Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
Kári
3
6
Stjarnan
0-1 Benedikt V. Warén '41
Hektor Bergmann Garðarsson '70 1-1
1-2 Adolf Daði Birgisson '105
Mikael Hrafn Helgason '117 2-2
2-3 Emil Atlason '120 , víti
Þór Llorens Þórðarson '120 , víti 3-3
3-4 Jóhann Árni Gunnarsson '120 , víti
Mikael Hrafn Helgason '120 , misnotað víti 3-4
3-5 Daníel Finns Matthíasson '120 , víti
Hektor Bergmann Garðarsson '120 , misnotað víti 3-5
3-6 Baldur Logi Guðlaugsson '120 , víti
14.05.2025  -  20:00
Akraneshöllin
Mjólkurbikar karla
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson
Byrjunarlið:
85. Kristján Hjörvar Sigurkarlsson (m)
2. Benjamín Mehic
4. Tómas Týr Tómasson ('112)
8. Sigurjón Logi Bergþórsson (f) ('90)
9. Sigurður Hrannar Þorsteinsson ('68)
16. Birkir Hrafn Samúelsson
17. Máni Berg Ellertsson ('68)
22. Sveinn Svavar Hallgrímsson ('68)
23. Oskar Wasilewski
33. Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson
47. Matthías Daði Gunnarsson ('106)
- Meðalaldur 21 ár

Varamenn:
25. Kasper Úlfarsson (m)
7. Marinó Hilmar Ásgeirsson ('68)
10. Mikael Hrafn Helgason ('90)
11. Hektor Bergmann Garðarsson ('68)
14. Benedikt Ísar Björgvinsson
15. Marteinn Theodórsson ('112)
27. Kristian Mar Marenarson
77. Þór Llorens Þórðarson ('68)
88. Börkur Bernharð Sigmundsson ('106)
- Meðalaldur 22 ár

Liðsstjórn:
Andri Júlíusson (Þ)
Aron Ýmir Pétursson (Þ)
Alexander Aron Davorsson (Þ)
Sveinbjörn Geir Hlöðversson
Kolbeinn Tumi Sveinsson
Helgi Rafn Bergþórsson
Stefán Þór Þórðarson

Gul spjöld:
Alexander Aron Davorsson ('45)
Þór Llorens Þórðarson ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Stjarnan áfram í 8-liða Stjörnumenn vinna leikinn en það er þökk sé þessum tveimur vörslum Árna í vítaspyrnukeppninni. Þvílík hetju frammistaða frá Kára í þessum leik samt.

120. mín Mark úr víti!
Baldur Logi Guðlaugsson (Stjarnan)
BALDUR LOGI TRYGGIR STJÖRNUNA ÁFRAM
120. mín Misnotað víti!
Hektor Bergmann Garðarsson (Kári)
Árni étur hann.
120. mín Mark úr víti!
Daníel Finns Matthíasson (Stjarnan)
Öruggt. Kristján í vitlaust horn.
120. mín Misnotað víti!
Mikael Hrafn Helgason (Kári)
ÁRNI VER MEÐ LÖPPUNUM
120. mín Mark úr víti!
Jóhann Árni Gunnarsson (Stjarnan)
Öruggt. Kristján hreyfir sig ekki.
120. mín Mark úr víti!
Þór Llorens Þórðarson (Kári)
Þór setur fyrsta víti Kára
120. mín Mark úr víti!
Emil Atlason (Stjarnan)
Emil skorar úr fyrsta vítinu Kristján í réttu horni
120. mín
ÞAÐ ER VÍTÓ Leik lokið og allt jafnt eftir framlengingu. Bæng. Vító.
120. mín
Þór Llorens bombar yfir Fínt færi til að gefa boltann fyrir en Þór reynir skot af löngu færi sem er aldrei á leiðinni á markið.
120. mín
Ná Kári að skora?? Sigurður Gunnar keyrir í bak Káramanns og heimamenn eiga aukaspyrnu á lokamínútum leiksins.
119. mín Gult spjald: Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan)
Dúndrar Marinó Hilmar niður og hárrétt
117. mín MARK!
Mikael Hrafn Helgason (Kári)
Stoðsending: Börkur Bernharð Sigmundsson
AAAAAAAGHHHH SEEEEENUUUUUUUR HVAÐ ER AÐ GERAST HÉRNA. ÞVÍLÍK SKYNDISÓKN HJÁ KÁRA. ÞEIR BRUNA UPP VÖLLINN MEÐ TRYLLTU SPILI, NÁ BOLTANUM INN Á TEIGINN ÞAR SEM BÖRKUR BERNHARÐ LEGGUR BOLTANN ÚT Á MIKAEL HRAFN SEM TEKUR SKOT Í VARNARMANN OG INN.

ÞETTA ER ROSALEGT.
115. mín
Kristján Hjörvar að reyna að kasta leiknum Kristján tekur við boltanum, Örvar pressar hann og nær að setja fótinn fyrir sendingu Kristjáns en ungi markmaðurinn er bara heppinn að ná að handsama boltann að lokum.
112. mín
Inn:Marteinn Theodórsson (Kári) Út:Tómas Týr Tómasson (Kári)
110. mín
Hörkubarátta en lítið um færi Bæði lið að reyna og reyna, heimamenn síst lakari aðilinn. Finnbogi Laxdal ennþá, á 110. mínútu, að keyra upp kantinn á fullu.
106. mín
Inn:Börkur Bernharð Sigmundsson (Kári) Út:Matthías Daði Gunnarsson (Kári)
Bæði lið gera skiptingu í hálfleik
106. mín
Inn:Jóhann Árni Gunnarsson (Stjarnan) Út:Örvar Logi Örvarsson (Stjarnan)
106. mín
Stjarnan byrjar seinni Nú er spurningin, nær Kári að jafna aftur og við förum í vító?
105. mín
Hálfleikur
Bara beint í hálfleik og áfram gakk
105. mín MARK!
Adolf Daði Birgisson (Stjarnan)
Stoðsending: Örvar Logi Örvarsson
Á LOKAMÍNÚTU FYRRI HÁLFLEIKS FRAMLENGINGAR Adolf Daði með BIIIIIILAAAAÐ MARK. Köttar inn af vinstri og tekur skotið á nákvæmlega sama stað og Benedikt Warén áðan. Þetta skot var bara meira í skeytin, og ég hélt að það væri ekki hægt.
103. mín
Aldrei verið svona heitt hérna Hef oft komið á leiki hérna og það hefur ALDREI verið jafn heitt hérna inni.
98. mín
Stjarnan í færi En fá dæmt á sig brot inni í teig Kára. Ekkert annað að frétta hérna í framlengingunni.
91. mín
Framlenging í gang Heimamenn hefja fyrri hálfleik framlengingar.
90. mín
+7 FRAMLENGING Venjulegum leiktíma lokið. Við förum í framlengingu.
90. mín
+6 ÞEIR ÆTLA Í FRAMLENGINGU Boltinn ut í teiginn á Baldur Loga sem á flott skot meðfram jörðinni en Kristján Hjörvar ver.
90. mín
+5 Alex Þór með vallarmark í amerískum fótbolta. Daníel Finns á sendingu út í teiginn á Alex sem dúndrar boltanum 30 metra yfir mark Kára.
90. mín
Inn:Mikael Hrafn Helgason (Kári) Út:Sigurjón Logi Bergþórsson (Kári)
+2
90. mín
7 mínútur í uppbótartíma! Fáum við dramatík hérna í lokin?
90. mín Gult spjald: Þór Llorens Þórðarson (Kári)
Þrumar Baldur Loga niður Eiginlega appelsínugult en Villi sleppir honum með gult.
90. mín
SINDRI ÞÓR MEÐ SLEGGJU Held að enginn nenni í framlengingu hérna í höllinni. Sindri með neglu í slánna.
84. mín
Hörkustemning hérna Heimamenn vel studdir hérna í höllinni. Keyrir þá ekki Örvar Eggerts upp hægri kantinn, nær fyrirgjöf sem er hreinsuð beint á Stjörnumann en skotið framhjá markinu.
79. mín
Leikurinn farinn af stað aftur Adolf Daði lá óvígur eftir í nokkrar mínútur og leikurinn var stopp á meðan að hlúð var að honum. Allt í gang aftur og Adolf kemst sjálfur í færi sem hann setur framhjá.
70. mín MARK!
Hektor Bergmann Garðarsson (Kári)
Stoðsending: Þór Llorens Þórðarson
ÞVÍLÍK SKIPTING ÞEIR ERU BÚNIR AÐ JAFNA - ÉG ENDURTEK - KÁRAMENN ERU BÚNIR AÐ JAFNA

Þvílíkur og önnur eins skipting hjá þjálfurum Kára Alla Davors, Andra Má og Aron Ými. Þeir eru búnir að jafna heilum 70 sekúndum eða eitthvað eftir að þeir gerðu skiptinguna. Varamaður með stoðsendinguna og annar varamaður með markið. Vá vá vá senur í höllinni.
68. mín
Inn:Emil Atlason (Stjarnan) Út:Andri Rúnar Bjarnason (Stjarnan)
68. mín
Inn:Adolf Daði Birgisson (Stjarnan) Út:Benedikt V. Warén (Stjarnan)
68. mín
Inn:Þór Llorens Þórðarson (Kári) Út:Sigurður Hrannar Þorsteinsson (Kári)
68. mín
Inn:Hektor Bergmann Garðarsson (Kári) Út:Máni Berg Ellertsson (Kári)
68. mín
Inn:Marinó Hilmar Ásgeirsson (Kári) Út:Sveinn Svavar Hallgrímsson (Kári)
67. mín
Gult? Örvar fer af miklum krafti í bakið á Benna og Villi flautar aukaspyrnu, hefði geta verið gult að mínu mati.
64. mín
DAUÐAFÆRI Næstum því 1-1!!! Matthías Daði á geggjaðan klobba og geysist svo upp völlinn hann kemur svo með flottan bolta á Sigurð Hrannar sem á fínt skot sem Árni Snær nær að verja, flott sókn hjá heimamönnum.
63. mín
Inn:Örvar Eggertsson (Stjarnan) Út:Haukur Örn Brink (Stjarnan)
58. mín
VILLI DÓMARI REIÐUR Kárabekkurinn enn einu sinni að æsa sig, að óþörfu, og Vilhjálmi er nóg boðið. Hann labbar rólega að bekk heimamanna og hendir í „HÆTTIÐ ÞESSU“ á allan bekkinn. Næsta svona tiltali fylgir líklega spjald eða spjöld.
52. mín
BENEDIKT MEÐ NEGLU Alvöru byrjun á seinni hálfleik. Benó á frábært hlaup inn fyrir vörn Kára, kemst inn á teiginn og á þrumuskot með vinstri sem Kristján Hjörvar þarf að hafa sig allan við að verja í stöngina.
48. mín
KÁRI SVO NÁLÆGT ÞVÍ AÐ JAFNA Sigurður Hrannar fær boltann inn á teignum og á skot sem Árni Snær ver stórkostlega, boltinn dettur fyrir fætur Matthíasar sem nær skoti á markið en Árni ver aftur!
46. mín
Aftur af stað Gestirnir byrja seinni.
45. mín
Inn:Andri Adolphsson (Stjarnan) Út:Þorri Mar Þórisson (Stjarnan)
45. mín
Hálfleikur
Gestirnir leiða í hálfleik Ekkert óverðskuldað en Káramenn hafa samt verið frábærir í þessum fyrri hálfleik og ekki að sjá að það séu tvær deildir á milli þessara félaga.
45. mín Gult spjald: Alexander Aron Davorsson (Kári)
Proper Skagatryllingur Þorri Mar með brot á gulu og Kárabekkurinn tryllist. Villi hendir í gult.
41. mín MARK!
Benedikt V. Warén (Stjarnan)
Stoðsending: Alex Þór Hauksson
Þetta var negla Langbesti maður Stjörnunnar í undanförnum leikjum kemur með eitt úr efstu hillu. Alex Þór neglir boltanum út á Benedikt sem keyrir inn í átt að teignum og neglir boltanum í fjærhornið. Óverjandi.
34. mín
Káramenn öskra eftir víti Finnbogi Laxdal geysist upp völlinn eftir lélega hornspyrnu gestanna og keyrir inn á teiginn þar sem hann fellur hreinlega við og allt tryllist í þessari vél hljóðbæru höll. Aldrei víti.
32. mín
Fyrsti boltinn upp í loft! Og það eru heimamenn sem setja hann upp. Stjarnan fær boltann. Vonandi verður ekki of mikið af þessu.
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
30. mín Gult spjald: Þorri Mar Þórisson (Stjarnan)
Hárrétt Rífur Finnboga niður og Villi getur ekkert annað en að spjalda hann.
25. mín
Káramenn keyra upp völlinn Heimamenn taka aukaspyrnuna hratt og koma boltanum upp völlinn á Finnboga Laxdal en skot hans fer himinhátt yfir mark Stjörnunnar.
24. mín
Stjarnan fær horn Þeir taka það stutt og má ekki boltanum inn í teig. Endar með því að Örvar Logi brýtur af sér.
19. mín
Leikurinn í jafnvægi Hvorugt lið hefur náð að skapa sér færi undanfarnar mínútur en það er jafnvægi í þessu. Enginn sett boltann upp í loftið hingað til, fögnum því.
10. mín
Fínt færi Gestirnir geysast fram í gegnum Benó! Hann á flotta fyrirgjöf inní teig heimamanna en Káramenn verjast vel og koma boltanum burt.
6. mín
Heimamenn pressa vel Heimamenn í Kára hafa pressað gestina í Stjörnunni mjög vel í byrjun leiks.
2. mín
Strax hætta frá Kára Kári vinna horn eftir 30 sekúndur. Stjarnan hreinsar en boltinn berst á Matthías Daða sem á lélegt skot á markið.
1. mín
Leikur hafinn
Seinni leikur kvöldsins Þá er leikurinn farinn af stað. Heimamenn í Kára sparka leiknum í gang.
Fyrir leik
Bein útsending á ÍA TV
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Ekkert grín að keppa við Kára í höllinni
Káramenn þekkja hverja þakplötu í Akraneshöllinni og það er ekkert grín að koma inn í þetta hús og mæta þeim í gírnum. Það sýndi sig vel í 32-liða úrslitum þar sem Kári vann Lengjudeildarlið Fylkis. Árbæingar misstu hausinn og fengu þrjú rauð spjöld.

Í 1. umferð keppninnar vann Kári 7-1 sigur gegn KFS og gerði svo enn betur í 2. umferð og vann Árborg 8-1. Í öllum umferðunum fjórum hefur Kári fengið heimaleik í Akraneshöll.

Kári leikur í 2. deild og er með þrjú stig eftir tvær umferðir. Heldur bikarævintýri Skagamanna áfram í kvöld?


Stjarnan vann Njarðvík í 32-liða úrslitum en þurfti framlengingu til að tryggja sér sigurinn.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Villi Alvar flautar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson er dómari leiksins. Kristján Már Ólafs og Sveinn Ingi Sigurjónsson Waage eru aðstoðardómarar. Fjórði dómari er Gunnar Freyr Róbertsson.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Velkomin inn í Akraneshöllina!
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon

Kári og Stjarnan berjast í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Sigurliðið verður í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslitin á föstudag. Bikar Baddi spáir framlengingu í kvöld!

   13.05.2025 10:30
Bikar Baddi spáir í 16-liða úrslitin - Topplið mætast í Kópavogi
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
4. Þorri Mar Þórisson ('45)
6. Sindri Þór Ingimarsson (f)
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
19. Daníel Finns Matthíasson
23. Benedikt V. Warén ('68)
24. Sigurður Gunnar Jónsson
29. Alex Þór Hauksson
32. Örvar Logi Örvarsson ('106)
37. Haukur Örn Brink ('63)
99. Andri Rúnar Bjarnason ('68)
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
7. Örvar Eggertsson ('63)
8. Jóhann Árni Gunnarsson ('106)
11. Adolf Daði Birgisson ('68)
17. Andri Adolphsson ('45)
22. Emil Atlason ('68)
28. Baldur Logi Guðlaugsson
33. Bjarki Hrafn Garðarsson
49. Aron Freyr Heimisson
- Meðalaldur 24 ár

Liðsstjórn:
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Rajko Stanisic
Þór Sigurðsson
Egill Atlason
Guðmundur Kristjánsson
Hákon Ernir Haraldsson
Garpur I Elísabetarson
Aleksandar Cvetic

Gul spjöld:
Þorri Mar Þórisson ('30)
Guðmundur Baldvin Nökkvason ('119)

Rauð spjöld: