West Ham hefur áhuga á Zirkzee - Disasi áfram úti í kuldanum - Casadó orðaður við Chelsea og Arsenal
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Klárlega ekki leikur fyrir augað
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
Viktor Karl náði stórum áfanga: Ég er virkilega stoltur
   mið 08. október 2025 22:36
Snæbjört Pálsdóttir
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Kvenaboltinn
Boris Arsic þjálfari Spartak Subotica
Boris Arsic þjálfari Spartak Subotica
Mynd: Snæbjört Pálsdóttir

Breiðablik vann Spartak Subotica 4-0 á Kópavogsvelli í Evrópubikarnum i í kvöld. Boris Arsic þjálfari Spartak Subotica hafði þetta um leikinn að segja, 

„Fyrst af öllu vil ég óska Breiðabliki til hamingju með góðan leik og sigurinn. Við reyndum að spila fyrstu 20 mínúturnar að vera þéttar og liggja aftarlega, því við vissum að Breiðablik er gott lið. Hugmyndin okkar var að reyna að komast í skyndisóknir og skora mark á fyrstu 20 mínútunum. Við fengum hins vegar á okkur tvö auðveld mörk. Eftir það reyndum við að ýta okkur hærra upp og spila lengri sendingar. Þá fengum við eitt gott færi, það var tækifæri til að koma okkur aftur inn í leikinn, en við nýttum það ekki.“


Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Spartak Subotica

„Í seinni hálfleik reyndum við að spila okkar leik. Við áttum í vandræðum vegna þess að vindurinn var mjög, mjög sterkur, og við áttum í erfiðleikum með að komast yfir á vallarhelming andstæðinganna. Síðustu 20 mínúturnar fékk heimaliðið tvö góð færi og skoraði tvö mörk. Eftir það hafði það mikla yfirburði eftir fyrri leikinn. Við munum reyna að spila betur í seinni leiknum og reyna að ná betri úrslitum þar.“

Veðrið setti stórt strik í reikninginn fyrir liðin í kvöld, hvernig fannst honum sitt lið bregðast við?

„Við höfum ekki reynslu af því að spila í svona veðri, vindurinn var mjög, mjög sterkur. Það var mjög erfitt fyrir okkur að spila okkar leik. Ég held að þetta hafi haft mikil áhrif á hugmyndafræðina okkar og leikstílinn okkar. Ég trúi því að heimaliðið spili mun fleiri leiki í svona aðstæðum, þar sem vindurinn hér á eyjunni er mjög sterkur. Við höfum ekki þá reynslu, og ég mér finnst við ekki hafa spilað vel við þessar aðstæður.“

Hvað þarf liðið að bæta fyrir næsta leik?

„Við verðum að bæta ákveðna hluti í vörninni. Við höfum lent í vandamálum áður og við verðum að spila með meira hugrekki. Við verðum að reyna að spila okkar leik, fá inn fleiri sendingar, koma með fleiri leikmenn fram og reyna að skora. Við sjáum til, fyrir okkur er núna mjög mikilvægt að við höfum nokkra unga leikmenn sem við getum þróað áfram. Hugmyndin okkar er að spila betur á heimavelli og reyna að ná betri úrslitum en í fyrri leiknum.“


Athugasemdir