Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   þri 08. júlí 2025 08:50
Elvar Geir Magnússon
Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Elanga í læknisskoðun
Powerade
Jack Grealihs.
Jack Grealihs.
Mynd: EPA
Elanga fer til Newcastle.
Elanga fer til Newcastle.
Mynd: EPA
Ederson í leik með Atalanta.
Ederson í leik með Atalanta.
Mynd: EPA
Þrjú félög hafa áhuga á Jack Grealish hjá Manchester City, Newcastle vonast til að tryggja sér Marc Guehi frá Crystal Palace og hefur rætt við Dominic Calvert-Lewin. Þetta og margt fleira í slúðrinu.

Tottenham, Newcastle og Napoli fylgjast öll grannt með stöðu mála hjá enska landsliðsmanninum Jack Grealish (29). Manchester City hefur sett 40 milljóna punda verðmiða á leikmanninn. (Sun)

Newcastle United er áfram bjartsýnt á að vinna kapphlaupið um Marc Guehi (24), miðvörð Crystal Palace og enska landsliðsins. (GiveMeSport)

Vængmaðurinn Anthony Elanga (23) er á leið í læknisskoðun hjá Newcastle en félagið er að kaupa hann á 55 milljónir punda. (Sky Sports)

Leeds United reynir að kaupa Sean Longstaff (27) frá Newcastle og bíður eftir svari við tilboði sín í miðjumanninn. (The Athletic)

Crystal Palace er í viðræðum við Sporting Lissabon um möguleg kaup á varnarmanninum Ousmane Diomande (21) fyrir um 45 milljónir punda. (Guardian)

Ítalski varnarmaðurinn Davide Calabria (28) er einnig á óskalista Crystal Palace. Hann stóð sig vel á láni hjá Bologna í fyrra en er nú samningslaus eftir að samningur hans við AC Milan rann út. (Sky Sports)

Newcastle hefur einnig átt nýlegar viðræður við Dominic Calvert-Lewin (28). Eddie Howe, stjóri Newcastle, hefur lengi verið aðdáandi enska framherjans, sem yfirgaf Everton í síðasta mánuð eftir að samningur hans rann út. Manchester United hefur einnig sýnt áhuga. (Talksport)

Varnarmaðurinn Nayef Aguerd (29) hjá West Ham er efstur á óskalista Marseille fyrir sumarið. (L'Equipe)

Manchester United hefur sett sig í samband við Atalanta varðandi brasilíska miðjumanninn Ederson (26), en bæði Inter Milan og Juventus fylgjast einnig með leikmanninum sem er metinn á um 44 milljónir punda. (Goal)

Danski framherjinn Rasmus Höjlund (22) ætlar ekki að yfirgefa Manchester United nema félagið ákveði að selja hann. Inter hefur áhuga.. (Fabrizio Romano)

Á sama tíma hefur Manchester United sett 30 milljóna punda verðmiða á markvörðinn Andre Onana (29) en þó virðist æ líklegra að hann verði áfram hjá félaginu. (Mail)

Manchester United hefur einnig sýnt áhuga á Nígeríumanninum Wilfred Ndidi (28), sem hefur 9 milljóna punda riftunarákvæði hjá Leicester City í kjölfar þess að liðið féll. Fulham, Everton og Crystal Palace eru einnig áhugasöm. (Tuttosport)

Sunderland, Leeds United og Wolves sýna áhuga á miðjumanninum Neil El Aynaoui (24) hjá Lens. Þau mæta samkeppni frá Roma, Juventus og AC Milan. (Footmercato)

Jindrich Trpisovsky, þjálfari Slavia Prag, hefur staðfest að El Hadji Malick Diouf (20), varnarmaður frá Senegal, sé á förum. West Ham og Leeds vilja leikmanninn. (Standard)

Inter óttast að Manchester City eða Barcona nýti sér 25 milljóna evra riftunarákvæði í samningi hollenska varnarmannsins Denzel Dumfries (29) en möguleiki á að nýta það rennur út 15. júlí. (Mundo Deportivo)

Napoli hafnaði 60 milljóna evra tilboði frá Galatasaray í nígeríska sóknarmanninn Victor Osimhen (26) sem er með 75 milljóna evra riftunarákvæði sem erlend félög geta nýtt. (Sky Sports Italia)
Athugasemdir