Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
Brynjar Kristmunds: Bað um smá ástríðu
Rikki G var í liðstjórn KFA - „Yrði fyrir neðan allar hellur“
Sveinn Margeir: Geggjað að enda á þessum nótum
Hallgrímur Jónasson: Erum á rosalega góðum stað
Arnar Gunnlaugs: Veldi geta dottið niður
Natasha: Valur var alltaf fyrsti kosturinn
Siggi Höskulds: Þróttur hefði átt að vinna þetta stærra
Glenn eftir grátlegt tap: Erfitt að kyngja þessu
Pétur léttur eftir sigur: Ég mun allavegana tala við Glódísi
Venni í skýjunum eftir sigur á Akureyri - „Var ekkert að fá hjartaáfall í lokin"
Guðni Eiríks svekktur: Dómarinn hafði ekki þor til að flauta
Óli Kristjáns: Torsótt en sanngjarnt
Eiður Aron um gengi Vestra: Höfum verið eins og hjartalínurit
Nik Chamberlain: Fyrir utan eitthvað korter í seinni hálfleiknum þá stóðum við okkur vel
Arnar Freyr sleit líklegast hásin - „Ég plataði Beiti til að skipta í vor”
„Ég er sáttur við frammistöðuna en það þarf að skora“
Davíð Smári: Ég er hávær og ástríðufullur fyrir mínu starfi
Þór/KA þarf að fara í alvöru naflaskoðun - „Ekki mjög bjartsýnn á eitt né neitt akkúrat núna"
John Andrews um Bergþóru: Í skýjunum með að hún hafi valið okkur
Höskuldur: Bara að sparka eins fast og maður gat og það endaði vel
   mið 19. júní 2024 22:35
Elvar Geir Magnússon
Hetja Hauka: Væri helvíti gaman að spila á Laugardalsvellinum
Birkir Brynjarsson.
Birkir Brynjarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Þetta var helvíti gaman. Það er gaman að koma í Garðinn," segir Birkir Brynjarsson sem var hetja Hauka sem unnu 3-1 útisigur gegn Víði í Garði í 32-liða úrslitum Fótbolti.net bikarsins.

Birkir skoraði tvö mörk í blálokin og tryggði Haukum sigurinn. Þessi ungi leikmaður er fæddur 2006 og hefur ekki mikið fengið að spila fyrir Hauka í deildinni.

Lestu um leikinn: Víðir 1 -  3 Haukar

„Það var bara eitt markmið hjá okkur, það var bara vinna hérna á útivelli. Taka meistarana strax og klára þetta. Við förum þá léttari leið í úrslitin. Það væri helvíti gaman að spila á Laugardalsvellinum. Það er markmiðið allavega."

„Við vorum ekki endilega með okkar sterkasta lið í kvöld, ég hef ekki fengið að spila mikið. Við sýndum að það eru margir góðir í þessu liði og við getum unnið alla."

Birkir sendi Ian Jeffs ákveðin skilaboð með mörkunum í kvöld.

„Vonandi fær maður meiri spiltíma eftir þetta, en hann náttúrulega ræður þessu."

Birkir vonar að sigurinn komi Haukum á betra skrið í 2. deildinni þar sem liðið er í níunda sæti og langt síðan síðasti sigur kom. Í viðtalinu er hann spurður út í óskamótherja fyrir dráttinn á föstudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner