Simons orðaður við Man Utd - Calafiori færist nær Arsenal - West Ham hefur áhuga á Tomori
Í BEINNI
Besta-deild karla
FH
26' 0
0
ÍA
Fylkir
0
3
Breiðablik
0-1 Aron Bjarnason '45
0-2 Daniel Obbekjær '55
0-3 Benjamin Stokke '92
12.05.2024  -  19:15
Würth völlurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Skýjað og 10° en lítill vindur. Vallaraðstæður fullkomnar eins og venjulega í Árbænum
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 553
Maður leiksins: Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
Byrjunarlið:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
2. Ásgeir Eyþórsson
5. Orri Sveinn Segatta
9. Matthias Præst Nielsen
10. Benedikt Daríus Garðarsson ('67)
11. Þórður Gunnar Hafþórsson ('61)
17. Birkir Eyþórsson
22. Ómar Björn Stefánsson ('79)
27. Arnór Breki Ásþórsson
72. Orri Hrafn Kjartansson
80. Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('61)

Varamenn:
12. Guðmundur Rafn Ingason (m)
14. Theodór Ingi Óskarsson ('61)
19. Arnar Númi Gíslason
21. Aron Snær Guðbjörnsson
24. Sigurbergur Áki Jörundsson ('61)
25. Þóroddur Víkingsson ('67)
70. Guðmundur Tyrfingsson ('79)

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Arnór Gauti Brynjólfsson
Michael John Kingdon
Ágúst Aron Gunnarsson
Olgeir Sigurgeirsson
Smári Hrafnsson

Gul spjöld:
Birkir Eyþórsson ('15)
Ásgeir Eyþórsson ('55)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Blikar sigra nokkuð sannfærandi. Seinni hálfleikurinn var mun betri hjá gestunum og þeir uppskáru úr því. Skýrsla og viðtöl væntanleg.
92. mín MARK!
Benjamin Stokke (Breiðablik)
Stoðsending: Jason Daði Svanþórsson
Þá er þetta alveg búið Blikar sækja hratt og Jason brunar upp kantinn með boltann. Hann sækir svo inn á teiginn og setur boltan fyrir markið þar sem Stokke lúrir á fjær og fær auðvelt tap in mark.
91. mín
Uppbótartíminn er 4 mínútur.
90. mín
Jason með verulega flottan sprett inn á teiginn þar sem honum tekst að fara framhjá nokkrum varnarmönnum. Hann reynir svo fyrirgjöf sem hittir ekki á neinn samherja.
80. mín
Jason með góðan sprett upp hægri kantinn, hann setur svo boltan út á Dag sem tekur skotið fyrir utan teig en boltinn flýgur yfir.
79. mín
Inn:Guðmundur Tyrfingsson (Fylkir) Út:Ómar Björn Stefánsson (Fylkir)
77. mín
Blikar setja boltan inn í teig á fjærstöngina þar sem Jason er kominn í góða stöðu. Hann reynir svo er setja boltan aftur fyrir en í varnarmann og afturfyrir. Blikar fá þá horn og Kristinn Jónsson tekur skotið eftir það en það er varið.
73. mín
Inn:Patrik Johannesen (Breiðablik) Út:Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
71. mín
Hætta inn í teig Blika eftir horn. Blikar reyna að hreinsa en heimamenn ná skalla í átt að marki. Hann er hinsvegar laus og Blikar enda á að komast fyrir og hreinsa frá.
67. mín
Inn:Þóroddur Víkingsson (Fylkir) Út:Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir)
67. mín
Viktor Karl með góðan bolta inn í teig sem fer rétt yfir Stokke. Kristinn Steindórs nær samt til boltans en móttakan hans of þung og beint á Anton.
61. mín
Inn:Benjamin Stokke (Breiðablik) Út:Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
61. mín
Inn:Sigurbergur Áki Jörundsson (Fylkir) Út:Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylkir)
61. mín
Inn:Theodór Ingi Óskarsson (Fylkir) Út:Halldór Jón Sigurður Þórðarson (Fylkir)
55. mín MARK!
Daniel Obbekjær (Breiðablik)
Stoðsending: Viktor Karl Einarsson
Jason fær boltan úr suttri hornspyrnu, hann fer svo inn á teiginn og setur fastan bolta meðfram grasinu fyrir teiginn. Viktor nær smá snertingu á nærstönginni sem fleytir boltanum á fhær þar sem Daniel klárar í opið markið.
55. mín Gult spjald: Ásgeir Eyþórsson (Fylkir)
54. mín
Viktor Karl með flotta sendingu inn í teig á Ísak sem nær skallanum en hann fer langt framhjá.
52. mín
Birkir með fína sendingu inn í teig sem Blikar skalla frá. Ómar er hinsvegar fyrstur í boltan og tekur skotið en hátt yfir.
51. mín
Frábært hlaup frá Birki! Birkir stelur boltanum af Blikum á vallarhelmingi þeirra. Hann tekkur svo hlaupið að teignum og tekur skotið rétt fyrir utan en boltinn flýgur rétt yfir markið.
48. mín
Langur bolti fram á Ómar sem keyrir af stað í átt að marki. Hann er kominn í góða stöðu en der soldið úr jafnvægi og skotið hans eftir því. Anton ekki í miklum vandræðum og ver.
46. mín
Inn:Dagur Örn Fjeldsted (Breiðablik) Út:Aron Bjarnason (Breiðablik)
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn!
45. mín
Hálfleiks leikur hér fyrir krakkana þar sem keppendur stilla sér upp á miðlínu og reyna að hitta í lítið mark sem er á endanum á vítateignum. Þáttakendur í leiknum fá allir Bestu deildar spjöld og þeir sem hitta fá 3 pakka.
45. mín
Hálfleikur
Blikar leiða í hálfleik en heimamenn geta verið mjög svekktir með það. Breiðablik átti varla færi í þessum leik fram að markinu og Fylkismenn voru búnir að vera hættulegir þegar þeir sóttu. Leikurinn var samt búinn að vera frekar lokaður en hann opnast vonandi í seinni við þetta mark.
45. mín MARK!
Aron Bjarnason (Breiðablik)
Þetta er bara gegn gangi leiksins! Rosalega einföld sókn, Damir setur bara langan bolta fram og Aron nær að stinga varnarmennina af. Hann er þá kominn einn gegn Ólafi og hann klárar snyrtilega í fjær.
45. mín
Uppbótartíminn er 2 mínútur.
44. mín
Höskuldur með fína fyrirgjöf úr aukaspyrnu sem dettur á Ísak inn í teig. Skallinn hans er hinsvegar slakur og fer framhjá.
41. mín
Skot í stöng! Benedikt Daríus prjónar sig upp vinstri kantinn og lætur svo vaða, boltinn skýst af stönginni og sókn Fylkis heldur áfram. Orri Hrafn fær þá boltan fyrir utan teig og skýtur en Anton ver þann bolta.
34. mín
Dauðafæri fyrir Fylki! Matthias er með boltan inn á teig Blika og hann finnur Ómar með skemmtilegri sendingu. Ómar er þá í frábærri stöðu nálægt markinu og hann reynir skotið upp í nærhornið en Anton sér við honum.
26. mín
Þórður Gunnar er aggressívur og stelur boltanum af Arnóri Gauta á vallarhelmingi Blika. Hann ríkur svo af stað með boltan og kemst í fínt færi þar sem skotið hans er varið. Fylkismenn fá svo horn þar sem boltinn kemur inn í teig og Ásgeir nær skallanum en hann fer nokkuð vel yfir.
22. mín
Jason með fína fyrirgjöf af hægri kantinum og Ísak reynir að kasta sér í boltan á fjærstönginni. Hann hinsvegar rétt missir af boltanum.
16. mín
Aron liggur í grasinu og er að fá aðhlynningu. Hann heldur þó áfram leik.
15. mín Gult spjald: Birkir Eyþórsson (Fylkir)
Tekur niður Aron Bjarna við hliðiná teignum. Blikar eiga aukaspyrnu í fínni fyrirgjafastöðu.
13. mín
Orri Hrafn með skot frá löngu færi, það var á leiðinni í fjærhornið en Anton er ekki í miklum vandræðum og ver.
12. mín
Virkilega vel hjá Halldóri þar sem hann vinnur tvær tæklingar ofarlega á vellinum og nær að pota boltanum áfram á Ómar. Damir nær hinsvegar til Ómars og lokar á færið þannig skotið fer bara beint í hann.
10. mín
Lítið um að vera hingað til. Blikar meira með boltan en gengur ekki nógu vel að skapa færin.
6. mín
Blikar tvisvar búnir að koma í hættulegar stöður hér í byrjun leiks en bæði skiptin verið rangstæðir.
5. mín
Uppstilling liðanna Fylkir 4-4-2
Ólafur
Birkir - Orri Sveinn - Ásgeir - Arnór
Þórður - Orri Hrafn - Matthias - Benedikt
Ómar - Halldór

Breiðablik 4-3-3
Höskuldur - Daniel - Damir - Kristinn Jóns
Kristinn Steindórs - Arnór Gauti - Viktor
Jason - Ísak - Aron
1. mín
Leikur hafinn
Vilhjálmur flautar og það eru heimamenn sem taka upphafs sparkið. Blikar sækja í átt að Árbæjarlaug í þessum fyrri hálfleik.
Fyrir leik
Byrjunarliðin Fylkir gerir aðeins eina breytingu en Nikulás Val Gunnarsson er í leikbanni. Benedikt Daríus Garðarsson kemur inn í liðið í hans stað.

Breiðablik gerir tvær breytingar á sínu liði. Benjamin Stokke fær sér sæti á bekknum og Viktor Örn Margeirsson er ekki í hóp. Inn fyrir þá koma Daniel Obbekjær og Ísak Snær Þorvaldsson
Fyrir leik
Spáin Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals í körfubolta, er spámaður umferðarinnar.

Fylkir 0-3 Breiðablik
Bounce back leikur hjá Blikum. Fátt annað um það að segja.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Dómarateymið Dómari þessa leiks verður Vilhjálmur Alvar Þórarinsson og honum til aðstoðar verða Gylfi Már Sigurðsson og Guðmundur Ingi Bjarnason.

Eftirlitsmaður er Sigurður Hannesson og varadómari er Twana Khalid Ahmed
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Blikar misgóðir Breiðablik er með 9 stig eftir fyrstu 5 leiki deildarinnar og eru í 7. sæti. Blikar hafa átt erfitt program í byrjun móts þar sem þeir eru þegar búnir að mæta Víking, Val og KR. Markaskorun hefur ekki verið vandamál þar sem þeir eru búnir að skora 12 mörk en þeir hafa fengið á sig 9 mörk. Í síðustu umferð mættu þeir Val þar sem þeir töpuðu 3-2 gegn Val. Markaskorarar þeirra í þeim leik voru Aron Bjarnason og Kristinn Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Fylkismenn þurfa stig Fylkir er með aðeins 1 stig eftir fyrstu 5 leiki deildarinnar. Liðið hefur yfirleitt varist vel en markaskorun hefur verið vandamál fyrir liðið. Í síðustu umferð töpuðu þeir 2-1 gegn Fram þar sem Halldór Jón Sigurður Þórðarson skoraði mark Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Lokaleikur 6. umferðar Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Fylkis og Breiðabliks í 6. umferð Bestu deildar karla.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður spilaður á Wurth vellinum í Árbæ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
2. Daniel Obbekjær
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson ('73)
11. Aron Bjarnason ('46)
14. Jason Daði Svanþórsson
19. Kristinn Jónsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson ('61)
24. Arnór Gauti Jónsson

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
3. Oliver Sigurjónsson
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
9. Patrik Johannesen ('73)
16. Dagur Örn Fjeldsted ('46)
20. Benjamin Stokke ('61)
25. Tumi Fannar Gunnarsson

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Marinó Önundarson
Særún Jónsdóttir
Eyjólfur Héðinsson
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: