Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
banner
   sun 21. apríl 2024 09:15
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
„Hann verður 100% besti leikmaður ÍA“
Rúnar Már hefur spilað 32 landsleiki.
Rúnar Már hefur spilað 32 landsleiki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á föstudaginn var það loks staðfest að Rúnar Már Sigurjónsson er orðinn leikmaður ÍA. Þessi gríðarlega reynslumikli miðjumaður, fyrrum landsliðsmaður og atvinnumaður til fjölda ára, skrifaði undir samning út tímabilið 2026.

Rúnar Már, sem er 33 ára, var formlega kynntur á herrakvöldi ÍA þar sem hann var kallaður upp á svið. Tilkynningin hefur legið í loftinu í nokkurn tíma og þessar fréttir komu alls ekki á óvart.

Haraldur Árni Hróðmarsson, fyrrum aðstoðarþjálfari ÍA, var sérstakur gestur og sérfræðingur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977. Hann býst við miklu frá Rúnari.

„Hann er bara geðveikur leikmaður, var byrjunarliðsmaður í landsliðinu þegar hann var heill. Hann verður 100% besti leikmaður ÍA. Hann er samt meiddur núna og mér skilst að það sé um mánuður í hann," segir Haraldur en Rúnar fór í aðgerð á nára í vetur.

„Þeir eru með króatískan töframann sem starfar sem sjúkraþjálfari. Þekkjandi hann þá fær Rúnar ekkert að vera heima hjá sér. Hann er inni í líkamsræktarsalnum á Jaðarsbökkum að láta jaska sér út. Þegar hann kemur aftur þá geri ég bara ráð fyrir því að hann verði í frábæru standi og geri gæfumun í þessu liði. Hann getur breytt ótrúlega miklu þarna"

Tómas Þór Þórðarson tekur undir þetta, en þó með þeim fyrirvara að Rúnar nái sér almennilega af meiðslunum.

„Nárameiðsli eru mjög erfið en ef hann verður heill þá verður hann einn besti leikmaður deildarinnar. Hann er frábær leikmaður," segir Tómas.
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner