
Stærsta umfjöllunarmál ensku blaðanna eru Hugo Ekitike og Alexander Isak. Newcastle vill fá Ekitike frá Frankfurt og halda Alexander Isak, en Liverpool vill fá Isak og hefur líka áhuga á Ekitike. Alvöru sápuópera!
Manchester United á í vandræðum með að klára kaupin á Bryan Mbeumo (25) frá Brentford þar sem Lundúnarfélagið hefur hækkað verðmiðann á leikmanninum í um 70 milljónir punda, en United vill ekki borga meira en 65 milljónir punda. (Guardian)
Keith Andrews, nýr stjóri Brentford, vill halda sínum helstu leikmönnum og vill alls ekki missa Mbeumo. (Mirror)
Chelsea hefur verið duglegt að sækja sóknarleikmann og félagið virðist ekki hætt. Það beinir nú sjónum sínum að Morgan Rogers (22) hjá Aston Villa. (Mail)
Liverpool hefur hafið viðræður við Eintracht Frankfurt um kaup á franska framherjanum Hugo Ekitike (23). (Sky Sports)
Newcastle United heldur áfram að reyna að tryggja sér Ekitike í von um að para hann við sænska framherjann Alexander Isak (25) á næsta tímabili. (Telegraph)
Aston Villa er á meðal enskra úrvalsdeildarfélaga sem íhuga að reyna að næla í Alejandro Garnacho (21), vængmann Manchester United og Argentínu. (Mail)
Manchester United hefur áhuga á Nicolas Jackson (24), framherja Chelsea og Senegal, en Aston Villa og AC Milan fylgjast einnig með stöðu leikmannsins. (Times)
Það gæti komið til þess að United skoði skiptisamning fyrir Jackson, sem myndi þá fela í sér að Garnacho færi til Chelsea. (The i paper)
Sunderland er að kanna möguleikann á að fá Granit Xhaka (32), varnartengilið Bayer Leverkusen og Sviss. (Sky Sports)
West Ham eykur áhuga sinn á Marcus Tavernier (26), miðjumanni Bournemouth. (Football Insider)
Manchester United hefur átt í viðræðum við umboðsmenn Pervis Estupinan (27), varnarmanns Brighton og Ekvador, varðandi hugsanlegt félagaskipti. (Mirror)
Leeds United hefur komist að samkomulagi við Hoffenheim um kaup á miðjumanninum Anton Stach (26), sem spilar fyrir Þýskaland. (Sky Sports Þýskaland)
Inter í Mílanó er að undirbúa tilboð í Ademola Lookman (27), framherja Atalanta og Nígeríu. (Gazzetta dello Sport)
Bayern München bauð Stuttgart 43 milljónir punda auk 4,4 milljóna í bónusgreiðslur og 10% söluklásúlu fyrir þýska framherjann Nick Woltemade (23), en tilboðinu var hafnað samstundis. (Sky Sports Þýskaland)
Real Madrid íhugar að selja brasilíska framherjann Vinícius Jr (25) nema hann lækki launakröfur sínar sem þeir telja of háar. (Sport)
Athugasemdir