Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
Breiðablik
4
1
Þór
Elfar Árni Aðalsteinsson '24 1-0
Nichlas Rohde '50 2-0
Árni Vilhjálmsson '63 3-0
Árni Vilhjálmsson '74 4-0
4-1 Jóhann Helgi Hannesson '90
05.05.2013  -  17:00
Kópavogsvöllur
Pepsi-deildin
Dómari: Valgeir Valgeirsson
Áhorfendur: 1467
Maður leiksins: Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Byrjunarlið:
4. Damir Muminovic
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
10. Árni Vilhjálmsson ('83)
18. Finnur Orri Margeirsson
19. Kristinn Jónsson
30. Andri Rafn Yeoman
45. Guðjón Pétur Lýðsson
77. Þórður Steinar Hreiðarsson ('89)

Varamenn:
24. Arnór Bjarki Hafsteinsson (m)
16. Ernir Bjarnason ('89)
17. Elvar Páll Sigurðsson
26. Páll Olgeir Þorsteinsson ('83)
27. Tómas Óli Garðarsson

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Sverrir Ingi Ingason ('70)
Elfar Árni Aðalsteinsson ('65)
Damir Muminovic ('51)
Nichlas Rohde ('35)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Gleðilegt fóboltasumar!
Verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Breiðabliks og Þórs í fyrstu umferðinni í Pepsi-deild karla.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár en þau má sjá hér til hliðar. Chuck Chukwudi, framherji Þórs, er ekki í leikmannahópnum en hann kom til landsins fyrr í dag. Ármann Pétur Ævarsson er einnig fjarverandi hjá Þór.
Fyrir leik
Hjá Breiðabliki er Ellert Hreinsson í leikbanni eftir að hafa fengið rautt í lokaumferðinni í fyrra í leik með Stjörnunni....gegn Breiðabliki.
Fyrir leik
Óhætt er að hvetja áhorfendur til að mæta tímanlega á völlinn. Fá bílastæði eru laus nálægt vellinum þar sem margir gestir eru á bílasýningu í Fífunni.
Fyrir leik
Kópavogsvöllur er í frábæru standi. Ómar Stefánsson og Magnús Valur Böðvarsson hafa unnið að því dag og nótt að hafa völlinn kláran í slaginn.
Fyrir leik
Valgeir Valgeirsson flautar leikinn í dag. Gylfi Már Sigurðsson og Ásgeir Þór Ásgeirsson verða honum til aðstoðar í dag.
Fyrir leik
Mjölnismenn láta ekki sitt eftir liggja og fylgja sínu liði frá Akureyri. Til að mynda eru 72 Mjölnismenn að hita upp fyrir leikinn á Spot í þessum skrifuðu orðum.
Fyrir leik
Leikið verður með opinberan keppnisbolta Álfukeppninnar frá Adidas í leiknum í dag sem og í öðrum leikjum í Pepsi-deildinni. Sá bolti fær góða dóma frá leikmönnum ólíkt boltanum sem átti upphaflega að nota í deildinni.
Fyrir leik
Mjölnismenn eru mættir á völlinn og Chuck er einnig mættur í stúkuna, þreyttur eftir flugið. Hann verður inni á vellinum eftir viku þegar Þór mætir FH í 2. umferðinni.
Fyrir leik
Willum Þór Þórsson, nýkjörinn alþingismaður, er mættur á völlinn, hress og kátur.
Fyrir leik
Heiðar, vallarþulur á Kópavogsvelli undanfarin tólf ár, tilkynnir það að hann sé hættur störfum. Björgvin Rúnarsson tekur við af honum og mun vera vallarþulur í sumar.
Fyrir leik
Peppi Pepsi er mættur og leikmenn eru að reima á sig skóna. Þetta fer allt saman að byrja.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Blikar sækja í átt að Fífunni en Þórsarar sækja í átt að Sporthúsinu.
2. mín
Mark Tubæk er hægra megin hjá Þór og Sveinn Elías Jónsson fyrirliði er á vinstri kantinum.
11. mín
Þórsarar vilja fá vítaspyrnu! Jóhann Þórhallsson fellur eftir viðskipti sín við Sverri Inga en Valgeir Valgeirsson dæmir ekkert og segir Jóhanni að standa á lappir.
20. mín
Við bíðum ennþá eftir fyrsta alvöru færinu. Blikar hafa þó ógnað meira.
24. mín MARK!
Elfar Árni Aðalsteinsson (Breiðablik)
Elfar Árni kemur Blikum yfir með fallegu einstaklingsframtaki. Elfar komst inn í teiginn vinstra megin og skoraði úr þröngu færi eftir að hafa leikið varnarmenn Þórs grátt.
29. mín
Þórsarar með ágætis sókn en Orri Sigurjónsson nær ekki að skalla að marki. Orri er yngri bróðir Atla Sigurjónssonar leikmanns KR.
31. mín
Sverrir Ingi fær ágætis skallafæri eftir aukaspyrnu frá Guðjóni Pétri Lýðssyni en boltinn fer framhjá.
33. mín
Elfar Árni á skot úr teignum en boltinn fer yfir. Húsvíkingurinn sprækur í byrjun leiks.
33. mín
Sveinn Elías fær besta færi Þórs hingað til. Einn á móti Gunnleifi en skýtur yfir úr þröngu færi. Það er að lifna yfir leiknum eftir dapra byrjun.
35. mín Gult spjald: Nichlas Rohde (Breiðablik)
36. mín Gult spjald: Mark Tubæk (Þór )
Daninn alltof seinn og fer aftan í Andra Rafn Yeoman sem er á harðaspretti upp hægri kantinn.
42. mín
Nichlas Rohde fellur í teignum eftir baráttu við Atla Jens. Valgeir dæmir ekkert enda féll Rohde auðveldlega.
43. mín Gult spjald: Sveinn Elías Jónsson (Þór )
Sveinn Elías of seinn í tæklingu á Finn Orra.
44. mín
Elfar Árni með skalla rétt yfir úr fínu færi eftir fyrirgjöf frá Andra Rafni Yeoman. Blikar eru líklegri til að bæta við en Þórsarar að jafna.
45. mín
Andri Rafn með fínan sprett og sendingu á Rohde en fyrsta snertingin sveik hann. Ekki í fyrsta skipti sem Rohde nær ekki valdi á boltanum í teignum í þessum leik.
45. mín
Blikar leiða 1-0 í hálfleik eftir mark frá Elfari Árna. Sanngjörn staða og Þórsarar þurfa að gera meira í síðari hálfleik ef þeir ætla að fá eitthvað út úr þessum leik.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn og liðsskipan er óbreytt.
47. mín Gult spjald: Edin Beslija (Þór )
Edin Beslija fær gula spjaldið fyrir að brjóta á Andra Rafn. Andri Rafn hélt áfram og var kominn í fína stöðu þegar Valgeir ákvað að flauta, við litla hrifningu Blika.
50. mín MARK!
Nichlas Rohde (Breiðablik)
Stoðsending: Árni Vilhjálmsson
Árni Vilhjálmsson rennir boltanum inn fyrir á Rohde sem skorar af öryggi framhjá Wicks í markinu. Staðan 2-0 og eitthvað mikið þarf að gerast ef Þórsarar ætla að fá eitthvað út úr þessu leik.
51. mín Gult spjald: Damir Muminovic (Breiðablik)
59. mín
Josh Wicks kýlir hornspyrnu út í teiginn á Nichlas Rohde sem kemst í færi en skot hans fer yfir.
61. mín
Inn:Janez Vrenko (Þór ) Út:Ingi Freyr Hilmarsson (Þór )
61. mín
Inn:Jóhann Helgi Hannesson (Þór ) Út:Orri Sigurjónsson (Þór )
Páll Viðar reynir að hleypa lífi í lið Þórs með tvöfaldri skiptingu. Guiseppe ,,Joe" Funicello fer úr hægri bakvörð yfir í vinstri bakvörðinn og Janez Vrenko fer í þann hægri. Jóhann Helgi kemur á vinstri kantinn og Tubæk dettur niður á miðjuna í stöðuna hans Orra.
62. mín
Árni Vilhjálmsson með hörkuskot en boltinn fer rétt yfir. Þórsarar ná nánast ekkert að ógna og leikurinn er eign Blika.
63. mín MARK!
Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Stoðsending: Guðjón Pétur Lýðsson
Árni Vilhjálmsson kemur Blikum í 3-0. Eftir flott spil laumar Guðjón Pétur boltanum inn á Árna sem skorar í annarri tilraun framhjá Wicks.
65. mín Gult spjald: Elfar Árni Aðalsteinsson (Breiðablik)
Elfar Árni fær sjötta gula spjald leiksisn fyrir brot á Sveini Elíasi.
67. mín
Hlynur Atli Magnússon á skelfilega sendingu sem leiðir til þess að Árni Vilhjálmsson kemst einn á móti Atla Jens. Árni stingur Atla af og kemst í gegn en Wicks ver vel í horn.
68. mín
Tubæk með fyrstu alvöru marktilraun Þórs í síðari hálfleik en skot hans fer í varnarmann og framhjá.
69. mín Gult spjald: Jóhann Þórhallsson (Þór )
Jóhann truflar Gunnleif þegar hann ætlar að koma boltanum í leik.
70. mín Gult spjald: Sverrir Ingi Ingason (Breiðablik)
74. mín MARK!
Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Stoðsending: Kristinn Jónsson
Árni Vilhjálmsson bætir við öðru marki sínu. Frábær fyrirgjöf frá Kristni Jónssyni sem endar á því að Árni potar boltanum í netið.
76. mín
Sveinn Elías Jónsson á flottan sprett upp hægri kantinn og inn á vítateiginn. Sveinn leikur á varnarmann og kemst í fínt færi sem Gunnleifur ver. Mark Tubæk nær frákastinu en skot hans fer yfir markið. LANGbesta sókn Þórs í síðari hálfleik
78. mín
Inn:Kristinn Þór Björnsson (Þór ) Út:Jóhann Þórhallsson (Þór )
Síðasta skipting Þórsara. Kristinn, sem er yngri bróðir Atla Viðars Björnssonar, er að leika sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni.
83. mín
Inn:Páll Olgeir Þorsteinsson (Breiðablik) Út:Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Páll Olgeir Þorsteinsson, fæddur 1995, kemur inn á í sínum fyrsta leik í efstu deild.
86. mín
1467 áhorfendur eru á leiknum í dag.
89. mín
Inn:Ernir Bjarnason (Breiðablik) Út:Þórður Steinar Hreiðarsson (Breiðablik)
90. mín MARK!
Jóhann Helgi Hannesson (Þór )
Stoðsending: Mark Tubæk
Jóhann Helgi lagar stöðuna á lokasekúndunum. Jóhann er einn og óvaldaður og skallar í slána og inn eftir hornspyrnu Mark Tubæk.
Leik lokið!
Mjög sannfærandi sigur Þórs. Nánari umfjöllun og viðtöl hér á Fótbolta.net innan tíðar.
Byrjunarlið:
Sveinn Elías Jónsson
Orri Freyr Hjaltalín
5. Atli Jens Albertsson
13. Ingi Freyr Hilmarsson ('61)
14. Hlynur Atli Magnússon
20. Jóhann Þórhallsson ('78)

Varamenn:
9. Jóhann Helgi Hannesson ('61)
11. Kristinn Þór Björnsson ('78)
15. Janez Vrenko ('61)
18. Jónas Sigurbergsson
21. Kristján Páll Hannesson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Jóhann Þórhallsson ('69)
Edin Beslija ('47)
Sveinn Elías Jónsson ('43)
Mark Tubæk ('36)

Rauð spjöld: