Juve reynir við Kolo Muani og Zirkzee - Mateta orðaður við Spurs - Fundað um Maguire
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   mán 20. maí 2024 19:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Leikmaðurinn var ekki að fúnkera og þess vegna gerum við skiptingu"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fylkir tapaði gegn KA á Akureyri í dag og hefur aðeins fengið eitt stig út úr fyrstu leikjunum. Fótbolti.net ræddi við Rúnar Pál Sigmundsson þjálfara liðsins eftir leikinn.


Lestu um leikinn: KA 4 -  2 Fylkir

„Ég var hrikalega óánægður með fyrri hálfleikinn, við mættum ekki til leiks og fengum mjög ódýr mörk á okkur. Við vorum hrikalega öflugir í seinni hálfleik, í stöðunni 3-2 fáum við tækifæri til að jafna leikinn en í staðin fara þeir upp og skorað 4-2. Vonbrigði með fyrri en hrikalega ánægður með seinni hálfleikinn af öllu leyti," sagði Rúnar Páll.

Þórður Gunnar Hafþórsson var tekinn af velli eftir hálftíma leik og Ómar Björn Stefánsson kom inn á í hans stað.

„Leikmaðurinn sem var inn á var ekki að fúnkera og þess vegna gerum við skiptingu. Þetta er ekki flóknara en það," sagði Rúnar Páll.

Rúnar var svekktur að fá ekki meira út úr leiknum.

„Auðvitað er það áhyggjuefni því við erum í þessu til að safna stigum. Það er hundleiðinlegt, við erum búnir að spila marga leiki fínt og fáum ekkert út úr þeim. Ég hefði viljað fá allavega eitt stig í dag miðað við hvernig við spiluðum seinni hálfleikinn en við fengum það ekki og það þýðir ekkert að væla," sagði Rúnar Páll.


Athugasemdir
banner