Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
banner
   mið 19. júní 2024 22:35
Elvar Geir Magnússon
Hetja Hauka: Væri helvíti gaman að spila á Laugardalsvellinum
Birkir Brynjarsson.
Birkir Brynjarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Þetta var helvíti gaman. Það er gaman að koma í Garðinn," segir Birkir Brynjarsson sem var hetja Hauka sem unnu 3-1 útisigur gegn Víði í Garði í 32-liða úrslitum Fótbolti.net bikarsins.

Birkir skoraði tvö mörk í blálokin og tryggði Haukum sigurinn. Þessi ungi leikmaður er fæddur 2006 og hefur ekki mikið fengið að spila fyrir Hauka í deildinni.

Lestu um leikinn: Víðir 1 -  3 Haukar

„Það var bara eitt markmið hjá okkur, það var bara vinna hérna á útivelli. Taka meistarana strax og klára þetta. Við förum þá léttari leið í úrslitin. Það væri helvíti gaman að spila á Laugardalsvellinum. Það er markmiðið allavega."

„Við vorum ekki endilega með okkar sterkasta lið í kvöld, ég hef ekki fengið að spila mikið. Við sýndum að það eru margir góðir í þessu liði og við getum unnið alla."

Birkir sendi Ian Jeffs ákveðin skilaboð með mörkunum í kvöld.

„Vonandi fær maður meiri spiltíma eftir þetta, en hann náttúrulega ræður þessu."

Birkir vonar að sigurinn komi Haukum á betra skrið í 2. deildinni þar sem liðið er í níunda sæti og langt síðan síðasti sigur kom. Í viðtalinu er hann spurður út í óskamótherja fyrir dráttinn á föstudaginn.
Athugasemdir
banner
banner