Manchester liðin og fleiri vilja Semenyo - Arsenal í viðræðum við Saka - Barcelona bíður með ákvörðun um Rashford
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Víkingur R.
LL 3
0
Valur
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Þróttur R.
LL 3
2
Breiðablik
Þróttur R.
3
2
Breiðablik
Unnur Dóra Bergsdóttir '34 1-0
1-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir '64
Kayla Marie Rollins '71 2-1
2-2 Berglind Björg Þorvaldsdóttir '75
Sierra Marie Lelii '77 3-2
30.09.2025  -  18:00
AVIS völlurinn
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Byrjunarlið:
1. Mollee Swift (m)
2. Sóley María Steinarsdóttir
3. Mist Funadóttir
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (f)
10. Kate Cousins
14. Sierra Marie Lelii ('83)
16. María Eva Eyjólfsdóttir
21. Kayla Marie Rollins
23. Sæunn Björnsdóttir
26. Þórdís Elva Ágústsdóttir
27. Unnur Dóra Bergsdóttir ('75)
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
20. Hafdís Hafsteinsdóttir (m)
7. Brynja Rán Knudsen
11. Lea Björt Kristjánsdóttir
15. Ísabella Anna Húbertsdóttir ('83)
18. Kristrún Rut Antonsdóttir
22. Sigríður Theód. Guðmundsdóttir ('75)
- Meðalaldur 23 ár

Liðsstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Guðrún Þóra Elfar
Þórkatla María Halldórsdóttir
Freyja Karín Þorvarðardóttir
Sara Ó. Þrúðmarsdóttir Finnsson
Gísli Þór Einarsson

Gul spjöld:
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir ('44)
Sierra Marie Lelii ('81)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Blikar tapa hér sínum örðum leik í efri hluta og geta enn ekki fagnað titlinum. Þróttur taka 3 stig hér og fara fyrir ofan FH í 2. sæti.

Skýrsla og viðtöl koma inn seinna í kvöld, takk fyrir mig!
90. mín
+3 til uppbótar
90. mín
Blikar sækja Blikar sækja mikið fyrir jöfnunarmark hér í loka mínútur leiksins og hafa verið nokkru sínum nálægt því að jafna. Það er alvöru spenna hér á vellinum!
90. mín
Svakaleg varsla! Karitas með skalla á markið og Mollee Swift á þvílíka vörslu til þess að halda þessu úr markinu.
85. mín
Inn:Edith Kristín Kristjánsdóttir (Breiðablik) Út:Helga Rut Einarsdóttir (Breiðablik)
84. mín
Kayla komin ein í gegn, en tvær Blika varnamenn hanga á henni og Kayla endar með að taka skot frá löngu færi sem sem endar þægilega í hendurnar hjá Katherine.
83. mín
Inn:Ísabella Anna Húbertsdóttir (Þróttur R.) Út:Sierra Marie Lelii (Þróttur R.)
81. mín Gult spjald: Sierra Marie Lelii (Þróttur R.)
77. mín MARK!
Sierra Marie Lelii (Þróttur R.)
Stoðsending: Mist Funadóttir
ALVÖRU MARKA LEIKUR! Mist er með alvöru fyrirgjöf inn í teigin sem endar á Sierra sem nær að skalla boltanum inn í markið. Fjórða skalla markið í dag.
76. mín
Þróttarar eiga hornspyrnu.

Boltinn er skallaður yfir markið og Blikar eiga markspyrnu.
75. mín
Inn:Sigríður Theód. Guðmundsdóttir (Þróttur R.) Út:Unnur Dóra Bergsdóttir (Þróttur R.)
75. mín MARK!
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Andrea Rut Bjarnadóttir
Blikar ekki lengi að svara! Berglind með annað skalla mark eftir fyrirgjöf frá Andreu Rut. Þær voru ekki lengi að svara fyrir marki Þróttara.
74. mín
Blikar eiga hornspyrnu.
71. mín MARK!
Kayla Marie Rollins (Þróttur R.)
Stoðsending: Sæunn Björnsdóttir
Komnir aftur yfir! Blikar hafa verið betri í þessum seinni háfleik, en Þróttarar nýta sinn kafla með boltann vel og komast yfir á nýjan leik.

Sæunn er með fyrirgjöf inn í teigin sem Kayla nær að skalla inn í markið.
68. mín
Andrea Rut með skot sem endar í fanginu hjá Mollee.
66. mín
Inn:Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir (Breiðablik) Út:Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
64. mín MARK!
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Agla María Albertsdóttir
Blikar jafna! Agla María með flotta fyrirgjöf beint á Berglindi sem skallar boltann inn í markið.
54. mín
Hvernig jafnar Birta ekki? Agla María með skot frá löngu færi sem Mollee ver vel. Boltinn endar svo beint á Birtu, sem á gulltækifæri að pota boltanum inn í markið. BIrta nær ekki boltann í fyrsta en reynir svo skot sekúndu seinni en þá kemst varnamður Þróttara fyrir og boltinn endar framhjá.
52. mín
Þórdís Elva með fyrirgjöf á Sierra Marie, sem á laust skota á markið.
Fyrir leik, í hálfleik og á meðan leik stendur

Pepsi Max - fyrir þorstann í meira!
50. mín
Frábær varsla! Boltinn inn í teig beint á Kayla sem reynir að sparka boltanum inn í netið. Katherine ver þó skotið frábærlega.
46. mín
Seinni háflleikur hafinn Þróttarar sparka þeim seinni af stað!
46. mín
Inn:Karitas Tómasdóttir (Breiðablik) Út:Barbára Sól Gísladóttir (Breiðablik)
45. mín
Hálfleikur
Þróttarar fara inn í klefa einu marki yfir. Þetta hefur verið kaflaskiptur leikur, en Blikar hafa verið betra liðið með boltann. Það er þó mörkin sem telja og Þróttarar eru sáttir með sú stöðu.
45. mín
+1 í uppbótartíma
45. mín
Agla María með skot fyrir utan teig sem fer rétt yfir markið
44. mín Gult spjald: Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (Þróttur R.)
Fyrir peysutog
43. mín
Þórdís Elva með skot frá löngu færi sem endar yfir markið.
40. mín
Blikar fá hornspyrnu.

Hornið tekið stutt a Andreu sem lætur vaða. Mollee nær rétt svo að verja boltann út.

Blikar fá aðra hornspyrnu sem kemur ekkert út úr.
38. mín
Þróttarar nálægt því að skora aftur! Kayla hleypur upp ein að teignum með þrjá Blika á sig. Í staðinn fyrir að taka skotið sjálf, finnur hún Þórdísi Elvu til hægri sem endar með a skjóta boltanum yfir markið.
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
34. mín MARK!
Unnur Dóra Bergsdóttir (Þróttur R.)
Heimamenn brjóta ísinn! Blikar hafa verið betri aðilinn í leiknum, en Unnur Dóar skorar hér upp úr nánast engu.

Flott slúttað hja henni.
28. mín
Blikar vinna hornspyrnu.

Þróttarar koma boltanum í burtu.
26. mín
Sierra Marie með skalla inn í teig sem endar beint í fanginu hjá Katherine.
20. mín
Þróttur vinnur hornspyrnu.

Þróttur gera fínt úr þessu, en færið endar með skoti framhjá markinu.
14. mín
Blikar vinna hornspyrnu.

Færið endar með lausu skoti frá Andreu Rut beint á Mollee
12. mín
Samantha með skot frá vinstri stöng sem fer bara þvert í gegnum teigin.
9. mín
Skrítinn dómur Þróttur vinnur aukaspyrnu við vítalínuna. Brotið var nánast á línunni og voru Þróttur nálægt því að fá vítaspyrnu. Mjög skrítið að Jóhann gefur ekki Helgu gult spjald fyrir að að toga Jayla niður í brotinu
6. mín
Ótrúlega nálægt! Samantha er komin ein í gegn og kemur boltann beint í slánna.
5. mín
Blikar fá aðra hornspyrnu.
3. mín
Berglind Björg með skot sem fer rétt framhjá markinu.
2. mín
Blikar vinna hér hornspyrnu.
1. mín
Leikur hafinn
Blikar sparka þessu í gang!
Fyrir leik
Það styttist í þetta! Leikmenn labba hér á völlinn undir Besta deildar stefinu.
Fyrir leik
Byrjunarlið komin inn! Ólafur gerir eina breytingu eftir sigur gegn Víking í seinustu umferð.
Kayla Marie kemur inn fyrir Jelenu Mist.

Nik gerir tvær breytingar eftir tap gegn Stjörnunni í seinustu umferð.
Helga Rut og Barbára Sól koma báðar inn fyrir Elín Helenu, Karitas Tómas.
Ótrúlegur leikur síðast þegar liðin mættust í Laugardalnum!
Fyrir leik
Hundraðisti leikur lýsandans Á persónulegum nótum, þá er þetta hundraðasti leikurinn sem ég lýsi hjá Fótbolta.net. Ég vil fyrst og fremst þakka Hafliða Breiðfjörð sem gaf mér séns og hafði alltaf trú á mér. Svo vill ég þakka starfsmenn Fótbolta.net og lesenda Fótbolta.net fyrir allt. Takk fyrir mig!

Jæja, Oscars ræðan mín er lokinn.

Gaman að nefna það að fyrsti leikurinn minn var einmitt á AVIS vellinum, sem hét þá Eimskipsvöllurinn.
Fyrir leik
Báðir þjálfarar á förum Það hefur verið miklar þjálfara breytingar seinustu daga á Íslandi. Báðir Ólafur Helgi og Nik Chamberlain eru á förum frá Þrótt og Breiðablik eftir tímabilið.

Ólafur hefur verið ráðinn hjá KSÍ en hann verður aðstoðarþjálfari Þorsteins Halldórssonar með kvennalandsliðið ásamt því að leiða þróun og stefnumótun hjá yngri landsliðum kvenna og þess utan sinna verkefnum tengdum fræðslumálum hjá KSÍ.

Nik hefur verið ráðinn til Kristianstad í Svíþjóð sem aðalþjálfari liðsins.





Fyrir leik
Dómarateymið Aðaldómari leiksins er Jóhann Ingi Jónsson. Með honum til aðstoðar Tomasz Piotr Zietal og Kristofer Bergmann. Varadómari leiksins er Brynjar Þór Elvarsson. Eftirlitsmaður frá KSÍ er Ólafur Ingi Guðmundsson.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Geta nánast tryggt titil Blikar geta nánast tryggt Íslandmeistara titilinn með sigri gegn Þrótt í dag. Ef Blikar sigra í dag og tapa restin af leikjunum þeirra, þá getur FH jafnað þeim í stigum með að vinna alla leikina sína. En Blikar eru með 38 mörk yfir FH svo það er nánast ómögulegt fyrir FH að komast fyrir ofan Blika.

Það er áhugvert að nefna að Blikar eru með 4 af 6 efstu markaskorara deildarinnar. Efstu þrír markaskorarar deildarinnar eru Blikar.

Berglind Björg - 20 mörk
Birta Georgsdóttir - 15 mörk
Samantha Rose - 11 mörk

Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Fyrir leik
Slagur fyrir Evrópusæti Þróttur hafa átt gott tímabil og liggur í 3. sæti með jafn mörg stig og FH sem liggja í 2. sæti. Efstu tvö sætin í Bestu deild kvenna gefa sæti í umspil Meistaradeildarinnar. Það er þá mikilvægt fyrir Þróttara að komast í 2. sæti í þessum seinustu leikjum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Báðir þjálfarar á förum Góða kvöldið gott fólk og verið hjartanlega velkomin á þessa þráð beinu textalýsingu frá AVIS vellinum þar sem Þróttur tekur á móti Breiðablik.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
12. Katherine Devine (m)
5. Samantha Rose Smith
7. Agla María Albertsdóttir (f) ('66)
8. Heiða Ragney Viðarsdóttir
11. Andrea Rut Bjarnadóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
22. Heiðdís Lillýardóttir
23. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
24. Helga Rut Einarsdóttir ('85)
27. Barbára Sól Gísladóttir ('46)
28. Birta Georgsdóttir
- Meðalaldur 25 ár

Varamenn:
1. Herdís Halla Guðbjartsdóttir (m)
35. Kyla Elizabeth Burns (m)
4. Elín Helena Karlsdóttir
14. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir ('66)
17. Karitas Tómasdóttir ('46)
26. Líf Joostdóttir van Bemmel
29. Sunna Rún Sigurðardóttir
30. Edith Kristín Kristjánsdóttir ('85)
40. Lilja Þórdís Guðjónsdóttir
- Meðalaldur 20 ár

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Bjarki Sigmundsson
Edda Garðarsdóttir
Sævar Örn Ingólfsson
Valdimar Valdimarsson
Eiríkur Raphael Elvy
Eyrún Ingadóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: