Palace opið fyrir því að selja enska tvíeykið - Real Madrid vill að Man Utd nýti endurkaupsrétt sinn á Alvaro - Vardy orðaður við Leeds
Þróttur R.
1
0
Tindastóll
Freyja Karín Þorvarðardóttir '1 1-0
03.05.2025  -  17:00
AVIS völlurinn
Besta-deild kvenna
Dómari: Bríet Bragadóttir
Maður leiksins: Mist Funadóttir
Byrjunarlið:
1. Mollee Swift (m)
2. Sóley María Steinarsdóttir
3. Mist Funadóttir
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (f)
9. Freyja Karín Þorvarðardóttir ('66)
12. Caroline Murray
16. María Eva Eyjólfsdóttir
18. Kristrún Rut Antonsdóttir
22. Sigríður Theód. Guðmundsdóttir ('66)
23. Sæunn Björnsdóttir
26. Þórdís Elva Ágústsdóttir ('83)
- Meðalaldur 25 ár

Varamenn:
20. Ninna Björk Þorsteinsdóttir (m)
5. Jelena Tinna Kujundzic
7. Brynja Rán Knudsen ('66)
10. Kate Cousins ('66)
11. Lea Björt Kristjánsdóttir
15. Ísabella Anna Húbertsdóttir
24. Þórdís Nanna Ágústsdóttir
27. Unnur Dóra Bergsdóttir ('83)
- Meðalaldur 22 ár

Liðsstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Guðrún Þóra Elfar
Þórkatla María Halldórsdóttir
Sierra Marie Lelii
Sara Ó. Þrúðmarsdóttir Finnsson
Gísli Þór Einarsson
Tiago J, Mota Da Pena Ferreira

Gul spjöld:
Freyja Karín Þorvarðardóttir ('47)
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir ('55)
Mist Funadóttir ('94)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Tíðindalítill seinni hálfleikur að baki Þróttarar taka öll þrjú stigin eftir að hafa komist yfir eftir 28 sekúndna leik með marki Freyju Karínar Þorvarðardóttur.

Eftir það var leikurinn afar tíðindalítll.
95. mín
Tindastóll á aukaspyrnu úti við hliðarlínu hægrameginn, Laufey setur boltann inn á teiginn en Þróttarar hreinsa frá.
94. mín Gult spjald: Mist Funadóttir (Þróttur R.)
93. mín
María Eva á góðan botla fram á Kristrúnu sem á heldur þreytilega fyrgjöf fyrir.
90. mín
5 mínútum bætt við
90. mín
Brotið á Caroline úti við hornið, Sæunn tekur spyrnuna inn á teiginn og Katheriene skallar frá en ekki langt og Þróttarar eiga skot í varnarmann Tindastóls og fær hornspyrnu.

Tindastólskonur koma boltanum frá.
83. mín
Inn:Unnur Dóra Bergsdóttir (Þróttur R.) Út:Þórdís Elva Ágústsdóttir (Þróttur R.)
83. mín
Inn:Snæfríður Eva Eiríksdóttir (Tindastóll ) Út:Lara Margrét Jónsdóttir (Tindastóll )
80. mín
Makal Woods er aftur komin í álitlega stöðu inni í teig Þróttar en nær ekki skotinu.
79. mín
Brynja Rún kemst aftur fyrir vörn Tindastóls, vinstramegin og setur boltann fyrir en Genevieve handsamar hann.
79. mín
Þróttarar sækja en ná ekki að koma boltanum fram hjá varnarmönnum Tindastóls.
76. mín
Inn:Saga Ísey Þorsteinsdóttir (Tindastóll ) Út:Birgitta Rún Finnbogadóttir (Tindastóll )
Breyting í fremstu línu Tindastóls.
75. mín
Makala Woods er með boltann inni í vítateig Þróttar og reynir að koma sér í skotfæri sem hún gerir en Mollie handsamar boltann.
75. mín
Laufey Harpa nær að hnjaska sér langt uppvöllinn á miðjan vallar helming Þróttar en sendir sendir svo lélega sendingu á engan.
73. mín
Mist fær sendingu út á vinstri kantinn, keyrir inn á völlinn og á skot frá D- boganum sem Genevieve grípur.
72. mín
Sóley María setur langann bolta fram ætlaðan Caroline en Katherine Grace skallar boltann til baka til Genevieve í marki Tindastóls.
68. mín
Þung sókn Tindastóls heldur áfram Tindastóll á aukspyrnu úti við endalínu vinstra megin, Laufey Harpa setur boltann inn á teiginn sem Brynja Rán skallar í horn.

Elísa Bríet tekur hornið, boltinn skoppar utarlega í teignum og Caroline nær svo að koma honum frá.
66. mín
Inn:Kate Cousins (Þróttur R.) Út:Sigríður Theód. Guðmundsdóttir (Þróttur R.)
Þróttur gerir tvöfalda skiptingu.
66. mín
Inn:Brynja Rán Knudsen (Þróttur R.) Út:Freyja Karín Þorvarðardóttir (Þróttur R.)
Þróttur gerir tvöfalda skiptingu.
65. mín
Góð sókn Tindastóls sem endar með að Elísa Bríet nær fyrirgjöfinni í Þróttara og aftur fyrir, Tindastóll fær horn sem ekkert verður úr.
64. mín
Freyja Karín og Nicola aftur komnar í kapphlaup, nú nær Freyja skoti sem Genevieve á ekki í miklum vandræðum með að verja.
63. mín
Tindastóll sækir í sig veðirð Elísa Bríet á skot sem fer rétt fram hjá.
62. mín
Þarna munaði mjóu! Tindastóll vinnur hornspyrnu, Elísa Bríet tekur spyrnuna og setur góðann boltann á fjærsvæðið þar sem boltinn skoppar í teignum, leikmaður Tindastóls setur boltann upp í slánna, síðan skoppar boltinn á línuna og upp í hendur Mollie.
60. mín
Makala er eigignlega bara komin í glímu við Maríu Eva þegar að Bríet dæmi Maríu Evu brotlega og Tindastóll fær aukaspyrnu fyrir miðju, þær setja boltann langt fram völlinn og síðan út af.
57. mín
Sæunn vinnur boltann á miðjum vallarhelmingi Þróttar og setur hann upp á Þórdísi Elvu sem góðan bolta inn fyrir vörn Tindastóls.

Þar eru Freyja og Nicola í kapphlaupi, Nicola ýtir við Freyju sem fellur við inni í vítateig Tindastóls og vill fá víti. Bríet segir nei!

Freyja liggur eftir og þarf aðhlynningu.
55. mín Gult spjald: Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (Þróttur R.)
Makala vinnur boltann af Álfhildi á miðjunni sem svo rífur Makölu niður, Tindastóll fær aukaspyrnu sem Genevieve markvöður Tindastóls tekur og setur inn á teiginn.
53. mín
Sæunn tekur spyrnuna stutt á Álfhildi sem setur hann aftur til baka á Sæunni, Sæunn setur boltann út á vítateigslínu þar sem Þórdís ELva nær góðu skoti rétt fyrir markið.
52. mín
Brotið á Kristrúnu á miðjum vallarhelmingi Tindastóls og Þróttur fær aukaspyrnu, Sæunn tekur spyrnuna og setur inn á teiginn. Lara Margrét skallar boltann aftur fyrir endalínu og Þróttarar fá hornspyrnu.
50. mín
Laufey Harpa á langann bolta fram á Birgittu Rún, Sóley og Mollie ná í sameingu og skýla boltanum í hendur Mollie
49. mín
Freyja Karín fær sendingu á milli varnarmanna Tindastóls og á skot vinstra megin í teignum, færið er þröngt og boltinn endar í hliðarnetinu.
47. mín Gult spjald: Freyja Karín Þorvarðardóttir (Þróttur R.)
Freyja nær sér í gult spjald eftir einhver samskipti við Maríu Dögg
45. mín
Pásan búin Seinni hálfleikur er hafinn, Þróttarar byrja með boltann og sækja til austurs.

Bæði lið haldast óbreytt.
45. mín
Hálfleikur
Bríet flautar til hálfleiks í Laugardalnum Þróttarar byrjuðu leikinn af miklum krafti og hafa verið sterkari aðilinn og skapað sér mörg álitleg færi.
Tindastóll hafa einnig átt góða kafla og komið sér í góðar stöður.

Allt opið fyrir seinni hálfleikinn, þar sem við sjáum vonandi fleiri mörk.
45. mín
Boltinn berst til Laufeyjar Hörpu eftir misstök hjá Sæunni og hún á fínan bolta yfir vörn Tindastóls á Nicola Hauk en aftur er Mollie á undan á boltann.
44. mín
Enn og aftur kemur Caroline á hægri kanti Þróttar sér í góða fyrirgjafastöðu, eftir smá darraðardans í teignum kemur Sigríður Theódóra sér í gott skotfæri en Nicola Hauk í vörn Tindastóls fer fyrir skotið.
35. mín
Sæunn með langann bolta fram á Freyju Karín, eftir gott spil Freyju og Mist á Mist fyrirgjöf inn á teiginn. Hrafnhildur er þar fyrst á boltann og kemur honum frá.
34. mín
Laufey Harpa tekur hornið og spyrnir boltanum á nær stöngina þar sem Sæunn skallar boltann frá í annað horn sem Tindastólskonur ná ekki að gera sér mat úr.
33. mín
Laufey Harpa á fyrirgjöf frá vinstri inn á teig en Sóley María stekkur hæðst og kemur boltanum frá, ekki langt frá samt og síðan á María Dögg fyrirgjöf frá hægri sem Þróttarar hreinsa í horn.
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
30. mín
Þórdís Elva á fyrigjöf frá hægri sem Freyja Karín nær að pota í hendur Genevieve í marki Tindastóls, Genevieve missir boltann hins vegar frá sér en varnarmenn Tindastóls eru fljótari að átta sig og koma boltanum í burtu.
27. mín
Munaði ekki milu að Þróttarar bættu við Þórdís Elva fær boltann í fætur rétt fyrir utan teig með mann í bakinu og gerir vel, snýr hana af sér og á skot sem fer rétt yfir markið.
23. mín
Góð sókn Tindastóls María D0gg vinnur boltann á miðjum velli og keyrir upp setur svo góðan bolta yfir vörn Þróttar á Makölu. Mollie í marki Þróttar gerir vel og hendir sér á boltann áður en Makala nær til hans.
22. mín
Aftur á Caroline góða fyrirgjöf frá hægri og Freyja Karín er nálægt því að ná skalla á markmið.
20. mín
Tindastóll fær hornspyrnu sem Laufey Harpa tekur og setur inn á teiginn, þar þrumar María Eva honum langt í burtu.
19. mín
Það er að lifna yfir þessu og sókn Þróttar þyngist.

Mist kemur sér fram hjá Maríu Dögg, bakverði Tindastóls og á góðan bolta út í teiginn á Þórdísi Elvu sem hittir ekki boltann. Sóknin endar með skoti Freyju Karínar, en það fer yfir.
17. mín
Caroline reynir fyrirgjöf inn á teiginn frá hægri sem Katherine Grace í vörn Tindastóls sér við.
15. mín
Allt frekar rólegt þessa stundina, leikmenn Tindastóls leyfa Þrótturum að spila boltanum í öftustu línu en Þróttarar ná ekki að spila sig upp á þriðja þriðjung vallarins.

Tindastóll reyna mikið að setja langa bolta fram á framherjana sína, Makala Woods og Birgittu Rún, en varnarmenn Þróttar eiga ekki í miklum vandræðum að eiga við þær.
11. mín Gult spjald: Hrafnhildur Salka Pálmadóttir (Tindastóll )
6. mín
Þórdís Elva á fyrirgjöf frá vinstri eftir gott samspil með Caroline, Genevieve nær ekki að handsama boltann sem rúllar í gegnum allan teiginn og út af.
2. mín
Tindastóll fer beint í sókn og Makala Woods er komin í fínt færi en Mollie kemur út á móti henni og handsamar boltann.
1. mín MARK!
Freyja Karín Þorvarðardóttir (Þróttur R.)
Þetta tók aldeilis ekki langan tíma, Mist Funadóttir keyrir upp vinstri kantinn og setur hann fyrir, eftir smá klafs í teignum er Freyja Karín grimmust og setur boltann í netið.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn í bongó blíðu í Laugardalnum, Makal Woods framherji Tindastól sparkar þessu af stað.
Fyrir leik
Dómari leiksins Dómari leiksins er Bríet Bragadóttir, henni til halds og traust, á línunum eru, eru Ingibjörg Garðarsdóttir Briem og Daníel Örn Arnarson.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Byrjunarliðin Þróttur
Þróttarar gera þrjár breytingar á byrjunarliði sínu, þar ber helst að nefna að Kate Cousins tekur sér sæti á bekknum ásamt þeim Jelenu Tinnu og Unni Dóru Bergsdóttur. Inn í byrjunarliðið koma þær Kristrún Rut Antonsdóttir, Sigríður Theódóra Guðmundsdóttir og Sóley María.


Tindastóll
Byrjunarlið Tindastóls er óbreytt frá 1-2 tapi liðsins gegn Stjörnunni í síðustu umferð.

Fyrir leik
Tindastóll Tindastóll situr í 7. sæti deildarinnar með 3 stig eftir 3 umferðir. Þær byrjuðu mótið á að sigra nýliða FHL en hafa tapað síðustu tveimur leikjum.

Í síðustuumferð fengu þær Stjörnukonur í heimsókn og töpuðu 1-2. Makala Woods kom Tindastól yfir undir lok fyrri hálfleiks en Stjörnukonur skoruðu tvö mörk í blálokinn og unnu leikinn.

Mynd: Sigurður Ingi Pálsson

Fyrir leik
Þróttur Eftir þrjá umferðir eru Þróttarar enn taplausar og sitja í 4. sæti deildarinnar með 7. stig, jafn mörg stig og Blikar sem tróna á toppnum.

Í síðustu umferð mættu Þróttarar Víkingum á útivelli þar sem Þróttur bar sigur úr bítum, 0-1. Eina mark leiksins kom eftir skot Kate Cousins sem fór í markmann Víkings og í netið.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Kate Cousins er snúin aftur í Laugardalinn eftir að hafa spilað fyrir Val á síðasta tímabili.
Fyrir leik
Heil og sæl Verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Þróttar og Tindastóls í 4. umferð Bestudeildar kvenna. Leikurinn fer fram á Avis vellinum, heimavelli Þróttar og verður flautað til leiks klukkan 17:00.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Genevieve Jae Crenshaw (m)
3. Bryndís Rut Haraldsdóttir (f)
4. Hrafnhildur Salka Pálmadóttir
6. Laufey Harpa Halldórsdóttir
9. María Dögg Jóhannesdóttir
10. Elísa Bríet Björnsdóttir
13. Birgitta Rún Finnbogadóttir ('76)
14. Lara Margrét Jónsdóttir ('83)
18. Katherine Grace Pettet
21. Nicola Hauk
27. Makala Woods
- Meðalaldur 22 ár

Varamenn:
12. Sigríður H. Stefánsdóttir (m)
2. Saga Ísey Þorsteinsdóttir ('76)
11. Snæfríður Eva Eiríksdóttir ('83)
15. Emelía Björk Elefsen
16. Sunneva Dís Halldórsdóttir
17. Katla Guðný Magnúsdóttir
20. Kristrún María Magnúsdóttir
23. Magnea Petra Rúnarsdóttir
- Meðalaldur 19 ár

Liðsstjórn:
Halldór Jón Sigurðsson (Þ)
Hugrún Pálsdóttir
Aldís María Jóhannsdóttir
Aron Örn Sigurðsson
Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir

Gul spjöld:
Hrafnhildur Salka Pálmadóttir ('11)

Rauð spjöld: