Tuchel og Terzic orðaðir við Man Utd - Sudakov til Lundúna? - Framherji Arsenal til Gladbach
   þri 20. ágúst 2024 14:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pétur aflitaði á sér hárið - „Þau svara mér ekki núna"
Pétur glaður í fagnaðarlátunum.
Pétur glaður í fagnaðarlátunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur varð bikarmeistari kvenna um síðustu helgi eftir sigur á Breiðabliki í úrslitaleik á Laugardalsvelli.

Valskonur unnu úrslitaleikinn 2-1 og fögnuðu auðvitað sigrinum vel og innilega.

Pétur Pétursson, þjálfari Vals, hafði lofað að fara í aflitun ef liðið myndi vinna bikarmeistaratitilinn og hann stóð auðvitað við stóru orðin.

Hann fór í klippingu í dag og Valur birti af því skemmtilegt myndband. Pétur segir í myndbandinu að aðrir í þjálfarateyminu hafi einnig lofað því að aflita hár sitt en hann einn hafi mætt þegar stóra stundin rann upp.

„Ég er kominn en hvar eru Adda (Baldursdóttir) og Halli (Hallgrímur Heimisson)?" segir Pétur í myndbandinu.

„Adda skipulagði þetta en samt klikkar hún. Mér finnst það lélegt. Þau svara mér ekki núna því þau vita upp á sig sökina."

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið.


Athugasemdir
banner
banner