Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
Fylkir
4
1
Tindastóll
0-1 Jordyn Rhodes '10
Abigail Patricia Boyan '38 1-1
Helga Guðrún Kristinsdóttir '50 2-1
Guðrún Karítas Sigurðardóttir '70 3-1
Kolfinna Baldursdóttir '88 4-1
21.07.2024  -  16:00
Würth völlurinn
Besta-deild kvenna
Dómari: Óli Njáll Ingólfsson
Maður leiksins: Helga Guðrún Kristinsdóttir
Byrjunarlið:
1. Tinna Brá Magnúsdóttir (m)
2. Signý Lára Bjarnadóttir
4. Íris Una Þórðardóttir ('45)
5. Abigail Patricia Boyan
9. Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('91) ('91)
13. Kolfinna Baldursdóttir
16. Eva Rut Ásþórsdóttir (f)
18. Erna Sólveig Sverrisdóttir
23. Helga Guðrún Kristinsdóttir ('74)
25. Kayla Bruster
27. Þórhildur Þórhallsdóttir ('83)

Varamenn:
12. Rebekka Rut Harðardóttir (m)
8. Marija Radojicic ('74)
10. Klara Mist Karlsdóttir ('83)
11. Viktoría Diljá Halldórsdóttir ('45)
19. Þóra Kristín Hreggviðsdóttir
21. Elísa Björk Hjaltadóttir ('91)
24. Katrín Sara Harðardóttir ('91)

Liðsstjórn:
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Tinna Björk Birgisdóttir
Michael John Kingdon
Bjarni Þórður Halldórsson
Sonný Lára Þráinsdóttir
Arnór Gauti Brynjólfsson
Kristófer Númi Hlynsson

Gul spjöld:
Kolfinna Baldursdóttir ('58)
Tinna Brá Magnúsdóttir ('84)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Annar sigur Fylkis í sumar staðreynd! Fylkir sigrar hér á heimavelli!!
Skýrsla og Viðtöl væntanleg.
91. mín
Það eru þrjár mínútur í uppbótartíma.
91. mín
Inn:Katrín Sara Harðardóttir (Fylkir) Út:Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Fylkir)
91. mín
Inn:Elísa Björk Hjaltadóttir (Fylkir) Út:Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Fylkir)
88. mín MARK!
Kolfinna Baldursdóttir (Fylkir)
Fylkir að klára þetta!! MAAAARK!!

Fylkir komið þremur mörkum yfir. Góð sókn hjá Fylkiskonum sem eru svoleiðis að ganga frá þessum leik. Kemur sending yfir á Kolfinnu sem er ein á móti Monicu og klárar færið glæislega.
87. mín
Inn:Kristrún María Magnúsdóttir (Tindastóll ) Út:Lara Margrét Jónsdóttir (Tindastóll )
84. mín Gult spjald: Tinna Brá Magnúsdóttir (Fylkir)
Gult spjald fyrir leiktöf.
83. mín
Inn:Klara Mist Karlsdóttir (Fylkir) Út:Þórhildur Þórhallsdóttir (Fylkir)
81. mín
Tindastóll að sækja! Tindastóll í leit að marki. Kemur hættulegur bolti inn á teig FYlkis en engin nær til hanns.
79. mín
Krista Sól með fast skot fyrir utan teig en varið af Monicu.
76. mín
Leikurinn stöðvaður um þessar mundir. Eitthvað að hrjá Þórhildi og þarfnast aðhlynningar. Vonandi ekkert alvarlegt.

Leikurinn hafinn á ný og virðist sem Þórhildur geti haldið leik áfram.
75. mín
Laufey komin í vænlega stöðu inn á teig Fylkis en er rangstæð.
74. mín
Inn:Marija Radojicic (Fylkir) Út:Helga Guðrún Kristinsdóttir (Fylkir)
73. mín
Inn:Krista Sól Nielsen (Tindastóll ) Út:Hugrún Pálsdóttir (Tindastóll )
70. mín MARK!
Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Fylkir)
Stoðsending: Helga Guðrún Kristinsdóttir
MAAAARK! Fylkir tvöfaldar forystuna! Fylkir tvöfaldar forystuna!

Helga kemur með sendingu inn á teiginn. Guðrún ræðst á boltann og nær til hanns. Með tvo varnarmenn í sér en gerir vel og kemur boltanum í markið! Fyklir komið tveimur mörkum yfir.
67. mín
Vel gert hjá Helgu! Prjónar sig inn á teiginn og á fast skot á markið. Vel varið hjá Monicu í marki Tindastóls.
66. mín Gult spjald: Lara Margrét Jónsdóttir (Tindastóll )
60. mín
Dauðafæri! Þórhildur vinnu boltann hátt uppi á vellinum. Ein á móti markmanni en ákveður að fara framhjá henni en þá er skotfærið ansi þröngt og boltinn í hliðarnetið.
58. mín Gult spjald: Kolfinna Baldursdóttir (Fylkir)
57. mín
Abigail með skot fyrir utan teig. Fast skot en boltinn yfir.
54. mín
Fylkir heldur áfram! Fylkiskonur komið orkumiklar út í þennan seinni hálfleik. Nú er það Þórhildur sem er komin í gegn. Boltin skoppandi og tekur hann á lofti. Hittir hann fínt en beint á Monicu.
50. mín MARK!
Helga Guðrún Kristinsdóttir (Fylkir)
MAAAARK! Fylkir er komið yfir!!

Markið kemur eftir horn. Boltinn inn á teiginn og á fjær lúrir Helga. Hún setur boltann á markið, yfir allan pakkan og inn. Vel gert!

48. mín
Darraðardans inn á teig Stólana eftir horn. Fylkiskonur ná skoti en boltinn í varnarmann.

Annað horn. Í þetta sinn er það Monica sem ver vel í marki Tindastóls.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn! Gestirnir rúlla seinni af stað.
45. mín
Inn:Viktoría Diljá Halldórsdóttir (Fylkir) Út:Íris Una Þórðardóttir (Fylkir)
Fylkir gerir eina skiptingu í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Allt jafnt í hálfleik! Þá er komin hálfeikur í Árbænum. Fjörugur leikur hingað til. Stólarnir sterkaði aðilinn framan af en Fylkir náði að vinna sig inn í leikinn. Færi á báða bóga, tvö mörk og spenna.

Tökum korterspásu og komum svo með seinni hálfleikinn!
45. mín
Tindastóll fær horn.

Ekkert verður úr því
45. mín
Beint á Monicu. Abigail í með helling af plássi ein á móti markmanni. SKýtur á markið en skotið er beint á Monicu sem grípur.
44. mín
Enn sækir Tindastóll. Jordyn Rhodes í þröngu skotfæri. Skotið varið af Tinnu og Stólarnir uppskera horn.

Gott horn. Jordyn nær skalla á mark en Tinna grípur.
41. mín
Vel varið! Stórhætta! Hröð sókn hjá stólunum og kemur boltinn inn á teigin. Hugrún hendir sér á hann og kemur boltanum á markið. Vel varið hjá Tinnu.
38. mín MARK!
Abigail Patricia Boyan (Fylkir)
Geðveikt mark! Fylkir jafnar metin! MAAARK!

Heimakonur búnar að jafna metin! Helga gefur boltann á Abigail. Fær boltann fyrir framana miðju, rekur hann upp að teignum, kemur sér í skotfæri og klárar glæsilega. Litla markið!
37. mín
Langskot! Þórhildur lætur vaða fyrir utan teig. Skotið gott en varið af Monicu.
33. mín
Hætta! íris Una með frábæra stungusendingu inn fyrir vörn Stólana. Guðrún sloppin í gegn en fyrsta snertingin er ekki góð og missir hún boltann frá sér.
31. mín
Færi! Boltinn berst inn á teig gestanna. Þórhildur lúrir á fjær og nær næstum að pota honum á markið en góð tækling frá Bryndísi stöðvar hana.
28. mín
Góð sókn hjá Fylki. Eva Rut með flotta sendingu yfir á Helgu sem keyrir upp vinstri kantinn. Gefur hann fyrir en enginn nær til hanns.
23. mín
Fylkir fær horn.

Hættuleg spyrna á nær. Erna nær til boltans en nær ekki að stýra honum á markið.
23. mín
Abigail við það að komast í vænlega stöðu en, enn og aftur fer flaggið á loft.
20. mín
Fylkir að ógna! Þórhildur með hættulegan boltan inn á teig Stólana. Monica rýkur úr marki sínu og slær boltann í burtu.
14. mín
Fylkir fær horn.

Boltinn gefin meðfram jörðu út í teigin. Sóley á skot sem hafnar í varnarmanni.
13. mín
Rangstæða Kolfinna fær sendingu í gegn. Er komin ein á móti Monicu en er rangstæð.
10. mín MARK!
Jordyn Rhodes (Tindastóll )
Stoðsending: Elísa Bríet Björnsdóttir
Tindastóll tekur forystuna!!! MAAAARK

Elísa Bríet með boltann úti á hægri katninum. Gefur hann inn á teiginn og þar Jordyn Rhodes með heilan helling af plássi og tíma. Hún tekur han niður og klárar framhjá Tinnu í markinu.
7. mín
Tindastóll að byrja vel! Há pressa frá gestunum. Fylkiskonur eru í stökustu vandræðum að komast upp völlinn.
4. mín
Fyrsta horn leiksins er Tindastóls.

Elísa tekur. Boltinn hár og svífur aftur fyrir endamörk.
1. mín
Birgitta Rún á fyrsta skot leksins. Kemst inn á teig Fylkis, skýtur en boltinn yfir.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið í gang! Fylkir byrjar með boltann.
Fyrir leik
Þetta fer að byrja! Leikmenn ganga nú inn á völlinn. Styttist í upphafsflautið!
Fyrir leik
Katla Tryggva spáir í spilin! Katla Tryggvadóttir, landsliðskona, er spákona umferðarinnar! Hún spáir markalausu jafntefli hér í dag

Fylkir 0 - 0 Tindastóll
Mikilvæg stig í boði fyrir bæði lið en ég held að þetta endi með steindauðu 0-0 jafntefli. Það verður ekki mikið um marktækifæri en nokkuð gul spjöld.

   19.07.2024 13:40
Katla Tryggva spáir í 13. umferð Bestu deildar kvenna


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Tindastóll hafði betur fyrr í sumar Liðin mættust á Akureyri fyrr í sumar og var það Tindastóll sem hafði betur. Tindastóll sigraði sannfærandi 3-0. Mörk Tindastóls skoruðu þær Elísa Bríet Björnsdóttir, María Dögg Jóhannesdóttir og Laufey Harpa Halldórsdóttir

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Dómarateymið Óli Njáll Ingólfsson er dómari hér í dag og eru það þeir Daníel Ingi Þórisson og Arnþór Helgi Gíslason sem verða honum til aðstoðar. Varadómari er Hreinn Magnússon og Eftirlitsmaður KSÍ er Ingvar Örn Gíslason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Óli Njáll dæmir leikinn í dag.
Fyrir leik
Tindastóll Stólarnir eru fyrir leikinn í 8. sæti deildarinnar. Tindastóli hefur ekki tekist að sigra í síðustu þremur leikjum sínum en gerðu jafntefli við Stjörnuna í síðustu umferð þar sem engin mörk litu dagsins ljós og enduðu leikar 0-0.
Mynd: Siggi Photography


Tindastóll missti lykilleikmann úr herbúðum sínum í glugganum en Gwendolyn Mummert er farin frá Stólunum. Hennar í stað hefur Tindastóll samið við Mariu del Mar sem kemur frá spáni.


Fyrir leik
Fylkir Fylkir hefur verið í miklu brasi í sumar og eru fyrir leikinn í neðsta sæti deildarinnar með sex stig eftir tólf leiki. Fylkir er einungis með einn sigur á tímabilinu en sá sigur kom gegn Keflavík í 3. umferð. Fylkir hefur tapað fjórum af síðustu fimm en nældu sér þó í gott stig gegn Víkingum í þarsíðustum umferð. Fylkir mætti Keflavík í síðasta leik. Þar enduðu leikar 1-0 fyrir Keflvíkingum. Fylkir getur, með sigri hér í dag, jafnað Keflavík að stigum og með tveggja marka sigri hoppað upp fyrir þær í deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fylkir hefur fengið til sín einn leikmann það sem af er glugga en Árbæingarnir fengu Írisi Unu á láni frá Þrótti. Íris er 23 ára varnarmaður. Hún hefur spilað 184 KSÍ leiki með Keflavík, Selfoss og Þrótti. Hún kannast vel við sig í Árbænum enda var hún leikmaður Fylkis tímabilin 2020 og 2021.

   16.07.2024 16:36
Íris Una lánuð í Fylki (Staðfest)




Fyrir leik
Heil og sæl! Góðan dag og verið hjartanlega velkomin í þráðbeina textalýsingu á viðureign Fylkis og Tindastóls í Bestu deild kvenna! Leikurinn fer fram á Wurth-vellinum og hefst kl. 18:00!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Monica Elisabeth Wilhelm (m)
3. Bryndís Rut Haraldsdóttir (f)
6. Laufey Harpa Halldórsdóttir
7. Gabrielle Kristine Johnson
9. María Dögg Jóhannesdóttir
10. Elísa Bríet Björnsdóttir
13. Birgitta Rún Finnbogadóttir
14. Lara Margrét Jónsdóttir ('87)
17. Hugrún Pálsdóttir ('73)
28. Annika Haanpaa
30. Jordyn Rhodes

Varamenn:
12. Sigríður H. Stefánsdóttir (m)
2. Saga Ísey Þorsteinsdóttir
11. Aldís María Jóhannsdóttir
20. Kristrún María Magnúsdóttir ('87)
21. Krista Sól Nielsen ('73)
23. María Del Mar Mazuecos Ruiz

Liðsstjórn:
Konráð Freyr Sigurðsson (Þ)
Halldór Jón Sigurðsson (Þ)
Birna María Sigurðardóttir
Murielle Tiernan
Jón Hörður Elíasson
Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir

Gul spjöld:
Lara Margrét Jónsdóttir ('66)

Rauð spjöld: