Tuchel og Terzic orðaðir við Man Utd - Sudakov til Lundúna? - Framherji Arsenal til Gladbach
Valur
2
0
Fylkir
Lillý Rut Hlynsdóttir '82 1-0
Helena Ósk Hálfdánardóttir '93 2-0
20.08.2024  -  18:00
N1-völlurinn Hlíðarenda
Besta-deild kvenna
Aðstæður: STURLAÐAR!
Dómari: Reynir Ingi Finnsson
Maður leiksins: Lillý Rut Hlynsdóttir
Byrjunarlið:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
2. Hailey Whitaker
6. Natasha Anasi
7. Elísa Viðarsdóttir ('75)
8. Kate Cousins
10. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir ('58)
23. Fanndís Friðriksdóttir ('88)
24. Ísabella Sara Tryggvadóttir ('58)
29. Jasmín Erla Ingadóttir

Varamenn:
20. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
13. Nadía Atladóttir ('75)
14. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir ('58)
17. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('58)
27. Helena Ósk Hálfdánardóttir ('88)
40. Málfríður Erna Sigurðardóttir
92. Berglind Björg Þorvaldsdóttir

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Jóhann Emil Elíasson
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
María Hjaltalín
Gísli Þór Einarsson
Guðrún Halla Guðnadóttir
Hallgrímur Heimisson

Gul spjöld:
Lillý Rut Hlynsdóttir ('54)
Kate Cousins ('57)
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('64)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Valur með risasigur! Efið fæðing en hún hafðist hjá Valskonum.

Viðtöl og skýrsla koma inn síðar í kvöld.

Þangað til næst, takk fyrir mig!
93. mín MARK!
Helena Ósk Hálfdánardóttir (Valur)
Stoðsending: Nadía Atladóttir
VARAMENNIRNIR KLÁRA ÞETTA! Nadía gerir frábærlega inni á teig Fylkis og rennir boltanum fyrir markið. Þar er Helena mætt á vettvang og stýrir boltanum í netið.

Hún liggur eftir niðri inni í markinu eftir klafs í aðdragandanum en stendur fljótlega upp aftur. Varamennirnir eru endanlega að klára þetta fyrir Val!
90. mín
+4 mínútur í uppbótartíma! Nægur tími til stefnu!
88. mín
Inn:Helena Ósk Hálfdánardóttir (Valur) Út:Fanndís Friðriksdóttir (Valur)
86. mín
Inn:Klara Mist Karlsdóttir (Fylkir) Út:Kolfinna Baldursdóttir (Fylkir)
86. mín
Inn:Tinna Harðardóttir (Fylkir) Út:Viktoría Diljá Halldórsdóttir (Fylkir)
86. mín
Cate tekur spyrnuna á ný en skallar Þóra Kristín frá.
85. mín
Enn eitt hornið Cate tekur núna spyrnuna sem fer í andlitið á varnarmanni Fylkis og í annað horn!
85. mín
Annað horn Fanndís tekur spyrnuna inn á teiginn sem Fylkiskonur hreinsa í annað horn hinum meginn.
84. mín
Valur að fá horn!
82. mín MARK!
Lillý Rut Hlynsdóttir (Valur)
Stoðsending: Fanndís Friðriksdóttir
ÞÆR NÁ AÐ SKORA! Já sókn Vals heldur áfram og þær skora!

Fanndís fær boltann aftur lengra frá vellinum og kemur með boltann aftur inn á teiginn. Fylkiskonurnar eru í veseni með að hreinsa boltann frá og Lillý nær skotinu sem Tinna ver í slána og inn.

Ekkert smá stórt mark og ekkert smá grátlegt fyrir Fylki.
82. mín
Fanndís tekur spyrnuna inn á teiginn sem Fylkiskonur hreinsa frá.

Sókn Vals heldur áfram.
81. mín
Valur að fá hornspyrnu!
79. mín
Valskonur fá færi! Fanndís með fyrirgjöfina sem fer yfir allan pakkann og á fjærstöngina þar sem Ragnheiður er ein og óvölduð. Hún tekur þá skotið sem fer rétt yfir.

Hún pirrar sig á því að fá ekki hornspyrnu. Vildi held ég meina að boltinn hafi átt viðkomu í varnarmanni.
75. mín
Inn:Nadía Atladóttir (Valur) Út:Elísa Viðarsdóttir (Valur)
Allir fram! Skýr skilaboð frá Pétri!
74. mín
Fylkiskonur bíta frá sér Abigail með skot inni á teig Vals sem Fanney er í engum vandræðum með.

Gæti Fylkir bara stolið þessu? Þær eru að komast í sénsa og upphlaup.
72. mín
Inn:Marija Radojicic (Fylkir) Út:Helga Guðrún Kristinsdóttir (Fylkir)
70. mín
Úffffff Natasha vinnur boltann á miðjum vellinum og keyrir upp. Síðan lætur hún vaða af löngu færi sem fer út á bílastæði.

Það kemur alltaf eitt svona skot.
64. mín Gult spjald: Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Valur)
63. mín Gult spjald: Helga Guðrún Kristinsdóttir (Fylkir)
Spjaldaði fyrst Þóru Kristínu en hætti við og spjaldið réttan leikmann.
61. mín
DAUÐAFÆRI! Hailey kemur með rosalega sendingu upp völlinn á Fanndís sem kemur boltanum fyrir markið. Þar er Jasmín mætt ein og óvölduð. Hún nær föstu skoti á markið sem Tinna ver meistaralega. Ekki nóg með það heldur grípur hún boltann.

Langbesta færi leiksins til þessa!
58. mín
Inn:Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Valur) Út:Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir (Valur)
58. mín
Inn:Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir (Valur) Út:Ísabella Sara Tryggvadóttir (Valur)
57. mín Gult spjald: Kate Cousins (Valur)
Fyrsta spjald hennar í Bestu deildinni
54. mín Gult spjald: Lillý Rut Hlynsdóttir (Valur)
Stoppar skyndisókn hjá Fylki Rétt spjald
50. mín
Sama sagan Seinni hálfleikurinn byrjar eins og sá fyrri spilaðist. Valur með boltann en skapa sér ekki neitt.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er hafinn! Valskonur eiga upphafssparkið í seinni hálfleiknum.

Þetta verða áhugaverðar 45 mínútur!
45. mín
Hálfleikur
Markalaust í hálfleik Bara frekar sanngjarnar hálfleikstölur.

Fylkiskonur varist mjög vel í fyrri hálfleik og Valskonur bara ekkert skapað sér af einhverju viti.

Tökum okkur korterspásu og mætum svo til baka af vörmu spori.
45. mín
Fanndís tekur spyrnuna inn á teiginn sem Fylkiskonur hreinsa frá.

Sókn Vals heldur áfram.
45. mín
Valur að fá hornspyrnu!
45. mín
+3 mínútur í uppbót
42. mín
Færi! Fanndís kemst ein í gegn eftir sendingu frá Hailey. Berglind lætur boltann fara í gegnum klofið á sér sem var mjög vel gert en Tinna ver stórkostlega.

Hættulegasta færi leiksins!
37. mín Gult spjald: Íris Una Þórðardóttir (Fylkir)
33. mín
Fanndís kemur með spyrnuna inn á teiginn sem fer á Lillý og hún skallar á markið en Tinna Brá grípur boltann og er svo keyrð niður. Aukaspyrna réttilega dæmd.
33. mín
Valur að fá hornspyrnu!
32. mín
Fanndís tekur spurnuna inn á teiginn sem endar með skoti frá Ísabellu aftur fyrir í markspyrnu.
31. mín
Valur að fá hornspyrnu!
25. mín
Lítið að frétta Leikurinn hefur bara þróast eins og menn bjuggust við fyrir leik. Valskonur mikið meira með boltann og eru að ógna meira. Fylkiskonur hafa hins vegar varist þessu mjög vel til þessa og hafa ekki fengið neitt almennilegt færi á sig.
20. mín
Fanndís tekur spyrnuna en það er dæmt brot á Natöshu inni á teignum og Fylkiskonur geta andað léttar.
19. mín
Annað horn hinum meginn
19. mín
Frábær varsla! Fanndís tekur spyrnuna inn á teiginn sem Lllý skallar í varnarmann og frá.

Eftir það fær Fanndís annan séns og kemur með boltann fyrir á Jasmín sem stendur ofan í markinu en snýr baki í markið. Hún nær huggulegri hælspyrnu sem Tinna Brá ver.
18. mín
Valur að fá hornspyrnu!
16. mín
Jasmín Erla kemst í góða stöðu inn á teignum og hleður í skot sem fer beint á Tinnu í markinu.
11. mín
Fanndís tekur spyrnuna inn á teiginn sem Tinna Brá handsamar.
10. mín
Valskonur fá hornspyrnu!
4. mín
Abigail tekur spyrnuna stutt á Kolfinnu sem kemur honum aftur út Abigail og þær missa boltann.
4. mín
Fylkir að fá horn!
3. mín
Fylkiskonur verjast seinna horninu mjög vel og sækja nú hratt!
3. mín
Annað horn! Fanndís tekur spyrnuna inn á teiginn sem Signý Lára skallar í annað horn.
3. mín
Valskonur fá hornspyrnu!
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað! Það eru gestirnir sem byrja með boltann.

Valskonur leika í rauðum treyjum, hvítum stuttbuxum og rauðum sokkum.

Fylkiskonur leika í bláum treyjum, bláum stuttbuxum og bláum sokkum.
Fyrir leik
Undirritaður spáir í spilin Undirritaður fékk það verðuga verkefni að spá í spilin fyrir þennan leik og hann spáir stórsigri fyrir Val en enn betri frammistöðu hjá hinni ólseigu Fanney Ingu.

Valur 8 - 0 Fylkir (18:00 á þriðjudag)
Eftir jafnteflið í seinasta leik held ég að Pétur Péturs sé virkilega ósáttur og hendir í einhverja veislu fyrir okkur. Fanney Inga ver þrjú víti í leiknum og leggur upp tvö. Ein stoðsendingin verður beint eftir að hafa gripið annað vítið. Fanndís leggur upp fjögur og skorar eitt. Held að Anna Rakel setji allavegana eitt og Ísabella verður einnig á skotskónum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Mættust fyrr á tímabilinu Liðin mættust fyrr á tímabilinu í Árbænum. Undirritaður skrifaði um þann leik en sá leikur fór 4-1 fyrir Val eftir þær komust 3-0 yfir.
Fyrir leik
Þriðja liðið Reynir Ingi Finnsson stýrir flautukonsertinu í kvöld en honum til aðstoðar verða þeir Arnþór Helgi Gíslason og Magnús Garðarsson. Nour Natan Ninir er skiltadómari í dag og Jóhann Gunnarsson er eftirlitsmaður KSÍ.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Fylkiskonur í harðri fallbaráttu Nýlliðarnir úr Árbænum standa í ströngu í neðri hluta deildarinnar en þær eru í fallsæti í dag aðeins þremur stigum frá Tindastól sem eru í öruggu sæti. Fylkir er með jafn mörg stig og Keflavík sem eru neðstir en Fylkir er með mikið betri markatölu.

Þær eru með tvo sigra í deildinni og einn sigur í seinustu 5 leikjum. Sá sigur kom gegn Tindastól en þær eiga Þór/KA í lokaleiknum fyrir tvískiptinguna. Það verður gífurlega áhugavert og skemmtilegt að horfa á þessa 6 stiga leiki í neðri helmingnum í úrslitakeppninni.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Nýorðnar bikarmeistarar Valskonur urðu á föstudaginn bikarmeistarar er þær unnu Breiðablik 2-1 á Laugardalsvelli í úrslitaleiknum. Valur er einnig á toppi Bestu deildarinnar með Breiðablik andandi ofan í hálsmolinu á þeim, aðeins einu stigi á eftir þeim.

Valur á eftir að spila tvo deildarleiki fyrir tvískiptinguna en í kvöld mæta þær Fylki en svo fara þær í fjörðinn fagra á sunnudaginn næsta og mæta FH. Eftir þann leik hefst úrslitakeppnin. Úrslitin á toppi Bestu deildarinnar gæti ráðist í lokaleiknum þegar Valur og Breiðablik mætast á annaðhvort Hlíðarenda eða Kópavogsvelli, það fer eftir því hvaða lið verður á toppnum þegar úrslitakeppnin hefst.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Hlíðarendi heilsar! Heilir og sælir ágætu lesendur og veriði hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik Vals og Fylkis. Um er að ræða seinasta leik Bestu deildarinnar áður en úrslitakeppnin byrjar.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Tinna Brá Magnúsdóttir (m)
2. Signý Lára Bjarnadóttir
3. Mist Funadóttir
4. Íris Una Þórðardóttir
5. Abigail Patricia Boyan
11. Viktoría Diljá Halldórsdóttir ('86)
13. Kolfinna Baldursdóttir ('86)
16. Eva Rut Ásþórsdóttir (f)
18. Erna Sólveig Sverrisdóttir
19. Þóra Kristín Hreggviðsdóttir
23. Helga Guðrún Kristinsdóttir ('72)

Varamenn:
7. Tinna Harðardóttir ('86)
8. Marija Radojicic ('72)
9. Guðrún Karítas Sigurðardóttir
10. Klara Mist Karlsdóttir ('86)
21. Elísa Björk Hjaltadóttir
24. Katrín Sara Harðardóttir
26. Amelía Rún Fjeldsted
77. Bergdís Fanney Einarsdóttir

Liðsstjórn:
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Tinna Björk Birgisdóttir
Bjarni Þórður Halldórsson
Sonný Lára Þráinsdóttir
Kristófer Númi Hlynsson

Gul spjöld:
Íris Una Þórðardóttir ('37)
Helga Guðrún Kristinsdóttir ('63)

Rauð spjöld: