Franski dómarinn Francois Letexier fær það stóra verkefni að dæma úrslitaleik EM, viðureign Spánar og Englands á sunnudagskvöld. Þetta val þykir koma á óvart.
Pólski dómarinn Szymon Marciniak, sem er talinn besti dómari heims og hefur dæmt marga úrslitaleiki undanfarin ár, var talinn líklegastur en hann verður hinsvegar fjórði dómari á úrslitaleiknum.
Clément Turpin var einnig talinn líklegur en það var hinsvegar landi hans sem fær verkefnið stóra.
Pólski dómarinn Szymon Marciniak, sem er talinn besti dómari heims og hefur dæmt marga úrslitaleiki undanfarin ár, var talinn líklegastur en hann verður hinsvegar fjórði dómari á úrslitaleiknum.
Clément Turpin var einnig talinn líklegur en það var hinsvegar landi hans sem fær verkefnið stóra.
Spánn - England
Dómari: François Letexier FRA
Aðstoðardómari 1: Cyril Mugnier FRA
Aðstoðardómari 2: Mehdi Rahmouni FRA
Fjórði dómari: Szymon Marciniak POL
Varadómari: Jérôme Brisard FRA
Athugasemdir