Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
ÍA
5
1
Fylkir
Hinrik Harðarson '11 1-0
Orri Sveinn Stefánsson '45
Steinar Þorsteinsson '51 2-0
Jón Gísli Eyland Gíslason '54 3-0
Viktor Jónsson '67 4-0
Albert Hafsteinsson '77 5-0
5-1 Theodór Ingi Óskarsson '85
21.04.2024  -  17:00
Akraneshöllin
Besta-deild karla
Aðstæður: Inn í Akrraneshöll.....
Dómari: Pétur Guðmundsson
Maður leiksins: Hinrik Harðarson
Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
3. Johannes Vall
4. Hlynur Sævar Jónsson
9. Viktor Jónsson
10. Steinar Þorsteinsson
11. Hinrik Harðarson ('72)
13. Erik Tobias Sandberg
14. Oliver Stefánsson ('72)
19. Marko Vardic ('72)
66. Jón Gísli Eyland Gíslason ('72)
88. Arnór Smárason (f) ('54)

Varamenn:
31. Dino Hodzic (m)
5. Arnleifur Hjörleifsson ('72)
17. Ingi Þór Sigurðsson ('72)
18. Guðfinnur Þór Leósson ('72)
22. Árni Salvar Heimisson ('72)
23. Hilmar Elís Hilmarsson

Liðsstjórn:
Jón Þór Hauksson (Þ)
Aron Ýmir Pétursson
Teitur Pétursson
Dean Martin
Albert Hafsteinsson
Mario Majic
Þorsteinn Magnússon
Rúnar Már S Sigurjónsson

Gul spjöld:
Marko Vardic ('17)
Jón Gísli Eyland Gíslason ('58)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Öruggur sigur ÍA Leiknum er lokið með öruggum sigri heimamanna. Var þetta ansi auðvelt í seinni hálfleik fyrir þá. Umfjöllun og viðtöl koma inn innan skamms.
90. mín
Tveimur mínútum bætt við Að minnsta kosti tveimur mínútum bætt við.
87. mín
Rétt fyrir mark Fylkismanna var ég að fara að skrifa að sjötta mark ÍA lægi í loftinu því þeir voru að sækja án afláts.
85. mín MARK!
Theodór Ingi Óskarsson (Fylkir)
MAAAARRRRKKKK Sárabótamark fyrir Fylkismenn en Thedór Ingi sleppur einn inn fyrir vörn ÍA og á ekki í vandræðum með að setja boltann í gegnum klofið á Árna Marínó.

Fyrsta mark Theodórs Inga sem er fæddur 2006!
80. mín
Næstum því sjötta markið! Viktor Jóns með þvílíkt skot innan í teig Fylkis en skotið í slánna!
78. mín Gult spjald: Matthias Præst Nielsen (Fylkir)
Fyrir ansi ljótt brot á Alberti, hefði vel getað verið rautt!
77. mín MARK!
Albert Hafsteinsson (ÍA)
MAAAARRRRKKKK!!!! Eftir þunga sókn þar sem ÓIafur Kristófer var nýbúinn að verja vel, barst boltinn til Alberts sem var fyrir utan teiginn og setti boltann virkilega laglega í hægra hornið óverjandi.
75. mín
Inn:Theodór Ingi Óskarsson (Fylkir) Út:Halldór Jón Sigurður Þórðarson (Fylkir)
74. mín
Fjórföld skipting! Jón Þór er að leyfa mönnum að hvíla sig sýnist mér með því að gera þessa fjórföldu skiptingu. Hinrik Harðar besti maður leiksins hingað til m.a. tekinn af velli.
72. mín
Inn:Árni Salvar Heimisson (ÍA) Út:Jón Gísli Eyland Gíslason (ÍA)
72. mín
Inn:Guðfinnur Þór Leósson (ÍA) Út:Marko Vardic (ÍA)
72. mín
Inn:Ingi Þór Sigurðsson (ÍA) Út:Hinrik Harðarson (ÍA)
72. mín
Inn:Arnleifur Hjörleifsson (ÍA) Út:Oliver Stefánsson (ÍA)
69. mín
Árni Marínó í skógarhlaupi Kominn langt út úr markinu og kiksar boltann, Ómar Björn kemst inn fyrir og nær semi skoti og boltinn rúllar í átt að opnu marki en Erik Tobias nær að koma boltanum í burtu.
67. mín MARK!
Viktor Jónsson (ÍA)
Stoðsending: Oliver Stefánsson
MAAAARRRRKKKKK!!! Hornspyrna sem Vall tekur, Oliver Stefáns kemur út og skallar boltann áfram og Viktor Jóns á ekki í nokkrum vandræðum með að skalla boltann í netið. 4 mark Viktors í sumar komið.
67. mín
Góð sókn hjá ÍA Jón Gísli með fyrirgjöf í fætur á Hinriki sem Fylkismenn bregðast vel við og boltinn í horn.
64. mín
Annað skipti sem bolti fer í þak!
63. mín
Inn:Þóroddur Víkingsson (Fylkir) Út:Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylkir)
63. mín
Inn:Stefán Gísli Stefánsson (Fylkir) Út:Nikulás Val Gunnarsson (Fylkir)
58. mín Gult spjald: Jón Gísli Eyland Gíslason (ÍA)
Fyrir brot utan á velli áðan.
56. mín
Allt annað að sjá leikmenn ÍA Auðvelt að segja þetta þar sem þeir eru manni fleirri en Skagamenn hafa komið af þvílíkum krafti inn í seinni hálfleikinn á meðan Fylkismenn hafa gjörsamlega brotnað.
54. mín
Inn:Albert Hafsteinsson (ÍA) Út:Arnór Smárason (ÍA)
54. mín MARK!
Jón Gísli Eyland Gíslason (ÍA)
Stoðsending: Steinar Þorsteinsson
MAAAAARKKKKKK!! JÓN GÍSLI EYLAND HNEIGÐU ÞIG DRENGUR!

Fær boltann, leikur inn á völlinn og tekur þrusu skot fyrir utan teig og í fjærhornið. Virkilega vel gert.
51. mín MARK!
Steinar Þorsteinsson (ÍA)
Stoðsending: Johannes Vall
MAAAAAARRRRKKKK!!! Geggjað mark hjá heimamönnum. Algjörlega geggjað.

Johannes Vall með sturlaða fyrirgjöf og þar kemur Steinar Þorsteins á ferðinni og leggur boltann í netið. Virkilega vel gert.
47. mín
Ólafur Kristófer!!! ÞVÍLÍK VARSLA!

Kemur há sending inn í teig Fylkis, að mér sýndist Viktor nær góðu skoti að marki en Ólafur gríðarlega vel á verði og ver í horn.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
45. mín
Inn:Aron Snær Guðbjörnsson (Fylkir) Út:Orri Hrafn Kjartansson (Fylkir)
45. mín
Inn:Ómar Björn Stefánsson (Fylkir) Út:Guðmundur Tyrfingsson (Fylkir)
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur Kominn hálfleikur. ÍA er yfir en ekki hægt að segja að Fylkismenn hafi ekki verið inn í leiknum því þeir eru að mínu mati búnir að vera betri. En eru núna orðnir manni færri og það gerir þeim erfitt fyrir í seinni hálfleik á ég von á.
45. mín
Hiti! Rétt fyrir rauða spjaldið vildu ÍA fá vítaspyrnu er Hinrik var kominn einn inn fyrir og féll í teignum. Séð frá mér hefði þetta alveg geta verið vítaspyrna en ekkert dæmt.
45. mín Gult spjald: Guðmundur Tyrfingsson (Fylkir)
45. mín Rautt spjald: Orri Sveinn Stefánsson (Fylkir)
KLÁRT RAUTT! Vardic að sleppa einn inn fyrir og Orri tekur hann niður rétt fyrir utan teig.
40. mín
Nauðvörn hjá ÍA Fylkismenn eru töluvert sterkari og keyra mjög á ÍA og ýta þeim aftar og aftar á völlinn og það skapaði stórhættu rétt í þessu þar sem Árni Marínó bjargaði vel. Sá ekki hver átti skot Fylkismanna en hættulegt var það.
35. mín
Úfffff Þarna munaði engu! Præst með vippu í átt að marki ÍA og ég hélt að boltinn hefði farið inn en það var ekki.
32. mín
Bolti í loft! Í fyrsta sinn fór boltinn í loftið/þakið og það eftir útspark frá Árna Marínó sem þýðir að Skagamenn þurfa að senda boltann á Fylkismenn.
30. mín
Arnór Smára liggur eftir Ásgeir Eyþórs fór í tæklingur á Arnór sem lá eftir og virtist þjáður en er stiginn á fætur aftur og leikur heldur áfram.
26. mín
Gott skot að marki ÍA Orri Sveinn með mjög gott skot utan af velli en fer rétt framhjá marki ÍA. Aðeins betra mið og þetta hefði geta legið í netinu.
23. mín
Jöfnunarmark kæmi ekki á óvart Fylkismenn eru að spila prýðilega og það kæmi mér ekki á óvar ef þeir myndu jafna leikinn fljótlega.
19. mín
Ólafur Kristófer!!! Viktor kemst einn á móti Ólafi og fer afskaplega illa með þá stöðu og tekur hálfskonar vippu/lélegt skot að marki en Ólafur kom vel út og las hann eins og opna bók.
17. mín Gult spjald: Marko Vardic (ÍA)
14. mín
Aðeins gegn gangi leiksins Mark ÍA kom aðeins gegn gangi leiksins fram að því, því Fylkismenn voru búnir að vera duglegri í sóknunum án þess þó að skapa eitthvað hættulegt.
11. mín MARK!
Hinrik Harðarson (ÍA)
MAAAAAARRRRKKK!!! Hinrik Harðarson með sitt fyrsta mark fyrir Skagamenn en hann átti skot að marki Fylkis fyrir utan teig vinstra meginn og í netið.
7. mín
Fylkismenn ívið sterkari Leikurinn er mjög hraður og skemmtilegur og það eru Fylkismenn sem eru að ná að skapa sér hættulegri stöður þessar fyrstu mínútur.
5. mín
Liðin þreifa á hvort öðru Guðmundur Tyrfings fær sendingu frá Nikulási og nær skoti að marki en Árni vel á verði.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er byrjaður! Fylkismenn byrja með boltann og spila í átt að bænum á meðan heimamenn spila í átt að hafi.
Fyrir leik
Hlýtur að vera uppselt Það er ansi þétt setið í höllinni, pláss fyrir 700 manns og mér sýnist ekki eitt sæti laust eða neitt pláss í viðbót. En þetta er að bresta á!
Fyrir leik
Sólin skín skært...... En því miður er það úti en ekki hér inn í höllinni eins og sést á færslunni frá Elvari Geir ritstjóra hér að neðan. Það er amk ekki kalt hérna inni og vel séð um blaðamenn með veitingum. Það er alltaf vel þegið :)
Fyrir leik
Prýðisveður fyrir utan!
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon

Leiðinlegt að ekki sé spilað utandyra í dag. Það er frábært fótboltaveður á meðan þessi leikur fer fram. Nánast logn og heiðskírt, en völlurinn fyrir utan er ekki orðinn nægilega grænn, eins og myndin að ofan sýnir.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Rúnar Már gengur inn á völlinn Rúnar Már er kynntur fyrir stuðningsmönnum og gengur hér um á grasinu með ÍA trefil um hálsinn og fær standandi lófaklapp.
Fyrir leik
Allt að verða til reiðu í höllinni umtöluðu
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Liðin eru mætt í hús Jón Þór Hauksson breytir ekki sigurliði og stillir upp sama liði og lagði HK fyrir viku síðan. Skagamenn hafa reyndar ekkert hróflað við byrjunarliði sínu í upphafi móts og hefur sama lið byrjað alla þrjá leiki liðsins.

Fylkismenn gera eina breytingu á liði sínu frá leiknum gegn Val. Orri Hrafn Kjartansson kemur inn í liðið eftir að hafa ekki mátt spila gegn Val og fær Ómar Björn Stefánsson sér sæti á bekknum í hans stað.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sverrir Örn Einarsson
Fyrir leik
Það er Fan-Zone!
Fyrir leik
Dómarinn Pétur Guðmundsson er sá sem fær það verkefni að hafa stjórn á leiknum í dag. Bryngeir Valdimarsson og Þórður Arnar Árnasson eru honum til aðstoðar og eftirlitsmaður er Einar Örn Daníelsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Nadía Atla er spámaður umferðarinnar Nadía Atladóttir leikmaður Vals er sú sem spáir í umferðina í þetta skiptið. Hún býst við öruggum sigri heimamanna.

ÍA 3 - 0 Fylkir
ÍA tekur þennan leik 3-0.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Nýr leikmaður Skagamenn kynntu loksins á Herrakvöldi félagsins á föstudagskvöldið nýjan leikmann liðsins, fyrrum atvinnu og landsliðsmanninn Rúnar Má Sigurjónsson en það er búið að bíða ansi lengi eftir því að hægt sé að setja (staðfest) á það.

Það eru þó enn nokkrar vikur í að Rúnar geti spilað þar sem hann er að koma til baka eftir meiðsli.


   21.04.2024 09:15
„Hann verður 100% besti leikmaður ÍA“
Fyrir leik
Byrjun liðanna í sumar Skagamenn byrjuðu Bestu deildina þetta sumarið á því að heimsækja Val á N1 völlinn og óhætt er að segja að þar hafi verið við ramman reip að draga og lutu þeir í lægra haldi fyrir Valsmönnum. Í annarri umferð heimsóttu þeir svo HK í Kórinn og unnu þar góðan 0 - 4 sigur þar sem bar hæst þrenna Viktors Jónssonar.

Fylkismenn hafa ekki náð sigri í fyrstu tveimur leikjunum en hafa þótt spila góða knattspyrnu og átt meira skilið. Ólafur Kristófer markmaður þeirra hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína það sem af er.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Velkomin í Akraneshöllina Kæru lesendur, verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá leik heimamanna í ÍA sem fá gestina í Fylki í heimsókn í þriðju umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Leikurinn hefst kl. 17:00

Leikurinn fer ekki fram á Elkemvellinum heldur í Akraneshöllinni þar sem grasið er ekki tilbúið. Óhætt að segja að sparkspekingar hafa verið ósáttir við að leikurinn hafi verið færður inn ef við miðum við umræður í fótbolta podköstum landsins.

   20.04.2024 22:31
Furðu lostnir yfir því að leyft sé að spila í Akraneshöllinni - „Ekki boðlegt“


Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir

   20.04.2024 14:24
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Byrjunarlið:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
2. Ásgeir Eyþórsson
5. Orri Sveinn Stefánsson (f)
9. Matthias Præst Nielsen
11. Þórður Gunnar Hafþórsson ('63)
17. Birkir Eyþórsson
18. Nikulás Val Gunnarsson ('63)
27. Arnór Breki Ásþórsson
70. Guðmundur Tyrfingsson ('45)
72. Orri Hrafn Kjartansson ('45)
80. Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('75)

Varamenn:
12. Guðmundur Rafn Ingason (m)
4. Stefán Gísli Stefánsson ('63)
14. Theodór Ingi Óskarsson ('75)
19. Arnar Númi Gíslason
21. Aron Snær Guðbjörnsson ('45)
22. Ómar Björn Stefánsson ('45)
25. Þóroddur Víkingsson ('63)

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Arnór Gauti Brynjólfsson
Michael John Kingdon
Ágúst Aron Gunnarsson
Olgeir Sigurgeirsson
Smári Hrafnsson

Gul spjöld:
Guðmundur Tyrfingsson ('45)
Matthias Præst Nielsen ('78)

Rauð spjöld:
Orri Sveinn Stefánsson ('45)