
Fylkir tilkynnti í dag að félagið væri búið að krækja í leikmann á láni út tímabilið. Það er Íris Una Þórðardóttir sem kemur frá Þrótti út þetta tímabil. Hún hafði einungis komið við sögu í einum deildarleik með Þrótti fyrri hluta sumars.
Íris Una er 23 ára varnarmaður og er uppalin á Suðurnesjunum. Hún hefur spilað 184 KSÍ leiki með Keflavik, Selfoss og Þrótti. Hún kannast vel við sig í Árbænum því hún var leikmaður Fylkis tímabilin 2020 og 2021.
Íris Una er 23 ára varnarmaður og er uppalin á Suðurnesjunum. Hún hefur spilað 184 KSÍ leiki með Keflavik, Selfoss og Þrótti. Hún kannast vel við sig í Árbænum því hún var leikmaður Fylkis tímabilin 2020 og 2021.
Íris, sem er fyrrum unglingalandsliðskona, er samningsbundin Þrótti út næsta ár.
Fylkir er í botnsæti Bestu deildarinnar eftir tólf umferðir, fjórum stigum á eftir Þrótti sem er í síðasta örugga sætinu. Fyrsti leikur Írisar gæti orðið á sunnudag þegar Fylkir tekur á móti Tindastóli.
„Bjóðum við Írisi hjartanlega velkomna aftur í Árbæinn," segir í tilkynningu Fylkis.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir