Man Utd til í að opna veskið fyrir Yildiz - Everton gæti reynt við Phillips - Liverpool hefur áhuga á Wharton
   fös 10. október 2025 14:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Mikilvægt að Breiðablik ráði þjálfara sem fyrst"
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain er að hætta sem þjálfari Breiðabliks.
Nik Chamberlain er að hætta sem þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind Björg er á meðal leikmanna sem eru að verða samningslausir.
Berglind Björg er á meðal leikmanna sem eru að verða samningslausir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nik Chamberlain mun eftir tímabilið hætta sem þjálfari Breiðabliks. Í tvö ár hefur hann unnið frábært starf þar sem hann hefur skilað tveimur Íslandsmeistaratitlum og einum bikarmeistaratitli.

Nik er að taka við Kristianstad í Svíþjóð og það er óvíst hver tekur við Blikaliðinu.

Rætt var um það í Uppbótartímanum að það væri mikilvægt fyrir Breiðablik að ráða þjálfara sem fyrst þar sem margir af lykilmönnum liðsins eru að verða samningslausir.

„Nik verður ekki áfram og mögulega ekki Edda heldur, án þess að vita það. Ég fór aðeins að skoða... það eru 17 leikmenn sem eru samningslausir hjá Breiðabliki. Þar á meðal eru Andrea Rut, Áslaug Munda, Barbára Sól, Heiða Ragney og fleiri leikmenn," sagði Magnús Haukur Harðarson.

Samantha Smith, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Kristín Dís Árnadóttir eru einnig á meðal lykilmanna sem eru að verða samningslausir.

„Það verður mjög forvitnilegt að sjá hvað gerist. Það er mikilvægt að Breiðablik ráði þjálfara sem fyrst. Ég held að það sé erfitt að endursemja við leikmenn þegar það er ekki kominn þjálfari," sagði Ásta Eir Árnadóttir, fyrrum fyrirliði Breiðabliks.

Rætt hefur verið um það í Uppbótartímanum að orðið á götunni sé að Breiðablik ætli að skera niður fyrir næsta tímabil og fróðlegt verður að sjá hvað gerist í Kópavoginum.

Allan þáttinn má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan.
Uppbótartíminn - Til hamingju Blikar!
Athugasemdir
banner
banner
banner