Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
Í BEINNI
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Víkingur R.
LL 1
1
Þróttur R.
Víkingur R.
5
1
HK
Nikolaj Hansen '14 1-0
1-1 George Nunn '19
Nikolaj Hansen '39 2-1
Ari Sigurpálsson '44 3-1
Helgi Guðjónsson '77 4-1
Gunnar Vatnhamar '87 5-1
28.07.2024  -  19:15
Víkingsvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Rok og rigning
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Ari Sigurpálsson
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson ('66)
4. Oliver Ekroth
6. Gunnar Vatnhamar
10. Pablo Punyed ('66)
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
17. Ari Sigurpálsson
19. Danijel Dejan Djuric ('74)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson ('66)
23. Nikolaj Hansen (f)
25. Valdimar Þór Ingimundarson ('77)

Varamenn:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
8. Viktor Örlygur Andrason ('66)
9. Helgi Guðjónsson ('74)
12. Halldór Smári Sigurðsson ('66)
18. Óskar Örn Hauksson
24. Davíð Örn Atlason ('66)
30. Daði Berg Jónsson ('77)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Sölvi Ottesen
Kári Árnason
Rúnar Pálmarsson
Markús Árni Vernharðsson
Aron Baldvin Þórðarson

Gul spjöld:
Pablo Punyed ('23)
Sveinn Gísli Þorkelsson ('25)
Ari Sigurpálsson ('34)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Nokkuð öruggur og sanngjarn sigur Víkinga staðreynd.

Fyrsti tapleikur Ómars Inga gegn ríkjandi Íslandsmeisturum.

Skýrsla og viðtöl á leiðinni.

Þangað til næst, takk fyrir mig.
92. mín
10 vs 11 Víkingar klára leikinn einum manni færri þar sem Niko Hansen meiddist og Víkingar eru búnir með allan sínar skiptingar.
91. mín
Spyrnan er tekin stutt sem rennur svo út í sandinn.
91. mín
Þetta lítur ekki vel út hjá fyrirliðanum sem þarf aðstoð við að ganga af velli.
90. mín
+3 mínútur í uppbótartíma
90. mín
Niko Hansen liggur niðri og þarf aðhlynningu.
89. mín
Enn eit hornið sem Víkingar fá!
89. mín
Viktor Örlygur tekur spyrnuna inn á teiginn sem Hákon Ingi skallar út í horn.
88. mín
Víkingar fá horn!
87. mín MARK!
Gunnar Vatnhamar (Víkingur R.)
Stoðsending: Davíð Örn Atlason
Bara verðskuldað! Víkingar skora eftir að hafa verið miklu betri í þessum seinni hálfleik!

Davíð Örn fær boltann hinum meginn við vítateiginn eftir horn frá Viktori Örlygi og kemur með góðan bolta inn á teiginn. Þar er Gunnar Vatnhamar mættur og rekur endahnútinn á þetta.

Hans annað mark í sumar.
86. mín
Víkingar að fá hornspyrnu! Helgi með skot í varnarmann og rétt framhjá.
82. mín
Dauðafæri! Birkir Valur kemur með frábæran bolta inn á teiginn þar sem Karl Ágúst er aleinn einn á auðum sjó en skallar boltann framhjá.

Þarna átti Karl að gera betur!
77. mín
Inn:Daði Berg Jónsson (Víkingur R.) Út:Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur R.)
Frumraun Daða í sumar
77. mín MARK!
Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Ari Sigurpálsson
Þetta virkar alltaf! Helgi skorar þegar hann kemur inn á!

Ari gerir vel og kemur með þessa frægu sendingu út í teiginn á Helga Guðjóns sem klárar mjög vel. Þetta er ótrúlegt. Hann bara skorar alltaf þegar hann kemur inn á.

Arnar Gunnlaugs og Sölvi Geir fara bara að hlægja.
76. mín
Tölfræðin úr seinni hálfleiknum til þessa Possesion: Víkingur 70% - 30% HK
Skot: Víkingur 17 - 1 HK
Skot á markið: Víkingur 4 - 0 HK
76. mín Gult spjald: Hákon Ingi Jónsson (HK)
Stoppar vænlega sókn Víkinga.
74. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) Út:Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.)
74. mín
Það myndast mikill darraðardans inni á teignum og Helgi Mikael dæmir aukaspyrnu á HK.
74. mín
HK að fá horn
72. mín Gult spjald: Arnþór Ari Atlason (HK)
Fer í frekar groddaralega tæklingu á Oliver Ekroth og fær sitt 6. gula spjald í sumar.
71. mín
Inn:Hákon Ingi Jónsson (HK) Út:Birnir Breki Burknason (HK)
71. mín
Inn:Tumi Þorvarsson (HK) Út:Atli Þór Jónasson (HK)
66. mín
Inn:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.) Út:Sveinn Gísli Þorkelsson (Víkingur R.)
66. mín
Inn:Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.) Út:Pablo Punyed (Víkingur R.)
66. mín
Inn:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.) Út:Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.)
65. mín
Pablo Punyed kemur með fyrirgjöf inn á teig sem Niko Hansen skallar á markið en Stefán ver stórkostlega. Boltinn dettur þá fyrir Svein Gísla sem klúðrar fyrir nánast opnu marki.
64. mín
Víkingar að fá hornspyrnu! Gísli með frábæra takta inni á teig HK og nær góðu skoti á markið sem Stefán ver mjög vel.
63. mín
Inn:Karl Ágúst Karlsson (HK) Út:Kristján Snær Frostason (HK)
62. mín
Sóknarbrot dæmt á Svein Gísla.
62. mín
Víkingar að fá horn!
58. mín
Víkingar með 80% possesion í seinni hálfleiknum HK-ingar byrja ekki nægilega vel.
56. mín Gult spjald: Brynjar Snær Pálsson (HK)
55. mín
Ari og Danijel Djuric spila skemmtilega á milli sín sem endar með skoti Djuric rétt framhjá marki HK.
52. mín
Einhvern útfærsla af æfingarsvæðinu sem rennur í sandinn.

Víkingar halda sóknarpressunni áfram.
51. mín
Víkingar að fá horn!
51. mín
"Það styttist í sumarið" - Gummi Ben
50. mín
HK-ingar verjast horninu vel.
50. mín
Víkingar að fá annað horn! Danijel með hörkuskot fyrir utan teig HK sem Stefán ver í horn.
49. mín
Karl Friðleifur tekur hornið inn á teig og það myndast mikill darraðardans inni á teignum áður en HK-ingar ná að bægja hættunni frá.
48. mín
Víkingar að fá horn!
46. mín
Seinni hafinn! Víkingar byrja þetta fyrir okkur á ný.
45. mín
Hálfleikur
Ekkert kom úr spyrnunni og Víkingar leiða í hálfleik eftir góðan loka kafla.

Tökum okkur korterspásu og mætum svo aftur af vörmu spori.
45. mín
Víkingar að fá hornspyrnu! Valdimar með skot sem Stefán ver aftur fyrir.
45. mín
+3 í uppbót
44. mín MARK!
Ari Sigurpálsson (Víkingur R.)
ÞETTA ER FLJÓTT AÐ BREYTAST! Gísli kemur með fyrirgjöf inn á teiginn sem fer af HK-manni og til Ara. Ari snýr með boltann inni á teignum og nær skoti sem fer í netið.

Ari var nýbúinn að eiga hörkuskot á markið sem Stefán varði mjög vel. HK-ingar brotna niður en það er ekki langt síðan maður hefði sagt að þeir ganga sáttir til búningsklefa.
43. mín
Stefán ver vel Danijel Djuric gerir frábærlega vel fyrir utan teig HK, klobbar varnarmann HK og kemur með hörkuskot fyrir utan teig sem Stefán ver vel!
42. mín
Gunnar í dauðafæri! Valdimar kemur með góða fyrirgjöf inn á teiginn eftir gott spil við Gísla. Þar er Gunnar Vatnhamar mættur og nær að koma sér í boltann en hann fer rétt framhjá.
40. mín
Inn:Brynjar Snær Pálsson (HK) Út:Ívar Örn Jónsson (HK)
39. mín MARK!
Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Stoðsending: Danijel Dejan Djuric
ÞEIR TAKA FORYSTUNA Á NÝ! Víkingar með risamark!

Danijel Djuric gerir ekkert smá vel inni á teig HK og kemur með hann fyrir markið. Þar er Niko Hansen mættur og tekur rennir sér á eftir boltanum. Stefán ver skotið en Niko fær hann sýndist mér aftur í sig og inn.

Smá heppnisstimpill í þessu marki.
39. mín
Gul viðvörun Nóg af gulum spjöldum og rok og rigning úti.
37. mín
Ekki góðar fréttir fyrir HK Ívar Örn er sestur niður og þarf aðhlynningu.

Brynjar Snær er að gera sig kláran sýnist mér.
34. mín Gult spjald: Ari Sigurpálsson (Víkingur R.)
Spjald númer 5 í dag Ari kemst einn í gegn og skorar en flaggið fór á loft.

Helgi var búinn að flauta þegar Ari tekur skotið og Ari fær spjald fyrir það.
29. mín
Pablo með skot við vítateigslínuna eftir kröftuga sókn Víkinga en Stefán gerir vel í að verja.
27. mín Gult spjald: Kristján Snær Frostason (HK)
Helgi Mikael spjaldaóður
25. mín Gult spjald: Sveinn Gísli Þorkelsson (Víkingur R.)
Brýtur út við hliðarlínu.

Ekki viss með þetta spjald.
23. mín Gult spjald: Pablo Punyed (Víkingur R.)
Ýtir George Nunn niður þegar Nunn er að brjóta á honum.
23. mín Gult spjald: George Nunn (HK)
Rífur í Pablo og dæmt brot.
19. mín MARK!
George Nunn (HK)
Stoðsending: Atli Þór Jónasson
BARA SANNGJARNT! Þeir hafa verið hættulegir fram á við í dag HK-ingarnir.

Atli Þór gerir frábærlega inni á teig Víkinga og leikur á Ingvar Jónsson. Hann rennir boltanum fyrir markið og þegar það virðist sem svo að boltinn sé að fara að renna í gegnum allan pakkann mætir George Nunn á svæðið og klárar í autt markið.

Þetta er bara sanngjarnt!
17. mín
Karl Friðleifur tekur spyrnuna á Svein Gísla sem skallar yfir en hann hefur byrjað þennan leik af fítonskrafti.

Það verður spennandi að fylgjast með Sveini í dag en hann gæti vel byrjað fyrir Víkinga ef hann heldur rétt á spilunum.
17. mín
Víkingar að fá hornspyrnu!
14. mín MARK!
Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Stoðsending: Karl Friðleifur Gunnarsson
ÞEIR REFSA! Eftir að hafa verið stálheppnir að fá ekki á sig mark bruna Víkingar upp í sókn og skora. Karl Friðleifur kemur með fyrirgjöf meðfram jörðinni á Niko Hansen sem klárar í netið.

Svona gera meistarar.
14. mín
Víkingar stálheppnir! George Nunn kemur með frábæra fyrirgjöf á Birni Breka sem á skalla á markið. Skyggnið er það lélegt að ég sá ekki hvort Ingvar hafi varið í slána en boltinn fór að mér sýndist í slána og svo bjarga þeir á línu!

HK-ingar að byrja frábærlega!
12. mín
Þetta fer mjög rólega af stað. Víkingar meira með boltann og lítið að gera fyrir báða markmennina.
7. mín
Atli Hrafn tekur spyrnuna inn á teiginn sem Þorsteinn Aron skallar framhjá
6. mín
HK að fá hornspyrnu!
2. mín
Lélegt skyggni Það rignir hressilega á glerið hér í fjölmiðlaherberginu og skyggnið er alls ekki gott.
1. mín
Leikur hafinn
Þá er leikurinn kominn í gang og það eru gestirnir sem hefja hér leik.

Heimamenn leika í svörtum treyjum, svörtum stuttbuxum og svörtum sokkum.

Gestirnir leika í þverröndóttum treyjum, rauðum stuttbuxum og hvítum sokkum.
Fyrir leik
Napoli og HK Gummi Ben var að tilkynna það rétt í þessu að andstæðingar Víkinga í Evrópu, Egnatia, væri að spila æfingaleik við Napoli á þessari stundu á meðan Víkingar hita upp fyrir Evrópu gegn HK.

Egnatia eru 2-0 undir fyrir áhugasama.
Fyrir leik
Óskar Örn er meðal varamanna hjá Víkingi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Nikolaj Hansen var í banni í síðasta deildarleik Víkingar töpuðu seinasta deildarleik sínum gegn KA 1-0. Arnar Gunnlaugsson gerir fjórar breytingar á liðinu sínu frá þeim leik. Þeir Ingvar Jónsson, Sveinn Gísli Þorkelsson, Pablo Punyed og Nikolaj Hansen koma inn í liðið fyrir þá Pálma Rafn Arinbjörnsson, Halldór Smára Sigurðsson, Viktor Örlyg Andrason og Matthías Vilhjálmsson. Matthías er ekki í leikmannahópi Víkings.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Stefán í marki HK en Beitir á bekknum Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, gerir tvær breytinga á sínu liði frá 1-1 jafnteflinu gegn Vestra á dögnum. Þeir Stefán Stefánsson og Kristján Snær Frostason koma inn í liðið fyrir þá Arnar Frey Ólafsson og Atla Arnarson.

Arnar Freyr markvörður HK sleit hásin í síðasta leik. Hinn tvítugi Stefán ver mark HK í hans stað en Beitir Ólafsson er varamarkvörður.

   22.07.2024 13:45
Ómar staðfestir hásinaslitin - „Er að fara kaupa markmannshanska núna"
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Ómar á Íslandsmeistarana Ómar Ingi, þjálfari HK, er með 100% sigurhlutfall gegn ríkjandi Íslandsmeisturum. Hann vann Blikana tvisvar í fyrra og vann fyrri leikinn gegn Íslandsmeisturum Víkinga inni í Kórnum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Spáin! Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði kvennaliðs Breiðabliks sem er á toppi Bestu deildar kvenna, spáir í leikina í 16. umferð. Fyrsti leikurinn í umferðinni er á eftir. Ásta fékk að spá í sjö leiki þar sem leik Breiðabliks og Vals var frestað, en leikur Fram og Vals fer fram á morgun.
Valur 0 - 2 Breiðablik (19:15 í kvöld)
Þetta verður geggjaður fótboltaleikur, fullt af færum og mikill hraði. Anton mun eiga stórleik og my guys klára þetta 0-2. Ísak og Höskuldur með mörkin.
Fyrir leik
Þriðja liðið Helgi Mikael Jónasson dæmir leikinn í kvöld en honum til halds og trausts verða þeir Egill Guðvarður Guðlaugsson og Sveinn Ingi Sigurjónsson Waage. Twana Khalid Ahmed er skiltadómari en eftirlitsmaður KSÍ er hann Þórður Ingi Guðjónsson.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fyrir leik
HK að berjast fyrir lífi sínu HK-ingar er í allt annari stöðu en Víkingar. Þeir eru bara með hugann við deildina sem gæti verið kostur fyrir þá í dag. Þeir hafa engu að tapa og mæta væntanlega dýrvitlausir til leiks. HK-ingar gerðu 1-1 jafntefli við Vestra í seinasta leik þar sem Arnar, markmaður HK, meiddist illa og er líklega frá lengi.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Víkingar að hiksta Víkingar hafa ekki verið að spila upp á sitt besta undanfarið. Þeir töpuðu fyrsta leiknum í Evrópueinvíginu á dögunum og einnig töpuðu þeir gegn löskuðu KA liði. Þetta er mjög gott tækifæri fyrir Víkinga að koma sér í gang en í vikunni er seinni leikurinn í Evrópu þar sem allt er undir.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Sú lang Besta! Veriði hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik Víkings og HK í Bestu deildinni!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
12. Stefán Stefánsson (m)
2. Kristján Snær Frostason ('63)
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Þorsteinn Aron Antonsson
6. Birkir Valur Jónsson
7. George Nunn
8. Arnþór Ari Atlason
10. Atli Hrafn Andrason
19. Birnir Breki Burknason ('71)
21. Ívar Örn Jónsson ('40)
30. Atli Þór Jónasson ('71)

Varamenn:
1. Beitir Ólafsson (m)
3. Ívar Orri Gissurarson
14. Brynjar Snær Pálsson ('40)
20. Ísak Aron Ómarsson
28. Tumi Þorvarsson ('71)
29. Karl Ágúst Karlsson ('63)
33. Hákon Ingi Jónsson ('71)

Liðsstjórn:
Ómar Ingi Guðmundsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Ragnar Sigurðsson

Gul spjöld:
George Nunn ('23)
Kristján Snær Frostason ('27)
Brynjar Snær Pálsson ('56)
Arnþór Ari Atlason ('72)
Hákon Ingi Jónsson ('76)

Rauð spjöld: