Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
   mán 20. maí 2024 19:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Leikmaðurinn var ekki að fúnkera og þess vegna gerum við skiptingu"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fylkir tapaði gegn KA á Akureyri í dag og hefur aðeins fengið eitt stig út úr fyrstu leikjunum. Fótbolti.net ræddi við Rúnar Pál Sigmundsson þjálfara liðsins eftir leikinn.


Lestu um leikinn: KA 4 -  2 Fylkir

„Ég var hrikalega óánægður með fyrri hálfleikinn, við mættum ekki til leiks og fengum mjög ódýr mörk á okkur. Við vorum hrikalega öflugir í seinni hálfleik, í stöðunni 3-2 fáum við tækifæri til að jafna leikinn en í staðin fara þeir upp og skorað 4-2. Vonbrigði með fyrri en hrikalega ánægður með seinni hálfleikinn af öllu leyti," sagði Rúnar Páll.

Þórður Gunnar Hafþórsson var tekinn af velli eftir hálftíma leik og Ómar Björn Stefánsson kom inn á í hans stað.

„Leikmaðurinn sem var inn á var ekki að fúnkera og þess vegna gerum við skiptingu. Þetta er ekki flóknara en það," sagði Rúnar Páll.

Rúnar var svekktur að fá ekki meira út úr leiknum.

„Auðvitað er það áhyggjuefni því við erum í þessu til að safna stigum. Það er hundleiðinlegt, við erum búnir að spila marga leiki fínt og fáum ekkert út úr þeim. Ég hefði viljað fá allavega eitt stig í dag miðað við hvernig við spiluðum seinni hálfleikinn en við fengum það ekki og það þýðir ekkert að væla," sagði Rúnar Páll.


Athugasemdir