Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
Besta-deild karla
Stjarnan
LL 2
0
Fylkir
Besta-deild karla
Breiðablik
LL 4
2
KR
Besta-deild kvenna
Fylkir
LL 4
1
Tindastóll
Þróttur R.
5
0
ÍR
Sigurður Steinar Björnsson '21 1-0
Kári Kristjánsson '37 2-0
Ísak Daði Ívarsson '54 3-0
Kári Kristjánsson '74 4-0
Jorgen Pettersen '77 5-0
31.05.2024  -  19:15
AVIS völlurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Hellidemba
Dómari: Sveinn Arnarsson
Maður leiksins: Kári Kristjánsson
Byrjunarlið:
12. Þórhallur Ísak Guðmundsson (m)
Birkir Björnsson ('90)
2. Eiríkur Þorsteinsson Blöndal (f)
5. Jorgen Pettersen
6. Emil Skúli Einarsson
7. Sigurður Steinar Björnsson ('79)
19. Ísak Daði Ívarsson ('72)
22. Kári Kristjánsson ('79)
25. Hlynur Þórhallsson
26. Samúel Már Kristinsson
45. Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson ('46)

Varamenn:
1. Sveinn Óli Guðnason (m)
9. Viktor Andri Hafþórsson ('72)
10. Guðmundur Axel Hilmarsson ('46)
17. Izaro Abella Sanchez ('79)
20. Viktor Steinarsson ('90)
24. Daníel Karl Þrastarson
99. Kostiantyn Iaroshenko ('79)

Liðsstjórn:
Sigurvin Ólafsson (Þ)
Baldur Hannes Stefánsson
Stefán Þórður Stefánsson
Angelos Barmpas
Branislav Radakovic
Hans Sævar Sævarsson
Bjarki Reyr Jóhannesson

Gul spjöld:
Birkir Björnsson ('48)
Guðmundur Axel Hilmarsson ('70)
Viktor Andri Hafþórsson ('87)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Glæsilegur sigur hjá Þrótti í dag, ÍR-ingar þurfa að gera mun betur um næstu helgi gegn ÍBV.
90. mín Gult spjald: Bergvin Fannar Helgason (ÍR)
90. mín
Inn:Viktor Steinarsson (Þróttur R.) Út:Birkir Björnsson (Þróttur R.)
Flottur í dag hann Birkir.
90. mín
Róbert gerir vikrilega vel og sækir aukaspyrnu á fínum stað.
87. mín Gult spjald: Viktor Andri Hafþórsson (Þróttur R.)
86. mín
Smá hætta í teignum eftir hornið en ekkert gerist.
85. mín
Einar með fyrirgjöf sem endar bara sem skot sem Þórhallur ver yfir í horn.
84. mín
Boltinn endar á fjærstöngina hjá Róbert Elís sem á skot sem Þórhallur ver.
84. mín
Ágúst sækir horn fyrir ÍR.
81. mín
Jörgen með frábæra fyrirgjöf á Hlyn sem skallar rétt framhjá í flottu færi.
79. mín
Inn:Kostiantyn Iaroshenko (Þróttur R.) Út:Kári Kristjánsson (Þróttur R.)
79. mín
Inn:Izaro Abella Sanchez (Þróttur R.) Út:Sigurður Steinar Björnsson (Þróttur R.)
77. mín MARK!
Jorgen Pettersen (Þróttur R.)
Gegn sínum gömlu félögum!!! Jörgen fær boltann frá Birki Björnssyni og hamrar á markið en Villi ver vel, Jörgen svo mætur og skallar boltann inn.

Skelfileg frammistaða hjá Breiðhyltingum!
74. mín MARK!
Kári Kristjánsson (Þróttur R.)
Stoðsending: Eiríkur Þorsteinsson Blöndal
Skrýtið mark! Kári Kristjánsson skýtur boltanum í boga yfir Villa í teignum upp úr engu. Leit út fyrir að vera á leið yfir,

ÍR niðurlægðir hér!
72. mín
Inn:Einar Karl Árnason (ÍR) Út:Alexander Kostic (ÍR)
72. mín
Inn:Viktor Andri Hafþórsson (Þróttur R.) Út:Ísak Daði Ívarsson (Þróttur R.)
70. mín Gult spjald: Guðmundur Axel Hilmarsson (Þróttur R.)
Gulasta spjald síðari tíma, rífur í Ágúst og rígheldur.
69. mín
Bergvin að sækja aukaspyrnu á góðum stað.
66. mín
Beint í lúkurnar á Þórhalli.
65. mín
ÍR fær horn.
64. mín
Inn:Róbert Elís Hlynsson (ÍR) Út:Stefán Þór Pálsson (ÍR)
59. mín
Frammistaða ÍR hálfskammarleg í dag, ekki upp á marga fiska.
54. mín MARK!
Ísak Daði Ívarsson (Þróttur R.)
Þróttarar að ganga frá þessu! Þróttarar sleppa einir í gegn eftir klaufaskap í vörn ÍR-inga, Villi ver vel en Ísak mættur í frákastið og skorar.

3-0!
48. mín Gult spjald: Birkir Björnsson (Þróttur R.)
Mjög harkaleg tækling, hefði getað verið annar litur.
46. mín
Inn:Guðmundur Axel Hilmarsson (Þróttur R.) Út:Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson (Þróttur R.)
46. mín
Komið í gang á ný. Þróttarar hefja leik í seinni
46. mín
Inn:Marteinn Theodórsson (ÍR) Út:Aron Daníel Arnalds (ÍR)
Þreföld skipting í hálfleik.
46. mín
Inn:Bergvin Fannar Helgason (ÍR) Út:Sæmundur Sven A Schepsky (ÍR)
Þreföld skipting í hálfleik.
46. mín
Inn:Hrafn Hallgrímsson (ÍR) Út:Marc Mcausland (ÍR)
Þreföld skipting í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Þróttarar sanngjarnt yfir hér, tökum okkur 15 mínútur og snúum svo aftur.
43. mín
Þróttur fær hér horn en ekkert úr því og aftur fyirir hinum meginn.
37. mín MARK!
Kári Kristjánsson (Þróttur R.)
Stoðsending: Eiríkur Þorsteinsson Blöndal
Mark! Þróttarar tvöfalda!

Frábær sókn hjá Þrótturum og boltinn endar hjá Eiríki sem kemur með boltann fyrir á Kára sem potar honum inn!
36. mín
Þórhallur keyrir hér niður ÍR-ing í teignum, hefði verið hægt að dæma víti en hann fór þó klárlega fyrst í boltann.
32. mín
Kári í fínni stöðu fyrir utan teig en skýtur vel yfir.
26. mín
Dauðafæri!!!!!!!! Sæmundur Sven!!!! Elsku kallinn minn hvernig ferðu að þessu!? Bragi einn í gegn en lætur Þórhall verja frá sér en fær hann aftur og leggur hann á Sæmund sem er einn gegn opnu marki á marklínunni en einfaldlega bara stoppar boltann með sköflungnum.

Þetta getur verið dýrt!
23. mín
Bragi gerir vel og sækir horn.
21. mín MARK!
Sigurður Steinar Björnsson (Þróttur R.)
Þvílíkt mark! Alvöru mark hjá Sigurði!

Tekur hann á lofti rétt fyrir utan teig og nær að setja hann í stöngina og inn.

Þróttarar leiða!
20. mín
Einstaklega lítið flæði í þessu. Það verður að segjast.
18. mín
Stebbi Páls með skot sem hann reynir að snúa í fjærhornið en þetta er hátt yfir.
18. mín
Vilhjálmur kominn á fætur og mun halda áfram.
16. mín
Vilhjálmur Kaldal fær hér aðhlynningu, nær vonandi að halda leik áfram.
13. mín
Þórhallur handsamar þetta mjög örugglega.
13. mín
ÍR fær aukaspyrnu á fínum stað fyrir fyrirgjöf.
12. mín
Mikið jafnræði með liðunum í upphafi.
11. mín
Eiríkur byrýtur hér á Sæmundi sem var á fleygiferð, heppinn að sleppa við spjald.
9. mín
Kári tekur aukaspyrnuna í vegginn og aftur fyrir. Horn.
9. mín Gult spjald: Ágúst Unnar Kristinsson (ÍR)
Rífur niður mann sem var við það að sleppa í gegn.
6. mín
Birkir Björns með fínan bolta fyrir en Villi vel á verði og slær þetta út.
5. mín
ÍR halda alfarið í boltann hér í upphafi.
3. mín
ÍR-ingar með horn hér en ná ekki að gera neitt úr því en fá innkast
1. mín
ÍR eru að spila í eitthversskonar æfingatreyju, áhugavert.
1. mín
Leikur hafinn
ÍR byrja með boltann og sækja í átt að Suðurlandsbraut.
Fyrir leik
Chico snúinn aftur! Jordian Farahani eða Chico eins og hann er alltaf kallaður er í byrjunarliði ÍR í dag en þetta er hans fyrsti leikur í tæpt ár en hann meiddist mjög illa á hné seinasta sumar. Hefur verið dyggur þjónn Breiðholtsins mjög lengi.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Þróttur R. Þróttarar eru á sínu öðru tímabili í deildinni eftir að hafa farið upp úr 2. deild árið 2022. Þróttur gerði virkilega vel og hélt sér uppi á nokkuð öruggan hátt í fyrra. Síðan þá hefur Ian Jeffs sagt upp störfum og tekið við Haukum, Sigurvin Ólafsson tók síðan við. Einhverjir leikmenn hafa farið og ber þar helst að nefna Hinrik Harðarson sem samdi við ÍA. Gengið í upphafi tímabils hefur verið afleitt og situr liðið nú í neðsta sæti með eitt stig. Þróttarar munu líta á þennan leik sem skyldusigur ef að snúa á genginu og sumrinu við. Sögulína í kringum þennan leik er meðal annars það að Jörgen Pettersen spilar hér við sína gömlu félaga í ÍR en Jörgen spilaði í hvítu og bláu á árunum 2021 og 2022, við virkilega góðan orðstír.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Fyrir leik
ÍR ÍR-ingar eru nýliðar í deildinni, gengið í upphafi móts hefur verið sæmilegt en liðið situr í 6. sæti með 5 stig eftir fjórar umferðir. Eftir frabæran sigur í fyrstu umferð gegn Keflvíkingum eru íbúar í 109 farnir að klægja í fingurnar eftir því að fá að fagna öðrum sigri með liðinu sem þeir elska svo heitt. Niðurstaðan í seinasta leik var 1-1 jafntefli gegn Dalvíkingum en ÍR var einum fleiri í rúmlega hálfan leik þar, jafntefli því að öllum líkindum vonbrigði en mark ÍR skoraði Ágúst Unnar Kristinsson. Miðjumaðurinn geðþekki, Alexander Kostic, hefur ekki verið með síðan í fyrstu umferð vegna meiðsla, nausynlegt er að hann snúi aftur í þessum leik, Alexander er liðinu mjög mikilvægur.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Góða kvöldið! Komið sæl og verið velkominn í beina textalýsingu frá leik Þróttar og ÍR í 5. umferð Lengjudeild karla. Leikurinn fer fram á heimavelli Þróttara, Avis Vellinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Vilhelm Þráinn Sigurjónsson (m)
Stefán Þór Pálsson ('64)
4. Jordian G S Farahani
6. Kristján Atli Marteinsson
7. Aron Daníel Arnalds ('46)
8. Alexander Kostic ('72)
11. Bragi Karl Bjarkason
13. Marc Mcausland (f) ('46)
17. Óliver Elís Hlynsson
23. Ágúst Unnar Kristinsson
24. Sæmundur Sven A Schepsky ('46)

Varamenn:
27. Jóhannes Kristinn Hlynsson (m)
3. Einar Karl Árnason ('72)
5. Hrafn Hallgrímsson ('46)
9. Bergvin Fannar Helgason ('46)
18. Róbert Elís Hlynsson ('64)
30. Renato Punyed Dubon
77. Marteinn Theodórsson ('46)

Liðsstjórn:
Árni Freyr Guðnason (Þ)
Jóhann Birnir Guðmundsson (Þ)
Halldór Arnarsson
Helgi Freyr Þorsteinsson
Andri Magnús Eysteinsson
Sindri Rafn Arnarsson

Gul spjöld:
Ágúst Unnar Kristinsson ('9)
Bergvin Fannar Helgason ('90)

Rauð spjöld: