Palace opið fyrir því að selja enska tvíeykið - Real Madrid vill að Man Utd nýti endurkaupsrétt sinn á Alvaro - Vardy orðaður við Leeds
banner
   lau 03. maí 2025 10:48
Brynjar Ingi Erluson
Palace opið fyrir því að selja Eze og Guehi - Tah til Man Utd?
Powerade
Eberechi Eze gæti farið frá Palace í sumar
Eberechi Eze gæti farið frá Palace í sumar
Mynd: EPA
Fer Tah til Man Utd?
Fer Tah til Man Utd?
Mynd: EPA
Jamie Vardy er orðaður við Leicester
Jamie Vardy er orðaður við Leicester
Mynd: EPA
Ensku úrvalsdeildarfélögin eru farin að undirbúa sig fyrir sumargluggann en nokkur af þeim stærstu koma öll fyrir í Powerade-slúðurpakka dagsins.

Manchester United er komið í baráttuna við Barcelona, Bayern München og Real Madrid um þýska varnarmanninn Jonathan Tah (29). Samningur hans við Bayer Leverkusen rennur út í sumar. (Sky)

Crystal Palace er opið fyrir því að leyfa Eberechi Eze (26) og Marc Guehi (24) að fara frá félaginu í sumar til þess að fjármagna endurnýjun á hópnum. (Sun)

Real Madrid vill að Manchester United nýti 15 milljóna punda endurkauprétt sinn á spænska bakverðinum Alvaro Carreras (22) svo félagið geti keypti hann fyrir 27 milljónir punda í stað þess að eyða 50 milljónum punda sem Benfica fer fram á að fá í sumarglugganum. (AS)

Arsenal hafði gert sér vonir um að ganga frá kaupum á Luighi, 19 ára framherja Palmeiras í Brasilíu, en það er komið högg í þá baráttu þar sem bæði Inter og Borussia Dortmund eru bæði farin að sýna leikmanninum áhuga. (Sun)

Bournemouh og Arsenal eru meðal félaga í ensku úrvalsdeildinni sem hafa áhuga á því að fá spænska markvörðinn Joan Garcia (23) frá Espanyol. (Talksport)

Everton vill fá Liam Delap (22) frá Ipswich Town, en mun þurfa að keppast við Chelsea og Manchester United um enska framherjann. (Teamtalk)

Chelsea leiðir baráttuna um kamerúnska miðjumanninn Arthur Avom (20) sem er á mála hjá Lorient. (Mirror)

Bournemouth er öruggt um að Andoni Iraola, stjóri félagsins, muni framlengja samning sinn þrátt fyrir áhuga Tottenham. (Football Insider)

Bandaríska félagið Chicago Fire er í viðræðum við belgíska miðjumanninn Kevin de Bruyne (33) sem mun yfirgefa Manchester CIty þegar samningur hans rennur út í sumar. (ESPN)

Como er í viðræðum við Manchester CIty um kaup á argentínska miðjumanninum Maximo Perrone (22), en hann hefur eytt tímabilinu á láni hjá ítalska félaginu. (Fabrizio Romano)

Leeds er farið að undirbúa sig fyrir komandi tímabil í ensku úrvalsdeildinni en félagið íhugar nú að fá Jamie Vardy (38) frá Leicester á frjálsri sölu. (Teamtalk)
Athugasemdir
banner
banner
banner