Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
Lengjudeild karla
ÍBV
7' 0
0
Grindavík
Lengjudeild karla
Þróttur R.
8' 0
0
Leiknir R.
Lengjudeild karla
ÍR
8' 0
0
Grótta
Lengjudeild karla
Fjölnir
9' 0
0
Afturelding
Lengjudeild karla
Þór
10' 0
0
Dalvík/Reynir
Ísland U19
3
0
Mexíkó
Tómas Johannessen '61 1-0
Daníel Tristan Guðjohnsen '65 2-0
Tómas Johannessen '78 3-0
05.09.2024  -  12:00
Stadium Ljubljana
Æfingamót U19 karla
Aðstæður: Þurr völlur
Maður leiksins: Tómas Johannessen, Ísland
Byrjunarlið:
1. Ívar Arnbro Þórhallsson (m) ('46)
2. Stefán Gísli Stefánsson ('66)
4. Þorri Stefán Þorbjörnsson
5. Sölvi Stefánsson ('77)
6. Breki Baldursson ('46)
7. Stígur Diljan Þórðarson ('66)
8. Kjartan Már Kjartansson ('77)
9. Daníel Tristan Guðjohnsen ('77)
10. Tómas Johannessen
11. Galdur Guðmundsson ('46)
13. Egill Orri Arnarsson ('66)

Varamenn:
12. Jón Sölvi Símonarson (m) ('46)
3. Bjarki Hauksson ('66)
14. Jón Arnar Sigurðsson ('77)
15. Sturla Sagatun Kristjánsson ('66)
16. Óli Sigurbjörn Melander ('46)
17. Daníel Ingi Jóhannesson ('46)
18. Daði Berg Jónsson ('77)
19. Theodór Ingi Óskarsson ('66)
20. Viktor Bjarki Daðason ('77)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Sölvi Stefánsson ('52)
Kjartan Már Kjartansson ('67)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
3-0 staðreynd. Frábær leikur hjá íslandi og vonandi heldur þetta gengi áfram í næstu tveimur leikjum, það er Katar síðan kl 12:00 á laugardaginn.

Skýrsla á leiðinni TAKK FYRIR MIG!!
89. mín
Skemmtilegt að sjá þó allir séu komnir inná er Ísland búið að pakka Mexíkó allan leikinn varnar sem sóknarlega.
88. mín
87. mín
Mexíkó fær aukaspyrnu og ætla taka hana inn í.

Hreinsað.
84. mín
Leikurinn búinn að róast svakalega eftir þessa neglu.
78. mín MARK!
Tómas Johannessen (Ísland U19)
Stoðsending: Daði Berg Jónsson
VÁÁÁ LITLA SKOTIÐ!!! Daði nýkominn inná vinnur boltan sjálfur, finnur Daníel sem kemur honum aftur á Daða sem finnur Tomma á miðsvæðinu sem tekur á stað og hamrar honum í þaknetið vááá! Powerið í þessu skoti maður!!!
77. mín
Inn:Viktor Bjarki Daðason (Ísland U19) Út:Daníel Tristan Guðjohnsen (Ísland U19)
77. mín
Inn:Jón Arnar Sigurðsson (Ísland U19) Út:Sölvi Stefánsson (Ísland U19)
77. mín
Inn:Daði Berg Jónsson (Ísland U19) Út:Kjartan Már Kjartansson (Ísland U19)
Eini nýliðinn í hópnum kominn inná.
75. mín
Frábært sending frá Tedda á hausinn á Daníel Inga sem skallar hann framhjá.
73. mín
Inn:Derek Jimenez (Mexíkó) Út:Jesus Salinas (Mexíkó)
73. mín
Inn:Diego Rocio (Mexíkó) Út:Hugo Camberos (Mexíkó)
73. mín
Inn:Edwin Soto (Mexíkó) Út:Ivan Cardenaz (Mexíkó)
72. mín
Reyes með skot framhjá, Lítil ógn frá Mexíkó eftir þessi tvö mörk frá Íslandi.
67. mín Gult spjald: Kjartan Már Kjartansson (Ísland U19)
66. mín
Inn:Theodór Ingi Óskarsson (Ísland U19) Út:Stígur Diljan Þórðarson (Ísland U19)
66. mín
Inn:Bjarki Hauksson (Ísland U19) Út:Stefán Gísli Stefánsson (Ísland U19)
66. mín
Inn:Sturla Sagatun Kristjánsson (Ísland U19) Út:Egill Orri Arnarsson (Ísland U19)
65. mín MARK!
Daníel Tristan Guðjohnsen (Ísland U19)
Stoðsending: Stígur Diljan Þórðarson
VÁ GÆÐIN!!! Stígur gerir frábærlega og finnur Daníel inná teig Mexíkó og boltinn skoppar upp fyrir hann og ruglað slútt!!! 2-0 frábært mark!!
62. mín
Inn:Diego Reyes (Mexíkó) Út:Gustavo Wood (Mexíkó)
61. mín MARK!
Tómas Johannessen (Ísland U19)
Stoðsending: Sölvi Stefánsson
Tommi Jó að koma Íslandi yfir!! Sölvi á sendingu sem fer í varnarmann og í gegn á Tomma sem á skot/fyrirgjöf í varnarmann og inn gæti verið sjálfsmark en gefum Tomma þetta og kemur Íslandi 1-0 yfir!
58. mín
Frábært spil hjá Íslandi sem endar með fyrirgjöf hjá Stebba Gísla og ísland fær horn...

Frábær spyrna sem endar á kollinum á Þorra sem skallar yfir.
57. mín Gult spjald: Sebastian Rodriguez (Mexíkó)
Sýndist þetta vera Sebastian
53. mín
Hugo Camberos með lúmska aukaspyrnu á fjær sem Jón Sölvi ver aftur frábærlega! Frábær innkoma hjá honum.
52. mín Gult spjald: Sölvi Stefánsson (Ísland U19)
Sölvi brýtur af Gustavo Wood og fær gult, hættuleg aukspyrna fyrir Mexíkó á leiðinni.
50. mín
Mexíkó að byrja að krafti og eru að vinna hornspyrnu...

Alvöru hnoð sem endar með að Þorri hreinsar.
49. mín
Held að allir varamenn Íslands munu koma við sögu hér í dag.
47. mín
FRÁBÆRT skot hjá Gostavo Wood sem Jón Sölvi ver Frábærlega vel váááá alvöru statement innkoma!
46. mín
Inn:Daníel Ingi Jóhannesson (Ísland U19) Út:Galdur Guðmundsson (Ísland U19)
Daníel Ingi kominn inná.

Mynd: Nordsjælland

46. mín
Inn:Jón Sölvi Símonarson (Ísland U19) Út:Ívar Arnbro Þórhallsson (Ísland U19)
Erfitt að sjá þær þar sem þær eru ekki tilkynntar
46. mín
Inn:Óli Sigurbjörn Melander (Ísland U19) Út:Breki Baldursson (Ísland U19)
46. mín
Seinni byrjaður! Nokkrar skiptingar á leiðinni hjá Íslandi..
45. mín
Hálfleikur
Flautað til hálfleiks, ísland búið að vera heilt yfir betri vonandi koma mörkin í seinni.
43. mín
Daníel með annað fast skot sem fer aftur rétt framhjá, Ísland að hóta.
41. mín
Ísland fær horn...

hreinsað.
40. mín
Frábær sprettur hjá Daníeli með 2 í sér nær samt að halda sprettinum áfram á síðan drullu fast skot beint á Diaz.
34. mín
HVERNIG var ekki dæmt á þetta, Þorri ískaldur labbar framhjá Gustavo og finnur Stíg og Alfaro brýtur klárlega á honum þar sem hann var kominn í frábæra stöðu en ekkert dæmt og Ísland tapar boltanum.
30. mín
Ísland með frábæra 4-4-2 pressu sem er að virka vel þar sem Tommi stígur upp með Daníel og Mexíkó eru í brasi með að spila sig í gegnum það.
28. mín
VÓ hættulegasta tækifæri Íslendinga komið, Breki gerir frábærlega og finnur Gald úti hægra megin sem tekur af stað og hendir honum fyrir þar sem Daníel og Stígur reyna teygja sig í hann en hvorugur nær honum og boltinn rennur í gegnum allan pakkann.
25. mín
Kjartan með skemmtilega tilraun til að finna Tomma jó í gegn en frábær varnarleikur hjá Mexíkó, Tommi búinn að vera sprækur hérna fyrstu 25 mínúturnar.
22. mín
Frábær sókn hjá Íslandi, Egill finnur Stíg í millisvæðinu sem á fyrirgjöf í varnarmann og útaf en dæmt rangstæða.
21. mín
Hugo Camberos er helvíti seigur og labbar framhjá Agli en á fyrirgjöf sem ívar handsamar.
18. mín
Ekki frábær spyrna og Mexíkó hreinsa.
17. mín
Ísland fær aukspyrnu sem Tommi jó undirbýr sig að taka...

Mexíkó hreinsa í horn sem Tommi tekur líka..

Frábær spyrna sem endar með að enginn Íslendingur nær til boltans og hann er hreinsaður til Sölva sem sólar tvo og síðan brotið af honum og aukspyrna á hættulegum stað.
15. mín
Uppstillingin er svona:

Ívar
Stebbi-Sölvi-Þorri-Egill
Breki-Kjartan
Galdur-Tómas-Stígur
Daníel (C)
14. mín
Ísland fær horn...

Dæmt brot í teignum.
11. mín
Mexíkó fær horn...

Af æfingavæðinu en heppnaðist alls ekki og Íslendingarnir vinna hann.
10. mín
Hugo Camberos fer illa með Egil Orra og klobbar hann á síðan skot sem fer himinn hátt yfir.
8. mín
Erfiður völlur, sést hér á fyrstu mínútunum að boltinn er skoppandi um allt og erfitt að spila honum.
6. mín
Diego Ramirez hengur á Tómasi sem labbar framhjá honum skil ekki hvernig dómarinn dæmdi ekki þarna en Tómas hélt bara áfram og reynir sendingu út á Stíg en hún misheppnast.
4. mín
Íslendingar byrja þetta vel, Galdur með frábæran sprett sem endar með skoti beint á Diaz í rammanum hjá Mexíkó.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er hafið, Tómas sparkar þessu af stað fyrir Ísland.
Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands
Mynd: Marteinn Ægisson
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Frá æfingu íslenska liðsins í Slóveníu í gær
Mynd: Marteinn Ægisson

Mynd: Marteinn Ægisson
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Spennandi leikmenn til að fylgjast með í leikjunum Mikið af spennandi ungum leikmönnum í hópnum og nokkrir sem maður hefur ekki séð mikið af síðastliðið og hér eru nokkrir.

Stígur Diljan Þórðarsson, Triestina
Stígur er spennandi kantmaður sem var keyptur til Triestina sem eru í Serie C á Ítalíu frá stórliðinu Benfica og maður hefur ekki séð mikið af honum, verður spennandi að sjá hann í komandi leikjum fyrir u19.

Daníel Tristan Gudjohnsen, Malmö
Daníel Tristan er annað dæmi um að eina sem maður hefur séð af honum er í yngri landsleikjum og er gríðarlega spennandi striker sem hefur spilað 1 leik fyrir aðallið Malmö. Daníel var keyptur til Malmö frá Real Madrid 2022.

Tómas Johannessen, AZ Alkmaar
Tómas var aðal maðurinn í lengjudeildarliði Gróttu 2023 og var valinn leikmaður ársins hjá þeim og í lið ársins í Lengju og verður frábær skemmtun að fylgjast með honum í þessum leikjum. Þeir 3 eru mjög líklegir til að byrja leikinn Tómas líklegast í tíunni, Stígur á kantinum og Daníel fremstur.


Mynd: Benfica

Mynd: Malmö

Mynd: AZ

Fyrir leik
Leikurinn er sýndur
Fyrir leik
Hópurinn Þórhallur Siggeirsson valdi 20 manna landsliðshóp U19 landsliðs karla sem er hans fyrsti hópur þar sem hann tók við af U19 landsliðinu af Ólaf Inga sem tók við U21. Þeir keppa hér á æfingamóti í Slóveníu 3.-11. september.

* Nóel Atli Arnórsson er meiddur og getur ekki verið með, í hans stað kemur Bjarki Hauksson, Stjörnunni.

Landsliðshópur U19:
Breki Baldursson – Esbjerg
Daði Berg Jónsson – Víkingur R.
Daníel Ingi Jóhannesson – Nordsjælland
Daníel Tristan Guðjohnsen – Malmö
Egill Orri Arnarsson – Midtjylland
Galdur Guðmundsson – FCK
Ívar Arnbro Þórhallsson – Höttur
Jón Arnar Sigurðsson – KR
Jón Sölvi Símonarson – Breiðablik
Kjartan Már Kjartansson – Stjarnan
*Nóel Atli Arnórsson – AAB
Óli Sigurbjörn Melander – Örebro
Stefán Gísli Stefánsson – Fylkir
Stígur Diljan Þórðarson – US Triestina
Sturla Sagatun Kristjánsson – Bodö Glimt
Sölvi Stefánsson – AGF
Theodór Ingi Óskarsson – Fylkir
Tómas Johannessen – AZ Alkmaar
Viktor Bjarki Daðason – FCK
Þorri Stefán Þorbjörnsson - Fram
Bjarki Hauksson - Stjarnan
Fyrir leik
Leiknum verður lýst í gegnum sjónvarp Verið velkomin á Stadium Ljubljana í Slóveníu þar sem æfingamót u19 byrjar með leik gegn Mexíkó og verður honum lýst hér í beinni textalýsingu.

U19 eru í riðli með Mexíkó, Kasakstan og að lokum Katar. Hinir 2 leikirnir eru spilaðir á Stadium Catez.

Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson

Byrjunarlið:
12. Didier Diaz (m)
2. Cristodal Alfaro
3. Yohan Orozco
5. Sebastian Rodriguez
6. Jesus Salinas ('73)
7. Francisco Valeruela
9. Gustavo Wood ('62)
10. Hugo Camberos ('73)
13. Johan Ocauro
18. Diego Ramirez
21. Ivan Cardenaz ('73)

Varamenn:
1. Juan Licejga (m)
4. Carlos Hernandez
8. Derek Jimenez ('73)
11. Diego Reyes ('62)
14. Edwin Soto ('73)
15. Diego Covarrobias
16. Luis Gomez
17. Oswaldo Sanchez
19. Diego Rocio ('73)
20. Sebastian Maudujano

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Sebastian Rodriguez ('57)

Rauð spjöld: