborg. Að mörgu leyti flottur fyrri hálfleikur hjá Íslandi og nú bara um að gera að ná í sigurinn í seinni hálfleiknum!
45. mín
Einni mínútu bætt við
44. mín
Hlín er búin að vera rosaleg í þessum fyrri hálfleik. Varnarmenn Danmerkur ráða ekkert við líkamlegan styrk hennar.
43. mín
Verðum að gera betur þarna! Stelpurnar okkar í góðri stöðu eftir að hafa unnið boltann en sendingin er ekki nægilega hnitmiðuð hjá Karólínu. Ætlaði að finna Diljá, en það gekk ekki.
40. mín
Íslenska liðið er líklega með hærra xG eftir þennan fyrri hálfleik, við erum búnar að skapa okkur hættulegri færi.
39. mín
Karólína! Með flottan sprett, leyfir leikmönnum Danmerkur ekki að komast í boltann og nær hún svo ágætu skoti en Christensen ver það vel.
38. mín
Það virðist vera allt í lagi með Karólínu.
38. mín
Karólína Lea liggur eftir og þarf aðhlynningu. Vonandi ekki alvarlegt hjá þessum frábæra leikmanni.
37. mín
Kühl gerir ágætlega inn á teignum og reynir að lauma boltanum í fjærhornið en skot hennar er ekki sérstakt. Máttlítið.
35. mín
Flottar þessar síðustu mínútur hjá íslenska liðinu og okkar stelpur eru óheppnar að vera ekki búnar að skora.
34. mín
Agla María!! Flott sókn hjá Íslandi. Selma á fína sendingu á Alexöndru í teignum, en hún skallar til baka á Öglu Maríu sem tekur boltann í fyrsta. Skot hennar að marki er rétt fram hjá markinu!
30. mín
VÁÁÁÁÁÁÁ Lene Christensen kemur út úr markinu og á slaka sendingu. Karólína Lea fær boltann og lætur strax vaða, með skot lengst utan af velli en boltinn rétt fram hjá markinu. Christensen var ekki komin aftur í markið. Þetta var okkar besta tilraun til þessa en þessi hefði mátt detta inn.
30. mín
Varnarleikurinn verið ágætur en þegar við erum með boltann á vallarhelmingi Danmerkur, þá verðum við að gera betur. Sendingarnir ekki verið góðar þegar við erum að sækja og möguleikarnir ekki miklir.
27. mín
Amalie Vangsgaard með boltann inn á teignum með bakið í markið og hún reynir skot, en nær engum krafti í það. Guðrún kemur sér fyrir og boltinn frá markinu okkar.
25. mín
Danir eru með yfirhöndina en þær hafa ekki náð að skapa sér neitt frá því Thomsen fékk færi fyrir opnu marki í byrjun leiksins.
20. mín
Thøgersen með fyrirgjöf en Fanney kemur út og handsamar boltann.
18. mín
Aftur, virkilega gaman að sjá hvað Fanney er ísköld á boltanum. Það er hjálpa okkur að koma boltanum úr vörninni.
14. mín
Karólína gerir frábærlega þegar hún klobba varnarmenn Danmerkur og fer með boltann út hægra megin. Hún bíður eftir stuðningi og fær hann frá Öglu Maríu. Við fáum í kjölfarið hornspyrnu en spyrnan er slök.
12. mín
Gunni Birgis að benda á þá skemmtilegu staðreynd á RÚV að Frank Hvam úr Klovn er frá Viborg. Einhverjir skemmtilegustu þættir sem hafa verið gerðir.
10. mín
Vangsgaard fer niður í teignum. Kannski smá snerting frá Glódísi en ekkert dæmt, sem betur fer.
9. mín
Glódís! Selma Sól með hættulegan bolta inn á teiginn úr aukaspyrnu og Glódís flikkar boltanum aftur fyrir sig. Mér sýndist við fyrstu sýn þessi bolti vera á leiðinni inn í markið, en hann fer rétt fram hjá markinu. Það er alltaf hætta í kringum Glódísi í teignum.
7. mín
Fanney búin að fá boltann nokkrum sinnum í þessum leik og hún er gríðarlega yfirveguð þegar hún fær boltann. Maður sér þetta ekki oft hjá markverði, eða öðrum, á þessum aldri.
5. mín
Danska liðið skallar boltann frá markinu. Ekki merkilega spyrna.
5. mín
Þá bítum við aðeins frá okkur. Karólína sækir hornspyrnu. Vonandi náum við að gera eitthvað úr henni.
4. mín
Þetta var alltof auðvelt fyrir Dani. Ef við ætlum að spila svona varnarleik, þá verður þetta langt kvöld fyrir okkur.
3. mín
DAUÐAFÆRI! Frederikke Thøgersen með stórhættulegan bolta inn á teiginn sem fær að skoppa. Janni Thomsen mætir á undan Guðnýju á fjærstöngina en einhvern veginn setur hún boltann yfir markið. Þarna áttu heimakonur að komast yfir.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn!
Fyrir leik
Það er flugeldasýning fyrir leik!
Fyrir leik
Umgjörðin í Viborg í Danmörku er til fyrirmyndar og stemningin á vellinum er mikil. Eitthvað sem við Íslendingar eigum að horfa í.
Fyrir leik
Liðin eru að ganga út á völl eftir góða upphitun. Þjóðsöngvar að fara af stað og svo getum við hafið leik. Spennandi viðureign framundan!
Fyrir leik
Aldís í hópnum Aldís Guðlaugsdóttir, sem varði mark U20 landsliðsins í tapi gegn Austurríki í gær, er komin til móts við hópinn og verður á bekknum í kvöld. Telma Ívarsdóttir er í leikbanni.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Lið Danmerkur mjög sterkt Lið Danmerkur er mjög sterkt en þar má meðal annars finna leikmenn í Arsenal, PSG og Real Madrid. En við erum líka með leikmenn í öflugum liðum. Við erum til að mynda með fyrirliða Bayern München í okkar liði.
Fyrir leik
Fimm breytingar Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, gerir fimm breytingar á liði sínu frá sigurleiknum gegn Wales síðasta föstudagskvöld.

Fanney Inga Birkisdóttir Guðný Árnadóttir, Alexandra Jóhannsdóttir, Agla María Albertsdóttir og Diljá Ýr Zomers koma inn í byrjunarliðið fyrir Telmu Ívarsdóttur, Ingibjörgu Sigurðardóttur, Hildi Antonsdóttur, Hafrúnu Rakel Halldórsdóttur og Söndru Maríu Jessen.

Markvörðurinn Fanney Inga leikur sinn fyrsta landsleik í kvöld en hún er bara 18 ára gömul.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Svona er byrjunarlið Íslands
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Danir lögðu okkur í Laugardalnum Síðasti leikur gegn Danmörku var að mörgu leyti ágætur en sá leikur endaði með 0-1 sigri Dana. Það er vonandi að íslenska liðið sé í hefndarhug fyrir þennan áhugaverða leik í kvöld.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Svona er staðan í riðlinum 1. Þýskaland - 12 stig
2. Danmörk - 12 stig
3. Ísland - 6 stig
4. Wales - 0 stig

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Mikil umræða um hvar stelpurnar eiga að spila Það hefur verið mikil umræða um það síðustu daga hvar Ísland eigi að spila í umspilinu. KSÍ hefur óskað eftir því við UEFA að heimaleikur íslenska kvennalandsliðsins í umspilinu í febrúar á næsta ári verði leikinn erlendis vegna aðstöðuleysis hér á landi.

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, nefnir Tórsvöll, þjóðarvöll Færeyja, sem mögulegan leikstað. Hann er lokaður allan hringinn og veðrið í Færeyjum mögulega skárra á þessum árstíma. Hún telur þó líklegra að leikið verði sunnar og þar kemur Akademíuvöllur Manchester City til greina.

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, gagnrýndi stjórnvöld harðlega fyrir vinnubrögð sín, eða frekar skort á vinnubrögðum, í tengslum við þjóðarleikvang eftir sigurinn gegn Wales á föstudag.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Ísland fer í umspilið Ísland tryggði sér þriðja sætið í riðlinum í Þjóðadeildinni síðastliðið föstudagskvöld með góðum sigri á Wales ytra.

Heimakonur byrjuðu leikinn betur en Ísland komst yfir þegar Hildur Antonsdóttir kom boltanum í netið af miklu harðfylgi. Diljá Ýr Zomers kom svo inn á sem varamaður í seinni hálfleik og gulltryggði sigur Íslands með glæsilegu marki. Hún átti skot rétt fyrir utan vítateiginn og boltinn hafnaði í netinu.

Bæði Hildur og Diljá voru þarna að skora sitt fyrsta landsliðsmark.

Ísland mun enda í þriðja sæti í þessum riðli sama hvernig leikirnir fara í dag. Það þýðir að okkar stelpur fara í umspil í byrjun næsta árs um að halda sér í A-deild, en það er mikilvægt að halda sér í A-deildinni þar sem Þjóðadeildin mun tengjast inn í undankeppni Evrópumótsins.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Góðan daginn Og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Danmerkur og Íslands, kæru lesendur. Þetta er síðasti leikur Íslands í Þjóðadeildinni þetta árið.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Byrjunarlið:
13. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
7. Selma Sól Magnúsdóttir ('68)
8. Alexandra Jóhannsdóttir
9. Diljá Ýr Zomers
10. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('91)
14. Hlín Eiríksdóttir ('78)
17. Agla María Albertsdóttir ('68)
18. Guðrún Arnardóttir
19. Sædís Rún Heiðarsdóttir
20. Guðný Árnadóttir

Varamenn:
1. Guðný Geirsdóttir (m)
Aldís Guðlaugsdóttir
2. Berglind Rós Ágústsdóttir ('68)
3. Sandra María Jessen
5. Lára Kristín Pedersen
6. Ingibjörg Sigurðardóttir
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir ('91)
15. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('78)
17. Bryndís Arna Níelsdóttir
21. Hafrún Rakel Halldórsdóttir ('68)
22. Amanda Andradóttir

Liðsstjórn:
Þorsteinn Halldórsson (Þ)

Gul spjöld:
Alexandra Jóhannsdóttir ('88)

Rauð spjöld: