Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
Fram
2
5
Víkingur R.
0-1 Shaina Faiena Ashouri '17
0-2 Ísfold Marý Sigtryggsdóttir '49
Dominiqe Evangeline Bond-Flasza '64 1-2
1-3 Ashley Jordan Clark '70
Mackenzie Elyze Smith '73 2-3
2-4 Bergdís Sveinsdóttir '78
2-5 Bergdís Sveinsdóttir '86
20.08.2025  -  18:00
Lambhagavöllurinn
Besta-deild kvenna
Dómari: Guðmundur Páll Friðbertsson
Maður leiksins: Ísafold Mary Sigtryggsdóttir
Byrjunarlið:
33. Þóra Rún Óladóttir (m)
4. Emma Kate Young
5. Dominiqe Evangeline Bond-Flasza ('70)
6. Katrín Erla Clausen ('70)
7. Alda Ólafsdóttir
9. Murielle Tiernan
10. Una Rós Unnarsdóttir ('76)
11. Lily Anna Farkas
13. Mackenzie Elyze Smith (f)
14. Hildur María Jónasdóttir
23. Ólína Ágústa Valdimarsdóttir ('46)
- Meðalaldur 25 ár

Varamenn:
3. Olga Ingibjörg Einarsdóttir ('70)
8. Karítas María Arnardóttir
15. Sara Dögg Ásþórsdóttir ('76)
20. Freyja Dís Hreinsdóttir
22. Ólína Sif Hilmarsdóttir
25. Thelma Lind Steinarsdóttir
30. Kamila Elise Pickett ('46)
77. Eyrún Vala Harðardóttir ('70)
- Meðalaldur 21 ár

Liðsstjórn:
Óskar Smári Haraldsson (Þ)
Guðlaug Embla Helgadóttir
Svava Björk Hölludóttir
Magnús Þorsteinsson
Thelma Björk Theodórsdóttir
Pálmi Þór Jónasson
Gareth Thomas Owen
Kirian Elvira Acosta

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
VÁ! þessi leikur breyttist heldur betur, Víkingar leiddu í 0-1 í hálfleik og svo kom hvorki meira né minna en 6 mörk í seinni hálfleik!
Fram 2 - Víkingur 5!

Takk fyrir samfylgdina, viðtöl og skýrsla kemur inn seinna í kvöld
96. mín
Annað hörkufæri sem Fram kemst í, næstum hreinlega sjálfsmark en boltinn út fyrir endalínu
93. mín
Lily svo sjálf með hornspyrnuna, hættulegur bolti en Eva Ýr nær að henda sér á hann
92. mín
Lily Farkas með Hööööörkuskot, en það fer í varnarmann og er rétt framhjá
91. mín
Uppbótatími a.m.k. 5 mínútur
87. mín
Hvað er að gerast?!? Allt í einu orðinn 7 marka leikur! Það var 0-1 í hálfleik!?!?!
86. mín
Inn:Anika Jóna Jónsdóttir (Víkingur R.) Út:Emma Steinsen Jónsdóttir (Víkingur R.)
86. mín MARK!
Bergdís Sveinsdóttir (Víkingur R.)
Stoðsending: Shaina Faiena Ashouri
Shaina með sturlaða sendingu inn fyrir á Bergdísi sem tekur hann með sér og leggur hann svo framhjá Þóru í markinu
85. mín
Emma Steinsen og Sara Dögg skella saman og liggja eftir
83. mín
Inn:Jóhanna Elín Halldórsdóttir (Víkingur R.) Út:Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Víkingur R.)
78. mín MARK!
Bergdís Sveinsdóttir (Víkingur R.)
Stoðsending: Ashley Jordan Clark
Ég bað um fleiri mörk og ég er heldur betur að fá þau! Ashley á fyrirgjöf þar er að ég held Berdís bara að taka sína fyrstu snertingu í leiknum og stýrir boltanum inn
76. mín
Inn:Sara Dögg Ásþórsdóttir (Fram) Út:Una Rós Unnarsdóttir (Fram)
74. mín
Inn:Bergdís Sveinsdóttir (Víkingur R.) Út:Ísfold Marý Sigtryggsdóttir (Víkingur R.)
73. mín MARK!
Mackenzie Elyze Smith (Fram)
Murielle á skot sem Eva ver til hliðar þar sem Mackenzie er mættust og pikkar honum inn
70. mín
Inn:Eyrún Vala Harðardóttir (Fram) Út:Katrín Erla Clausen (Fram)
70. mín
Inn:Olga Ingibjörg Einarsdóttir (Fram) Út:Dominiqe Evangeline Bond-Flasza (Fram)
70. mín MARK!
Ashley Jordan Clark (Víkingur R.)
ÞAR KOM AÐ ÞVÍ! Ashely fór bara víst í markaskóna í dag, þrumar þessu í fjærhornið
67. mín
Ashley með tilraun en hún hefur ekki klætt sig í markaskóna í dag, hefur ekki alveg gengið nógu vel hjá henni fyrir framan markið...
64. mín MARK!
Dominiqe Evangeline Bond-Flasza (Fram)
Stoðsending: Una Rós Unnarsdóttir
Una á hornspyrnuna, Eva nær ekki að halda honum í markinu, Dominiqe gengur á lagið og þrumar honum inn
59. mín
Dauuuuuuðafæriiii Þórdís með fyrirgjöf inn á Ísafold sem tæklar hann en Þóra ver hann og boltinn rúllar rétt framhjá markinu
57. mín
Murielle með hörkuskot en boltinn rétt framhjá
56. mín
Bergþóra tekur hornið, boltinn enda fyrir fótum Ashley en ekkert verður úr þessu
55. mín
Þórdís Hrönn með fyrirgjöf, Ísafold reynir við annað markið sitt í kvöld en Framkonur vel á verði
50. mín
Framkonur eru þó ekki hættar, fyrst á Murielle hörkuskot endar síðan fyrir framan Pickett en inn vill boltinn ekki
49. mín MARK!
Ísfold Marý Sigtryggsdóttir (Víkingur R.)
Stoðsending: Bergþóra Sól Ásmundsdóttir
Svoooo auðvelt, Bergþóra setur hann inn í og Ísafold Mary er þar mætt og bara tekur hann niður um leið og hún leggur hann í markið
47. mín
Shaina með ágætis tilraun en boltinn þó yfir
46. mín
Alda sparkar seinni hálfleiknum af stað fyrri heimakonur
46. mín
Inn:Kamila Elise Pickett (Fram) Út:Ólína Ágústa Valdimarsdóttir (Fram)
45. mín
Hálfleikur
Víkingar leiða 0-1 í hálfleik, nokkuð sanngjarnt
Hefur verið frekar lokaður leikur með nokkrum hálffærum en bæði lið hafa ekki verið upp á sitt besta á síðasta þriðjung!
Vonandi opnast leikurinn aðeins í seinni hálfleik og við fáum fleiri mörk
45. mín
Shaina þeytist upp völlinn á svo sendingu á Ashley sem á að gera betur í þessu færi, setur boltann beint í fangið á Þóru
45. mín
Við erum komin á markamínúturnar rétt fyrir hálfleik
45. mín
Hörkusókn hjá Fram konum sem síðan ekkert verður úr
43. mín
Murielle nær skalla eftir horn sem rennur naumlega framhjá markinu, liggur síðan eftir en er staðin upp
41. mín
Dominiqe með aukaspyrnu sem flýgur inn í teiginn, Murielle nær að flikka honum áfram en boltinn endar svo í höndunum á Evu Ýr
38. mín Gult spjald: Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Víkingur R.)
Hún fær líklega sekt í klefanum fyrir fáránlegt gult? slær til Dominiqe eftir tæklingu
37. mín
Hörkuskot í samman, sýndist það vera Una Rós
35. mín
Kritín Erla, með flottar hreyfingar reynir síðan stungu upp á Þórdísi en boltinn alltof fastur
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
33. mín
Ashley Clark í dauðafæri en boltinn hátt yfir
29. mín
Þórdís tekur hornspyrnu en Framkonur koma þessu frá
26. mín
Una tekur aukaspyrnu setur hann upp á Lily Farkas sem setur hann svo í varnarmann, hornspyrna dæmd sem ekkert verður úr
22. mín
Dagný í dauðafæri, svo Þórdís en inn fer boltinn ekki..
20. mín
Bergþóra tekur horn en boltinn útfyrir endalínu
19. mín
Þórdís með hörkuskot en Þóra ver vel
17. mín MARK!
Shaina Faiena Ashouri (Víkingur R.)
Shaina að gera það sem hún gerir best! Skora mörk, held að allir hafi haldið að hann væri á leiðinni útaf en í fjær hornið smellur boltinn
13. mín
Víkingar komast i tvigang i flott færi, darraðardans í teignum eftir horn sem Framvörnin átti erfitt með að koma í burtu sem endar svo á því að Þórdís Hrönn á hörku fyrirgjöf? Jahh eða skot? Sem Þóra á í stökustu vandræðum með en nær þó að handsama hann að lokum
11. mín
Una Rós kemst í ágætis færi en boltinn yfir
8. mín
Alda komin í dauðafæri en á einhvern óskiljanlegan hátt þá missir hún boltan frá sér
3. mín
Murielle með ágætis tilraun en boltinn framhjá markinu, vilja meina að boltinn hafi farið í varnarmann
1. mín
Leikur hafinn
Ísafold Mary sparkar þessu af stað fyrir gestina
Fyrir leik
Spámaður 14. umferðar Bestudeildar kvenna Katla Guðmundsdóttir, sem hefur skorað níu mörk í 15 leikjum í Lengjudeildinni með KR í sumar, spáir í leikina að þessu sinni.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir



Fram 0 - 2 Víkingur R.
Fer 0-2 fyrir Víking í hörkuleik, hvet fólk til að mæta á styrktarleik Bryndísar Klöru.

Sjá nánar hér


Fyrir leik
Víkingur Víkingskonur sitja í 9. og næst neðsta sæti deildarinnar, 4 stigum á eftir liði Tindastóls sem situr í 8. sæti.

Víkingar hafa ekki verið sannfærandi í fyrra hluta tímabilsins og hafa einungis unnið 3 leiki af 13 í sumar. þeim var af mörgum spáð 3. sætinu fyrir tímabilið og því hlýtur staðan að vera vonbrigði.

Víkingar töpuðu 2-4 fyrir Breiðablik í síðasta leik og við getum því átt von á hörkuleik í kvöld þar sem bæði lið vilja sækja sér stig!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Fram Framkonur sitja eins og staðan er í 7. sæti með 15 stig, jafnmörk stig og Stjarnan sem situr í 6. sæti, en með lakari markatölu.

Framkonur töpuðu í síðustu umferð nýliðaslagnum gegn FHL 3-2 fyrir austan. Voru það jafnframt fyrstu stig FHL í sumar.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Dómarar kvöldsins
Á flautunni í kvöld verður Guðmundur Páll Friðbertsson og honum til halds og traust verða Óliver Thanh Tung Vú og Daníel Örn Arnarson aðstoðardómarar.

Eftirlitsmaður er Jón Sveinsson og varadómari í kvöld er Reynir Ingi Finnsson

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Velkomin á styrktarleik fyrir Bryndísi Klöru Verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu þráðbeint frá Lambhagavelli þar sem Fram tekur á móti Víking í 14. umferð Bestu deildarinnar.

Leikurinn í kvöld er styrktarleikur fyrir Bryndísi Klöru

Fyrri leikur liðanna endaði með 1-2 sigri Fram og er því von á fjörugum leik í kvöld

Leikurinn hefst á slaginu 18:00!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
30. Eva Ýr Helgadóttir (m)
2. Gígja Valgerður Harðardóttir (f)
3. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir
5. Emma Steinsen Jónsdóttir ('86)
7. Dagný Rún Pétursdóttir
14. Shaina Faiena Ashouri
18. Kristín Erla Ó Johnson
20. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir
21. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir ('74)
24. Ashley Jordan Clark
27. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('83)
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
1. Sigurborg K. Sveinbjörnsdóttir (m)
9. Freyja Stefánsdóttir
16. Jóhanna Elín Halldórsdóttir ('83)
22. Birgitta Rún Yngvadóttir
26. Bergdís Sveinsdóttir ('74)
28. Rakel Sigurðardóttir
34. Anika Jóna Jónsdóttir ('86)
35. Arna Ísold Stefánsdóttir
- Meðalaldur 18 ár

Liðsstjórn:
Einar Guðnason (Þ)
Jón Páll Pálmason (Þ)
Lisbeth Borg
Birta Birgisdóttir
Númi Már Atlason
Linda Líf Boama
Mikael Uni Karlsson Brune
Ingólfur Orri Gústafsson
Lára Hafliðadóttir

Gul spjöld:
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('38)

Rauð spjöld: