Frank vill endurnýja kynni sín við Schade - Guehi eftirsóttur - Upamecano til Liverpool?
Valur
1
1
Breiðablik
Fanndís Friðriksdóttir '12 1-0
1-1 Karitas Tómasdóttir '48
11.10.2025  -  14:00
N1-völlurinn Hlíðarenda
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Dómari: Bríet Bragadóttir
Byrjunarlið:
1. Tinna Brá Magnúsdóttir (m)
3. Sóley Edda Ingadóttir
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir ('60)
7. Elísa Viðarsdóttir (f)
9. Jasmín Erla Ingadóttir ('73)
10. Berglind Rós Ágústsdóttir
11. Anna Rakel Pétursdóttir ('73)
17. Arnfríður Auður Arnarsdóttir ('60)
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir
28. Kolbrá Una Kristinsdóttir
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
12. Esther Júlía Gustavsdóttir (m)
5. Bryndís Eiríksdóttir
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir ('60)
22. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir ('73)
24. Auður Björg Ármannsdóttir
26. Ása Kristín Tryggvadóttir
27. Helena Ósk Hálfdánardóttir ('73)
30. Jordyn Rhodes ('60)
34. Lísa Ingólfsdóttir
- Meðalaldur 21 ár

Liðsstjórn:
Matthías Guðmundsson (Þ)
Jóhann Emil Elíasson
María Hjaltalín
Hallgrímur Heimisson
Helgi Freyr Þorsteinsson
Jónas Breki Kristinsson
Sigurður Bjarni Sigurðsson

Gul spjöld:
Helena Ósk Hálfdánardóttir ('76)
Elísa Viðarsdóttir ('81)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta var leikur fyrir augað! Mjöööög skemmtilegur leikur hér á enda en með ólíkindum að við fengum ekki fleiri mörk! Breiðablik voru miklu betri eftir að Valur komst yfir en síðan þegar Breiðablik jafnar þá þróast leikurinn í góðann ping-pong leik og færanýtingin ekki góð því miður

Takk fyrir mig!
Skýrsla væntanleg
90. mín
+2 Jordyn að fara en og aftur illa með góða stöðu 2 á 1 og kemur með laf lausa fyrirgjöf sem er ætluð á Guðrúnu en Kyla bara grípur boltann þægilega
90. mín
Uppbótartími 3mín
90. mín
NEEEEIIIIII Jordyn Rhodes þarna verður þú að setja boltann allavega á markið komin og aftur staða þar sem Guðrún gerir vel og vinnur boltann og sér Jordyn í hlaupinu og komin ein á móti Kyla en setur boltann framhjá!
89. mín
Núna hinu megin Karitas keyrir upp hægri kantinn og kemur með fyrirgjöfina en Guðrún Elísabet fer fyrir boltann og Blikar fá hornspyrnu
88. mín
Helena Ósk með góða spyrnu sem Berglind Rós stekkur upp í en skallar framhjá markinu
87. mín
Helena kemur með fyrirgjöf en Samantha fer fyrir og boltinn endar í horni
86. mín
Fáum við loka mark?
84. mín
Fanndís með frábæran sprett og fer framhjá varnarmönnum Blika en skotið ekki eins gott og hún vildi að það myndi vera og Kyla grípur boltann
82. mín
Verður að gera betur þarna!!! Tinna Brá tekur langa markspyrnu sem fer beint á hausinn hnnar Jordyn og skallar boltann aftur fyrir sig og þá er Helena komin ein á móti Kyla og hefur allann tímann í heiminum en reynir að fara framhjá Kyla sem á sama skapi les hana vel og étur hana
81. mín Gult spjald: Elísa Viðarsdóttir (Valur)
Setur hendurnar í Samantha Rose og Bríet gefur henni gult spjald fyrir það
80. mín
Leikurinn farinn að þróast í ping-pong leik Valur sækir og síðan næst sækir Breiðablik og boltinn fer fram og til baka en ekkert hættulegt að skapast
76. mín Gult spjald: Helena Ósk Hálfdánardóttir (Valur)
74. mín
VARSLAAA! Kyla strax farin að vinna vinnuna sína.

boltinn dettur fyrir Fanndísi sem tekur auðvitað bara skotið fyrir utan teig og Kyla ver boltann beint í slána og út
73. mín
Inn:Helena Ósk Hálfdánardóttir (Valur) Út:Anna Rakel Pétursdóttir (Valur)
Valur gerir líka tvær breytingar
73. mín
Inn:Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir (Valur) Út:Jasmín Erla Ingadóttir (Valur)
Valur gerir líka tvær breytingar
73. mín
Inn:Lilja Þórdís Guðjónsdóttir (Breiðablik) Út:Edith Kristín Kristjánsdóttir (Breiðablik)
Tvöföld breyting
73. mín
Inn:Kyla Elizabeth Burns (Breiðablik) Út:Herdís Halla Guðbjartsdóttir (Breiðablik)
Markmannsskipting
71. mín
Kolbrá Una með góðann bolta inn fyrir sem Berglind Rós nær og kemur með fyrirgjöfina sem fer beint á Jordyn og tekur boltann á kassann en skotið fer yfir markið
71. mín
Jordyn með gott skot sem Herdís þarf að hafa fyrir og ver beint í hornspyrnu

Ekkert var úr horninu
70. mín
Kristín Dís er búin að múra fyrir í dag! Fanndís með fyrirgjöf en Blikar hreinsa og boltinn dettur fyrir Jasmín sem skýtur en Kristín vel á verði og fer fyrir skotið
68. mín
Samantha með fína pælingu og sendir boltann í gegn en Tinna Brá les vel og kemur út úr teginum og hreinsar boltann burt
67. mín
Andrea Rut þarf að fara aftur af velli útaf því hún er með blóðnasir
65. mín
Þvílík tækling Kristín! Barátta um boltann og Fanndís fær boltann og keyrir upp beint í skyndisókn og framlengir boltann lengra á Jasmín sem er komin inn í teig og skýtur en þar er Kristín komin til bjargar og tæklar fyrir boltann!
64. mín
Sunna Rún tekur spyrnuna sem Lillý skalla frá
63. mín
Aukaspyrna á fínum stað fyrir Breiðablik
60. mín
Inn:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik) Út:Heiða Ragney Viðarsdóttir (Breiðablik)
Einnig gerir Breiðablik eina breytingu
60. mín
Inn:Jordyn Rhodes (Valur) Út:Arnfríður Auður Arnarsdóttir (Valur)
Valskonur gera tvær breytingar
60. mín
Inn:Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur) Út:Arna Sif Ásgrímsdóttir (Valur)
Valskonur gera tvær breytingar
59. mín
Valskonur farnar aðeins að kveikja á sér!
58. mín
VÓÓ sláin! Anna Rakel vinnur boltann af Sunnu og skýtur þrumu skoti langt frá marki sem fer beint í slána!
57. mín
Elísa Viðars og Kristín Dís í harðri sprettkeppni og Kristín vinnur keppnina og kemur boltanum niður á Herdísi
56. mín
Andrea Rut þarf að fara útaf með blóðnasir
54. mín Gult spjald: Kristín Dís Árnadóttir (Breiðablik)
Fyrsta gula spjald leiksins Stoppar skyndisókn
52. mín
Andrea Rut að koma sterk inn Andrea Rut er að gera mjög vel hérna fyrstu mínúturnar, kemur með frábæran low-driven fyrirgjöf en engin rennur sig í boltann og Valur nær að hreinsa
Fyrir leik, í hálfleik og á meðan leik stendur

Pepsi Max - fyrir þorstann í meira!
50. mín
Breiðablik eru bara miklu betri hérna og vilja þetta miklu meira! Þær vinna alla seinni bolta og sækja og sækja á Val
48. mín MARK!
Karitas Tómasdóttir (Breiðablik)
Þetta tók ekki langan tíma Karitas fær boltann eftir smá bardaga um boltann á hægri kantinum og hún var alveg 100% að reyna fyrirgjöf en boltinn fer í fjær stöngina og inn
Allt orðið jafnt!
46. mín
Hrafnhildur með fyrsta skotið í seinni hálfleik en það fer bara beint á Tinnu sem grípur boltann
45. mín
Inn:Helga Rut Einarsdóttir (Breiðablik) Út:Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Tvöföld skipting
45. mín
Inn:Andrea Rut Bjarnadóttir (Breiðablik) Út:Barbára Sól Gísladóttir (Breiðablik)
Tvöföld skipting
45. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! Blikarnir hefja seinni hálfleik
45. mín
Hálfleikur
Fyrri hálfleikur Búinn að fara yfir tölfræðina

Valur - Breiðablik

með boltann: 36%-64%
Skot á markið: 2/3-3/6
Hornspyrnur: 0-12
45. mín
Hálfleikur
Bríet flautar til hálfleiks! Með ólíkindum að þessi leikur sé bara 1-0 fyrir Val en vonandi verður þessi leikur jafn skemmtilegur í seinni hálfleik og í fyrri hálfleik
45. mín
+1 Ég þarf að fara yfir hvað Breiðablik eru komnar með margar hornspyrnur í þessum fyrri hálfleik allavega komnar svona 10+!
45. mín
Uppbótartími 3mín
45. mín
Valsarar nýta sér það að keyra strax á blikana því þær eru svo framarlega og stinga boltanum alltaf inn fyrir og keyra beint í skyndisókn
41. mín
Jasmín reynir að setja boltann yfir Herdísi því hún sér að hún er frekar framarlega en boltinn fer yfir markið
40. mín
Herdís Halla gerir vel í 1v1! Blikarnir sækja og sækja og sækja og eru mjög framarlega og Elísa kemur með einn langan bolta sem Karitas misreiknar og fær hann yfir sig og allt í einu er Jasmín komin ein á móti Herdísi en Herdís gerir vel og heldur blikum ennþá í 1-0 stöðu
39. mín
Valskonur reyna að róa þetta en Blikar eru bara að keyra yfir þær
39. mín
Tinna Brá grípur það bara þægilega
38. mín
Önnur hornspyrna fyrir Blika
37. mín
Fanndís les stuttu sendinguna úr horninu frá Öglu Maríu og keyrir beint sjálf upp í skyndisókn en ekkert var úr þeirri sókn
34. mín
Tinna Brá og Valsvörnin í yfirvinnu! Enn ein hornspyrna fyrir Blika og Tinna kýlir boltann út í teig og þar dettur boltinn fyrir Barbáru sem tekur skot en Tinna ver það
33. mín
Herdís Halla óhrædd að fara út úr teignum sínum og spila boltanum
31. mín
Arna Sif liggur og þarfnast aðstoðar
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
30. mín
Tinna með tvöfalda vörslu! Agla María tekur skot langt fyrir utan teig og Tinna ætlar að reyna að halda honum en missir hann aðeins frá sér og Líf Joostdóttir nær boltanum og skýtur í fyrsta en Tinna ver aftur með fætinum sínum! Náði að bjarga sér þarna
27. mín
VÓ munaði mjóu!!! Valskonur reyna að spila út frá markinu sínu en Blikar pressa vel og Edith vinnur boltann af Kolbrá á hættulegum stað en setur hann rétt framhjá! þarna verður hún að hitta á markið
26. mín
Agla María sér flott hlaup frá Sunnu sem nær ekki að stýra boltanum á markið
25. mín
Heiða dæmd brotleg á Berglindi
23. mín
Munaði litlu fyrir Líf Joostdóttir að ná að stýra boltanum á markið! frábær fyrirfjög frá Hrafnhildi
22. mín
Blikarnir með yfirhöndina núna!
21. mín
En og aftur sama uppskriftin Sunna með skemmtilega takta og keyrir enn og aftur á Sóley en hún gerir aftur líka vel og hreinsar í hornspyrnu
20. mín
Agla María með góða spyrnu og þar er Karitas í dauðfæri en setur boltann yfir
19. mín
Sunna Rún með skemmtilega takta og keyrir á Sóley Eddu en Sóley gerir vel og kemur þessu í hornspyrnu
17. mín
Blikar vilja hendi En Bríet stoppar leikinn því Sunna Rún heldur um hausinn á sér
12. mín MARK!
Fanndís Friðriksdóttir (Valur)
Stoðsending: Elísa Viðarsdóttir
Engin önnur en Fanndís Friðriks! Kolbrá Una með frábæra skiptingu yfir á Fanndísi sem keyrir af stað og er með Elísu Viðars í Over-lapinu og færir boltann ennþá lengra og Elísa keyrir upp kantinn kemur boltanum fyrir og Karitas náði ekki að hreinsa boltann almennilega og Fanndís gerir áras á boltann og setur hann framhjá Herdísi Höllu
9. mín
Samantha Rose með fyrirgjöf en fer beint í fangið á Tinnu Brá
7. mín
Arna Sif með frábæra sendingu inn fyrir á milli hafsenta en Herdís Halla les þetta vel og kemur út og hreinsar burt
5. mín
Fyrirgjöf kemur frá Sunnu sem Tinna þarf að fara út í og kýlir hann en lendir í samstuði við Lillý og Lillý liggur en Bríet leyfir Blikum að halda áfram í smá tíma en stoppar svo leikinn
4. mín
Fyrsta brot dæmt á Jasmín, fær boltann í gegn en Karitas gerir vel og fer fyrir hana og fær brot dæmt á sig
3. mín
Geðveikt Fótboltaveður! Smá blautt og logn
2. mín
Valskonur halda bara vel í boltann fyrstu mínúturnar
1. mín
Leikur hafinn
Valur sparkar þessu í gang Góða skemmtun kæru lesendur!
Fyrir leik
Breiðablik með nokkuð sterkt lið og vilja eflaust enda mótið með stæl en epic er með 1.80 á sigur Blika
Fyrir leik
Valur stendur hér heiðursvörð fyrir Breiðablik Til hamingju enn og aftur Breiðablik!
Fyrir leik
Nýr U19 landsliðshópur og nýr þjálfari Donni er nýi þjálfari U19 og er búinn að velja sinn fyrsta æfingahóp sem mun æfa saman 21-23 október
Það eru 7 leikmenn að spila hér í dag sem voru á dögunum valdnar í U19 landsliðhópin

5 frá Breiðablik: Edith Kristín Kristjánsdóttir, Helga Rut Einarsdóttir, Herdís Halla Guðbjartsdóttir, Líf Joostdóttir van Bemmel, Sunna Rún Sigurðardóttir

2 frá Val: Arnfríður Auður Arnarsdóttir og Sóley Edda Ingadóttir

En svo var Ágústa María Valtýsdóttir valin líka en hún var á láni hjá Haukum í sumar og er því ekki að spila þennan leik en var að skrifa undir hjá Val, þannig Valsarar eiga þrjá fulltrúa

Við óskum þeim til hamingju með valið!
Fyrir leik
Breytingar hjá báðum liðum eftir síðasta leik Valskonur gera fjórar breytingar á sínu frá síðasta leik sem var tap gegn Stjörnunni 1-3

Inn koma: Sóley Edda, Fanndís Friðriksdóttir, Kolbrá Una og Arna Sif
Út fara: Bryndís Eiríksdóttir, Jordyn Rhodes, Helena Ósk og Málfríður Anna

Breiðablik gera fimm breytingar á sínu liði með því er markmannsskipting frá síðasta leik sem var sigur gegn Spartak Subotica 4-0 í undankeppni Evrópubikarsins

Inn koma: Herdís Halla markmaður, Hrafnhildur Ása, Líf Joostdóttir, Sunna Rún og Edith Kristín
Út fara: Katherine Devine markmaður, Andrea Rut, Heiðdís Lillýardóttir, Berglind Björg og Birta Georgsdóttir

Fyrir leik
Blautt, vindur og kuldi Ekkert frábært veður fyrir áhorfenda til þess að mæta og sitja úti en hvet samt alla alltaf til þess að mæta á völlinn og styðja sín lið!
Fyrir leik
Valsarar Valskonur sitja í 6.sæti og það er bara hreint út sagt vonbrigði miðað við standardinn sem er hjá Val. Hvernig ætlar Valur að nálgast þennan leik? Gefa öðrum tækifæri? Gefa fleiri ungum byrjunarliðssæti? Ætlar Matti að byrja að experiment-a núna fyrir næsta tímabil hvernig fótbolta liðið sitt á að spila? Eða mætir Valur bara með sitt sterkasta lið og setja allt púðrið í að vinna bara þennan leik og allir ánægðir að vinna núverandi Íslandsmeistaranna?
Það verður áhugavert að fylgjast með þróun liðsins núna og hver stefnan hjá Valskonum verður næstu árin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Íslandsmeistararnir Breiðablik eru búnar að vinna deildina og hafa engu að tapa en eru þó í undankeppni í Evrópubikarnum og unnu fyrsta einvígið 4-0 á miðvikudeginum og svo núna þurfa þær að ferðast til Serbíu fyrir seinna einvígið gegn Spartak Subotica á miðvikudaginn aftur. Þannig það verður áhugavert að sjá hvort Nik telji að það sé réttara að hvíla aðra leikmenn í dag eða halda sama byrjunarliði til þess að halda "rhythm-anum" gangandi fyrir Evrópubikarinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Verða miklar breytingar á báðum liðum fyrir leik dagsins? Það verður áhugvert að sjá byrjunarliðin hjá báðum liðum í dag. Verða miklar breytingar hjá báðum liðum og fá aðrir leikmenn að sýna sig í dag sem hafa fengið minni spilatíma?

Það væri ekki svo galið fyrir bæði lið að gefa ungum leikmönnum tækifærið núna til þess að fá smakk af bestu deildinni þar sem bæði lið eru ekki að spila upp á neitt og Blikar ný búnar að spila leik í Evrópubikar UEFA og væri gott fyrir Breiðablik að hvíla leikmenn á milli leikja
Fyrir leik
Dómarateymið klárt! Aðaldómari leiksins í dag er Bríet Bragadóttir og með henni til aðstoðar er Antoníus Bjarki Halldórsson (AD1) og Kári Mímisson (AD2) og svo eftirlitsdómari er Gunnar Helgason og varadómarinn í dag er Stefán Ragnar Guðlaugsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Besta Deildin Verið þið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu beint frá Hlíðarenda!
Hér mun hörku leikur fara fram þar sem Íslandsmeistararnir mæta í heimsókn á Hlíðarenda
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Herdís Halla Guðbjartsdóttir (m) ('73)
5. Samantha Rose Smith
7. Agla María Albertsdóttir (f) ('45)
8. Heiða Ragney Viðarsdóttir ('60)
14. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir
17. Karitas Tómasdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
26. Líf Joostdóttir van Bemmel
27. Barbára Sól Gísladóttir ('45)
29. Sunna Rún Sigurðardóttir
30. Edith Kristín Kristjánsdóttir ('73)
- Meðalaldur 23 ár

Varamenn:
12. Katherine Devine (m)
35. Kyla Elizabeth Burns (m) ('73)
11. Andrea Rut Bjarnadóttir ('45)
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
23. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('60)
24. Helga Rut Einarsdóttir ('45)
28. Birta Georgsdóttir
40. Lilja Þórdís Guðjónsdóttir ('73)
- Meðalaldur 23 ár

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Elín Helena Karlsdóttir
Bjarki Sigmundsson
Edda Garðarsdóttir
Sævar Örn Ingólfsson
Valdimar Valdimarsson
Eiríkur Raphael Elvy
Eyrún Ingadóttir

Gul spjöld:
Kristín Dís Árnadóttir ('54)

Rauð spjöld: