Í BEINNI
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Víkingur R.
LL
1
1
Þróttur R.
1
Valur
1
0
Breiðablik
Kate Cousins
'9
1-0
31.07.2024 - 18:00
N1-völlurinn Hlíðarenda
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Rigning og rok
Dómari: Erlendur Eiríksson
Maður leiksins: Katie Cousins (Valur)
N1-völlurinn Hlíðarenda
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Rigning og rok
Dómari: Erlendur Eiríksson
Maður leiksins: Katie Cousins (Valur)
Byrjunarlið:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
2. Hailey Whitaker
6. Natasha Anasi
8. Kate Cousins
10. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
11. Anna Rakel Pétursdóttir
14. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir
('66)
23. Fanndís Friðriksdóttir
('78)
29. Jasmín Erla Ingadóttir
Varamenn:
20. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
7. Elísa Viðarsdóttir
13. Nadía Atladóttir
17. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
24. Ísabella Sara Tryggvadóttir
('78)
40. Málfríður Erna Sigurðardóttir
92. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
('66)
Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Ásta Árnadóttir
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
María Hjaltalín
Gísli Þór Einarsson
Hjörtur Fjeldsted
Hallgrímur Heimisson
Gul spjöld:
Berglind Rós Ágústsdóttir ('66)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Valur vinnur hér sanngjarnan sigur í frekar döprum fótboltaleik. Mjög slök frammistaða hjá Blikum og þær áttu ekkert meira skilið úr þessu.
Frekari umfjöllun væntanleg.
Frekari umfjöllun væntanleg.
89. mín
Anna Nurmi með innkast og Andrea Rut sparkar honum beint út af. Kórónar svolítið leik Blika í dag.
89. mín
Inn:Edith Kristín Kristjánsdóttir (Breiðablik)
Út:Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir (Breiðablik)
84. mín
SHIIII
Boltinn eitthvað skoppandi inn á teig Blika. Engin hætta en Telma í algjöru basli. Lætur hann skoppa yfir sig. Vindurinn tók hann með sér, en hún náði að bjarga sér. Þetta hefði verið eitthvað það allra klaufalegasta.
83. mín
Jasmín Erla með boltann inn á teignum og reynir skot, en það fer í Ástu Eir og fram hjá markinu.
80. mín
Tíu mínútur eftir. Erfitt að sjá að Blikar jafni metin. Valur svolítið með yfirhöndina.
77. mín
Berglind Rós með góðan sprett og frábæran bolta fyrir en bæði Berglind Björg og Ragnheiður Þórunn missa af boltanum.
76. mín
Ragnheiður Þórunn með vonda sendingu til baka en liðsfélagar hennar bjarga henni.
73. mín
Hættulegt!
Hailey með virkilega góðan bolta fyrir en Ragnheiður rétt missir af honum. Var virkilega svekkt með sjálfa sig þarna.
72. mín
Inn:Írena Héðinsdóttir Gonzalez (Breiðablik)
Út:Karitas Tómasdóttir (Breiðablik)
69. mín
DAUÐAFÆRI!!
Berglind Björg fær boltann inn á markteignum og á skotið, en varnarmenn Blika koma sér fyrir. Valskonur mjög nálægt því að tvöfalda forystuna.
68. mín
Blikar aðeins að sækja í sig veðrið. Góður bolti inn á teiginn en ekki alveg nógu áræðnar. Fanney handsamar hann.
67. mín
FÆRI!!
Anna Nurmi með góða fyrirgjöf og Katrín Ásbjörns er alein á teignum, en hún skallar boltann ekki almennilega. Hittir hann ekki nægilega vel úr besta færi Blika í leiknum.
66. mín
Inn:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Valur)
Út:Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir (Valur)
64. mín
Jasmín reynir núna skot utan teigs, en það er auðvelt viðureignar fyrir Telmu í markinu.
62. mín
VEL VARIÐ!
Fanndís með flotta fyrirgjöf inn á teiginn og Guðrún Elísabet nær virkilega góðum skalla. Telma gerir hins vegar mjög vel í markinu og nær að verja frábærlega.
59. mín
Inn:Anna Nurmi (Breiðablik)
Út:Birta Georgsdóttir (Breiðablik)
Fer í vinstri bakvörðinn og Andrea fer upp á kantinn.
55. mín
Vigdís Lilja fær boltann vinstra megin í teignum og lætur vaða, en þetta var auðvelt fyrir Fanneyju.
53. mín
Nik í stuði!
Nik fær boltann í sig út við hliðarlínu og lætur sig detta. Hlær svo af þessu. Þessi dýfa var beint úr Louis van Gaal skólanum.
52. mín
Natasha með skallann fram hjá markinu eftir hornspyrnuna. Lúrði á fjærstöngina en hitti ekki á markið.
51. mín
Hættulegt!
Katie með skot fyrir utan teig sem af varnarmanni og rétt yfir. Munaði ekki miklu þarna því Telma var löngu farin í annað hornið.
48. mín
Blikar vinna boltann hátt á vellinum en Katrín á slaka sendingu sem fer beint á Hailey. Var að reyna að finna Birtu í gegn og það tókst ekki.
45. mín
Hálfleikur
Flautað til hálfleiks. Staðan er bara mjög sanngjörn, Valur mun betra liðið. Ná Blikar að mæta til leiks í þeim seinni?
42. mín
Katie Cousins með geggjaða sendingu í gegn á Fanndísi úti hægra megin, en fyrirgjöf hennar er svo virkilega slök.
41. mín
BJARGAÐ Á LÍNU!
Ragnheiður Þórunn með góðan skalla eftir hornspyrnu en Ásta Eir bjargar á línu! Bjargar því að Blikar lendi ekki 2-0 undir.
39. mín
Jæja, Katrín Ásbjörns með tilraun fyrir utan teig sem fer fram hjá markinu. Það jákvæðasta frá Breiðabliki í þessum fyrri hálfleik.
39. mín
Blikaliðið alveg hrikalega dapurt
Breiðablik hefur spilað þennan fyrri hálfleik alveg skelfilega. Hafa varla náð að tengja sendingu á vallarhelmingi Vals. Mjög slappar. Yfirburðir Vals miklir þó þær hafi ekki vaðið í færum.
36. mín
Guðrún Elísabet í fínu færi í teignum en hittir boltann engan veginn. Langt yfir markið.
32. mín
Hrafnhildur Ása að hóta smá skyndisókn en Natasha og Lillý stoppa það bara auðveldlega.
29. mín
Fanndís með fyrirgjöf sem Telma grípur þægilega. Það er bara sótt á eitt mark hér í dag. Allavega til þessa.
26. mín
Fanndís með hornspyrnu sem Telma kýlir frá. Mér sýnist Berglind Rós liggja eftir en hún stendur svo upp.
25. mín
Það er pressa á Blikum. Þetta hefur verið algjör einstefna, Valur að leita að öðru marki sínu.
21. mín
Fanndís með hættulega fyrirgjöf en Blikar ná að skalla frá. Valskonur eru líklegri til að bæta við öðru marki en gestirnir að jafna.
17. mín
Ásta Eir sparkar í kviðinn á Guðrúnu Elísabetu. Heppin að sleppa við spjaldið. Erlendur gefur henni tiltal.
16. mín
Anna Rakel með fyrirgjöf sem fer af Barbáru. Telma grípur boltann í annarri tilraun. Virkaði frekar óörugg en sleppur með þetta.
14. mín
Ragnheiður Þórunn með boltann vinstra megin í teignum og lætur vaða, en þetta var svo gott sem ómögulegt skotfæri.
9. mín
MARK!
Kate Cousins (Valur)
Stoðsending: Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir
Stoðsending: Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir
MARK!!!!
Valskonur taka forystuna í leiknum!
Katie Cousins fær boltann fyrir utan teig, fær endalausan tíma og lætur vaða. Boltinn alveg út í horn og ekki möguleika fyrir Telmu.
Þetta var alltof einfalt fyrir Val. Ásta Eir með slaka sendingu úr vörninni og Berglind Rós kemst inn í boltann. Blikar eru ekki í stöðu og Valur refsar.
Katie Cousins fær boltann fyrir utan teig, fær endalausan tíma og lætur vaða. Boltinn alveg út í horn og ekki möguleika fyrir Telmu.
Þetta var alltof einfalt fyrir Val. Ásta Eir með slaka sendingu úr vörninni og Berglind Rós kemst inn í boltann. Blikar eru ekki í stöðu og Valur refsar.
8. mín
Elín Helena hittir boltann ekki almennilega og Valskonur fá tækifæri til að sækja hratt, en þær ná ekki að gera sér mat úr því.
5. mín
Öðruvísi Blikalið
Áhugavert að Andrea Rut sé að spila í vinstri bakverði hjá Breiðabliki. Hún er vanalega að spila á kanti eða framarlega á miðju, en þetta er einhver pæling sem Nik er með. Blikar heldur ekki að byrja með tígulmiðju eins og vanalega, frekar hefðbundnara 4-5-1 eða 4-3-3.
Fyrir leik
Upphitun er lokið og það styttist í það að leikurinn fari af stað. Veðrið er ekki frábært en það er talsvert betra en í fyrri leiknum. Maður á ekki von á öðru en bara hörkuleik.
Fyrir leik
Byrjunarlið Breiðabliks
12. Telma Ívarsdóttir (m)
4. Elín Helena Karlsdóttir
8. Heiða Ragney Viðarsdóttir
10. Katrín Ásbjörnsdóttir
11. Andrea Rut Bjarnadóttir
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
14. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir
17. Karitas Tómasdóttir
27. Barbára Sól Gísladóttir
28. Birta Georgsdóttir
4. Elín Helena Karlsdóttir
8. Heiða Ragney Viðarsdóttir
10. Katrín Ásbjörnsdóttir
11. Andrea Rut Bjarnadóttir
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
14. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir
17. Karitas Tómasdóttir
27. Barbára Sól Gísladóttir
28. Birta Georgsdóttir
Fyrir leik
Byrjunarlið Vals
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
2. Hailey Whitaker
6. Natasha Anasi
8. Kate Cousins
10. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
11. Anna Rakel Pétursdóttir
14. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir
29. Jasmín Erla Ingadóttir
2. Hailey Whitaker
6. Natasha Anasi
8. Kate Cousins
10. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
11. Anna Rakel Pétursdóttir
14. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir
29. Jasmín Erla Ingadóttir
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár
Búið er að opinbera byrjunarliðin fyrir þennan gríðarlega áhugaverða leik.
Valur gerir eina breytingu frá síðasta leik sínum, 1-4 sigurleik gegn Tindastóli. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir kemur inn fyrir Ísabellu Söru Tryggvadóttur. Natasha Anasi leikur sinn þriðja leik fyrir Val og það gegn sínum gömlu félögum í Breiðabliki.
Athygli vekur að Berglind Björg Þorvaldsdóttir, fyrrum sóknarmaður Breiðabliks, er á bekknum hjá Val þrátt fyrir að gert tvennu í síðasta leik. Berglind hefur verið að koma til baka eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn.
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, gerir fjórar breytingar frá 1-0 sigrinum gegn Fylki á dögunum. Andrea Rut Bjarnadóttir, Katrín Ásbjörnsdóttir, Barbára Sól Gísladóttir og Karitas Tómasdóttir koma inn fyrir Jakobínu Hjörvarsdóttur, Önnu Nurmi, Írenu Héðinsdóttur Gonzalez og Margréti Leu Gísladóttur.
Valur gerir eina breytingu frá síðasta leik sínum, 1-4 sigurleik gegn Tindastóli. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir kemur inn fyrir Ísabellu Söru Tryggvadóttur. Natasha Anasi leikur sinn þriðja leik fyrir Val og það gegn sínum gömlu félögum í Breiðabliki.
Athygli vekur að Berglind Björg Þorvaldsdóttir, fyrrum sóknarmaður Breiðabliks, er á bekknum hjá Val þrátt fyrir að gert tvennu í síðasta leik. Berglind hefur verið að koma til baka eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn.
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, gerir fjórar breytingar frá 1-0 sigrinum gegn Fylki á dögunum. Andrea Rut Bjarnadóttir, Katrín Ásbjörnsdóttir, Barbára Sól Gísladóttir og Karitas Tómasdóttir koma inn fyrir Jakobínu Hjörvarsdóttur, Önnu Nurmi, Írenu Héðinsdóttur Gonzalez og Margréti Leu Gísladóttur.
Fyrir leik
Vonandi verður góð mæting!
Það hefur verið ansi mikill vindur í dag en vonandi verða aðstæður bara flottar þegar flautað verður til leiks klukkan 18:00. Vonandi verður vel mætt í stúkuna á Hlíðarenda!
Fyrir leik
Fyrri leikurinn fór fram í gulri viðvörun
Það var eftirminnilegt þegar liðin mættust á Kópavogsvelli fyrr í sumar. Sá leikur var í gulri viðvörun og aðstæður ekki góðar. Breiðablik fór með 2-1 sigur af hólmi eftir að Valskonur höfðu náð forystuna. Það var Barbára Sól Gísladóttir sem gerði sigurmarkið í leiknum.
Fyrir leik
Fyrir leik
Sex leikmenn sem gætu ráðið úrslitum
Það vantar öfluga pósta í bæði lið. Agla María Albertsdóttir og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir eru báðar frá vegna meiðsla hjá Blikum og þá er Anna Björk Kristjánsdóttir ekkert meira með Val í sumar þar sem hún er ólétt. Amanda Andradóttir er þá nýfarin frá Val í atvinnumennsku.
Að mati Fótbolta.net munu þessir sex leikmenn spila lykilhlutverk fyrir lið sín í kvöld. Þessir leikmenn gætu ráðið úrslitunum; þrír leikmenn úr hvoru liði.
Valur
Fanney Inga Birkisdóttir
Í markinu hjá Val er aðalmarkvörður landsliðsins, Fanney Inga. Hún fékk stöðu aðalmarkvarðar hjá Val í fyrra og hefur tekið stór skref á skömmum tíma síðan þá. Maður á í raun erfitt með að trúa öðru en að yfirstandandi tímabil verði hennar síðasta á Íslandi. Hún gæti þurft að taka nokkrar mikilvægar vörslur í kvöld og það er hægt að treysta á hana.
Katie Cousins
Magnaður miðjumaður sem tók skrefið úr Þrótti í Val fyrir tímabilið sem er núna í gangi. Er líklega lágvaxnasti leikmaður deildarinnar en hún spilar eins og hún sé mikið stærri. Hún vinnur nánast öll skallaeinvígi og er gríðarlega dugleg. Hún er líka bara frábær í fótbolta og með mikil gæði í öllu sem hún gerir. Hún og Berglind Rós hafa myndað frábært teymi á miðsvæðinu hjá Val í sumar.
Jasmín Erla Ingadóttir
Var svolítið týnd í Stjörnunni í fyrra en hún skipti yfir í Val fyrir þetta tímabil og hefur fundið sig aftur. Leikmaður sem getur galdrað fram hluti úr engu. Hefur verið að spila mikið fremst á miðju hjá Val í sumar og er þeirra markahæsti leikmaður. Hefur tvisvar sinnum verið valin leikmaður umferðarinnar í sumar og hún hefði ekkert á móti því að taka þau verðlaun í þriðja sinn eftir leikinn í kvöld.
Breiðablik
Ásta Eir Árnadóttir
Hefur breyst mikið sem leikmaður í sumar. Hún fór úr því að vera fremur sóknarsinnaður bakvörður í það að vera miðvörður. Hún hefur verið algjört lykilpúsl í mögnuðum varnarleik Blika í sumar en Ásta verið virkilega stöðug í sínum leik. Hún hefur verið fljót að læra nýja stöðu og gestirnir úr Kópavogi þurfa að treysta á að hún eigi góðan leik í kvöld. Hún er mikill leiðtogi í Blikaliðinu.
Heiða Ragney Viðarsdóttir
Annað lykilpúsl í frábærum varnarleik Blika er Heiða Ragney. Ótrúlega vanmetin í því sem hún gerir, en hún er algjörlega frábær í því að brjóta upp sóknir andstæðingana. Kom til Breiðabliks í vetur frá Stjörnunni og hefur tekið góð skref fram á við í Kópavoginum. Það verður gaman að fylgjast með baráttu hennar við Jasmín og aðra miðjumenn Vals. Klárlega ein sú besta í deildinni í sumar.
Birta Georgsdóttir
Blikar eru með öfluga sóknarlínu en í fjarveru Öglu Maríu, þá þarf Birta að stíga upp. Hún getur komið með mikið að borðinu, bæði mörk og stoðsendingar. Hún er alltaf hættuleg í kringum markið og er klárlega leikmaður sem getur ráðið úrslitum í svona stórum leik eins og í kvöld.
Að mati Fótbolta.net munu þessir sex leikmenn spila lykilhlutverk fyrir lið sín í kvöld. Þessir leikmenn gætu ráðið úrslitunum; þrír leikmenn úr hvoru liði.
Valur
Fanney Inga Birkisdóttir
Í markinu hjá Val er aðalmarkvörður landsliðsins, Fanney Inga. Hún fékk stöðu aðalmarkvarðar hjá Val í fyrra og hefur tekið stór skref á skömmum tíma síðan þá. Maður á í raun erfitt með að trúa öðru en að yfirstandandi tímabil verði hennar síðasta á Íslandi. Hún gæti þurft að taka nokkrar mikilvægar vörslur í kvöld og það er hægt að treysta á hana.
Katie Cousins
Magnaður miðjumaður sem tók skrefið úr Þrótti í Val fyrir tímabilið sem er núna í gangi. Er líklega lágvaxnasti leikmaður deildarinnar en hún spilar eins og hún sé mikið stærri. Hún vinnur nánast öll skallaeinvígi og er gríðarlega dugleg. Hún er líka bara frábær í fótbolta og með mikil gæði í öllu sem hún gerir. Hún og Berglind Rós hafa myndað frábært teymi á miðsvæðinu hjá Val í sumar.
Jasmín Erla Ingadóttir
Var svolítið týnd í Stjörnunni í fyrra en hún skipti yfir í Val fyrir þetta tímabil og hefur fundið sig aftur. Leikmaður sem getur galdrað fram hluti úr engu. Hefur verið að spila mikið fremst á miðju hjá Val í sumar og er þeirra markahæsti leikmaður. Hefur tvisvar sinnum verið valin leikmaður umferðarinnar í sumar og hún hefði ekkert á móti því að taka þau verðlaun í þriðja sinn eftir leikinn í kvöld.
Breiðablik
Ásta Eir Árnadóttir
Hefur breyst mikið sem leikmaður í sumar. Hún fór úr því að vera fremur sóknarsinnaður bakvörður í það að vera miðvörður. Hún hefur verið algjört lykilpúsl í mögnuðum varnarleik Blika í sumar en Ásta verið virkilega stöðug í sínum leik. Hún hefur verið fljót að læra nýja stöðu og gestirnir úr Kópavogi þurfa að treysta á að hún eigi góðan leik í kvöld. Hún er mikill leiðtogi í Blikaliðinu.
Heiða Ragney Viðarsdóttir
Annað lykilpúsl í frábærum varnarleik Blika er Heiða Ragney. Ótrúlega vanmetin í því sem hún gerir, en hún er algjörlega frábær í því að brjóta upp sóknir andstæðingana. Kom til Breiðabliks í vetur frá Stjörnunni og hefur tekið góð skref fram á við í Kópavoginum. Það verður gaman að fylgjast með baráttu hennar við Jasmín og aðra miðjumenn Vals. Klárlega ein sú besta í deildinni í sumar.
Birta Georgsdóttir
Blikar eru með öfluga sóknarlínu en í fjarveru Öglu Maríu, þá þarf Birta að stíga upp. Hún getur komið með mikið að borðinu, bæði mörk og stoðsendingar. Hún er alltaf hættuleg í kringum markið og er klárlega leikmaður sem getur ráðið úrslitum í svona stórum leik eins og í kvöld.
Fyrir leik
Jónsi rýnir í leikinn
Við fengum fótboltaþjálfaþjálfarann Jón Stefán Jónsson til að rýna aðeins í leik kvöldsins. Hvernig leik er hann að sjá fyrir sér?
„Þetta verður að mínu mati mikil skák og ekki mikið skorað í þessum risa leik. Blikar hafa haldið hreinu í fimm leikjum í röð og Valur fékk nýlega gríðarlegan liðsstyrk í vörnina í formi einnar Natöshu Anasi en auðvitað er mikil blóðtaka í að missa Önnu á móti. Bæði lið koma úr svakalegri sigurgöngu, Blikar unnið fimm í röð og Valur átta í röð en tilfinningin er samt að undanfarið hafi liðin þurft að hafa meira fyrir sigrunum en í byrjun móts," segir Jón Stefán.
„Að þessu öllu sögðu finnst mér það sem skipta mestu máli að fá ekki á sig fyrsta markið, fyrsta markið er auðvitað alltaf mikilvægt en ég held að það verði ekki mikið skorað í leiknum eins og áður sagði og því verður fyrsta markið sérstaklega mikilvægt."
Hann telur Valskonur örlítið sigurstranglegri þar sem þær eru á heimavelli.
„Ef þessi leikur væri á hlutlausum velli þá væri þetta 50/50 en ætli heimavöllurinn ætti ekki að hjálpa Val og þær því örlítið sigurstranglegri? Þeim hefur hins vegar, ef minnið svíkur mig ekki, ekkert gengið neitt frábærlega alltaf með Blikana á Hlíðarenda svo þetta er svona max 51/49."
Hafsentapörin verði lykilatriði
Liðin eru bæði stútfull af frábærum leikmönnum sem geta ráðið úrslitum.
„Þetta eru hnífjöfn lið og gæði einstaklinga munu skipta gífurlegu máli, það er að segja að einhverjir framliggjandi leikmenn geti galdrað fram eitthvað úr litlu. Fremstu leikmenn liðanna munu því klárlega geta haft úrslitaáhrif á leikinn."
„Hins vegar ætla ég að segja að varnarmennirnir séu lykilatriði í þessum leik, því þar liggja styrkleikar þessara liða. Blikarnir sérstaklega eru mjög öflugar varnarlega og gífurlega vel skipulagðar hjá Nik og Eddu. Það mæðir því að mínu mati á mest á varnarlínum liðanna hvernig þetta þróast. Eigum við ekki að segja að hafsentapörin hjá liðinum verði lykilatriði í þróun leiksins. Augnabliks kæruleysi eða einbeitingarleysi gæti kostað leikinn," segir Jón Stefán.
Rúmlega sex stiga leikur
Þessi lið eiga eftir að mætast svo í bikarúrslitunum og einu sinni í viðbót í deildinni eftir leikinn í kvöld, en þessi leikur á eftir kemur til með að hafa mikil áhrif í titilbaráttunni.
„Þar sem þessi lið eru svo hnífjöfn og lang efst í deildinni þá einfaldlega eru þessi þrjú skipti sem liðin mætast í deildarkeppni og úrslitakeppni algjört lykilatriði í því hvort liðið endar ofar. Þessi leikur er því svo sannarlega rétt rúmlega sex stiga leikur," segir Jón Stefán en hvernig spáir hann?
„Ég ætla að tippa á lokaðan leik sem verður mikil skák þjálfarana. Sé fyrir mér að þetta endi í jafntefli 1-1."
Við fengum fótboltaþjálfaþjálfarann Jón Stefán Jónsson til að rýna aðeins í leik kvöldsins. Hvernig leik er hann að sjá fyrir sér?
„Þetta verður að mínu mati mikil skák og ekki mikið skorað í þessum risa leik. Blikar hafa haldið hreinu í fimm leikjum í röð og Valur fékk nýlega gríðarlegan liðsstyrk í vörnina í formi einnar Natöshu Anasi en auðvitað er mikil blóðtaka í að missa Önnu á móti. Bæði lið koma úr svakalegri sigurgöngu, Blikar unnið fimm í röð og Valur átta í röð en tilfinningin er samt að undanfarið hafi liðin þurft að hafa meira fyrir sigrunum en í byrjun móts," segir Jón Stefán.
„Að þessu öllu sögðu finnst mér það sem skipta mestu máli að fá ekki á sig fyrsta markið, fyrsta markið er auðvitað alltaf mikilvægt en ég held að það verði ekki mikið skorað í leiknum eins og áður sagði og því verður fyrsta markið sérstaklega mikilvægt."
Hann telur Valskonur örlítið sigurstranglegri þar sem þær eru á heimavelli.
„Ef þessi leikur væri á hlutlausum velli þá væri þetta 50/50 en ætli heimavöllurinn ætti ekki að hjálpa Val og þær því örlítið sigurstranglegri? Þeim hefur hins vegar, ef minnið svíkur mig ekki, ekkert gengið neitt frábærlega alltaf með Blikana á Hlíðarenda svo þetta er svona max 51/49."
Hafsentapörin verði lykilatriði
Liðin eru bæði stútfull af frábærum leikmönnum sem geta ráðið úrslitum.
„Þetta eru hnífjöfn lið og gæði einstaklinga munu skipta gífurlegu máli, það er að segja að einhverjir framliggjandi leikmenn geti galdrað fram eitthvað úr litlu. Fremstu leikmenn liðanna munu því klárlega geta haft úrslitaáhrif á leikinn."
„Hins vegar ætla ég að segja að varnarmennirnir séu lykilatriði í þessum leik, því þar liggja styrkleikar þessara liða. Blikarnir sérstaklega eru mjög öflugar varnarlega og gífurlega vel skipulagðar hjá Nik og Eddu. Það mæðir því að mínu mati á mest á varnarlínum liðanna hvernig þetta þróast. Eigum við ekki að segja að hafsentapörin hjá liðinum verði lykilatriði í þróun leiksins. Augnabliks kæruleysi eða einbeitingarleysi gæti kostað leikinn," segir Jón Stefán.
Rúmlega sex stiga leikur
Þessi lið eiga eftir að mætast svo í bikarúrslitunum og einu sinni í viðbót í deildinni eftir leikinn í kvöld, en þessi leikur á eftir kemur til með að hafa mikil áhrif í titilbaráttunni.
„Þar sem þessi lið eru svo hnífjöfn og lang efst í deildinni þá einfaldlega eru þessi þrjú skipti sem liðin mætast í deildarkeppni og úrslitakeppni algjört lykilatriði í því hvort liðið endar ofar. Þessi leikur er því svo sannarlega rétt rúmlega sex stiga leikur," segir Jón Stefán en hvernig spáir hann?
„Ég ætla að tippa á lokaðan leik sem verður mikil skák þjálfarana. Sé fyrir mér að þetta endi í jafntefli 1-1."
Fyrir leik
Bryndís Arna spáir sigri Vals
Bryndís Arna Níelsdóttir, landsliðskona og leikmaður Växjö DFF í Svíþjóð, fékk það verkefni að spá í 15. umferð Bestu deild kvenna. Hún er kannski ekki alveg hlutlaus hérna þar sem hún er fyrrum sóknarmaður Vals.
Valur 3 - 2 Breiðablik
Stórleikur!!!
Ég vonast eftir spennandi toppslag með mikið af mörkum og smá dramatík. Hann byrjar rólega en opnast svo undir lok fyrri hálfleiks með late marki frá öðru hvoru liði. Fanndís hefur verið að koma með góða bolta fyrir og verður með 3 stoðsendingar í leiknum. Blikar hafa verið öflugar varnarlega og bara fengið á sig 4 mörk í sumar en það verður einhver misskilningur og þurfa að sætta sig við að taka boltan þrisvar úr sínu eigin neti.
Bryndís Arna Níelsdóttir, landsliðskona og leikmaður Växjö DFF í Svíþjóð, fékk það verkefni að spá í 15. umferð Bestu deild kvenna. Hún er kannski ekki alveg hlutlaus hérna þar sem hún er fyrrum sóknarmaður Vals.
Valur 3 - 2 Breiðablik
Stórleikur!!!
Ég vonast eftir spennandi toppslag með mikið af mörkum og smá dramatík. Hann byrjar rólega en opnast svo undir lok fyrri hálfleiks með late marki frá öðru hvoru liði. Fanndís hefur verið að koma með góða bolta fyrir og verður með 3 stoðsendingar í leiknum. Blikar hafa verið öflugar varnarlega og bara fengið á sig 4 mörk í sumar en það verður einhver misskilningur og þurfa að sætta sig við að taka boltan þrisvar úr sínu eigin neti.
Fyrir leik
Erlendur Eiríksson dæmir leikinn
Málarameistarinn er með flautuna. Honum til aðstoðar eru Þórður Arnar Árnason og Eydís Ragna Einarsdóttir. Fjórði dómari er Bríet Bragadóttir og eftirlitsmaður er Halldór Breiðfjörð Jóhannsson.
Málarameistarinn er með flautuna. Honum til aðstoðar eru Þórður Arnar Árnason og Eydís Ragna Einarsdóttir. Fjórði dómari er Bríet Bragadóttir og eftirlitsmaður er Halldór Breiðfjörð Jóhannsson.
Með stærri leikjum sumarsins fer fram í kvöld????Liðin deila toppsætinu og er aðeins markatala sem skilur liðin að????
— Besta deildin (@bestadeildin) July 31, 2024
Sjáumst á vellinum!
???? N1-völlurinn
?? 18:00
?? @Valurfotbolti ???? @BreidablikFC
????? Miðasala á https://t.co/gOIMRhybun pic.twitter.com/oGf1YsjAds
Fyrir leik
Besta sóknarliðið gegn besta varnarliðinu
Hér er besta sóknarliðið að mæta besta varnarliðinu. Valur hefur skorað 40 mörk í 14 leikjum, mest allra liða, á meðan Breiðablik hefur aðeins fengið á sig fjögur mörk í 14 leikjum, fæst allra liða.
Fyrir leik
Staðan?
Staðan er sú að þetta eru tvö langbestu liðin í Bestu deild kvenna, eins og taflan sýnir. Þessi leikur kemur til með að hafa mikil áhrif á titilbaráttuna.
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
Birta Georgsdóttir
('59)
4. Elín Helena Karlsdóttir
8. Heiða Ragney Viðarsdóttir
10. Katrín Ásbjörnsdóttir
11. Andrea Rut Bjarnadóttir
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
14. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir
('89)
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir
17. Karitas Tómasdóttir
('72)
27. Barbára Sól Gísladóttir
Varamenn:
1. Herdís Halla Guðbjartsdóttir (m)
2. Jakobína Hjörvarsdóttir
5. Anna Nurmi
('59)
6. Mikaela Nótt Pétursdóttir
16. Írena Héðinsdóttir Gonzalez
('72)
26. Líf Joostdóttir van Bemmel
30. Edith Kristín Kristjánsdóttir
('89)
33. Margrét Lea Gísladóttir
Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Ólafur Pétursson
Hermann Óli Bjarkason
Edda Garðarsdóttir
Sævar Örn Ingólfsson
Gul spjöld:
Andrea Rut Bjarnadóttir ('87)
Rauð spjöld: