

Ólympíuleikvangurinn í Berlín
Úrslitaleikur EM
Dómari: Francois Letexier (Frakkland)
Áhorfendur: 71 þúsund
('84)
('68)
('46)
('89)
('84)
('89)
('46)
('68)
Þvílíkt mót sem Olmo hefur átt!
MARK!Stoðsending: Marc Cucurella
Cucurella með sendinguna og Oyarzabal setur hann í fyrsta!
Mikel Oyarzabal kom Spánverjum aftur yfir á 85. mínútu leiksins. Eru Spánverjar að skrifa sig í sögubækurnar? ???????? pic.twitter.com/ZnkikLX4XB
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 14, 2024
Þetta spænska lið er svo miklu, miklu, miklu betra fótboltalið.
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) July 14, 2024
Hægt er að sjá markið neðar í lýsingunni.
MARK!Stoðsending: Jude Bellingham
STAÐAN ER ORÐIN JÖFN!!!
Cole Palmer jafnar metin fyrir Englendinga! Þetta lið hreinlega neitar að gefast upp ???????????????????????????? pic.twitter.com/QeBAli26wC
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 14, 2024

Ástæðan fyrir því að Rodri entist bara í fyrri hálfleik er sú að hann lenti í samstuði við Laporte samherja sinn.
Nauðsynlegt að taka Kane út.
— Freyr Alexandersson (@freyrale) July 14, 2024
En það er líka nauðsynlegt að taka Shaw út. Hann er að drepa þá varnarlega.
13. júlí: Lamine Yamal á 17 ára afmæli.
14. júlí: Williams skorar í úrslitaleik EM, eftir sendingu frá Yamal.
Spánverjar herja á Englendinga.
MARK!Stoðsending: Lamine Yamal
Algjörlega geggjuð spilamennsku Spánverja!!!
Nico Williams kom Spánverjum yfir í upphafi seinni hálfleiks ???????? pic.twitter.com/6Tj0StNNMd
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 14, 2024
Á rammann: 0-1
Með boltann: 66% - 34%
Hornspyrnur: 6-1
Brot: 6-2
Gul spjöld: 1-1
Jude Bellingham klobbaði Rodri á miðjum vellinum ???? pic.twitter.com/RkBF1gDxso
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 14, 2024

Luke Shaw rænir boltanum af tánum á Yamal og Spánn á hornspyrnu.
Gult spjald: Harry Kane (f) (England)

'Johnny, Johnny Stoooones, Johnny, Johnny Stones' syngja stuðningsmenn Englands.
Dani Olmo með sendingu inn í teiginn sem Pickford á ekki í nokkrum vandræðum með.

Eftir að hafa varla snert boltann í byrjun hefur England átt fínan kafla núna.
Ég er gallharður stuðningsmaður Spánverja í kvöld. Einfaldlega búið að vera best spilandi liðið á þessu móti hingað til (í heildina séð) eeeeeen.....ég mun ekkert gráta ef #ItsComingHome gerist. #VamosEspaña #fotboltinet
— Matti Matt. Hann/Him (@mattimatt) July 14, 2024
Ég held fótboltanum sjálfum finnist skemmtilegra að fá að fara út að leika heldur en að „fara heim“. Áfram Spánn! #EMRUV
— Kristján Freyr (@KrissRokk) July 14, 2024
Gunni Birgis og Freyr Alexandersson komu með innslag frá vellinum í Berlín ???????? pic.twitter.com/WPUSrFqLdc
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 14, 2024

Southgate nýtur enn stuðnings æðstu manna enska sambandsins sem vilja að hann stýri Englandi á HM 2026. Southgate ýjaði að því fyrir EM að hann þyrfti að láta af störfum ef England myndi ekki tryggja sér Evrópumeistaratitilinn. Þá fékk hann í upphafi móts gríðarlega harða gagnrýni frá stuðningsmönnum og sparkspekingum.
Southgate fékk hinsvegar hrós fyrir ákvaðarðanatökur sínar í sigrinum gegn Hollandi í undanúrslitum. Hann setti Ollie Watkins inn af bekknum og skoraði enski sóknarmaðurinn frábært sigurmark í lokin.
Southgate hefur áður stýrt Englandi í undanúrslitin á HM 2018, átta liða úrslit 2022 og í úrslitaleik EM 2020 þar sem liðið tapaði gegn Ítalíu í vítakeppni.

Það var ekki talin spennandi ráðning þegar Luis de la Fuente tók við spænska landsliðinu. Hann hafði stýrt U19 og U21 landsliði Spánar. En hann hefur svo sannarlega boðið upp á stórskemmtilegan fótbolta og þegar búinn að skila titli í hús. Spánn vann Þjóðadeildina á síðasta ári.

Hinn umdeildi forseti Ungverjalands er mættur í heiðursstúkuna. Er gríðarlegur fótboltaáhugamaður og ekkert óvænt að hann sé mættur.

Hjartað í mér segir England en heilinn í mér segir Spánn þannig að ég spái 1-0 spænskum sigri. Markið kemur undir lokin. Fólk verður byrjað að gíra sig í framlengingu þegar Dani Olmo brýtur hjörtu allra Englendinga á vellinum sem taka tapinu af stóískri ró.

Fótbolti.net sendir allra bestu afmæliskveðjur á Gunnar Birgisson íþróttafréttamann RÚV sem er staddur á leiknum í Berlín. Gunnar spáir veisluleik.
„Þetta verður úrslitaleikur sem verður lengi í minnum hafður, gæði gæði gæði. Ég sé fyrir mér Spánverjana komast yfir í tvígang en England jafnar í seinna skiptið á 90 mínútu. Yamal klárar dæmið í framlengingu," segir Gunnar sem spáir 3-2 sigri Spánar.

„Ég var að tala við Declan Rice og hann var að tala um hversu magnaður Lamine Yamal væri og sagði að það væri ótrúlegt að hugsa til þess að hann hafi bara verið tólf ára þegar Covid braust fram. Hann er svo ungur og hæfileikaríkur. Sem fótboltaáhugamaður er ég spenntur að sjá hann. Sem stuðningsmaður Englands er ég áhyggjufullur," segir enski íþróttafréttamaðurinn Henry Winter.

„Það fer eftir því hvort leikurinn verði spilaður á forsendum Spánverja eða Englendinga hvort þetta verði skemmtilegur leikur. Ef hann verður spilaður eftir forsendum Englendinga gæti hann verið þungur, hægur og leiðinlegur. Ég vona að Spánverjarnir nái að keyra upp hraðann og þá þurfa Englendingar að fylgja með. Þetta er besta liðið á móti því vinsælasta," segir Óskar Hrafn Þorvaldsson sem segist hægt að dást að andlegum styrk og þrautseigju Englendinga. Óskar er meðal sérfræðinga í beinni útsendingu á RÚV.

Hvað finnst Freysa um EM? Freyr Alexandersson og Gunni Birgis eru úti í Berlín fyrir úrslitaleik EM ???????? pic.twitter.com/q1vYa0kROI
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 14, 2024

Dani Olmo sem er meðal markahæstu manna á EM með þrjú mörk er áfram í byrjunarliðinu og þá er Alvaro Morata klár í slaginn og byrjar. Lamine Yamal, sem hélt upp á sautján ára afmæli sitt í gær, byrjar.


Barist er um Henri Delaunay bikarinn sem er skírður eftir fyrsta framkvæmdastjóra UEFA, manninum sem fékk hugmyndina að Evrópumótinu. Hann lét lífið áður en fyrsta mótið var haldið 1960. Sonur hans, Pierre, hafði yfirumsjón með því að hanna bikarinn. Fyrir EM 2008 var bikarinn endurhannaður og stækkaður svo aðrir nýrri bikarar skyggðu ekki á hann.

Eins og venja er þá eru mis getspök dýr látin spá fyrir um úrslit leikja á stórmótum í fótbolta.
Nú er það hinsvegar brasilíski kvenkyns tapírinn Khao Knong sem vekur mesta athygli. Hún er 21 árs og átta mánaða gömul og býr í dýragarði í Tælandi.
Hún hefur spáð fyrir um úrslitin í sjálfum úrslitaleiknum á sunnudag, viðureign Spánar og Englands.
Þjóðfánar beggja liða voru hengdir á tvær markstangir og hver um sig var með laufum og ýmsum ávöxtum. Khao Knong valdi að borða við spænska fánann og spáir þar með Spánverjum sigri.



Dómari: François Letexier FRA
Aðstoðardómari 1: Cyril Mugnier FRA
Aðstoðardómari 2: Mehdi Rahmouni FRA
Fjórði dómari: Szymon Marciniak POL
VAR dómari: Jérôme Brisard FRA

Heil og sæl! Hér fylgjumst við með úrslitaleik Spánar og Englands á Evrópumótinu í fótbolta en leikið er á Ólympíuleikvangnum í Berlín.
Þetta er sögufrægur leikvangur sem var reistur í tilefni Ólympíuleikana þar í borg 1936 en Adolf Hitler fyrirskipaði að reistur yrði nýr leikvangur. Árin 2000-2004 fóru fram viðamiklar breytingar og endurnýjun. Nýtt þak var sett upp allan hringinn.
Leikið var á vellinum á HM 2006. Þar fór meðal annars fram úrslitaleikur Ítalíu og Frakklands þar sem Ítalía vann eftir vítaspyrnukeppni.
('61)
('89)
('71)
('89)
('61)
('71)


















