Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
Stjarnan
3
2
KA
0-1 Hallgrímur Mar Steingrímsson '45 , víti
0-2 Birnir Snær Ingason '51
Benedikt V. Warén '74 1-2
Andri Rúnar Bjarnason '80 , víti 2-2
Guðmundur Baldvin Nökkvason '97 3-2
31.08.2025  -  17:00
Samsungvöllurinn
Besta-deild karla
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
4. Þorri Mar Þórisson ('57)
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
7. Örvar Eggertsson ('57)
8. Jóhann Árni Gunnarsson ('57)
15. Damil Serena Dankerlui ('83)
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
23. Benedikt V. Warén
29. Alex Þór Hauksson ('83)
44. Steven Caulker
99. Andri Rúnar Bjarnason
- Meðalaldur 29 ár

Varamenn:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
6. Sindri Þór Ingimarsson ('83)
10. Samúel Kári Friðjónsson ('57)
11. Adolf Daði Birgisson
20. Alpha Conteh ('83)
28. Baldur Logi Guðlaugsson ('57)
32. Örvar Logi Örvarsson ('57)
45. Guðlaugur Breki Sigurgeirsson
78. Bjarki Hauksson
- Meðalaldur 23 ár

Liðsstjórn:
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Emil Atlason
Rajko Stanisic
Egill Atlason
Hákon Ernir Haraldsson
Garpur I Elísabetarson
Aleksandar Cvetic

Gul spjöld:
Örvar Eggertsson ('7)
Baldur Logi Guðlaugsson ('64)
Alex Þór Hauksson ('76)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Villi Alvar flautar til leiksloka. VÁ ÞESSI LEIKUR

TAKK FYRIR MIG Í KVÖLD
97. mín MARK!
Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan)
JAAAAHERNA HEEEER VÁ Warén tekur hornspyrnu frá hægri inn á teiginn og boltinn dettur fyrir Guðmund Baldvin sem skorar.
96. mín
Stjarnan liggur aðeins á KA mönnum Stjarnan vinnur horn
94. mín
Stjarnan fær hornspyrnu KA bjargar á linu. Sýndist það vera Andri Rúnar sem náði skot á markið.

Jaaaherna hér!
90. mín
Uppbótartíminn á Samsung er að lágmarki sex mínútur.
87. mín
Fáum við sigurmark öðruhvorumegin? Frábær leikur sem við höfum fengið hér á samsung og ég sé einhverja dramatík í þessu.

Stjarnan vinnur hornspyrnu!
83. mín
Inn:Alpha Conteh (Stjarnan) Út:Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
83. mín
Inn:Sindri Þór Ingimarsson (Stjarnan) Út:Damil Serena Dankerlui (Stjarnan)
81. mín
Ingimar með skot fyrir utan teig sem fer yfir markið!
80. mín Mark úr víti!
Andri Rúnar Bjarnason (Stjarnan)
Stjarnan er að jafna þetta hérna!!! Andri Rúnar skorar að miklu öryggi

Allt jafnt í Garðabæ!!
79. mín
Stjarnan er að fá víti!!!

Benedikt Warén fær boltann hægra megin á vítateig KA og Guðjón tekur hann niður.
78. mín
Stjarnan vill víti en Vilhjálmur dæmir ekkert.

Örvar lyftir boltanum fyrir og Baldur Logi fer niður inn á vítateig KA.
77. mín
KA fær hornspyrnu
76. mín Gult spjald: Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
Alex Þór fer harkalega í Birgi Baldvins.
74. mín MARK!
Benedikt V. Warén (Stjarnan)
WE HAVE A GAME! Guðmundur Baldvin með geðveikan bolta inn fyrir vörn á KA á Benedikt Warén sem gerir allt rétt og setur boltann í fjærhornið framhjá Steinþóri.

1-2 og við höfum leik síðasta korterið.
71. mín
Inn:Bjarni Aðalsteinsson (KA) Út:Marcel Ibsen Römer (KA)
71. mín
Inn:Ásgeir Sigurgeirsson (KA) Út:Birnir Snær Ingason (KA)
70. mín Gult spjald: Birnir Snær Ingason (KA)
Birnir er spjaldaður fyrir að stoppa hraða sókn hjá Stjörnunni.
66. mín
Damil Serena með hættulegan bolta inn á teiginn en boltinn beint í hendurnar á Steinþóri.
64. mín Gult spjald: Baldur Logi Guðlaugsson (Stjarnan)
57. mín
Inn:Baldur Logi Guðlaugsson (Stjarnan) Út:Jóhann Árni Gunnarsson (Stjarnan)
57. mín
Inn:Örvar Logi Örvarsson (Stjarnan) Út:Örvar Eggertsson (Stjarnan)
57. mín
Inn:Samúel Kári Friðjónsson (Stjarnan) Út:Þorri Mar Þórisson (Stjarnan)
55. mín
Jökull er að bregðast við og er að undirbúa þrefalda skiptingu.
51. mín MARK!
Birnir Snær Ingason (KA)
Birnir Snær að skora sitt fyrsta mark fyrir KA Fær boltann út til vinstri og er aleinn, tekur hann með sér inn á vítateiginn og setur boltann skemmtilega í fjær hornið með vinstri fæti.

0-2 KA
50. mín
DAMIL SERENA!!! Fær boltann við vítateigslínuna og setur boltann rétt yfir.
46. mín
Síðari hálfleikur er farinn af stað.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur Vilhjálmur Alvar flautar til hálfleiks, staðan er 0-1 fyrir KA þegar liðin ganga til búningsherbegja.

Tökum okkur korter.
45. mín Mark úr víti!
Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Árni Snær er í boltanum en vítið var gott.

Gestirnir leiða.
45. mín
KA er að fá vítiiiiiiii!!!

Örvar Eggertsson tekur Hallgrím Mar niður inn á teignum og Villi bendir á punktinn.
45. mín
Uppbótartími fyrri hálfleiks að lágmarki ein mínúta.
40. mín
Hallgrímur Mar er ágætur í fótbolta Fær hann út til hægri labbar framhjá einum og fer inn á völlinn og er tekinn niður.
38. mín
BIRNIR SNÆR Fær boltann utarlega í vítateig Stjörnunnar og á skot sem fer framhjá.
36. mín
Stjarnan fær hornspyrnu
34. mín
KA fær frábært færi Góð fyrirgjöf frá vinstri á hausinn á Guðjón sem nær að stýra honum ágætlega í átt að marki en Áerni Snær með frábæra markvörslu.
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
30. mín
KA fær aukaspyrnu á hættulegum stað fyrir mann eins og Hallgrím Mar.

Gæti töfrað eithtvað hér.
24. mín
Þessi fyrri hálfleikur hefur verið mjög leiðinlegur og ekki eitt einasta færi komið á þessum fyrstu 25, tvö eða þrjú hálffæri og mikið um brot en ekkert meira en það.

Ég óska eftir meira lífi.
14. mín
HÆTTA AÐ MARKI KA Benedikt Warén fær boltann vinstra megin á vítateig KA og á skot sem ratar ekki á markið.
13. mín
Stjarnan fær hornspyrnu
7. mín Gult spjald: Örvar Eggertsson (Stjarnan)
Örvar tekur Römer niður við hliðarlínuna og þetta er hárrétt.
6. mín
Birnir Snær með skot í átt að marki Stjörnunnar en boltinn í varnarmann og KA fær hornspyrnu.
4. mín Gult spjald: Jóan Símun Edmundsson (KA)
Tekur Jóhann Árna niður á miðjum velli.
3. mín
Birnir Snær fær boltann inn fyrir og nær að vinna hornspyrnu. Hallgrimur tekur spyrnuna á fjær þar sem Römer fær boltann og reynir aðp koma boltanum fyrir en hittir boltann ílla og markspyrna frá marki Stjörnunnar.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað í Garðabænum Hallgrímur Mar Steingrímsson sparkar þessu í gang

Góða skemmtun.
Fyrir leik
Liðin ganga til leiks Vilhjálmur Alvar leiðir liðin til leiks, búið er að kynna liðið til leiks og það fer allt að verða til reiðu hérna í Garðabænum.
Fyrir leik
Lið Stjörnunnar verið opinberað Jökull Elísarbetarson hefur opinberað byrjunarliðið sitt og gerir hann tvær breytingar á sínu liði frá sigrinum gegn KR. Þorri Mar Þórisson og Jóhann Árni Gunnarsson koma inn í liðið. Örvar Logi Örvarssson fær sér sæti á bekknum og þá er Daníel Finns Matthíasson ekki með en hann varð fyrir slæmum meiðslum gegn KR

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Daníel Finns verður ekki meira með á tímabilinu.
Fyrir leik
Jafntefli á Akureyri Liðin mættust fyrr í sumar á Greifavellinum á Akureyri. Sá leikur endaði með 1-1 jafntefli.

Benedikt V. Warén og Ásgeir Sigurgeirsson voru markaskorarar leiksins.


Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fyrir leik
Arnar Sveinn er spámaður umferðarinnar Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, spáir í leikina sem eru framundan, einhverjum leikið nú þegar lokið að vísu!

Stjarnan 3 - 1 KA (17:00 í dag)
Tvö lið sem eru góðum takti. Stjarnan búið að vinna 4 af síðustu 5 og KA ekki búnir að tapa síðustu 4. Stjarnan sótti leikmenn í glugganum og eru að senda skýr skilaboð - þeir ætla að láta reyna á þennan Íslandsmeistaratitil. Þar að auki eru þeir öflugir á heimavelli og því held ég að þetta verði of stór biti fyrir KA. Stjarnan vinnur 3-1.



Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Dómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmir leikinn í dag. Honum til aðstoðar verða þeir Gylfi Már Sigurðsson og Tomasz Piotr Zietal. Varadómari er Þorfinnur Gústaf Þorfinnsson.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Partýdagur í dag - Heil umferð ´Bestu deildinni! 14:00 ÍBV-ÍA (Hásteinsvöllur)
14:00 Afturelding-FH (Malbikstöðin að Varmá)
14:00 Vestri-KR (Kerecisvöllurinn)
17:00 Stjarnan-KA (Samsungvöllurinn)
19:15 Fram-Valur (Lambhagavöllurinn)
19:15 Víkingur R.-Breiðablik (Víkingsvöllur)

Mynd: Fótbolti.net
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
2. Birgir Baldvinsson
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason (f)
7. Jóan Símun Edmundsson
8. Marcel Ibsen Römer ('71)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
17. Birnir Snær Ingason ('71)
26. Ingimar Torbjörnsson Stöle
28. Hans Viktor Guðmundsson
30. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
- Meðalaldur 30 ár

Varamenn:
12. William Tönning (m)
9. Viðar Örn Kjartansson
11. Ásgeir Sigurgeirsson ('71)
14. Andri Fannar Stefánsson
21. Mikael Breki Þórðarson
23. Markús Máni Pétursson
25. Dagur Ingi Valsson
77. Bjarni Aðalsteinsson ('71)
90. Snorri Kristinsson
- Meðalaldur 25 ár

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Árni Björnsson
Steingrímur Örn Eiðsson
Tryggvi Björnsson
Kjartan Páll Þórarinsson

Gul spjöld:
Jóan Símun Edmundsson ('4)
Birnir Snær Ingason ('70)

Rauð spjöld: