Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
banner
   lau 18. október 2025 09:34
Brynjar Ingi Erluson
Ætla að selja Guehi í janúar - Wharton til Man Utd?
Powerade
Marc Guehi er eins og svo oft áður í slúðurpakkanum
Marc Guehi er eins og svo oft áður í slúðurpakkanum
Mynd: EPA
Adam Wharton gæti einnig farið frá Palace
Adam Wharton gæti einnig farið frá Palace
Mynd: EPA
Everton vildi ekki selja Branthwaite í sumar
Everton vildi ekki selja Branthwaite í sumar
Mynd: EPA
Crystal Palace gæti selt tvo lykilmenn í janúar, Antoine Semenyo er eftirsóttur og Ruben Amorim er mikill aðdáandi ítalska bakvarðarins Federico Dimarco. Þetta og svo margt fleira bitastætt í Powerade-slúðurpakka dagsins.

Crystal Palace ætlar að selja Marc Guehi (25), fyrirliða félagsins, í janúarglugganum. Liverpool er ekki lengur í bílstjórasætinu um undirskrift Guehi, en Barcelona, Real Madrid og Bayern München eru öll komin í baráttuna. (The I Paper)

Enski miðjumaðurinn Adam Wharton (21) er efstur á óskalista Manchester United í janúar, en Crystal Palace vill fá að minnsta kosti 70 milljónir punda fyrir leikmanninn. (Teamtalk)

Everton hafnaði fyrirspurnum frá Chelsea og Liverpool í enska miðvörðinn Jarrad Branthwaite (23) í sumar. (Mail)

Tottenham og Liverpool hafa bæði mikinn áhuga á Antoine Semenyo (25), vængmanni Bournemouth. (Talksport)

Inter Milan hefur vísað þeim sögusögnum um að félagið sé að fá brasilíska sóknarmanninn Neymar (33) til föðurhúsanna. Samningur hans við Santos rennur út um áramótin. (Corriere dello Sport)

Ruben Amorim, stjóri Man Utd, er mikill aðdáandi Federico Dimarco (27) hjá Inter, en leikmaðurinn vill halda kyrru fyrir að sinni. (Tuttosport)

Sunderland er hætt að eltast við Jhon Lucumi (27), varnarmann Bologna og kólumbíska landsliðsins eftir að 24 milljóna punda tilboði enska félagsins var hafnað í sumar. (Sky Sports)

Marc-Andre ter Stegen (33), markvörður Barcelona, hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort hann verði áfram hjá félaginu í janúar, en hann vill ólmur vera í landsliðshópnum hjá Þjóðverjum á HM á næsta ári og gæti því þurft að færa sig um set. (Florian Plettenberg)

Juventus vill fá ítalska miðjumanninn Sandro Tonali (25) aftur í ítölsku deildina, en Newcastle er staðráðið í að halda í leikmanninn. (Football Insider)

Newcastle hefur samþykkt að greiða 350 þúsund pund plús bónusa fyrir Josh Kenchington, 15 ára leikmann Barnsley. Man Utd, Tottenham og Brighton höfðu einnig áhuga á Kenchington sem er hluti af U15 ára landsliði Englands. (Sky Sports)

RB Leipzig hefur sett 87 milljóna punda verðmiða á Fílabeinsstrendinginn Yan Diomande (18). (Sky)

Wolves mun ekki gera stórar breytingar á leikmannahópnum í janúar. Félagið mun líklega halda í mikilvægustu leikmennina, þar á meðal brasilíska miðjumanninn Andre (24) sem var á óskalista Juventus í sumar. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner