Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
Í BEINNI
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Víkingur R.
LL 1
1
Þróttur R.
Haukar
4
1
Völsungur
Andri Már Harðarson '18 1-0
Guðmundur Axel Hilmarsson '23 2-0
2-1 Gestur Aron Sörensson '43
Frosti Brynjólfsson '81 3-1
Magnús Ingi Halldórsson '88 4-1
17.07.2024  -  18:00
BIRTU völlurinn
Fótbolti.net bikarinn
Aðstæður: 12 gráður og skýjað
Dómari: Guðni Páll Kristjánsson
Maður leiksins: Guðmundur Axel Hilmarsson - Haukar
Byrjunarlið:
30. Magnús Kristófer Anderson (m)
4. Fannar Óli Friðleifsson
5. Ævar Daði Segatta
6. Máni Mar Steinbjörnsson
9. Djordje Biberdzic
15. Andri Steinn Ingvarsson
18. Óliver Steinar Guðmundsson ('75)
22. Andri Már Harðarson
23. Guðjón Pétur Lýðsson ('79)
25. Hallur Húni Þorsteinsson
27. Guðmundur Axel Hilmarsson ('75)

Varamenn:
1. Torfi Geir Halldórsson (m)
2. Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson ('79)
8. Ísak Jónsson
10. Daði Snær Ingason
11. Frosti Brynjólfsson
20. Birkir Brynjarsson
28. Magnús Ingi Halldórsson ('75)
77. Oliver Kelaart

Liðsstjórn:
Ian David Jeffs (Þ)
Jón Erlendsson
Ellert Ingi Hafsteinsson
Guðni Vilberg Björnsson
Dusan Ivkovic
Stefán Logi Magnússon

Gul spjöld:
Djordje Biberdzic ('33)
Andri Már Harðarson ('73)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Haukar kláruðu þetta með stæl! Völsungur kveður .Net bikarinn.
90. mín
Uppbótartími í gangi
88. mín MARK!
Magnús Ingi Halldórsson (Haukar)
Flott skot! Höfum fengið fínustu mörk hérna í kvöld.
84. mín Gult spjald: Santiago Feuillassier Abalo (Völsungur)
Var þetta ekki hendi víti??? Völsungar vilja víti en ekkert dæmt. Gult á bekkinn fyrir mótmæli.
82. mín
Dregið verður í hádeginu á föstudag í 8-liða úrslit Stefnir allt í að Haukar verði í pottinum.
81. mín MARK!
Frosti Brynjólfsson (Haukar)
Gerir væntanlega út um þetta! Skorar úr annarri tilraun eftir að fyrra skot hans var varið, hirti frákastið.
80. mín
Jakob Héðinn með skot úr þröngu færi beint í fangið á markverði Hauka.
79. mín
Inn:Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson (Haukar) Út:Guðjón Pétur Lýðsson (Haukar)
78. mín
Völsungur sækir mikið Virðist færast nær jöfnunarmarki.
75. mín
Inn: () Út:Óliver Steinar Guðmundsson ()
Hetja Hauka í síðustu umferð kemur inn.
75. mín
Inn:Magnús Ingi Halldórsson (Haukar) Út:Guðmundur Axel Hilmarsson (Haukar)
74. mín
Völsungur nálægt því að jafna!!! Jakob Héðinn í dauðafæri en Magnús ver enn og aftur vel!
73. mín Gult spjald: Andri Már Harðarson (Haukar)
Fyrir brot
62. mín
Inn:Jakob Héðinn Róbertsson (Völsungur) Út:Arnar Páll Matthíasson (Völsungur)
62. mín
Inn:Rafnar Máni Gunnarsson (Völsungur) Út:Tryggvi Grani Jóhannsson (Völsungur)
62. mín
Inn:Jakob Gunnar Sigurðsson (Völsungur) Út:Benedikt Kristján Guðbjartsson (Völsungur)
Nýjasti leikmaður KR kemur inná
61. mín
Frábær tilraun núna hjá Andra Steini! Rosalegt skot í þverslána. Hefði verið draumamark.
59. mín
Andri Steinn með skot rosa langt framhjá.
57. mín
Guðmundur Axel skorar flott mark en er flaggaður rangstæður! Þetta var mjög tæpt.
48. mín
Gestur Aron með fína aukaspyrnu! Í hornið en Magnús ver vel.
47. mín
Seinni hálfleikur hafinn og Völsungur fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað.
46. mín
Stjörnufans í stúkunni Gamli markahrókurinn Mihjailo Bibercic og tónlistarstjarnan Matti í Pöpunum eru meðal áhorfenda. Eiga syni í sitthvoru liðinu, sonur Bibercic leiðir sókn Hauka en Arnar Páll sonur Matta leikur á miðju Völsungs.
45. mín
Hálfleikur
Völsungur kallar eftir víti en dómarinn flautar bara til hálfleiks.
43. mín MARK!
Gestur Aron Sörensson (Völsungur)
Markamínútan mikla! Þetta líka huggulega markið! Tekur skotið frá vítateigslínunni hægra megin og boltinn syngur í fjærhorninu!

Fjör á Völlununum!
40. mín
Gaui Lýðs með frábæra aukaspyrnu Fannar Óli skallar rétt framhjá.
38. mín
Völsungar sækja í sig veðrið Fínt uppspil Völsungs endar með skoti úr miðjum teignum frá Arnari Páli. Maggi gerir vel í markinu og ver.
33. mín Gult spjald: Djordje Biberdzic (Haukar)
Dæmdur rangstæður réttilega en skaut eftir flautið, setti boltann í markið en uppsker ekkert annað en gult spjald.
32. mín
Ævar Daði með slæm mistök í vörn Hauka en Völsungar ná ekki að refsa. Fá horn sem ekkert verður úr.
27. mín
Haukar bjarga á línu! Andri Már eftir að Benedikt átti skalla eftir horn.
25. mín
Haukar strax að hóta þriðja markinu! Skot framhjá eftir stórhættulega sókn. Haukar eiga þennan leik sem stendur!
23. mín MARK!
Guðmundur Axel Hilmarsson (Haukar)
Nýju mennirnir á eldi!!! Gestirnir hafa verið í miklu brasi með Guðmund Axel sem tvöfaldar hér forystu heimamanna! Eftir þunga sókn nær hann að skora með hnitmiðuðu skoti í hornið.

Guðmundur Axel kom frá Þrótti og opnar markareikning sinn í fyrsta leik.
21. mín
Máni Mar Steinbjörnsson í fínu færi en skaut beint á markvörð Völsungs. Flott sókn Hauka sem hafa byrjað vel.
18. mín MARK!
Andri Már Harðarson (Haukar)
Flott mark í fyrsta leik! Haukar hafa tekið forystuna. Andri Már Harðarson sem kom á láni frá HK skoraði laglegt mark, leitaði inn og átti flott skot við vítateigsendann.

Andri kom við sögu í einum leik í Bestu deildinni fyrri hluta tímabilsins en hann hefur síðustu tímabil leikið með Ými sem er venslafélag HK.
17. mín
Fínn fótboltaleikur Bæði lið að láta boltann ganga og skiptast á að sækja.
10. mín
Hættuleg sókn Völsungs. Benedikt Kristján Guðbjartsson nálægt því að ná til boltans en Maggi í marki Hauka kemur á hárréttum tíma úr marki sínu og handsamar boltann.
6. mín
Guðmundur Axel með skot af löngu færi Sá markvörð Völsungs kominn talsvert af línunni og reynir að skjóta yfir hann..það tekst en boltinn framhjá.
4. mín
Gaui Lýðs með fyrirliðabandið hjá Haukum
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét

1. mín
Leikur hafinn
Blásvellir ekki að standa undir nafni, það er dúnalogn! Húsvíkingar hófu leik. Haukar sækja í átt að nýja knatthúsinu.
Fyrir leik
Það rignir! Súldin breyttist í alvöru rigningu. Íslenska sumarið maður lifandi. Það er allt klárt hér á Ásvöllum, smá vonbrigði að Jakob Gunnar fær ekki byrjunarliðssæti í kvöld. En vonandi kemur hann sem fyrst af bekknum!
Fyrir leik
Þessi textalýsing er í gegnum síma Ekki eins ítarleg og oftast tíðkast en við reynum að færa fréttir af öllu því helsta! Góða skemmtun!
Fyrir leik
Sverrir Mar spáir 3-2 sigri Hauka
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta verður einhver stemningsþvæla á Ásvöllum. Fullt af mörkum og Haukarnir áfram á 90mín. Vonandi fer þetta svo að skána allt hjá Haukum eftir þennan sigur.

   17.07.2024 10:30
Sverrir Mar spáir í 16-liða úrslit Fótbolti.net bikarsins
Fyrir leik
Haukar í hefndarhug?
Mynd: 640.is - Hafþór Hreiðarsson

Þegar þessi lið áttust við í 2. deildinni þann 1. júní hér á Ásvöllum þá vann Völsungur 3-1 útisigur. Hinn umtalaði Jakob Gunnar Sigurðsson skoraði þrennu í þeim leik.

Jakob er sautján ára unglingalandsliðsmaður og hefur skorað ellefu mörk í 2. deild í sumar. Í dag var staðfest að hann gengur í raðir KR eftir sumarið.

   17.07.2024 15:40
Jakob Gunnar í KR (Staðfest) - Klárar tímabilið með Völsungi
Fyrir leik
Skák og mát gegn Hvíta Riddaranum
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson

Völsungur vann 3-2 útisigur gegn Hvíta Riddaranum í 32-liða úrslitum Fótbolti.net bikarsins þann 19. júní. Leikurinn fór í framlengingu þar sem Tryggvi Grani Jóhannsson skoraði sigurmarkið.
Fyrir leik
Haukar unnu Víði í 32-liða úrslitum „Þetta var helvíti gaman. Það er gaman að koma í Garðinn," sagði Birkir Brynjarsson sem var hetja Hauka sem unnu 3-1 útisigur gegn Víði í Garði í 32-liða úrslitum Fótbolti.net bikarsins fyrir um mánuði síðan.

Birkir skoraði tvö mörk í blálokin og tryggði Haukum sigurinn.

„Það var bara eitt markmið hjá okkur, það var bara vinna hérna á útivelli. Taka meistarana strax og klára þetta. Við förum þá léttari leið í úrslitin. Það væri helvíti gaman að spila á Laugardalsvellinum. Það er markmiðið allavega."


   19.06.2024 22:35
Hetja Hauka: Væri helvíti gaman að spila á Laugardalsvellinum
Fyrir leik
Velkomin með okkur á Ásvelli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hér mætast Haukar og Völsungur í spennandi viðureign, þessi lið eru 5. og 6. sæti í 2. deildinni og má búast við hörkuleik.

Dómari: Guðni Páll Kristjánsson.
Aðstoðardómari 1: Bergur Daði Ágústsson.
Aðstoðardómari 2: Kári Mímisson.
Eftirlitsmaður Fótbolta.net: Valur Gunnarsson.
Fyrir leik
16-liða úrslit í þeirri yngstu og sprækustu 16-liða úrslit Fótbolti.net bikarsins, bikarkeppni neðri deilda, fara fram í dag en dregið verður í 8-liða úrslitin á föstudag.

Víðismenn urðu fyrstu sigurvegarar þessarar nýju keppni á síðasta ári en þeir féllu út gegn Haukum í 32-liða úrslitum og því ljóst að nýtt nafn fer á bikarinn í ár.

Guðmundur Aðalsteinn, sá lærði, hitaði upp fyrir umferðina í sérstökum hlaðvarpsþætti sem fór í loftið á mánudaginn.

   15.07.2024 17:07
Leiðin á Laugardalsvöll - Baddi um Árbæ og markamaskína í spjalli


Fótbolti.net bikarinn
15:00 KFA-Ýmir (Fjarðabyggðarhöllin)
18:00 Tindastóll-KH (Sauðárkróksvöllur)
18:00 Kári-Magni (Akraneshöllin)
18:00 Haukar-Völsungur (BIRTU völlurinn)
18:00 KF-Augnablik (Ólafsfjarðarvöllur)
19:15 Árbær-Víkingur Ó. (Domusnovavöllurinn)
19:15 Vængir Júpiters-KFK (Fjölnisvöllur - Gervigras)
19:15 Selfoss-KFG (JÁVERK-völlurinn)
Byrjunarlið:
88. Einar Ísfjörð Sigurpálsson (m)
3. Davíð Leó Lund
5. Arnar Pálmi Kristjánsson (f)
8. Benedikt Kristján Guðbjartsson ('62)
12. Gestur Aron Sörensson
14. Xabier Cardenas Anorga
19. Tryggvi Grani Jóhannsson ('62)
21. Arnar Páll Matthíasson ('62)
27. Bjarki Baldvinsson
39. Gunnar Kjartan Torfason
93. Óskar Ásgeirsson

Varamenn:
1. Ólafur Örn Ásgeirsson (m)
11. Rafnar Máni Gunnarsson ('62)
15. Tómas Bjarni Baldursson
16. Jakob Héðinn Róbertsson ('62)
22. Jakob Gunnar Sigurðsson ('62)
30. Aron Bjarki Kristjánsson

Liðsstjórn:
Aðalsteinn Jóhann Friðriksson (Þ)
Santiago Feuillassier Abalo
Bjarki Sveinsson
Bergdís Björk Jóhannsdóttir
Kristbjörg Vala Kristjánsdóttir
Róbert Ragnar Skarphéðinsson

Gul spjöld:
Santiago Feuillassier Abalo ('84)

Rauð spjöld: