Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
   mið 08. október 2025 22:36
Snæbjört Pálsdóttir
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Kvenaboltinn
Boris Arsic þjálfari Spartak Subotica
Boris Arsic þjálfari Spartak Subotica
Mynd: Snæbjört Pálsdóttir

Breiðablik vann Spartak Subotica 4-0 á Kópavogsvelli í Evrópubikarnum i í kvöld. Boris Arsic þjálfari Spartak Subotica hafði þetta um leikinn að segja, 

„Fyrst af öllu vil ég óska Breiðabliki til hamingju með góðan leik og sigurinn. Við reyndum að spila fyrstu 20 mínúturnar að vera þéttar og liggja aftarlega, því við vissum að Breiðablik er gott lið. Hugmyndin okkar var að reyna að komast í skyndisóknir og skora mark á fyrstu 20 mínútunum. Við fengum hins vegar á okkur tvö auðveld mörk. Eftir það reyndum við að ýta okkur hærra upp og spila lengri sendingar. Þá fengum við eitt gott færi, það var tækifæri til að koma okkur aftur inn í leikinn, en við nýttum það ekki.“


Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Spartak Subotica

„Í seinni hálfleik reyndum við að spila okkar leik. Við áttum í vandræðum vegna þess að vindurinn var mjög, mjög sterkur, og við áttum í erfiðleikum með að komast yfir á vallarhelming andstæðinganna. Síðustu 20 mínúturnar fékk heimaliðið tvö góð færi og skoraði tvö mörk. Eftir það hafði það mikla yfirburði eftir fyrri leikinn. Við munum reyna að spila betur í seinni leiknum og reyna að ná betri úrslitum þar.“

Veðrið setti stórt strik í reikninginn fyrir liðin í kvöld, hvernig fannst honum sitt lið bregðast við?

„Við höfum ekki reynslu af því að spila í svona veðri, vindurinn var mjög, mjög sterkur. Það var mjög erfitt fyrir okkur að spila okkar leik. Ég held að þetta hafi haft mikil áhrif á hugmyndafræðina okkar og leikstílinn okkar. Ég trúi því að heimaliðið spili mun fleiri leiki í svona aðstæðum, þar sem vindurinn hér á eyjunni er mjög sterkur. Við höfum ekki þá reynslu, og ég mér finnst við ekki hafa spilað vel við þessar aðstæður.“

Hvað þarf liðið að bæta fyrir næsta leik?

„Við verðum að bæta ákveðna hluti í vörninni. Við höfum lent í vandamálum áður og við verðum að spila með meira hugrekki. Við verðum að reyna að spila okkar leik, fá inn fleiri sendingar, koma með fleiri leikmenn fram og reyna að skora. Við sjáum til, fyrir okkur er núna mjög mikilvægt að við höfum nokkra unga leikmenn sem við getum þróað áfram. Hugmyndin okkar er að spila betur á heimavelli og reyna að ná betri úrslitum en í fyrri leiknum.“


Athugasemdir
banner