
Á hverjum degi skoðum við helstu slúðurmolana í boði Powerade. BBC tekur saman það helsta sem er í umræðunni.
Aston Villa skoðar möguleika á að fá senegalska framherjann Nicolas Jackson (24) frá Chelsea, en verðmiðinn þarf að vera lægri en 60 milljónir punda vegna fjárhagslegra takmarkana hjá félaginu. (Telegraph)
Tilraunir Bayern München til að kaupa franska framherjann Christopher Nkunku (27) frá Chelsea ganga hægt og það hefur áhrif á tilraunir Chelsea til að fá hollenska miðjumanninn Xavi Simons (22) frá RB Leipzig. (Guardian)
Chelsea ætlar að leggja aukna áherslu á að fá argentínska framherjann Alejandro Garnacho (21) frá Manchester United, en United mun ekki hleypa honum burt ódýrt. (Evening Standard)
Newcastle er ekki tilbúið að greiða meira en 40 milljónir punda fyrir Yoane Wissa (28), framherja Brentford, en Brentford er með 60 milljóna punda verðmiða. (Northern Echo)
Jörgen Strand Larsen (25), framherji Wolves, er enn á blaði Newcastle, þó norski leikmaðurinn sé ekki að leitast eftir að yfirgefa Molineux. (The Athletic)
Tottenham vill fá franska sóknarmiðjumanninn Maghnes Akliouche (23) frá Mónakó, sem kostar 47,5 milljónir punda. Hann er ódýrari valkostur en brasilíski vængmaðurinn Savinho hjá Manchester City sem er með 70 milljóna punda verðmiða. (Independent)
Crystal Palace hefur augastað á vængmanninum Tyler Dibling (19) hjá Southampton. Félagið hefur áhuga á að fá hann í stað Eberechi Eze (27) sem er á leið til Tottenham. (Talksport)
Brasilíski miðjumaðurinn Douglas Luiz (27) mun ganga til liðs við Nottingham Forest frá Juventus eftir að eigandi Forest, Evangelos Marinakis, samdi við Damian Comolli, framkvæmdastjóra Tórínóliðsins. (Tuttosport)
Leeds er að klára samning um að fá svissneska framherjann Noah Okafor (25) frá AC Milan fyrir 18,4 milljónir punda (21 milljón evra). (Sky Sports Ítalía)
Wolves og West Ham sýna áhuga á spænska miðjumanninum Marc Casadó (21), en baráttan fyrir því að fá hann frá Barcelona gæti reynst erfið. (Marca)
West Ham er nálægt því að ná samkomulagi um að leyfa mexíkóska miðjumanninn Edson Alvarez (27) að fara til Fenerbahce á lánssamningi. (Talksport)
Espanyol er í viðræðum við Burnley um að fá ítalska framherjann Luca Koleosho (20) aftur á láni út tímabilið. (Sky Sports)
Brasilíski framherjinn Rodrigo Muniz (24) mun ekki fara frá Fulham til Atalanta eftir að Fulham hafnaði 35 milljón punda tilboði ítalska félagsins. (Fabrizio Romano)
Ipswich hefur gert misheppnaða tilraun til að fá enska miðjumanninn Lewis Miley (19) lánaðan frá Newcastle. (Sky Sports)
Nottingham Forest hefur blandað sér í baráttu við Everton um hægri bakvörðinn Kellen Fisher (21) hjá Norwich. (Pete O'Rourke)
Athugasemdir