Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
Fylkir
3
1
HK
Nikulás Val Gunnarsson '13 1-0
Þórður Gunnar Hafþórsson '20 2-0
Matthias Præst Nielsen '63 3-0
3-1 Birkir Valur Jónsson '70
27.05.2024  -  19:15
Würth völlurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Smá gola og skýjað
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Áhorfendur: 898
Maður leiksins: Matthias Præst (Fylkir)
Byrjunarlið:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
2. Ásgeir Eyþórsson
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f) ('71)
9. Matthias Præst Nielsen
10. Benedikt Daríus Garðarsson ('71)
11. Þórður Gunnar Hafþórsson ('57)
17. Birkir Eyþórsson
18. Nikulás Val Gunnarsson ('76)
21. Aron Snær Guðbjörnsson
27. Arnór Breki Ásþórsson
72. Orri Hrafn Kjartansson

Varamenn:
30. Hilmar Þór Kjærnested Helgason (m)
16. Emil Ásmundsson ('76)
19. Arnar Númi Gíslason
22. Ómar Björn Stefánsson ('57)
24. Sigurbergur Áki Jörundsson ('71)
25. Þóroddur Víkingsson
70. Guðmundur Tyrfingsson ('71)

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Arnór Gauti Brynjólfsson
Michael John Kingdon
Ágúst Aron Gunnarsson
Olgeir Sigurgeirsson
Smári Hrafnsson

Gul spjöld:
Benedikt Daríus Garðarsson ('45)
Ragnar Bragi Sveinsson ('67)
Birkir Eyþórsson ('68)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið! Fylkir tekur sinn fyrsta sigur í sumar og þeir ætla að vera með í sumar! Fallbaráttan orðin meira spennandi, það er klárt mál.

Frekari umfjöllun væntanleg síðar í kvöld.
94. mín
Fylkir að landa sínum fyrsta sigri í sumar.
93. mín
Præst að leika sér að HK-ingum.
92. mín
Emil Ásmunds með rosalega tæklingu!
90. mín
Fjórum mínútum er bætt við
89. mín Gult spjald: Arnþór Ari Atlason (HK)
Brjálaður að fá dæmda á sig aukaspyrnu.
88. mín
FRÁBÆRT FÆRI! Karl Ágúst í frábæru færi á teignum en Ólafur Kristófer ver vel hjá honum. Hann hefði getað búið til mikla spennu þarna.
84. mín
DAUÐAFÆRI! Gummi Tyrfings í algjöru dauðafæri eftir hornspyrnu en skallar fram hjá markinu. Var alveg einn og þarna á hann bara að skora.
83. mín
Emil tekur aukaspyrnuna en hún fer beint í vegginn. Í kjölfarið á Arnór Breki skot sem fer fram hjá markinu.
83. mín Gult spjald: Þorsteinn Aron Antonsson (HK)
82. mín
Fylkir að búa til frábæra stöðu en Præst alltof lengi að gefa boltann á Ómar Björn. Fær þó aukaspyrnu.
81. mín
Inn:Marciano Aziz (HK) Út:George Nunn (HK)
Aziz verið ónotaður varamaður hjá HK síðustu þrjá leiki en fær nokkrar mínútur hér í dag.
80. mín
Gummi Tyrfings með skot að marki sem Arnar Freyr grípur í annarri tilraun.
77. mín
Inn:Karl Ágúst Karlsson (HK) Út:Atli Arnarson (HK)
76. mín
Inn:Emil Ásmundsson (Fylkir) Út:Nikulás Val Gunnarsson (Fylkir)
Fyrsti leikur Emils í Bestu deildinni í sumar. Gaman að sjá!
75. mín
Stuðningsmenn Fylkis taka við sér. Ætla að tralla þennan sigur í höfn.
73. mín
Eitt mark í viðbót fljótlega og þá gæti þessi leikur sprungið. Það er að segja ef HK skorar það mark.
71. mín
Þessi leikur er strax að sveiflast með markinu. Það er stress í Fylkismönnum.
71. mín
Inn:Guðmundur Tyrfingsson (Fylkir) Út:Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir)
71. mín
Inn:Sigurbergur Áki Jörundsson (Fylkir) Út:Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
70. mín
Birkir Valur skoraði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
70. mín MARK!
Birkir Valur Jónsson (HK)
Stoðsending: Brynjar Snær Pálsson
HK MINNKAR MUNINN! Flott hornspyrna hjá Brynjari á nærstöngina. Þar er Birkir Valur mættur til að skila boltanum í netið. Vel gert!

Er möguleiki?
70. mín
Áhugavert að Marciano Aziz er ekki kominn inn á.
68. mín Gult spjald: Birkir Eyþórsson (Fylkir)
Nú hrannast gulu spjöldin inn.
67. mín Gult spjald: Atli Arnarson (HK)
Atli fær líka gult spjald.
67. mín Gult spjald: Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
Smá hiti á milli hans og Atla. Ragnar Bragi að koma með alvöru karakter inn í þetta lið.
64. mín
Inn:Hákon Ingi Jónsson (HK) Út:Atli Hrafn Andrason (HK)
64. mín
Inn:Tumi Þorvarsson (HK) Út:Magnús Arnar Pétursson (HK)
64. mín
Inn:Eiður Gauti Sæbjörnsson (HK) Út:Leifur Andri Leifsson (HK)
63. mín
Præst gerði þriðja mark Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
63. mín MARK!
Matthias Præst Nielsen (Fylkir)
Stoðsending: Ómar Björn Stefánsson
PRÆST AÐ GANGA FRÁ ÞESSU!!! Arrnar Freyr í alvöru skógarhlaupi hjá HK-ingum.

Ómar Björn fær langa sendingu í gegn og vörn HK ekki alveg með á nótunum. Arnar Freyr kemur langt út á móti en Ómar er lengi að þessu og þetta virðist vera að fjara út. Hann er með boltann úti hægra megin og leggur hann út á Præst sem kemur á ferðinni og klárar frábærlega.

GAME OVER!
63. mín
Það eru 898 manns á leiknum í kvöld.
61. mín
HK er að undirbúa skiptingar. Ein þreföld á leiðinni.
60. mín
Það er klukkutími liðinn og það er ekkert sem bendir til þess að HK sé að fara að koma sér aftur inn í þennan leik. Eru ekki mjög líklegir en hlutirnir geta breytast snöggt í fótboltanum.
57. mín
Inn:Ómar Björn Stefánsson (Fylkir) Út:Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylkir)
Þórður Gunnar búinn að vera mjög góður í dag.
56. mín
Þorsteinn Aron með skot að marki sem Ólafur Kristófer á ekki í vandræðum með að verja.
56. mín
Matthias Præst með sendingu inn á teiginn en þar er Ragnar Bragi mættur til að skalla boltann. Hann nær þó engum krafti í þennan skalla.
55. mín
Þórður Gunnar með fyrirgjöf sem Arnar grípur auðveldlega.
54. mín
Fylkismenn baula í stúkunni. Arnar Freyr ekki alveg nægilega fljótur að skila boltanum en gerir það á endanum.
53. mín
Orri Hrafn liggur eftir. Sá ekki alveg hvað gerðist.
52. mín
Arnþór Ari gerir vel að koma sér í góða stöðu á teignum en skotvinkillinn kannski ekki alveg nægilega góður. Skot hans fer frekar langt fram hjá markinu.
51. mín
Arnór Breki lætur bara vaða úr aukaspyrnunni en skotið ekki alveg nægilega gott.
50. mín
Fylkir fær aukaspyrnu á góðum stað. Sýnist Arnór Breki ætla að senda fyrir en þetta er alveg skotfæri líka.
48. mín
HK-ingar með veik köll eftir hendi og víti, en Jóhanni Inga dettur ekki í hug að dæma.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er farinn af stað!
45. mín
Hálfleikur
Enginn uppbótartími. Jóhann Ingi flautar beint af. Fylkismenn miklu betri og eru verðskuldað tveimur mörkum yfir. Hefði getað verið meira. HK-ingar virkilega slappir. Virðast bara vera góðir á móti liðunum sem eiga að vera ofarlega í töflunni.
45. mín Gult spjald: Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir)
44. mín
Hættulegt! Arnór Breki með hættulegan bolta fyrir og Præst mætir til að reyna að koma skoti að marki, en hittir boltann ekki nægilega vel.
42. mín
Kristján Snær með sendingu inn á teiginn sem Birkir skalla frá. Gestirnir aðeins að ranka við sér.
41. mín
HK-ingar með aukaspyrnu inn á teiginn sem Ólafur Kristófer grípur mjög svo þægilega.
38. mín
Arnór Breki með fína hornspyrnu en Þorsteinn Aron skallar frá.
38. mín
Præst tekur svona sex skæri og vinnur svo hornspyrnu. Skemmtilegur leikmaður.
37. mín
HK-ingar við það að komast í mjög fínt færi en Aron Snær neglir boltanum í burtu á síðustu stundu.
34. mín
Orri Hrafn er eins og Duracell kanína á miðsvæðinu. Tapar boltanum en vinnur hann aftur um leið. Til fyrirmyndar.
33. mín
Arnar Freyr grípur þessa hornspyrnu þægilega.
33. mín
Þórður Gunnar veður í gegn og er ekki langt frá því að setja þriðja mark Fylkismanna. Boltinn fer hins vegar af varnarmanni og aftur fyrir. Hornspyrna.
32. mín
Þórður Gunnar fagnar marki sínu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
31. mín
Nunn með sendingu fyrir sem Birkir Valur skallar yfir.
30. mín
George Nunnn sækir hornspyrnu fyrir HK. Hann er að spila pirraður og er mikið að kvarta yfir einhverju.
25. mín
Vel varið! Kristján Snær mættur í gott færi á nærstönginni en Ólafur Kristófer lokar vel á hann og ver. Fyrsta færi HK-inga í þessum leik.
24. mín
Fylkismenn í stuði Hafliði Breiðfjörð er að sjálfsögðu mættur með myndavélina á leikinn.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
23. mín
ÞRUMUSKOT!!! Arnór Breki með þrumuskot sem endar í stönginni! Þetta var fast!
21. mín
Þórður Gunnar gerði annað markið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
20. mín MARK!
Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylkir)
Stoðsending: Matthias Præst Nielsen
MARK!!!!! Er búinn að vera að hóta þessu og skorar hérna frábært mark. Vel gert hjá Þórði Gunnari!

Matthias Præst með lúxusbolta inn fyrir beint í hlaupaleiðina hjá Þórði. Hann klárar svo vel með þéttingsföstu skoti í fjærhornið.

HK-ingar eru heillum horfnir og ráða ekkert við botnlið Fylkis. Þorsteinn Aron leit alls ekki vel út í þessu marki.
19. mín
Það er alvöru kraftur í Fylkisliðinu í byrjun leiks. Þeir eru ekkert að fíflast hérna.
18. mín
Þórður Gunnar aftur að hóta en nær ekki miklum krafti í skotið.
17. mín
Flottur bolti upp og Orri Hrafn á svo hættulega sendingu inn á teiginn en þar er enginn Fylkismaður mættur.
15. mín
Vel spilað! Frábær sókn hjá Fylki og aftur er Þórður Gunnar í góðu færi, en Arnar Freyr sér við honum. Það er kraftur í heimamönnum!
14. mín
Nikulás Val kom Fylki yfir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
13. mín MARK!
Nikulás Val Gunnarsson (Fylkir)
Stoðsending: Arnór Breki Ásþórsson
MARK!!!!!! Fylkismenn taka forystuna og það er bara sanngjarnt.

Hornspyrnan á nærstöngina og þar er Nikulás Val mættur til að skila boltanum yfir línuna.

Ekki þarf það alltaf að vera flókið.
12. mín
Fín sókn hjá Fylki og Þórður Gunnar vinnur hornspyrnu.
8. mín
Það er mikil ákefð í heimamönnum og stuðningsmenn þeirra lifa sig vel inn í leikinnn. Manni líður eins og þetta sé að duga eða drepast fyrir Árbæinga.
6. mín
Fylkismenn ákváðu að losa sig við þetta hörmulega þriggja hafsenta kerfa sem þeir notuðust við í byrjun leiksins gegn KA í síðustu umferð. Góð ákvörðun því þeir eru að byrja af krafti hér, annað en á Akureyri.
5. mín
Hörkufæri! Ragnar Bragi vinnur boltann af Atla Arnarsyni á frábærum stað ofarlega á vellinum. Kemur honum svo á Þórð Gunnar sem er í góðu færi en skot hans fer beint á Arnar Frey í markinu.
4. mín
Svona er HK að stilla upp
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. mín
Bjargað á línu Fylkir fær hornspyrnu og Ásgeir Eyþórs á lausan skalla að marki. HK-ingar bjarga þessu tiltölulega auðveldlega af línunni.
2. mín
Svona er Fylkir að stilla upp
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! HK byrjar með boltann og sækir í átt að Árbæjarlauginni.
Fyrir leik
Liðin að ganga út á völl. Stefið! Þetta er að bresta á.
Fyrir leik
Kristján Gylfi Guðmundsson vallarþulur í kvöld. Dýrari gerðin.
Fyrir leik
Vallarborgarinn á Fylkisvellinum er frábær. Einn sá besti. Klikkar aldrei að setja Doritos á hamborgarann. 8,2/10.
Fyrir leik
Hvolpasveitin úr HK er byrjuð að tromma. Guð blessi þá!
Fyrir leik
Alvöru heilalím Þegar maður fer af Fylkisvellinum þá er maður að raula þetta lag. Það er bókað mál. Alvöru heilalím.

Fyrir leik
Tónlistin farin í gang á Würth-vellinum og fólkið fer að streyma inn á völlinn. Þetta verður virkilega áhugaverður leikur. Nær Fylkir í sinn fyrsta sigur í sumar?
Fyrir leik
Jóhann Ingi dæmir leikinn Honum til aðstoðar eru Egill Guðvarður Guðlaugsson og Kristján Már Ólafs. Eftirlitsmaður er Þórður Ingi Guðjónsson og varadómari er Gunnar Freyr Róbertsson. Jóhann Ingi ekki búinn að eiga gott sumar í dómgæslunni en vonandi mun hann eiga þrusuflottan leik í kvöld.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Skýjað í Lautinni Það var búið að rigna svolítið áðan líka. Smá gola. Alvöru íslenskt sumarveður.
Fyrir leik
Byrjunarlið HK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Hjá HK snýr Þorsteinn Aron Antonsson aftur í byrjunarliðið og Ísak Aron Ómarsson fer á bekkinn. Ein breyting.

25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
2. Kristján Snær Frostason
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Þorsteinn Aron Antonsson
6. Birkir Valur Jónsson
7. George Nunn
8. Arnþór Ari Atlason
10. Atli Hrafn Andrason
14. Brynjar Snær Pálsson
18. Atli Arnarson
24. Magnús Arnar Pétursson
Fyrir leik
Byrjunarlið Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Það eru tvær breytingar á Fylkisliðinu frá tapinu gegn HK. Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, byrjar sinn fyrsta leik í sumar en hann kominn til baka úr meiðslum. Hann kemur inn í liðið fyrir Sigurberg Áka Jörundsson og þá byrjar Arnór Breki Ásþórsson fyrir Orra Svein Segatta.

1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
2. Ásgeir Eyþórsson
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
9. Matthias Præst Nielsen
10. Benedikt Daríus Garðarsson
11. Þórður Gunnar Hafþórsson
17. Birkir Eyþórsson
18. Nikulás Val Gunnarsson
21. Aron Snær Guðbjörnsson
27. Arnór Breki Ásþórsson
72. Orri Hrafn Kjartansson
Fyrir leik
Ragnar Bragi sneri aftur í síðasta leik Frábært fyrir Fylki að fá hann til baka úr meiðslum. Spurning hvort að hann sé að fara að byrja í kvöld.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Úrslitin hjá þessum liðum til þessa Fylkir
Fylkir 3 - 4 KR
Fylkir 0 - 0 Valur
ÍA 5 - 1 Fylkir
Fylkir 0 - 1 Stjarnan
Fram 2 - 1 Fylkir
Fylkir 0 - 3 Breiðablik
KA 4 - 2 Fylkir

HK
KA 1 - 1 HK
HK 0 - 4 ÍA
HK 0 - 2 FH
Vestri 1 - 0 HK
HK 3 - 1 Víkingur R.
KR 1 - 2 HK
HK 1 - 2 Valur
Fyrir leik
Svona hafa önnur úrslit verið KR 2 - 2 Vestri
1-0 Benoný Breki Andrésson ('9 )
2-0 Benoný Breki Andrésson ('40 )
2-1 Vladimir Tufegdzic ('68 , Mark úr víti)
2-2 Pétur Bjarnason ('71 )

ÍA 0 - 1 Víkingur R.
0-1 Helgi Guðjónsson ('56 , Mark úr víti)
Rautt spjald: Marko Vardic, ÍA ('55)

Valur 2 - 2 FH
0-1 Björn Daníel Sverrisson ('28 )
1-1 Orri Sigurður Ómarsson ('45 )
2-1 Jónatan Ingi Jónsson ('63 )
2-2 Úlfur Ágúst Björnsson ('75 )

Fram 1 - 4 Breiðablik
1-0 Guðmundur Magnússon ('15 )
1-1 Viktor Karl Einarsson ('20 )
1-2 Aron Bjarnason ('73 )
1-3 Viktor Karl Einarsson ('83 )
1-4 Ísak Snær Þorvaldsson ('85 )

Stjarnan 5 - 0 KA
1-0 Örvar Eggertsson ('3 )
2-0 Emil Atlason ('11 )
3-0 Emil Atlason ('48 )
4-0 Helgi Fróði Ingason ('74 )
5-0 Róbert Frosti Þorkelsson ('78 )
Fyrir leik
Lokaleikur umferðarinnar
Fyrir leik
Fylkir lagði HK um daginn Þessi lið mættust í bikarnum á dögunum og þá var það Fylkir sem hafði betur. HK var þó ekki að stilla upp sínu sterkasta liði í þeim leik.

Fylkir 3 - 1 HK
0-1 Eiður Gauti Sæbjörnsson ('5 )
1-1 Þórður Gunnar Hafþórsson ('11 )
2-1 Þórður Gunnar Hafþórsson ('21 )
2-1 Benedikt Daríus Garðarsson ('26 , misnotað víti)
3-1 Benedikt Daríus Garðarsson ('27 )

Fyrir leik
Helga Birkis spáir í spilin Fótboltamamman Helga Birkisdóttir spáir í 8. umferð Bestu deildarinnar. Helga mætti í skemmtilegri treyju þegar synir hennar mættust í Mjólkurbikarnum á dögunum; Birkir Már Sævarsson í Val og Aron Elí Sævarsson í Aftureldingu.

Fylkir 1 - 0 HK
Fylkir sem eru komnir upp að vegg ná hér iðnaðarsigri í Lautinni með marki frá Benedikt Garðarssyni. Það er allt á suðupunti í lok leiks eftir umdeilda dómgæslu en Fylkir nær að hirða öll stigin og anda því léttar við lokaflautið í fallegri kvöldsólinni.

Mynd: Raggi Óla
Fyrir leik
HK verið að bæta sig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Í upphafi mótsins leit HK verr út en Fylkir, en í undanförnum leikjum hefur staðan ekki verið sú. HK-ingar unnu bæði Víking og KR, en þeir töpuðu naumlega gegn Val í síðustu umferð. Þeir eru fyrir leikinn í kvöld með sex stigum meira en Fylkir í níunda sæti deildarinnar.
Fyrir leik
Ætla þeir að vera með í þessu móti?
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson


Fylkismenn eru á botninum með aðeins eitt stig. Þeir byrjuðu mótið ágætlega en þeir hafa daprir að undanförnu. Síðasti leikur á móti KA var sérstaklega lélegur.

<>„Ég hef ekki séð Fylkisliðið svona lélegt, eins og þeir voru í fyrri hálfleik. Síðan þeir komu upp hefur maður getað gengið að því vísu að það sé erfitt að spila á móti þeim. Þeir voru eitthvað vankaðir þarna í fyrri hálfleiknum, ég hef aldrei séð þá svona," sagði Sverrir Mar Smárason í Innkastinu þegar rætt var um Fylki.

„Það kemur hreinlega í ljós í næstu umferð hvort þeir ætli að vera með í þessu móti, þeir eru að fara að mæta HK," segir Elvar Geir í þættinum.

Fyrir leik
Góða kvöldið! Og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Fylkis og HK í Bestu deildinni. Þetta verður mjög svo áhugaverður leikur!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
2. Kristján Snær Frostason
4. Leifur Andri Leifsson (f) ('64)
5. Þorsteinn Aron Antonsson
6. Birkir Valur Jónsson (f)
7. George Nunn ('81)
8. Arnþór Ari Atlason
10. Atli Hrafn Andrason ('64)
14. Brynjar Snær Pálsson
18. Atli Arnarson ('77)
24. Magnús Arnar Pétursson ('64)

Varamenn:
12. Stefán Stefánsson (m)
9. Eiður Gauti Sæbjörnsson ('64)
11. Marciano Aziz ('81)
20. Ísak Aron Ómarsson
28. Tumi Þorvarsson ('64)
29. Karl Ágúst Karlsson ('77)
33. Hákon Ingi Jónsson ('64)

Liðsstjórn:
Ómar Ingi Guðmundsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Ragnar Sigurðsson

Gul spjöld:
Atli Arnarson ('67)
Þorsteinn Aron Antonsson ('83)
Arnþór Ari Atlason ('89)

Rauð spjöld: