Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Breiðablik
1
2
Víkingur R.
Viktor Karl Einarsson '45 1-0
1-1 Óskar Borgþórsson '51
1-2 Tarik Ibrahimagic '75
18.10.2025  -  19:15
Kópavogsvöllur
Besta-deild karla - Efri hluti
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Óskar Borgþórsson (Víkingur Reykjavík)
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson ('73)
13. Anton Logi Lúðvíksson ('68)
15. Ágúst Orri Þorsteinsson ('68)
17. Valgeir Valgeirsson
18. Davíð Ingvarsson
19. Kristinn Jónsson ('78)
21. Viktor Örn Margeirsson
23. Kristófer Ingi Kristinsson ('68)
44. Damir Muminovic
- Meðalaldur 28 ár

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
4. Ásgeir Helgi Orrason
6. Arnór Gauti Jónsson ('68)
10. Kristinn Steindórsson ('73)
11. Aron Bjarnason ('68)
29. Gabríel Snær Hallsson
31. Gunnleifur Orri Gunnleifsson
45. Þorleifur Úlfarsson ('68)
77. Tobias Thomsen ('78)
- Meðalaldur 25 ár

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Arnór Sveinn Aðalsteinsson
Særún Jónsdóttir
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson
Brynjar Dagur Sighvatsson
Dagur Elís Gíslason
Guðmundur Magnússon

Gul spjöld:
Viktor Karl Einarsson ('36)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið Vilhjálmur Alvar flautar til leiksloka á Kópavogsvelli. 2-1 sigur Víkinga staðreynd í frekar rólegum leik.

Takk í kvöld.
90. mín
Fjórum mínútum bætt við
89. mín
Þorleifur fær boltann fyrir utan teig og á skot sem fer yfir markið.

Þetta virðist vera að fjara út hérna á Kópavogsvelli.
87. mín
Inn:Pablo Punyed (Víkingur R.) Út:Gylfi Þór Sigurðsson (Víkingur R.)
86. mín
Arnór Gauti! Fær boltann fyrir utan teig og á skot en boltinn rétt framhjá.

Góð tilraun hjá Arnóri.
85. mín
Gylfi Þór fær boltann rétt fyrir utan vítateiginn og á skot sem Anton Ari ver.
83. mín
Blikar fá hornspyrnu Vinna annað horn upp úr henni sem ekkert verður úr.
82. mín
ÞORLEIFUR NÁLÆGT ÞVÍ AÐ JAFNA ÞETTA Fær boltann inn á teig Víkinga og nær góðu skoti en Ingvar ver þetta mjög vel.
81. mín Gult spjald: Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Klippir Arnór Gauta niður og verðskuldar gullt spjald.

Veit ekki alveg hvað þetta var hjá Niko.
80. mín
Sveinn Gísli fær boltann inn á teig Breiðablik og reynir að koma boltanum í nærhornið framhjá Antoni en Anton ver í hornspyrnu.
79. mín
Kristinn Steindórs fær boltann og nær að prjóna sig inn á teiginn en Ingvar kemur út á móti og grípur boltann
78. mín
Inn:Tobias Thomsen (Breiðablik) Út:Kristinn Jónsson (Breiðablik)
75. mín MARK!
Tarik Ibrahimagic (Víkingur R.)
Stoðsending: Gylfi Þór Sigurðsson
ÞETTA MARK TARIK MAÐUR LIFANDI!!!! Gylfi Þór tekur hornspyrnu frá hægri, spyrnan er tekin stutt. Gylfi Þór fær boltann aftur og sker boltann út á Tarik sem smyr boltann í fjærhornið

Óverjandi fyrir Anton Ara. Þvílík afgreiðsla.
73. mín
Inn:Kristinn Steindórsson (Breiðablik) Út:Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
70. mín
Fátt lítið gerst þessa stundina fyrir utan þessar skiptingar.

Ég kalla eftir góðum síðustu 20 mínútum!
69. mín
Inn:Nikolaj Hansen (Víkingur R.) Út:Atli Þór Jónasson (Víkingur R.)
69. mín
Inn:Sveinn Gísli Þorkelsson (Víkingur R.) Út:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.)
68. mín
Inn:Þorleifur Úlfarsson (Breiðablik) Út:Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik)
68. mín
Inn:Aron Bjarnason (Breiðablik) Út:Ágúst Orri Þorsteinsson (Breiðablik)
68. mín
Inn:Arnór Gauti Jónsson (Breiðablik) Út:Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik)
59. mín
Rólegt inn á vellinum þessa stundina.
54. mín Gult spjald: Óskar Borgþórsson (Víkingur R.)
Fyrir leik, í hálfleik og á meðan leik stendur

Pepsi Max - fyrir þorstann í meira!
51. mín MARK!
Óskar Borgþórsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Viktor Örlygur Andrason
VÍKINGAR ERU AÐ JAFNA ÞENNAN LEIK! Alvöru skyndisóknarmark hjá Víingum. Breiðablik er í sókn og með nánast alla frammi. Víkingar vinna boltann. Viktor Örlygur kemur boltanum upp á Óskar Borgþórsson sem keyrir af stað, Kristinn Jónsson ræður ekkert við hraðann í Óskari og Óskar leggur boltann snyrtilega í netið framhjá Antoni Ara!

1-1
46. mín
Síðari hálfleikurinn er farinn af stað.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur á Kópavogsvelli Vilhjálmur Alvar flautar til hálfleiks. Breiðablik fer með 1-0 forskot inn í hálfleikinn.

Tökum okkur korter.
45. mín MARK!
Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
Blikar eru komnir yfir Davíð Ingvarsson leggur boltann inn á Viktor Karl sem á frábæran snúning. Víkingarnir ná ekkert boltanum af Viktori sem nær að lauma boltaum í nærhornið framhjá Ingvari.

1-0 BREIÐABLIK!
45. mín
Fjórum mínútum bætt við þennan fyrri hálfleik.
44. mín Gult spjald: Atli Þór Jónasson (Víkingur R.)
42. mín
Ágúst Orri fær boltann út til hægri og á frábæran bolta inn á teig Víkinga en gestirnir koma boltanum í hornspyrnu.

Höskuldur tekur spyrnuna og eftir darraðadans inn á teignum nær Kristófer sýndist mér skoti en boltinn framhjá.
40. mín
Ágúst Orri fær boltann og keyrir í átt að marki Víkinga. Ágúst Orri leggur boltann til hliðar á Kidda sem á frábæran bolta inn á teiginn en Víkingar koma boltanum í burtu.
38. mín
Viktor Örlygur kemur boltanum inn á Atla Þór sem reynir að leggja boltann út á Valdimar en Blikar koma boltanum í burtu.
36. mín Gult spjald: Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
Viktor Karl er fyrstur í bókina í kvöld.
35. mín
Ágúst Orri með frábæran sprett upp vinstra megin, leggur boltann á Kidda sem kemur honum á Höskuld sem á skot sem fer í varnarmann Víkings.
33. mín
Valdimar Þór fær boltann og lyftir boltanum í átt að Óskari Borgþórs en Blikar koma boltanum í burtu
31. mín
Inn:Róbert Orri Þorkelsson (Víkingur R.) Út:Oliver Ekroth (Víkingur R.)
31. mín
Ekroth liggur ennþá eftir á vellinum og mér sýnist Víkingarnir vera fara gera breytingu en OLiver virðist ekki geta haldið áfram leik.
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
30. mín
Oliver Ekroth liggur eftir og þarf aðhlyningu.

Róbert Orri er sendur að hita upp.
26. mín
Breiðablik fær hornspyrnu Blikar lyfta boltanum inn á teiginn og Karl Friðleifur skallar boltann í hornspyrnu.

Höskuldur tekur spyrnuna en sóknarbrot inn á teignum.
23. mín
ANTON ARI!! Valdimar Þór gerir frábærlega og finnur Atla innfyrir sem er aftur sloppinn aleinn gegn Antoni Ara og á skot en Anton Ari vera frábærlega.

Atli getur ekki keypt sér mark virðist vera.
22. mín
Anton Logi fær boltann, kemur boltanum út til hliðar á Kidda Jóns sem reynir fyrirgjöf en boltinn af Víking og afturfyrir.
20. mín
Breiðablik fær hornspyrnu Klaufagangur hjá Víkingum sem endar með að boltinn fer afturfyrir í hornspyrnu.

Höskuldur tekur spyrnuna en Víkingar koma boltanum í burtu.
18. mín
Tíðindalitlar síðustu mínútur Það er ekki mikið að gerast inn á vellinum þessa stundina.
13. mín
Kristinn Jónsson heldur áfram að koma með flotta bolta inn á teiginn. Oliver Ekroth hreinsar boltann í hornspyrnu.
11. mín
ATLI ÞÓR Í DAUÐAFÆRI!!! Valdimar Þór fær boltann og á frábæran snúning, keyrir í átt að marki Blika og rennir boltanum í gegn á Atla sem er aleinn gegn Antoni Ara en Anton nær að loka vel á skotið hans Atla.

Þetta var svo sannarlega færi!!
8. mín
Víkingar vinna hornspyrnu Gylfi tekur spyrnuna inn á teiginn og Valdimar skallar boltann framhjá.

Það er gríðarleg þoka yfir Kópavogsvelli og erfitt að sjá almennilega hvað gerist á hinum enda vallarins, en við gerum okkar besta.
6. mín
Kristinn Jónsson fær boltann vinstra megin og á frábæran bolta inn á teiginn. Ingvar Jónsson grípur og liggur eftir.
2. mín
Breiðablik tapar boltanum og Víkingar keyra upp. Anton Logi liggur eftir eftir baráttu við Atla Þór og Anton þarf aðhlyningu.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað í Kópavogi Vilhjálmur Alvar flautar til leiks hér á Kópavogsvelli. Kristófer Ingi sparkar þessu í gang.

Góða skemmtun!
Fyrir leik
200 leikir hjá Davíð Ingvars Davíð Ingvarsson lék sinn tvöhundruðasta leik fyrir Breiðablik á dögunum og fær hann viðurkenningu fyrir áfangann.

Til hamingju Davíð!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Heiðursvörður Leikmenn, starfsteymi Breiðabliks og dómarar eru mættir út og eru að fara standa heiðurvörð fyrir Víkinga.

Þetta hlýtur að gefa Blikunum smá blóð á tennurnar.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Leikmenn í leikbanni Hjá Breiðablik er Óli Valur Ómarsson ekki með en hann tekur út leikbann vegna fjölda gulra spjalda.

Víkingarnir Daníel Hafsteinsson og Matthías Vilhjálmsson verða heldur ekki með í kvöld vegna uppsafnaðra spjalda.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Daníel Hafsteinsson er í leikbanni í kvöld.
Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar Nik Chamberlain, þjálfari kvennaliðs Breiðabliks. Nik gerði Blika að tvöföldum meistara í sumar en hann mun taka við Kristianstad í Svíþjóð eftir tímabilið.


Breiðablik 2 - 1 Víkingur R. (19:15 í kvöld)
Blikar eru að berjast um að komast í Evrópukeppnina og Víkingar eru þegar búnir að vinna titilinn, þá ættu Blikar að hafa nóg til að komast yfir línuna í þessum leik. Sigur á Fram í síðasta leik setur okkur aftur á sigurbraut og það heldur áfram hér. Höggi jafnar markamet Breiðbliks með vítaspyrnu eftir að Kalli er klaufalegur í teignum að reyna að laga hárið á sér og brýtur af sér. Helgi skorar fyrir Víkinga og Ágúst Orri skorar sigurmarkið fyrir Blika. Valgeir fær einnig sitt 20. gula spjald á tímabilinu. Annar hápunktur leiksins er þegar Halli rústar nýju hvítu Adidas Preds skónum hans Gunnars Odds og er rekinn af velli.


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Þriðja liðið Vilhjálmur Alvar Þórarinsson sér til þess að allt fari vel fram í Kópavoginum í kvöld. Honum til aðstoðar verða þeir Ragnar Þór Bender og Þórður Arnar Árnason.

Varadómari kvöldsins er Gunnar Oddur Hafliðason.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Staðan? Breiðablik situr fyrir leik kvöldsins í fjórða sæti deildarinnar með 39.stig, tveimur stigum á eftir Stjörnunni sem situr í því þriðja. Blikarnir eru í harðri baráttu um þriðja sætið sem gefur Evrópusæti að ári og verður liðið því helst að vinna hér í kvöld.

Víkingareru orðnir Íslandsmeistarar en liðið vann FH 2-0 í leik sem tryggði liðinu skjöldinn góða.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Besta deildin heilsar eftir landsleikjahlé! Góðan og gleðilegan daginn kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin með okkur í beina textalýsingu frá Kópavogsvelli þar sem Breiðablik og Víkingur Reykjavík mætast í fjórðu umferð deildarinnar eftir tvískiptingu.

Flautum til leiks í Kópavoginum klukkan 19:15

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth (f) ('31)
6. Gunnar Vatnhamar
8. Viktor Örlygur Andrason ('69)
9. Helgi Guðjónsson
17. Atli Þór Jónasson ('69)
19. Óskar Borgþórsson
20. Tarik Ibrahimagic
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
25. Valdimar Þór Ingimundarson
32. Gylfi Þór Sigurðsson ('87)
- Meðalaldur 28 ár

Varamenn:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson ('69)
7. Erlingur Agnarsson
10. Pablo Punyed ('87)
15. Róbert Orri Þorkelsson ('31)
23. Nikolaj Hansen ('69)
24. Davíð Örn Atlason
33. Haraldur Ágúst Brynjarsson
48. Viktor Steinn Sverrisson
- Meðalaldur 25 ár

Liðsstjórn:
Sölvi Ottesen (Þ)
Kári Sveinsson
Viktor Bjarki Arnarsson
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Rúnar Pálmarsson
Aron Baldvin Þórðarson
Brynjar Björn Gunnarsson

Gul spjöld:
Atli Þór Jónasson ('44)
Óskar Borgþórsson ('54)
Nikolaj Hansen ('81)

Rauð spjöld: