Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
Valur
3
1
KA
Hólmar Örn Eyjólfsson '4 1-0
1-1 Hallgrímur Mar Steingrímsson '42 , víti
Gylfi Þór Sigurðsson '44 , misnotað víti 1-1
Patrick Pedersen '56 2-1
Patrick Pedersen '63 3-1
11.05.2024  -  17:00
N1-völlurinn Hlíðarenda
Besta-deild karla
Aðstæður: Frekar grátt yfir vellinum og smá gola
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 1277
Maður leiksins: Patrick Pedersen (Valur)
Byrjunarlið:
1. Frederik Schram (m)
2. Birkir Már Sævarsson
6. Bjarni Mark Antonsson
7. Aron Jóhannsson
8. Jónatan Ingi Jónsson
9. Patrick Pedersen ('89)
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
17. Lúkas Logi Heimisson ('74)
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Jakob Franz Pálsson
23. Gylfi Þór Sigurðsson ('79)

Varamenn:
25. Stefán Þór Ágústsson (m)
3. Hörður Ingi Gunnarsson
4. Elfar Freyr Helgason
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('79)
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson ('74)
14. Guðmundur Andri Tryggvason ('89)
71. Ólafur Karl Finsen

Liðsstjórn:
Haukur Páll Sigurðsson
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Jóhann Emil Elíasson
Örn Erlingsson
Viktor Unnar Illugason

Gul spjöld:
Jakob Franz Pálsson ('72)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Valur tekur heimasigurinn hér í kvöld. Þrælskemmtilegum leik lokið, skýrsla og viðtöl væntanleg seinna í kvöld.
95. mín
Aukaspyrna hjá Val sem Tryggvi tekur, hann skýtur í vegginn og vinnur hornspyrnu.
91. mín
6 mínútur í uppbót.
90. mín
Ágætis tilraun hjá Jakobi frekar langt fyrir utan teig en boltinn siglir yfir markið.
89. mín
Inn:Guðmundur Andri Tryggvason (Valur) Út:Patrick Pedersen (Valur)
85. mín
Inn:Valdimar Logi Sævarsson (KA) Út:Sveinn Margeir Hauksson (KA)
85. mín
Inn:Viðar Örn Kjartansson (KA) Út:Rodrigo Gomes Mateo (KA)
85. mín
Inn:Kári Gautason (KA) Út:Birgir Baldvinsson (KA)
85. mín
Stíf sókn hjá KA Sveinn Margeir virðist sloppinn í gegn en þegar hann tekur skotið þá nær Hólmar einhvernvegin að komast fyrir enn og aftur.
81. mín
Svakaleg björgun á línu Ívar á sendingu inn í teig sem skapar mikla ringulreið. Bjarni Aðalsteins nær að koma boltanum í átt að marki og hann virðist ætla að leka inn en Hólmar nær ótrúlega að komast fyrir þennan bolta.
79. mín
Inn:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur) Út:Gylfi Þór Sigurðsson (Valur)
76. mín
Smá skógarhlaup Patrick Pedersen er sloppinn í gegn og Stubbur ætlar að koma út og vera á undan í boltan. Það tekst hinsvegar ekki og Patrick nær að pota boltanum í átt að marki. Rodri er hinsvegar vel staðsettur og bjargar markverðinum sínum með því að koma þessum bolta aftur fyrir.
74. mín
Inn:Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur) Út:Lúkas Logi Heimisson (Valur)
74. mín
Daníel tekur skotið en nokkuð vel yfir markið.
73. mín
KA menn fá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig, gott skotfæri.
72. mín Gult spjald: Jakob Franz Pálsson (Valur)
71. mín
KA menn í góðri sókn, Hans Viktor sem er kominn hátt upp völlinn eftir horn setur boltan fyrir þar sem Elfar er í frábæru skallafæri en skallinn hans slakur og fer ekki einu sinni á markið.
66. mín
Valsarar eru alls ekki hættir að reyna bæta í. Lúkas Logi tekur skot fyrir utan teig sem er fast en bara rétt framhjá markinu.
65. mín
Flott sókn hjá KA! Sveinn Margeir er með boltan á vinstri kantinum og tekur 'cutback' aftur á Bjarna sem er í góðri skotstöðu. Hann tekur sér mögulega aðeins of langan tíma og skotið hans því í varnarmann.
63. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Jónatan Ingi Jónsson
Patrick er á eldi! Valsarar spila virkilega vel á milli sín upp völlinn, Jónatan fær svo boltan á vinstri kantinum og reynir fyrirgjöf sem fer í varnarmann. Hann fær svo boltan aftur og reynir fyrirgjöfina bara strax aftur og þá nær Patrick að renna sér á boltan og setja hann í fjær.
61. mín
Inn:Elfar Árni Aðalsteinsson (KA) Út:Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
61. mín
Inn:Harley Willard (KA) Út:Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Góðar 60 mínútur hjá Grímsa, mikilvægt fyrir gestina að hann komist fljótlega í fullt leikform.
60. mín Gult spjald: Birgir Baldvinsson (KA)
Er að teygja sig eftir boltanum en hittir bara Patrick. Óheppilegt.
59. mín
Lúkas Logi með virkilega flotta takta á kantinum, fer framhjá sínum manni og reynir fyrirgjöf en vinnur horn.

Ekkert kom úr því horni.
56. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Lúkas Logi Heimisson
Valsarar aftur komnir yfir!! Gylfi tekur svakalegt hlaup upp miðjan völlinn og tekur þrumuskot sem smellur í stönginni. Boltinn berst þá út á Lúkas á kantinum sem setur boltan á fjærstöngina þar sem Patrick stangar boltan inn af mjög stuttu færi.
50. mín
Patrick Pedersen sloppinn í gegn einn á móti Stubb en hann ver. Algjört dauðafæri en aðstoðardómarinn búinn að flagga.
50. mín
Ásgeir hleypur aftur inn á og heldur áfram leik.
49. mín
Ásgeir liggur nú í grasinu og þarf aðhlynningu, lenti í samstuði við Bjarna að mér sýndist.
47. mín
Víti? Nei ekki alveg. Birgir reynir að taka sér stöðu inn í teig til að hlífa boltanum en fellur við með Aron í bakinu. Þetta hefði verið mjög soft.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn
45. mín
Grímsi komið að öllu hjá KA sóknarlega
45. mín
2 víta vörslur í röð hjá honum en þetta er kannski full langt gengið
45. mín
Hvorn töframanninn ætli hann sé tala um Gylfa eða Grímsa?
45. mín
Hálfleikur
Liðin eru jöfn í hálfleik og þvílík skemmtun sem þetta hefur verið. Víti, færin hafa kannski ekki verið svakalega opin en dramatík í vítum. Stemningin í stúkunni er líka mjög skemmtileg þannig ég er eiginlega viss um að þetta haldi áfram í seinni.

Sjáumst eftir korter.
45. mín
+4

Gylfi á skot fyrir utan teig sem hann tekur á lofti. Það er svakalega misheppnað og flýgur langt framhjá. Þá má heyra í stúkunni KA meginn "meira, meira, meira". maður verður að hafa gaman af þessu.
45. mín
KA stuðningsmenn heldur betur að láta í sér heyra núna, það er stuð hjá þeim.

Uppbótartíminn er 5 mínútur.
44. mín Misnotað víti!
Gylfi Þór Sigurðsson (Valur)
STUBBUR VER!!!! Spyrnan er aðeins of laus og í fínni hæð en ekkert tekið af Steinþóri, frábær varsla!!!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

43. mín
VÍTI FYRIR VAL!!! Svakalega klaufalegt hjá Hrannari, skilur eftir löpp sem Aron hleypur á.
42. mín Mark úr víti!
Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Fyrsta start og kominn með mark Verulega öruggt, setur hann niður í hægra hornið en Schram skutlar sér í hitt.
41. mín
VÍTI FYRIR KA!!!! Patrick og Sveinn eru báðir að reyna við skoppandi bolta inn í teig og ég sé ekki hver nær snertingunni á boltan en Helgi dæmir víti.
38. mín
Birgir setur fína bolta inn í teig á fjærstöngina þar sem Ásgeir lúrir. Hann nær skallanum en frekar beint á Schram.
36. mín
Hættulegur bolti inn í teig hjá Val og Aron tekur fast skot á lofti. Boltinn endar hinsvegar í belgnum á Hans og hljóðið af skellinum heyrist hátt um allan völlinn.
35. mín
Ívar haltrar af velli en gefur svo þumalinn á bekkinn, hann heldur áfram.
34. mín
Ívar liggur í grasinu virðist alveg sárþjáður. Lítur út eins og hann festist með löppinu undir Valsara og snýr upp á ökklan. Þetta gæti verið slæmt en vonum ekki.
31. mín
Dauðafæri fyrir Jónatan! Valsarar sækja hratt upp hægri kantinn, setja svo boltan á fjærstöngina þar sem Jónatan er aleinn. Hann er hinsvegar ekki í jafnvægi og einn gegn markmanni fer skotið hans bara upp í loftið. Gylfi nær samt frákastinu en skotið hans í varnarmann.
30. mín
Það má svo sem reyna þetta Hans Viktor fær boltan svona 40 metra frá marki og tekur skotið, það er fast en nokkuð auðvelt fyrir Schram í markinu.
29. mín
KA menn aðeins farnir að sýna sig. Daníel fer alveg hrikalega með Gylfa og lætur hann setjast í grasið með sínum gabbhreyfingum. Hann setur hann svo út á Grímsa sem tekur skotið fyrir utan teig en það í varnarmann og aftur fyrir.
27. mín
Stórskemmtileg útfærsla af aukaspyrnu! Gylfi tekur aukaspyrnu tölvert langt frá marki, hann er þá bara fljótur og sendir fastan bolta meðfram jörðinni á Aron sem er frír inn í teig. Hrannar er hinsvegar fljótur að loka á færið og þegar Aron snýr við og tekur skotið er hann kominn úr jafnvægi og skotið vel framhjá.
24. mín
Bjarni risinn á fætur og það blæðir eitthvað úr honum en hann heldur áfram.
22. mín
Bjarni Mark og Daníel skalla saman og Bjarni liggur eftir. Virðist vera að hann hafi fengið högg á nefið sem er aldrei þægilegt.

Daníel og Bjarni náttúrulega gamlir liðsfélagar þegar Bjarni var í KA.
20. mín
Grímsi er mættur Langur bolti fram og Sveinn Margeir skallar boltan áfram á Hallgrím sem er kominn í einn á einn stöðu, það sem hann elskar mest. Hann tekur svo virkilega skemmtilegt flikk áfram inn á teig þar sem Sveinn er í fínu færi en skotið hans framhjá.
20. mín
Hafliði auðvitað mættur með myndavélina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

16. mín Gult spjald: Sveinn Margeir Hauksson (KA)
Of seinn í þennan og KA menn í stúkunni æfir! Gaman að það er allaveg vel mætt að norðan.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
14. mín
Lúkas Logi fer ansi harkalega í Daníel en sleppur við gula spjaldið. KA menn í stúkunni ekki sáttir.
12. mín
Nei boltinn kom inn í teig og Stubbur er fyrstur í hann og grípur hann.
11. mín
Klaufalegt brot hjá Rodri rétt fyrir utan teig, hann var alltaf að fara vera seinn í þennan bolta. Valur fær aukaspyrnu í fínni fyrirgjafstöðu, en Gylfi er á boltanum kannski skýtur hann bara?
8. mín
Patrick Pedersen er kominn í ómögulegt færi inn í teig alveg upp við endalínu. Hann nær þó að skjóta á markið og er nálægt því að klobba Stubb. Stubburinn er hinsvegar fljótur að loka klofinu en þetta hefði geta verið kómískt mark.
7. mín
Uppstilling liðanna Valur 4-3-3
Schram
Birkir - Hólmar - Orri - Jakob
Aron - Bjarni - Gylfi
Lúkas - Patrick - Jónatan

KA 4-2-3-1
Steinþór
Hrannar - Hans - Ívar - Birgir
Daníel - Rodri
Ásgeir - Bjarni - Hallgrímur
Sveinn
4. mín MARK!
Hólmar Örn Eyjólfsson (Valur)
Stoðsending: Gylfi Þór Sigurðsson
Þetta tók ekki langan tíma!!! Gylfi setur aukaspyrnuna inn á teig þar sem það er mikil þvaga leikmanna, Hólmar rís hæst og nær lúmskum skalla í fjærhornið!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

3. mín
Valur fær aukaspyrnu við hlið teigsins, Gylfi gerir sig tilbúinn að taka spyrnuna.
1. mín
Valsarar byrja sterkt! Jónatan með fína fyrirgjöf inn í teig en Patrick skýtur framhjá.
1. mín
Leikur hafinn
Helgi Mikael flautar og það eru Valsarar sem taka upphafssparkið
Fyrir leik
113 ára afmæli Vals Valur fagnar afmælinu sínu með því að koma 113 af yngstu iðkendum Vals inn á völlinn fyrir leik.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin! Valur gerir aðeins eina breytingu á liði sínu en Adam Ægir Pálsson er í leikbanni og því er hann ekki með, í hans stað kemur Lúkas Logi Heimisson.

KA gerir tvær breytingar á sínu liði en það eru Harley Willard og Hrannar Björn Steingrímsson sem detta úr liðinu. Í stað þeirra koma Hallgrímur Mar Steingrímsson sem spilar sinn fyrsta byrjunarliðsleik á tímabilinu og Birgir Baldvinsson sem spilar einnig sinn fyrsta leik en Hallgrímur er búinn að vera glíma við erfið veikindi á meðan Birgir er nýkominn heim úr háskóla í Bandaríkjunum.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Leikbönn Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, er í tveggja leikja banni en hann fékk rauða spjaldið á Kópavogsvelli í síðustu umferð beint í kjölfarið á rauða spjaldinu sem Adam Ægir Pálsson fékk. Arnar var sýnilega ekki sáttur með niðurstöðuna.

Addi Grétars fær því ekki að vera á hliðarlínunni gegn sínum gömlu félögum en hann þjálfaði KA liðið árin 2020-2022. Eins og kemur fram hér fyrir ofan þá verður Adam Ægir einnig ekki með í þessum leik sökum rauða spjaldsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Finnur spáir í leikinn Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals í körfubolta, er spámaður umferðarinnar. Finnur er í miðju undanúrslitaeinvígi gegn Njarðvík og er leikur fjögur í einvíginu í kvöld. Sandra María, markahæsti leikmaður Bestu deildar kvenna, spáði í síðustu umferð og var með þrjá leiki rétta.

Valur 4-0 KA
Afmælishátíð á Hlíðarenda. Tryggvi brytur ísinn snemma, Birkir setur eitt og Guðmundur Andri tvö í seinni. Haukur Páll fær rauða spjaldið á 89.mín fyrir að mótmæla rangstöðu og Óskar Bjarni stýrir næsta leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Innbyrðis viðureignir Í síðustu 10 viðureignum þessara liða í efstu deild hafa Valur unnið 5 sinnum, KA unnið 4 sinnum og liðin hafa skilið jöfn einu sinni. Markatalan liggur þannig að Valur skoraði 15 mörk í þessum leikjum og KA skoraði 12 sem gera 27 mörk í heildina eða 2,7 mörk á leik.

07.08.23 Valur - KA 4-2
13.05.23 KA - Valur 0-4
29.10.22 KA - Valur 2-0
17.09.22 Valur - KA 0-1
05.07.22 KA - Valur 1-1
19.09.21 Valur - KA 1-4
20.06.21 KA - Valur 0-1
15.08.20 Valur - KA 1-0
04.07.19 Valur - KA 3-1
05.05.19 KA - Valur 1-0
Fyrir leik
Dómarateymið Helgi Mikael Jónasson verður dómari þessa leiks en honum til aðstoðar verða Egill Guðvarður Guðlaugsson og Þórður Arnar Árnason.

Eftirlitsmaður er Halldór Breiðfjörð Jóhannsson og varadómari er Gunnar Freyr Róbertsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
KA menn þurfa stig KA hefur átt virkilega slæma byrjun á mótinu þegar kemur að stigasöfnun. Liðið situr í 11. sæti deildarinnar með aðeins 2 stig eftir 5 leiki. Frammistaðan hefur hinsvegar verið góð á köflum og fyrir þessa umferð var liðið í 5. sæti deildarinnar þegar kemur að 'xPoints' eða væntanlegum stigum, sem er tölfræði sem reiknar út hvað lið ættu að vera með mörg stig byggt á XG og öðrum tölfræði þáttum. Liðið gerði 1-1 jafnteflið við KR í síðustu umferð en eftir skelfilega byrjun á þeim leik tókst þeim að jafna leikinn eftir að markvörður KR, Guy Smit fékk að líta rauða spjaldið. Þá er einnig jákvætt að líkast til mikilvægasti leikmaður liðsins Hallgrímur Mar Steingrímsson spilaði allan seinni hálfleikinn í þeim leik, en hann hefur verið frá vellinum vegna erfiðra veikinda.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Valur á upp leið Valur hefur byrjað tímabilið nokkuð brösulega þar sem liðið er komið með 8 stig eftir 5 leiki. Liðinu var spáð Íslandsmeistaratitlinum af flestum spámönnum fyrir mót og því er þessi stigasöfnun ákveðin vonbrigði fyrir liðið. Þeir mættu hinsvegar Breiðablik í síðustu umferð þar sem þeir tóku sterkan 3-2 sigur úr Kópavoginum í viðburðaríkum leik. Adam Ægir Pálsson fékk rautt spjald snemma í seinni hálfleik og Arnar Grétarsson þjálfari liðsins var vísað af hliðarlínunni eftir að hann mótmælti þeim dómi. Liðið spilaði þó mjög vel og margir sem hafa sagt að þetta hafi verið þeirra besta frammistaða hingað til á mótinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Addi Grétars slagurinn Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Val og KA æi 6. umferð Bestu deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður spilaður á N1 vellinum Hlíðarenda.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
2. Birgir Baldvinsson ('85)
4. Rodrigo Gomes Mateo ('85)
5. Ívar Örn Árnason (f)
7. Daníel Hafsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson ('61)
11. Ásgeir Sigurgeirsson ('61)
22. Hrannar Björn Steingrímsson
28. Hans Viktor Guðmundsson
30. Sveinn Margeir Hauksson ('85)
77. Bjarni Aðalsteinsson

Varamenn:
12. Kristijan Jajalo (m)
3. Kári Gautason ('85)
8. Harley Willard ('61)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('61)
14. Andri Fannar Stefánsson
23. Viðar Örn Kjartansson ('85)
44. Valdimar Logi Sævarsson ('85)

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Elmar Dan Sigþórsson
Petar Ivancic
Árni Björnsson
Steingrímur Örn Eiðsson
Michael Charpentier Kjeldsen

Gul spjöld:
Sveinn Margeir Hauksson ('16)
Birgir Baldvinsson ('60)

Rauð spjöld: