Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
Brynjar Björn: Ég hætti hérna eftir tímabilið
Óskar Hrafn: Fótbolti er núvitund
Þorsteinn Aron: Þriðja sigurmarkið á þessu tímabili
Rúnar ósáttur við ákvörðun HK: Við reynum að vera heiðarlegir
Ómar: Ekki okkar að kasta honum til þeirra á svona augnabliki
Mathias Præst: Ein mynd skiptir ekki öllu máli
Jökull: Nánast bara eitt lið á vellinum
Dóri Árna: Hvað er í gangi hérna?
Höskuldur um komandi úrslitaleik: Ánægður að við þurfum að sækja sigur
Elfar Árni: Tækifærin verið of fá fyrir minn smekk
Davíð Smári: Létum þá líta út eins og Barcelona árið 2009
Skilur ekki á hvað var dæmt - „Þetta átti að vera mark“
Tufa: Alvöru sigurvegarar standa upp þegar þeir eru kýldir í magann
Segir að Viðar hafi verið í banni - Einungis fengið eitt spjald
Djuric: Ótrúlegasta sem ég hef spilað í
Heimir: Ekkert sérstakt að eiga met sem verður aldrei slegið í því að vera lélegur
Arnar orðlaus: Eiginlega ekki hægt að segja neitt
Sindri Kristinn: Hann setur hann yfirleitt í vinkilinn þannig ég ætlaði að láta mig flakka þar
Jón Þór brjálaður: Er verið að gera grín að okkur?
Gylfi Þór: Það gæti orðið minn síðasti leikur
   mið 19. júní 2024 22:35
Elvar Geir Magnússon
Hetja Hauka: Væri helvíti gaman að spila á Laugardalsvellinum
Birkir Brynjarsson.
Birkir Brynjarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Þetta var helvíti gaman. Það er gaman að koma í Garðinn," segir Birkir Brynjarsson sem var hetja Hauka sem unnu 3-1 útisigur gegn Víði í Garði í 32-liða úrslitum Fótbolti.net bikarsins.

Birkir skoraði tvö mörk í blálokin og tryggði Haukum sigurinn. Þessi ungi leikmaður er fæddur 2006 og hefur ekki mikið fengið að spila fyrir Hauka í deildinni.

Lestu um leikinn: Víðir 1 -  3 Haukar

„Það var bara eitt markmið hjá okkur, það var bara vinna hérna á útivelli. Taka meistarana strax og klára þetta. Við förum þá léttari leið í úrslitin. Það væri helvíti gaman að spila á Laugardalsvellinum. Það er markmiðið allavega."

„Við vorum ekki endilega með okkar sterkasta lið í kvöld, ég hef ekki fengið að spila mikið. Við sýndum að það eru margir góðir í þessu liði og við getum unnið alla."

Birkir sendi Ian Jeffs ákveðin skilaboð með mörkunum í kvöld.

„Vonandi fær maður meiri spiltíma eftir þetta, en hann náttúrulega ræður þessu."

Birkir vonar að sigurinn komi Haukum á betra skrið í 2. deildinni þar sem liðið er í níunda sæti og langt síðan síðasti sigur kom. Í viðtalinu er hann spurður út í óskamótherja fyrir dráttinn á föstudaginn.
Athugasemdir
banner