Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Í BEINNI
Evrópubikar kvenna
Spartak Subotica
LL 1
1
Breiðablik
Spartak Subotica
1
1
Breiðablik
Samtals
1
:
5
Soyi Kim '54 1-0
1-1 Heiða Ragney Viðarsdóttir '79
15.10.2025  -  15:00
Gradski - Subotica
Evrópubikar kvenna
Dómari: Réka Molnar (Ungverjaland)
Maður leiksins: Heiða Ragney Viðarsdóttir
Byrjunarlið:
1. Suhee Kang (m)
3. Natalija Petrovic
5. Violeta Slovic
6. Lana Radulovic
7. Sara Vranic
9. Soyi Kim
10. Zivana Stupar
11. Marija Radojicic
16. Jenifer Sarantes ('81)
17. Andrene Smith
22. Marija Ilic

Varamenn:
12. Dajana Mihajlovic (m)
2. Alina Baka
4. Lara Backovic
8. Miona Stanic
13. Iva Markovic
14. Andrea Jakovljevic
15. Gabrijela Jovic ('81)
18. Masa Antelj
19. Sara Mitic
20. Milana Golubovic
21. Darija Jovanov

Liðsstjórn:
Boris Arsic (Þ)

Gul spjöld:
Sara Vranic ('86)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
1-1 niðurstaðan hér í Serbíu

Spartak gerði vel og náði inn marki úr gjörsamlega engu þegar Soyi Kim átti frábært skot.

Blikar voru ólíkar sjálfum sér í þessum leik og sóknarleikurinn var ekki sannfærandi í dag. Vissulega erfitt að spila á móti liðum sem liggja til baka en Breiðablik átti fá svör og voru bæði óheppnar og klaufskar fyrir framan markið. Heiða Ragney gerði þó vel í horninu, potaði boltanum inn og tryggði jafntefli.

Breiðablik er þó komið áfram í næstu umferð á stöðunni 5-1!
90. mín
Aukaspyrna á fínum stað sem Agla tekur á fjær, sé ekki alveg hver nær skallanum en Kang grípur hann allavega
90. mín
Áslaug og Agla María með stutt horn sem endar með ágætis skoti frá Áslaugu en það er framhjá
90. mín
Agla tekur aukaspyrnu út við kantinn en Spartak skalla þetta frá
90. mín
Aukaspyrna sem Spartak fær síðan en Devine gerir vel í markinu og slær boltann frá
90. mín
Kristín Dís bjargar á línu!
89. mín
Unglingarnir eru allir strax farnir að segja til sín, kominn aukinn kraftur fram á við
87. mín
Inn:Sunna Rún Sigurðardóttir (Breiðablik) Út:Heiðdís Lillýardóttir (Breiðablik)
87. mín
Inn:Líf Joostdóttir van Bemmel (Breiðablik) Út:Birta Georgsdóttir (Breiðablik)
87. mín
Inn:Helga Rut Einarsdóttir (Breiðablik) Út:Andrea Rut Bjarnadóttir (Breiðablik)
86. mín Gult spjald: Sara Vranic (Spartak Subotica)
86. mín
úffff Andrene fær boltan fyrir framan markið en gerir ekki nógu vel og boltinn laflaus, þetta hefði getað orðið hættulegt
84. mín
Ilic tekur horn sem Heiðdís skallar frá
83. mín Gult spjald: Heiða Ragney Viðarsdóttir (Breiðablik)
81. mín
Inn:Gabrijela Jovic (Spartak Subotica) Út:Jenifer Sarantes (Spartak Subotica)
79. mín MARK!
Heiða Ragney Viðarsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Agla María Albertsdóttir
Agla María með enn eitt hornið, dettur inn í teiginn og Heiða Ragney er þar á hárréttum stað og potar honum inn
77. mín
Áslaug keyrir sjálf upp með boltann en er síðan dæmd brotleg uppvið endalínu
74. mín
Inn:Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik) Út:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Gaman að sjá Áslaugu fá mínútur en hún er að koma til baka eftir leiðinleg meiðsli
73. mín
Kim reynir skot en það er bæði laust og framhjá
71. mín
Agla María tekur horn en Aprtak konur ná að skalla frá
69. mín
Ilic tekur horn en Blikar ná að skalla frá
69. mín
Vranic nær hörkuspretti ein upp kanntinn reynir fyrirgjöf en Heiðdís kemst fyrir hana
67. mín
Agla María fær boltann inn fyrir en flaggið réttilega á loft
65. mín
Ég á bara ekki til orð Breiðablik er búið að vera ekkert eðlilega óheppnar fyrir framan markið.. Hrafnhildur Ása nær fyrirgjöfinni sem berst síðan áfram inn í teiginn, Andrea nær svo að setja tánna í hann en varnarmaður Spartak kemst fyrir. Svo er flautað á höfuðáverka hjá Petrovic
63. mín
Inn:Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir (Breiðablik) Út:Samantha Rose Smith (Breiðablik)
Fyrsta skipting Blika
61. mín
Blikarnir halda áfram að reyna, Andrea á fyrirgjöf en ekki nægilega nákvæm og Spartak kemst inn í hana
60. mín
Vranic krækir í horn fyrir Spartak konur sem Ilic tekur, ná skallanum en ekki nógu fastur og Blikar koma þessu frá
57. mín
Barbára reynir skot eftir sendingu frá Heiðu Ragney en það er bæði yfir og framhjá
54. mín MARK!
Soyi Kim (Spartak Subotica)
Hvað gerðist bara hér?!?! Það koma bara skot og mark úr gjörsamlega engu... Soyi Kim fær boltann, leggur hann fyrir sig og tekur skot utan af velli og neglir því bara í markið, Devine bara átti ekki séns
52. mín
Agla María tekur horn, berst inn í teiginn, Heiða Ragney er skölluð og liggur eftir en dómarinn sér ekker og smá líður áður en leikurinn er stoppaður
Fyrir leik, í hálfleik og á meðan leik stendur

Pepsi Max - fyrir þorstann í meira!
51. mín
Það er að færast meiri þungi í sóknarleik Blika!
49. mín
Klaufagangur hjá Sammy, fær boltann inn fyrir, á misheppnað touch og missir boltann frá sér, Blikar búnar að vera klaufalegar fyrir framan markið en fer vonandi batnandi!
47. mín
Úffffff Birta setur boltann fyrir þar er Berglind sem þrumar boltanum upp í Þverslánna af svona 3 metra færi... líklega erfiðara að ná honum þarna en inn...
46. mín
Berglind sparkar þessu af stað aftur
45. mín
Hálfleikur
0-0 hér í hálfleik

Bæði lið búin að eiga sín færi, Blikarnir hafa heilt yfir verið betri aðilinn í leiknum en það vantar aðeins upp á sóknarleikinn hjá þeim á síðasta þriðjung.

Spartak konur hafa verið þéttar og þeirra hættulegustu vopn hafa verið hraðar skyndisóknir þegar vörn Blka hefur verið komin hátt upp á völlinn
45. mín
Horn frá Ilic, stutt á Kim og fyrir aftur en Blikar skalla þetta frá
45. mín
Birta kemst síðan ein í gegn en Kang gerir vel, mætir henn og hirðir boltann
45. mín
úffff Þarna munaði mjóu að Radojiac næði að setja boltann inn, kemur á ferðinni en setur hann rétt framhjá markinuj
41. mín
Agla tekur hornspyrnu, Spartak konur ná að koma þessu frá, slæm sending síðan til baka frá Barbáru sem Andrene kemst inn í. Hún nær þó ekki að gera neitt og missir boltann
39. mín
Birta reynir stungu upp á Berglindi en Kang grípur þarna inn í
38. mín
Vranic brýtur á Kristínu Dís inn í teig Blika
36. mín
Spartak konur eru ótrúlega fljótar að skipta yfir skyndisóknir og fremstu 3 eru vel á tánum, boltinn berst á Andrene en Karítas hins vegar vel staðsett og nær af henni boltanum
35. mín
Sammy reynir skot fyrir utan teig en það er hátt yfir
33. mín
Sammy reynir stungu upp á Birtu, aðeins of fastur, Birta nær honum þó en er síðan felld inn í teignum, skiljanlega svo svekkt með að fá ekki vítið
31. mín
Alls konar vesen í teignum hjá Blikum en Devine gerir vel
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
30. mín
Það vantar aðeins meiri kraft í sóknarleikinn hjá Blikum virðast aðeins stressaðar?
29. mín
Agla María tekur hornspyrnu, Spartak konur koma boltanum frá en beint í fæturnar á Heiðdísi
28. mín
Slovic með langan bolta úr vörninni upp á Vranic en Devine gerir vel ,kemur út á móti og setur hann upp
26. mín
Andrea setur boltann upp á Berglindi, hún er ekki í alveg nógu góðu jafnvægi og lítill kraftur í skotinu hjá henni sem Kang ver
24. mín
Kim kemst í gegn en Heiðdís nær að trufla hana, Kim fellur í teignum og boltinn rúllar útaf... Var væntanlega að reyna að fiska víti en Moinar dómari með allt á hreinu
23. mín
Agla María tekur horn, alls konar vesen í teignum, Blikar ná boltanum aftur en svo deyr sóknin út
21. mín
Sammy sendir á Andreu, hún lætur vaða á markið en yfir
20. mín
Úffffff Sammy með bolta fyrir þar er Agla María mætt á fjær og hné-ar hann? í hliðarnetið, munaði svoooo litlu!
19. mín
Langur bolti upp á Vranic en Barbára Sól étur hana, Spartak konur ná þó boltanum aftur og ná skoti á markið en eins og fyrri dainn er Devine örugg í markinu
14. mín
Varnarlínan hjá Blikum hefur verið að lesa hlaup og sendingar vel og hafa hingað til náð að loka á allar hættulegar stungur frá Spartak
12. mín
Langur bolti upp á Andrene en of fastur og fer út fyrir hliðarlínu, það er greinilega sama upplegg hjá Spartak og í fyrri leiknum liggja aftarlega og beita skyndisóknum
10. mín
Andrene Smith reynir fyrirgjöf fyrir Spartak en Kristín Dís vel á verði og skallar boltann frá
10. mín
Hornspyrna sem Agla María tekur en ekkert kemur úr því
7. mín
Vranic nær skoti að marki en Devine handsamar boltann
5. mín
Úffff Boltinn berst inn á teig, Berglind Björg nær að setja tánna í hann, berst svo til Andreu að mér sýnist sem tekur skotið en það rétt yfir
4. mín
Agla maría tekur aukaspyrnu út við hliðarlínu en Spartak konur ná að koma þessu frá
3. mín
Birta gerir vel og pressar á Kang í markinu, hún panikkar eitthvað og setur hann útaf
3. mín
Smith fær sendingu upp og tekur hann með sér, reynir skotið en það er laflaust og Devine á ekki vandræðum með það
1. mín
Leikur hafinn
Spartak konur hefja leik, Radojiac sparkar þessu af stað
Fyrir leik
Þetta er að hefjast Liðin ganga hér út á völl, veislan er að hefjast
Fyrir leik
Leikurinn er sýndur beint hér:
Fyrir leik
Mynd frá keppnisvellinum
Mynd: Breiðablik

Samfélagsmiðlakóngurinn Arnar Laufdal er með kvennaliði Breiðabliks í Serbíu og ég mæli með því að fólk skoði efnið sem hann er búinn að vera að dæla á Instagram síðu Breiðabliks. Þar er hægt að sjá frá ferðalaginu og lífinu utan vallar. Meðfylgjandi mynd var tekin á æfingu Breiðabliks á keppnisvellinum í gær.
Fyrir leik
Velkomin til Subotica! Spartak leikur í serbnesku deildinni og hefur þrettán sinnum unnið deildina og tekið bikarinn tíu sinnum. Það hefur náð þokkalegum árangri í Evrópu síðustu ár. Fyrir ykkur sem gætuð hugsað ykkur jafnvel að heimsækja Subotica einn daginn þá er hægt að kynna sér þá borg betur í þessu myndbandi sem ég fann á hinu eina sanna interneti:

Fyrir leik
Óbreytt byrjunarlið hjá Breiðabliki frá fyrri leiknum
Mynd: UEFA
Fyrir leik
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir fyrri leikinn:
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Maður þarf að aðlagast aðeins. Í fyrri hálfleik fengum við tvö mörk bara með því að vinna okkur út á vængina. Augljóslega kom fjórða markið líka þaðan. Við gerðum það bara ekki nægilega oft af einhverjum ástæðum. Ég hélt ekki, eins og við sáum, að vindurinn hefði í raun svo mikil áhrif. Við reyndum bara að finna fætur. Við erum ekki lið sem er stöðugt með langa bolta fram. Það er þess vegna dálítið svekkjandi miðað við heildarframmistöðuna, en ég er ánægður með að við náðum þriðja og fjórða markinu," sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir fyrri leikinn.

Horfðu á viðtalið í heild sinni:
   08.10.2025 21:31
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Fyrir leik
Þjálfari Subotica eftir fyrri leikinn:
Mynd: Snæbjört Pálsdóttir

„Við verðum að bæta ákveðna hluti í vörninni. Við höfum lent í vandamálum áður og við verðum að spila með meira hugrekki. Við verðum að reyna að spila okkar leik, fá inn fleiri sendingar, koma með fleiri leikmenn fram og reyna að skora. Við sjáum til, fyrir okkur er núna mjög mikilvægt að við höfum nokkra unga leikmenn sem við getum þróað áfram. Hugmyndin okkar er að spila betur á heimavelli og reyna að ná betri úrslitum en í fyrri leiknum," sagði Boris Arsic, þjálfari Subotica, eftir fyrri hálfleikinn.

Horfðu á viðtalið í heild sinni:
   08.10.2025 22:36
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Fyrir leik
Agla María eftir fyrri leikinn:
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara frábært að vinna þennan leik, þetta var með skrítnari leikjum sem ég hef spilað allavega í langan tíma. Vindurinn spilaði klárlega stórt hlutverk í leiknum og ég er bara virkilega fegin að hafa unnið hann sannfærandi," sagði Agla María Albertsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, eftir 4-0 sigur í fyrri leiknum.

„Það skipti auðvitað ótrúlega miklu máli fyrir okkur að fara til Serbíu með þetta forskot. Maður veit aldrei hvað bíður manns þegar maður mætir út, þannig mjög mikilvægt fyrir okkur að fara með svona afgerandi forskot út.“

Horfðu á viðtalið í heild sinni:
   08.10.2025 21:59
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Fyrir leik
Agla María maður leiksins í fyrri leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Breiðabliksliðið var bara með viljann, agann og gæðin til að klára leikinn í þessu hræðilega veðri. Margt skiljanlega sem fór úrskeiðis hjá báðum liðum sökum veðursins en leikurinn hreinlega spilaðist bara þannig að Breiðablik var aldrei að fara gera annað en að vinna þennan leik! Verður samt alveg gaman að sjá hvernig leikurinn úti verður, líklega í töluvert betra veðri," skrifaði Snæbjört Pálsdóttir, fréttakona Fótbolta.net, um fyrri leikinn.

Breiðablik 4 - 0 Spartak Subotica
1-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('8 )
2-0 Agla María Albertsdóttir ('10 )
3-0 Agla María Albertsdóttir ('78 )
4-0 Sunna Rún Sigurðardóttir ('90 )
Lestu um leikinn
Fyrir leik
Breiðablik er 4-0 yfir í einvíginu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Íslandsmeistarar Breiðabliks eru í Serbíu þar sem þær leika seinni leik sinn við Spartak Subotica í þessari nýju keppni, Evrópubikar kvenna.

Sigurvegari viðureignarinnar fer áfram í 16-liða úrslitin og eru átta aðrir leikir á dagskrá í dag og í kvöld, þar sem lið á borð við Inter, Eintracht Frankfurt og Sporting CP eru í góðri stöðu til að komast áfram í næstu umferð.
Byrjunarlið:
12. Katherine Devine (m)
5. Samantha Rose Smith ('63)
7. Agla María Albertsdóttir (f)
8. Heiða Ragney Viðarsdóttir
11. Andrea Rut Bjarnadóttir ('87)
17. Karitas Tómasdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
22. Heiðdís Lillýardóttir ('87)
23. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('74)
27. Barbára Sól Gísladóttir
28. Birta Georgsdóttir ('87)
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
1. Herdís Halla Guðbjartsdóttir (m)
35. Kyla Elizabeth Burns (m)
14. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir ('63)
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('74)
24. Helga Rut Einarsdóttir ('87)
26. Líf Joostdóttir van Bemmel ('87)
29. Sunna Rún Sigurðardóttir ('87)
30. Edith Kristín Kristjánsdóttir
40. Lilja Þórdís Guðjónsdóttir
- Meðalaldur 19 ár

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Edda Garðarsdóttir

Gul spjöld:
Heiða Ragney Viðarsdóttir ('83)

Rauð spjöld: