Veggur í viðræðum Man Utd um Mbeumo - Chelsea vill Rogers - Ekitike og Isak sápuóperan heldur áfram
Árbær
3
4
Kormákur/Hvöt
Brynjar Óli Axelsson '6 1-0
1-1 Abdelhadi Khalok '7
1-2 Jón Gísli Stefánsson '24
1-3 Sigurður Pétur Stefánsson '45
Gunnþór Leó Gíslason '63 2-3
Sergio Francisco Oulu '70
Kristján Daði Runólfsson '90 3-3
3-4 Kristinn Bjarni Andrason '90 , víti
16.07.2025  -  19:15
Domusnovavöllurinn
Fótbolti.net bikarinn
Aðstæður: Vindur og skýjað, korter í rigningu
Dómari: Ásmundur Þór Sveinsson
Maður leiksins: Jón Gísli
Byrjunarlið:
12. Ibrahima Jallow (m)
Baldur Páll Sævarsson
Arnar Páll Matthíasson
Stefán Bogi Guðjónsson
Gunnþór Leó Gíslason
Mikael Trausti Viðarsson
Brynjar Óli Axelsson ('78)
Gunnar Sigurjón Árnason
7. Eyþór Ólafsson
10. Atli Dagur Ásmundsson ('46)
22. Ragnar Páll Sigurðsson (f)
- Meðalaldur 22 ár

Varamenn:
Daði Fannar Reinhardsson (m)
Marko Panic
Nikolin Lleshi
Andrija Aron Stojadinovic ('78)
Ríkharður Henry Elíasson
Kristján Daði Runólfsson ('46)
Bjarki Sigfússon
- Meðalaldur 22 ár

Liðsstjórn:
Nemanja Lekanic (Þ)
Snorri Már Skúlason
Tindur Örvar Örvarsson
Egill Arnar Pálsson
Andi Andri Morina

Gul spjöld:
Gunnþór Leó Gíslason ('82)
Marko Panic ('85)
Eyþór Ólafsson ('90)
Ibrahima Jallow ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
ÞVÍLÍKUR LEIKUR AÐ ENDA!!! KORMÁKUR/HVÖT KOMNIR ÁFRAM!!!
90. mín
Markmaður Árbæjar kemur út fyrir miðju og missir hann eftir slaka sendingu. Jón Gísli kemur á harðaspretti en Jallow ver þetta naumlega. Fer hann ekki að fara flauta þetta?
90. mín
Inn:Arnór Ágúst Sindrason (Kormákur/Hvöt) Út:Sigurður Bjarni Aadnegard (Kormákur/Hvöt)
Siggi fer út eftir höfuðhöggið.
90. mín Mark úr víti!
Kristinn Bjarni Andrason (Kormákur/Hvöt)
KB ANDRA ÞEIR FENGU HANN BARA!!!! VÍTAMARK Á 90+!!!!
90. mín Gult spjald: Ibrahima Jallow (Árbær)
Hvað er að gerast?? Þessi dómri þarf að fara fá sér gleraugu. Jallow kemur út og kýlir Sigga Adnegaard beint niður á gólfið. Að þetta sé ekki beint rautt er ótrúlegt. Víti fyrir Hvöt.
90. mín Gult spjald: Eyþór Ólafsson (Árbær)
90. mín MARK!
Kristján Daði Runólfsson (Árbær)
Allt verður vitlaust hér í Breiðholtinu! Þeir jafna á lokamínútunum
90. mín
Inn:Haukur Ingi Ólafsson (Kormákur/Hvöt) Út:Goran Potkozarac (Kormákur/Hvöt)
90. mín Gult spjald: Kristinn Bjarni Andrason (Kormákur/Hvöt)
85. mín Gult spjald: Marko Panic (Árbær)
82. mín Gult spjald: Gunnþór Leó Gíslason (Árbær)
78. mín
Inn:Andrija Aron Stojadinovic (Árbær) Út:Brynjar Óli Axelsson (Árbær)
74. mín
Inn:Sigurður Bjarni Aadnegard (Kormákur/Hvöt) Út:Abdelhadi Khalok (Kormákur/Hvöt)
Siggi Aadnegard byrjar á því að fara í rangan lit og svo í ranga treyju. Kemur inn á fyrir Khalok sem hefur verið ágætur en ekki sést mikið í seinni.
74. mín
Verður að segjast að dómgæslan er ekki upp á marga fiska. Tekið í andlitið á Sigurði Pétri og ekki spjald.
71. mín
Árbæingar henda þessari aukaspyrnu frá sér og skjóta yfir.
70. mín Rautt spjald: Sergio Francisco Oulu (Kormákur/Hvöt)
Rautt á Sergio. Brýtur á sóknarmanni sem er kominn einn í gegn
63. mín MARK!
Gunnþór Leó Gíslason (Árbær)
Árbæingar skora eftir einhvern svefn í vörninni. 2-3.
60. mín
Dominguez liggur niðri eftir að leikmaður Árbæinga hleypur hann niður í pirringi. Virðist ekki einu sinni reyna ná boltanum. Dómarinn spjaldar ekki sem er ótrúlegt.
55. mín
Hvöt fær horn eftir gott spil
46. mín
Inn:Kristján Daði Runólfsson (Árbær) Út:Atli Dagur Ásmundsson (Árbær)
Árbæingar gera skiptingu. Kristján Daði kemur inn fyrir Atla Dag.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hafinn
45. mín
Hálfleikur
Frábær fyrri hálfleikur búinn. Bíð spenntur eftir seinni hálfleik.
45. mín MARK!
Sigurður Pétur Stefánsson (Kormákur/Hvöt)
Hann kann þetta! Auðvitað er Sigurður Pétur sem virðist bara geta skorað í bikarleikjum! 1-3 er staðan hér á Domusnovavellinum!
45. mín
Kristinn Bjarni liggur niðri eftir að hafa dottið af leikmanni Árbæjar, virðist hafa lent illa.
44. mín
Goran kemst einn í gegn og skýtur honum framhjá markmanni Árbæjar en endar ekki í netinu.
40. mín
Árbæingar grátlega nálægt því að jafna metin. Simon ver skalla, missir hann niður en nær traustum tökum á boltanum
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
32. mín
Markmaður Árbæjar liggur niðri eftir hornspyrnu Hvatar.
28. mín
Olnbogi Hvernig er þetta ekki spjald?? Sýnist það vera Marko Panic sem gefur Goran vægt olnbogaskot á kjamman. Vægalegast áhugaverður dómur
24. mín MARK!
Jón Gísli Stefánsson (Kormákur/Hvöt)
Stoðsending: Helistano Ciro Manga
Helistano sterkur og stæður og sendir frábæran bolta á Jón Gísla sem afgreiðir honum framhjá Ibrahima. 1-2 fyrir Hvöt!
17. mín
Smá svefn Smá svefn í vörn Hvatar, Brynjar Óli nær boltanum á hættulegum stað en Simon ver þetta vel
15. mín
Heyrist hátt í aðdáendum Árbæjar, alltaf gaman að þessu.
7. mín MARK!
Abdelhadi Khalok (Kormákur/Hvöt)
Stoðsending: Jón Gísli Stefánsson
Þvílíkt svar! Jón Gísli duglegur á vinstri vængnum að koma í gegn og sendir hann inn í teig á Khalok sem slúttar þetta vel.
6. mín MARK!
Brynjar Óli Axelsson (Árbær)
Flott hlaup og duglegir að komast í gegn þarna. 1-0 fyrir heimamönnum.
5. mín
Gult spjald á leikmann nr 10 hjá Árbæ. Númer leikmanna eru ekki komin inn þannig ég veit ekkert hver fékk það á sig
4. mín
Árbæjar ultras eru mættir, gjallarhorn og trommur. Love it
1. mín
Leikur hafinn
Heimamenn eru af einhverri ástæðu í varatreyjum og Hvatarmenn í heimatreyjum.
Fyrir leik
Þetta er sjöundi útileikur Hvatar í röð þegar kemur að bikarleikjum. Það verður að teljast met!
Fyrir leik
Elskum bleikar treyjur Það verður að segjast að bæði lið eru ábyggilega með fallegustu heimatreyjur landsins.
Fyrir leik
Breytingar á liðum Stefán Bogi kemur inn í byrjunarlið Árbæjar, sem og Gunnþór Leó, Brynjar Óli og Gunnar Sigurjón.

Kristinn Bjarni kemur inn fyrir Ismael sem er ekki í hóp, spurning hvort meiðslin hafa komið aftur hjá honum. Sergio Oulu kemur einnig inn fyrir Hvatarmenn.
Fyrir leik
Fékk að heyra í það að það vantar blek í prentarann og það næst ekki að prenta út leikskýrsluna
Fyrir leik
Kormákur/Hvöt eru Vestri 2 deildar. Þeir skora lítið og fá á sig fá mörk. Undir 4 á Epic er 1.72 sem er frekar há lína.
Fyrir leik
DREGIÐ Á MORGUN í 8-liða úrslit Grótta varð fyrsta liðið til að komast í 8-liða úrslit Fótbolti.net bikarsins, bikarkeppni neðri deilda, með sigri gegn KFS í gær. Í kvöld fara hinir leikirnir í 16-liða úrslitum fram.

Dregið verður í 8-liða úrslitin á Laugardalsvelli á morgun, hægt verður að horfa á dráttinn í beinni hjá Fótbolti.net á Instagram. Þá kemur niðurstaðan að sjálfsögðu beint inn á síðuna.

8-liða úrslitin verða spiluð þriðjudaginn 5. ágúst, undanúrslitin 20. september og úrslitaleikurinn verður á hybrid grasi Laugardalsvallar föstudagskvöldið 26. september.

Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Seinustu leikir Í seinasta leik tapaði Árbær naumlega gegn Augnablik á útivelli 1-0.

Hvatarmenn hljóta að vera á bleiku skýi eftir að hafa unnið Gróttu á útivelli 1-2 og klára þar með tvennuna gegn Gróttu eftir að hafa unnið þá á heimavelli 1-0.
Fyrir leik
Fyrri leikir liðanna Þessi lið hafa einungis mætt hvoru öðru tvisvar sinnum, en í bæði skipti höfðu Húnvetningar betur.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson

Fyrir leik
16-liða úrslit Fótbolti.net bikarsins Árbær - Kormákur/Hvöt er leikurinn.

Dómarar leiksins
Dómari leiksins er Ásmundur Þór Sveinsson. Honum til aðstoðar verða Ásgeir Viktorsson og Tryggvi Elías Hermannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Leikir kvöldsins
18:00 KFA-Kári (SÚN-völlurinn)
19:15 Álftanes-Ýmir (HTH völlurrinn)
19:15 Árbær-Kormákur/Hvöt (Domusnovavöllurinn)
19:15 KFG-Ægir (Samsungvöllurinn)
19:15 Víkingur Ó.-Reynir S. (Ólafsvíkurvöllur)
19:15 Tindastóll-Þróttur V. (Sauðárkróksvöllur)
20:00 KV-Höttur/Huginn (KR-völlur)
Byrjunarlið:
1. Simon Zupancic (m)
4. Papa Diounkou Tecagne
6. Sigurður Pétur Stefánsson (f)
8. Helistano Ciro Manga
9. Kristinn Bjarni Andrason
11. Jón Gísli Stefánsson
15. Sergio Francisco Oulu
17. Goran Potkozarac ('90)
22. Abdelhadi Khalok ('74)
23. Juan Carlos Dominguez Requena
32. Marko Zivkovic
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
7. Ingvi Rafn Ingvarsson
10. Matheus Bettio Gotler
13. Sigurður Bjarni Aadnegard ('74) ('90)
20. Arnór Ágúst Sindrason ('90)
26. Haukur Ingi Ólafsson ('90)
- Meðalaldur 25 ár

Liðsstjórn:
Dominic Louis Furness (Þ)
Jón Örn Stefánsson
Björn Ívar Jónsson

Gul spjöld:
Kristinn Bjarni Andrason ('90)

Rauð spjöld:
Sergio Francisco Oulu ('70)