Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
Í BEINNI
2. deild karla
Víkingur Ó.
12:00 0
0
KFA
Stjarnan
1
1
Fram
Óli Valur Ómarsson '30 1-0
1-1 Guðmundur Magnússon '66
10.05.2024  -  19:15
Samsungvöllurinn
Besta-deild karla
Dómari: Arnar Þór Stefánsson
Maður leiksins: Kyle McLagan
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
4. Óli Valur Ómarsson
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
6. Sindri Þór Ingimarsson
8. Jóhann Árni Gunnarsson
10. Hilmar Árni Halldórsson ('61)
17. Andri Adolphsson ('41)
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
22. Emil Atlason
32. Örvar Logi Örvarsson
80. Róbert Frosti Þorkelsson ('86)

Varamenn:
13. Mathias Rosenörn (m)
7. Örvar Eggertsson ('41)
9. Daníel Laxdal
11. Adolf Daði Birgisson ('86)
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson
28. Baldur Logi Guðlaugsson
35. Helgi Fróði Ingason ('61)

Liðsstjórn:
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Davíð Sævarsson
Björn Berg Bryde
Rajko Stanisic
Egill Atlason
Hákon Ernir Haraldsson

Gul spjöld:
Guðmundur Baldvin Nökkvason ('49)
Emil Atlason ('95)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Liðin skilja jöfn!

Viðtöl og skýrsla birtast seinna í kvöld.
95. mín Gult spjald: Emil Atlason (Stjarnan)
Stjarnan fer í skyndisókn og Emil Atla fellur í teignum og fær ekkert.

Er alls ekki sáttur og uppsker gult spjald fyrir sín viðbrögð.
94. mín
Örvar Eggerts með skalla í jörðina og Ólafur Íshólm grípur.
93. mín
Stjarnan að fá horn og svo annað.

Skildi vera sigurmark í þessu?
90. mín
Fáum +5 á klukkuna.
89. mín
Ætli það sé sigurmark í kortunum? Bæði lið að sækja og þetta er endana á milli.
86. mín
Inn:Adolf Daði Birgisson (Stjarnan) Út:Róbert Frosti Þorkelsson (Stjarnan)
86. mín
Kyle McLagan með geðveika tæklingu í þann mund sem Örvar Eggerts var að fara láta vaða á markið!
84. mín
Inn:Egill Otti Vilhjálmsson (Fram) Út:Fred Saraiva (Fram)
84. mín
Inn:Breki Baldursson (Fram) Út:Tryggvi Snær Geirsson (Fram)
81. mín
Svo nálægt ! Frammarar eru að banka hressilega á dyrnar!

Náðu að veiða Árna Snær úr markinu og sending fyrir markið sem VIktor Bjarki skallar en dettur ofan á þaknetið!
80. mín
Smá hiti í þessu.

Tryggvi Snær að spila hættulegan leik með að kítast í Örvari Loga. Sýndist Rúnar strax gefa bendingu á bekkinn einhvern að gera sig kláran svo hann er myndi ég giska á að fara kippa Trygga Snær útaf áður en hann verður sendur útaf.
77. mín Gult spjald: Tryggvi Snær Geirsson (Fram)
76. mín
Kyle McLagan með eina alvöru tæklingu á Óla Val en fór á undan í boltann að mati dómara svo ekkert dæmt.
74. mín
Boltinn hrekkur til Gumma Magg sem nær að koma lausu skoti að marki.
72. mín
Stjörnumenn þjarma að Fram en þetta er ekki að detta fyrir þá.

Helgi Fróði með fyrirgjöf sem Emil Atla skalla yfir markið! Munaði ekki miklu! Ég held að Ólafur Íshólm hefði varið þetta og er eiginlega viss um það en markspyrna var niðurstaðan.
67. mín
Stjarnan næstum búnir að svara þessu strax!

Guðmundur Baldvin með skot sem Ólafur Íshólm ver og Fram bjargar í horn. Frammarar svo í töluverðu basli með að verjast þessum hornum.
66. mín MARK!
Guðmundur Magnússon (Fram)
Stoðsending: Haraldur Einar Ásgrímsson
FRAM JAFNAR!! Tryggvi Snær með flotta sendingu yfir á Harald Einar sem skallar boltann fyrir markið í hættusvæði þar sem Guðmundur Magnússon ræðst á boltann og jafnar leikinn!
61. mín
Inn:Helgi Fróði Ingason (Stjarnan) Út:Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
60. mín
Örvar Eggerts í flottu skotfæri en Ólafur Íshólm ver vel.
59. mín
Stjörnumenn vilja fá vítaspyrnu!

Óli Valur og Kyle McLagan í spretthlaupi og Kyle rennir sér á boltann en tekur Óla Val lika niður. Arnar Þór dómari gefur bendingu um boltann.
58. mín
Inn:Adam Örn Arnarson (Fram) Út:Magnús Þórðarson (Fram)
58. mín
Inn:Viktor Bjarki Daðason (Fram) Út:Már Ægisson (Fram)
56. mín
Fram sækir hratt og misskilningur milli Haraldar Einars og Gumma Magg. Boltinn kom í svæði þegar Gummi tók hlaupið í átt að Haraldi.
55. mín Gult spjald: Már Ægisson (Fram)
51. mín
Stjarnan í flottri sóknarlotu en full ragir við að skjóta.
49. mín Gult spjald: Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan)
48. mín
Tryggvi Snær með flottan bolta fyrir markið en Guðmundur Magnússon rétt missir af honum.
47. mín
Fínasti bolti á bakvið vörn Frammara á Óla Val en hann nær ekki að koma sér í færi.
46. mín
Við erum farin af stað aftur!
45. mín
Hálfleikur
Stjarnan leiðir hérna sanngjarnt í hálfleik. Ekki verið leikur mikilla tíðinda en vonandi eru liðin að spara flugeldasýninguna fyrir seinni hálfleikinn.

45. mín
+3
Guðmundur Magnússon vinnur boltann af aftasta varnarmanni og reynir skot rétt fyrir framan miðju á meðan Árni Snær er mjög framarlega en skotið framhjá.
45. mín
Uppbótartíminn í fyrri hálfleik er 5 mínútur.
43. mín
Haraldur Einar með mikið pláss og á fyrirgjöf/skot sem fer beint á Árna Snær.
43. mín Gult spjald: Tiago Fernandes (Fram)
41. mín
Árni Snær leggst núna og heldur aftan um lærið. Sjúkraþjálfari Stjörnunnar í yfirvinnu.

Árni Snær er staðin upp og heldur leik áfram.
41. mín
Inn:Örvar Eggertsson (Stjarnan) Út:Andri Adolphsson (Stjarnan)
40. mín
Örvar Eggerts er að gera sig kláran á hliðarlínunni svo ég held að Andri Adolphsson sé að ljúka leik.
37. mín
Andri Adolphsson leggst í grasið og fær aðhlyningu. Gat ekki séð neitt contact við hann svo það boðar aldrei gott.
35. mín
Kyle McLagan með skallan rétt framhjá markinu! Árni Snær stóð hreyfingarlaus á línunni og horfði á eftir boltanum sigla rétt framhjá stönginni.
32. mín
Spurning hvort þetta mark hleypi ekki smá lífi og fjöri í þennan leik.
30. mín MARK!
Óli Valur Ómarsson (Stjarnan)
Stoðsending: Hilmar Árni Halldórsson
ÞAÐ ER KOMIÐ MARK Í ÞETTA!! Stórkostleg fyrirgjöf fyrir markið frá Hilmari Árna úti hægri og sennilega lægsti maðurinn í boxinu er sá sem stangar boltann niður í fjærhornið!
26. mín
Guðmundur Baldvin í hörku færi og á skot beint á Ólaf Íshólm. Stjarnan nálægt því að koma marki í leikinn!
25. mín
Þetta verður seint talin mjög opinn leikur.
21. mín
Fred reynir að komast í skotfæri en þéttur múr Stjörnumanna hleypir honum ekki í skotið.
16. mín
Það besta við þennan leik til þessa er Silfurskeiðin. Þeir syngja og tralla.
12. mín
Stjörnumenn reyna finna glufur á þéttri vörn Frammara.

Fram reynir að sækja hratt í bakið á Stjörnumönnum en hvorug liðunum hefur enn sem komið er náð að ógna að einhverju viti.
7. mín
Stjörnumenn með öll völd þessar fyrstu mínútur.
4. mín
Róbert Frosti með skot sem Ólafur Íshólm slær frá.
2. mín
Spyrnan fín frá Jóhanni Árna og boltinn dettur fyrir Andra Adolphs sem á skot í varnarmann og Fram hreinsar.
2. mín
Stjörnumenn vinna horn.
1. mín
Leikur hafinn
Emil Atla sparkar okkur af stað.
Fyrir leik
Sjáum við Viktor Gyökeres fagnið í kvöld? Ég er með heimildir fyrir því að ef Guðmundur Magnússon setur hann í kvöld muni hann henda í Viktor Gyökeres fagnið.

Mynd: EPA

Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin í hús Stjarnan gerir eina breytingu á sínu liði frá síðasta leik. Hilmar Árni Halldórsson kemur inn fyrir Örvar Eggertsson.

Fram gerir tvær breytingar á sínu liði. Kennie Chopart og Már Ægisson koma inn fyrir Adam Örn Arnarson og Alex Freyr Elísson. Alex er í leikbanni í dag.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði BreiðfjörðMynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals í körfubolta, er spámaður umferðarinnar.

Stjarnan 1 -1 Fram
Gott gengi Fram heldur áfram og þeir sækja sterkt stig á erfiðum útivelli. Kemur ekkert á óvart með Rúna í brúnni. Tveir flottir KR þjalfarar að mætast, ansi margir deildinni í ár.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Innbyrðis viðureignir í efstu deild Liðin hafa spilað 26 leiki í efstu deild KSÍ samkv. vefsíðu KSÍ.

Stjarnan hefur 11 sinnum (42%) hrósað sigri.
Fram hafa 10 sinnum (38%) hrósað sigri.
Liðin hafa skilið jöfn fimm sinnum (19%) .

Markatala liðana er Stjarnan 50-41 Fram.

Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir

Fyrir leik
Dómarateymið Arnar Þór Stefánsson heldur utan um flautuna hér í kvöld og honum til aðstoðar verða Kristján Már Ólafs og Eysteinn Hrafnkelsson.
Elías Ingi Árnason er varadómarinn í kvöld og Viðar Helgason er eftirlitsdómari.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Stjarnan Stjarnan byrjaði mótið heldur illa og tapaði fyrstu tveim leikjum sínum gegn Víkingi og KR. Síðan þá hefur liðið unnið síðustu þrjá leiki sína gegn Val, Fylki og núna síðast ÍA. Stjarnan sitja í 5.sæti deildarinnar með 9 stig eftir fyrstu fimm leikina.

Stjarnan hafði ekki verið að skora mikið í upphafi móts en settu svo fjögur í síðasta leik gegn ÍA og hafa skorað sjö mörk og fengið á sig sex.

Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Fyrir leik
Fram Fram hefur farið frábærlega af stað í deildinni á þessu tímabili undir stjórn Rúnars Kristinssonar. Frammarar sitja í 3.sæti deildarinnar með þrjá sigra, eitt jafntefli og eitt tap sem gera 10 stig í fyrstu fimm leikjum liðsins.

Fram hefur ekki verið að skora mörg mörk en varnarlega hafa þeir verið stórkostlegir. Fram hefur skorað sex mörk í upphafi móts en aðeins fengið á sig þrjú.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Besta deildin Besta deild karla hefur farið fjörlega af stað og eftir fimm umferðir er ekkert lið taplaust eða stungið af eins og hefur verið lenskan síðustu tvö tímabil.

Við skulum sjá hvernig taflan lítur út og hvernig síðasta umferð spilaðist:

1. Víkingur R. - 12 stig
2. FH - 12 stig
3. Fram - 10 stig
4. Breiðablik - 9 stig
5. Stjarnan - 9 stig
6. Valur - 8 stig
7. KR - 7 stig
8. ÍA - 6 stig
9. Vestri - 6 stig
10. HK - 4 stig
11. KA - 2 stig
12. Fylkir - 1 stig

5.Umferðin

FH 3-2 Vestri
KA 1-1 KR
Stjarnan 4-1 ÍA
Fram 2-1 Fylkir
HK 3-1 Víkingur R.
Breiðablik 2-3 Valur

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Heil og sæl! Verið hjartanlega velkomin til leiks á Samsungvöllinn í Garðabæ þar sem Stjaranan tekur á móti Fram í 6.umferð Bestu deildar karla.

Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski

Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
3. Þorri Stefán Þorbjörnsson
5. Kyle McLagan
6. Tryggvi Snær Geirsson ('84)
7. Guðmundur Magnússon (f)
8. Haraldur Einar Ásgrímsson
9. Kennie Chopart
10. Fred Saraiva ('84)
11. Magnús Þórðarson ('58)
23. Már Ægisson ('58)
28. Tiago Fernandes

Varamenn:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
15. Breki Baldursson ('84)
16. Viktor Bjarki Daðason ('58)
17. Adam Örn Arnarson ('58)
20. Egill Otti Vilhjálmsson ('84)
32. Aron Snær Ingason

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Helgi Sigurðsson
Einar Haraldsson
Hinrik Valur Þorvaldsson
Gareth Thomas Owen
Friðgeir Bergsteinsson
Daði Arnarsson

Gul spjöld:
Tiago Fernandes ('43)
Már Ægisson ('55)
Tryggvi Snær Geirsson ('77)

Rauð spjöld: