Í BEINNI
Evrópubikarinn - 16-liða úrslit
Breiðablik
LL
0
1
1
Fortuna Hjörring

Breiðablik
0
1
Fortuna Hjörring

0-1
Joy Omewa Ogochukwu
'46
12.11.2025 - 18:00
Kópavogsvöllur
Evrópubikarinn - 16-liða úrslit
Dómari: Lotta Vuorio (Finnland)
Kópavogsvöllur
Evrópubikarinn - 16-liða úrslit
Dómari: Lotta Vuorio (Finnland)
Byrjunarlið:
1. Herdís Halla Guðbjartsdóttir (m)
5. Samantha Rose Smith
('64)
('64)
8. Heiða Ragney Viðarsdóttir (f)
11. Andrea Rut Bjarnadóttir
('79)
('79)
14. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir
17. Karitas Tómasdóttir
('64)
('64)
18. Kristín Dís Árnadóttir
22. Heiðdís Lillýardóttir
23. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
('75)
('75)
27. Barbára Sól Gísladóttir
28. Birta Georgsdóttir
- Meðalaldur 25 ár
Varamenn:
12. Katherine Devine (m)
36. Kayla Elizabeth Burns (m)
4. Elín Helena Karlsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir
('64)
('64)
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
('64)
('64)
24. Helga Rut Einarsdóttir
26. Líf Joostdóttir van Bemmel
('79)
('79)
29. Sunna Rún Sigurðardóttir
30. Edith Kristín Kristjánsdóttir
('75)
('75)
40. Lilja Þórdís Guðjónsdóttir
- Meðalaldur 20 ár
Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Edda Garðarsdóttir
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Leik lokið!
0-1 fyrir Fortuna Hjörring er staðan í kvöld,
smá einbeitingarleysi eftir hálfleikinn hjá Blikum sem þær nýttu sér og eru í góðri stöðu fyrir leikinn í Danmörku eftir viku.
Breiðablik þarf þar að eiga betri leik til þess að koma sér áfram úr 16 liða úrslitunum
Takk annars fyrir samfylgdina í kvöld! Skýrsla og viðtöl koma inn síðar
smá einbeitingarleysi eftir hálfleikinn hjá Blikum sem þær nýttu sér og eru í góðri stöðu fyrir leikinn í Danmörku eftir viku.
Breiðablik þarf þar að eiga betri leik til þess að koma sér áfram úr 16 liða úrslitunum
Takk annars fyrir samfylgdina í kvöld! Skýrsla og viðtöl koma inn síðar
93. mín
a.m.k. 3 mínútum bætt við og við erum líklega bara að sigla í síðustu mínútuna!
Ná þær að jafna?
Ná þær að jafna?
92. mín
Agla tekur hornið svo aftur, berst svo til hennar aftur, setur hann fyrir þar sem er heldur betur darraðardans í teignum en Fortuna kemur þessu frá að lokum
90. mín
Agla tekur horn, svífur inn á teiginn, berst út og aftur á Heiðu sem setur hann í varnarmann og útan
89. mín
Inn:Risako Watanabe (Fortuna Hjörring)
Út:Joy Omewa Ogochukwu (Fortuna Hjörring)
89. mín
Inn:Rie Skotte Jørgensen (Fortuna Hjörring)
Út:Josefine Valvik (Fortuna Hjörring)
88. mín
Agla María tekur spyrnuna en hún fer í 8 manna varnarvegg Fortuna og útfyrir endalínu, horn frá Áslaugu en það fer beint útaf
86. mín
Olar reynir skot á miðjum vallarhelmingi Breiðabliks en Herdís á ekki í neinum vandræðum með að grípa þetta
84. mín
Jesús minnnnnn
Hræðileg sending til baka frá Kristínu Dís sem Omewa kemst inn í en sem betur fer setur hún boltann bara beint á Herdísi Höllu og útaf
83. mín
Barbára nær sendingu inn á Edith, boltinn berst svo til Hrafnhildar Ásu sem á lúmskt skot sem Paraluta þarf að hafa sig við að verja
79. mín
Inn:Líf Joostdóttir van Bemmel (Breiðablik)
Út:Andrea Rut Bjarnadóttir (Breiðablik)
75. mín
Inn:Edith Kristín Kristjánsdóttir (Breiðablik)
Út:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
72. mín
Joy Omewa aftur að koma sér í geggjaða stöðu, Herdís hins vegar rétt kona á réttum stað og ver vel
70. mín
Agla María brýtur á Nielsen fyrir utan teig, hún tekur það sjálf, reynir skot á markið en það er bæði yfir og framhjá
67. mín
Flott spil hjá Blikunum, Berglind reynir svo að stinga honum til hliðar á Birtu en hún er ekki alveg nógu fljót að kveikja
65. mín
Barbára Sól klobbar Tilde Johannsson, boltinn berst svo á Berglindi sem reynir að setja hann á markið en hún nær ekki nógu góðri snertingu og er alltof laus
64. mín
Inn:Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik)
Út:Karitas Tómasdóttir (Breiðablik)
63. mín
Karítas með frábæra sendingu upp á Hugrúnu Ásu, hún reynir að komast framhjá varnarmanni Fortuna en setur boltann í hann og svo berst hann til Paraluta
55. mín
Barbára tekur honrið, boltinn berst svo til Heiðdísar sem á skot en Paraluta ver vel
55. mín
Hrafnhildur aftur með góða takta keyrir inn á teiginn, nær frábærri fyrirgjöf á Berglindi sem setur hann í varnarmann og aftur fyrir markið
50. mín
Úffffff
Blikarnir stálheppnar að vera ekki komnar 0-2 undir! Heiðdís gefur Nielsen boltann á silfurfati inn í teig, Herdís á svo skógarhlaup en sem betur fer setur Nielsen boltann í hliðarnetið!
46. mín
MARK!
MARK!Joy Omewa Ogochukwu (Fortuna Hjörring)
Þetta kom algjörelga uppúr engu! klaufaskapur hjá Blikum fyrir utan teiginn, boltinn berst svo til Joy Omewa sem setur hann snyrtilega upp í fjærhornið
45. mín
Hálfleikur
0-0 hér í hálfleik
Hefur verið hörkuleikur hingað til! Bæði lið búin að koma sér í góðar stöður og eiginlega galið að það sér ekki komið mark í þennan leik!
Fortuna hefur átt fleiri dauðafæri en Herdís Halla hefur verið solid í markinu!
Blikarnir þurfa hins vegar að láta vaða meira á markið myndi ég segja, hafa komist í góðar stöður en hafa reynt skrítnar úrslitasendingar í staðinn fyrir að negla honum bara sjálfar á markið!
Ég vil sjá mörk í seinni hálfleik takk!
Hefur verið hörkuleikur hingað til! Bæði lið búin að koma sér í góðar stöður og eiginlega galið að það sér ekki komið mark í þennan leik!
Fortuna hefur átt fleiri dauðafæri en Herdís Halla hefur verið solid í markinu!
Blikarnir þurfa hins vegar að láta vaða meira á markið myndi ég segja, hafa komist í góðar stöður en hafa reynt skrítnar úrslitasendingar í staðinn fyrir að negla honum bara sjálfar á markið!
Ég vil sjá mörk í seinni hálfleik takk!
42. mín
Jeeeeeesús
Herdís Halla með svakalega vörslu, ég sá þennan inni, sHeiðdís hreinsar svo boltan út á Valvik sem á svo skot langt framhjá
40. mín
Fortuna í stórhættulkegri sókn sem Kristín Dís nær að koma boltanum rétt frá en þær ná honum svo strax aftur pressa og næla sér í hornspyrnu, hins vegar kemur ekkert úr henni!
38. mín
Hansen tekur aukaspyrnu fyrir Fortuna en hún fer ekki á neinn nema Blika sem koma boltanum frá
34. mín
Sammy er svo komin í hörkustöðu hinum megin en ákveður að reyna að senda boltann og missir hann, hefði 100% átt að negla honum á markið í þessari stöðu!
33. mín
Andrea nær flottri sendingu inn á teiginn en Berglind nær ekki til boltans og Fortuna koma þessu frá
Er kominn tími á pizzu?
Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
27. mín
Aftur er Omewa komin í kjöööööörstöðu en Herdís Halla sér við henni og ver á nokkra metra færi
22. mín
Brotið á Karítas til hliðar við teiginn, Heiða Ragney tekur spyrnuna og sendir hann Andreu sem á síðan skotið en í varnarmann og framhjá, Barbára tekur svo hornspyrnuna en ekkert kemur úr henni
21. mín
Blikarnir hafa heilt yfir verið að koma sér í betri stöður en Fortuna en það vantar herslumuninn
14. mín
Ashley Riefner á hörkuskot sem Herdís Halla ver en missir svo frá sér, Olar reynir svo að ná til hans fyrir galopnu marki en Karítas gera ótrúlega vel og nær til hans á undan
12. mín
úfff
Hrafnhildur Ása með stórhættulega fyrirgjöf en Sammy rétt missir af boltanum
11. mín
Blikar hafa verið að koma sér í ágætis stöður, Andrea reynir að setja hann fyrir og svo á Barbára Sól á fyrirgjöf en vantar herslumuninn
10. mín
Sammy gerir vel í varnarvinnunni hirðir boltann af Valvik og keyrir svo sjálf upp völlinn, reynir að finna Birtu í stungu en hún rétt missir af honum
8. mín
Sammy pressar vel og á svo þríhyrningaspil við Berglindi, nær fyrirgjöfinni en enginn mættur inn í teig
2. mín
Berglind nær skoti í ágætis færi en í varnarmann
Hrafnhildur Ása fær aðhlynningu fær högg á andlitið, lítur ekki alltof vel út, líklega blóðnasir, vonandi kemst hún aftru inn á sem fyrst
Hrafnhildur Ása fær aðhlynningu fær högg á andlitið, lítur ekki alltof vel út, líklega blóðnasir, vonandi kemst hún aftru inn á sem fyrst
1. mín
Leikur hafinn
Fortuna Hjörring byrja
Joy Omewa sparkar leiknum af stað fyrir gestina
Fyrir leik
Hafrún Rakel spáir sigri
Landsliðskonan Hafrún Rakel Halldórsdóttir er fyrrum leikmaður Breiðabliks og spilar með danska liðinu Bröndby.
„Fortuna er öflugt lið en ekki jafn sterkt og á síðasta tímabili þegar þær unnu bæði deildina og bikarinn. Þær eru með líkamlega sterkt lið og hættulegar inni í teig þar sem þær eru með sterka leikmenn fram á við."
„Ég er búin að horfa á marga leiki með Breiðablik í sumar og þær þurfa bara að halda áfram að spila eins og þær hafa verið að gera og þá eiga þær góðan séns á að klára þennan leik. Þær eru með mjög góða leikmenn fram á við sem geta ógnað mikið sem er mikilvægt á móti Fortuna þar sem þær verða fljótt stressaðar og óöruggar ef þær ná ekki að stjórna leiknum."
„Ég held að Breiðablik eigi mikinn séns á að vinna þennan leik og hann endar 2-1 fyrir Breiðablik, Birta skorar bæði!"

„Fortuna er öflugt lið en ekki jafn sterkt og á síðasta tímabili þegar þær unnu bæði deildina og bikarinn. Þær eru með líkamlega sterkt lið og hættulegar inni í teig þar sem þær eru með sterka leikmenn fram á við."
„Ég er búin að horfa á marga leiki með Breiðablik í sumar og þær þurfa bara að halda áfram að spila eins og þær hafa verið að gera og þá eiga þær góðan séns á að klára þennan leik. Þær eru með mjög góða leikmenn fram á við sem geta ógnað mikið sem er mikilvægt á móti Fortuna þar sem þær verða fljótt stressaðar og óöruggar ef þær ná ekki að stjórna leiknum."
„Ég held að Breiðablik eigi mikinn séns á að vinna þennan leik og hann endar 2-1 fyrir Breiðablik, Birta skorar bæði!"
Fyrir leik
Veðbankar búast við jöfnum leik
Fyrir leik eru gestirnir taldir aðeins sigurstranglegri, á Epic er stuðullinn á sigur Fortuna 2,54 en 2,61 á sigur Breiðabliks.
Fyrir leik
Byrjunarliðstíðindi
Byrjunarlið liðanna hafa verið gerð opinber og gerir Nik Chamberlain tvær breytingar á sínu liði frá síðasta Evrópuleik.
Í hans síðasta heimaleik sem þjálfari Breiðabliks byrjar Heiðdís Halla Guðbjartsdóttir í markinu og Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir kemur inn á miðsvæðið í stað fyrirliðans Öglu Maríu Albertsdóttur.
Heiða Ragney Viðarsdóttir er með fyrirliðabandið.
Í hans síðasta heimaleik sem þjálfari Breiðabliks byrjar Heiðdís Halla Guðbjartsdóttir í markinu og Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir kemur inn á miðsvæðið í stað fyrirliðans Öglu Maríu Albertsdóttur.
Heiða Ragney Viðarsdóttir er með fyrirliðabandið.
Fyrir leik
Fortuna Hjörring
Danska liðið Fortuna Hjörring koma heitari inn í þennan leik en Breiðablik þar sem tímabilið er í fullu fjöri í dösnku deildinni.
Þær eru tvöfaldir bikar- og deildar meistarar frá því á síðasta tímabili en sitja þó eins og staðan er núna í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.
Í Evrópubikarnum komust Fortuna Hjörring áfram með því að leggja úkraínska liðið, Vorskla Poltava að velli samanlagt 2-1 í einvígi liðanna.
Þær eru tvöfaldir bikar- og deildar meistarar frá því á síðasta tímabili en sitja þó eins og staðan er núna í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.
Í Evrópubikarnum komust Fortuna Hjörring áfram með því að leggja úkraínska liðið, Vorskla Poltava að velli samanlagt 2-1 í einvígi liðanna.
Fyrir leik
Breiðablik
Íslandsmeistarar Breiðabliks mæta í þennan leik eftir tæplega mánaðarpásu eftir að Besta deildin kláraðist. Síðasti leikur þeirra var 3-2 sigur á FH þann 18. október sl.
Breiðablik var lang besta liðið í Bestu deildinni og endaði í 56 stigum, 8 stigum á undan FH í 2. sæti. Þá voru þær með markatöluna 87:25 eða 62 mörk í plús!
Í Evrópubikarnum sigraði Breiðablik serbneska liðið Spartak Subotica samanlagt 5-1 í einvíginu um að komast áfram.
Rætt var við Nik þjálfara Breiðabliks fyrir leikinn
„Við ætlum ekki að gera neitt öðruvísi en það sem við höfum gert í um 90% leikja í ár. Við höldum okkur við okkar leikstíl, og við búumst við því sama frá þeim. Þær hafa spilað 4–4–2, svo þetta verður skemmtileg viðureign. Þetta ætti að vera góður leikur á milli tveggja mjög góðra fótboltaliða. Ég held að þær muni sýna meira en Spartak gerði. Þetta verður spennandi."
„Þær eru sterkari en Spartak, jafnvel sterkari en við á pappír. Danska deildin er stimpluð hærri en okkar. Þannig að við förum aðeins inn í þetta sem “underdogs”, sem er óvenjulegt fyrir okkur. Aðeins Twente-leikurinn í ár hefur verið þannig. Við vitum að það verða kaflar þar sem við höfum boltann og kaflar þar sem þær hafa boltann. Þetta snýst um aga þegar við erum án bolta og að grípa tækifærin þegar við höfum boltann."
„Bæði lið munu hafa kafla þar sem þau stjórna. Þær eru mjög gott spilandi lið, þolinmóðar í uppbyggingunni, alveg eins og við. Þetta verður mjög áhugaverður fótboltaleikur. Vonandi nýtum við það að vera á heimavelli fyrst, rétt eins og gegn Spartak."
Einnig var rætt við fyrirliðann Öglu Maríu
„Mjög spenntar, það er orðinn svolítill tími síðan við spiluðum síðasta leik þannig að það er bara frábært að spila á móti þeim. Alltaf gaman að spila á móti nýjum andstæðingum. Ég er líka bara spennt að sjá hvernig þær eru, því maður áttar sig ekki alveg hversu sterk danska deildin er, þannig að já mjög spennt."
„Þær halda mikið í boltann eru góðar í skyndisóknum þannig við erum ekki mikið að fara bregða útaf okkar hefðbundna leik. Bara halda vel í boltann og náttúrlega spilum þetta tígulkerfi, miklar opnanir upp í svæðin á köntunum, þannig við erum alveg með nokkrar leiðir sem við getum farið á móti þeim."
Breiðablik var lang besta liðið í Bestu deildinni og endaði í 56 stigum, 8 stigum á undan FH í 2. sæti. Þá voru þær með markatöluna 87:25 eða 62 mörk í plús!
Í Evrópubikarnum sigraði Breiðablik serbneska liðið Spartak Subotica samanlagt 5-1 í einvíginu um að komast áfram.

Rætt var við Nik þjálfara Breiðabliks fyrir leikinn
„Við ætlum ekki að gera neitt öðruvísi en það sem við höfum gert í um 90% leikja í ár. Við höldum okkur við okkar leikstíl, og við búumst við því sama frá þeim. Þær hafa spilað 4–4–2, svo þetta verður skemmtileg viðureign. Þetta ætti að vera góður leikur á milli tveggja mjög góðra fótboltaliða. Ég held að þær muni sýna meira en Spartak gerði. Þetta verður spennandi."
„Þær eru sterkari en Spartak, jafnvel sterkari en við á pappír. Danska deildin er stimpluð hærri en okkar. Þannig að við förum aðeins inn í þetta sem “underdogs”, sem er óvenjulegt fyrir okkur. Aðeins Twente-leikurinn í ár hefur verið þannig. Við vitum að það verða kaflar þar sem við höfum boltann og kaflar þar sem þær hafa boltann. Þetta snýst um aga þegar við erum án bolta og að grípa tækifærin þegar við höfum boltann."
„Bæði lið munu hafa kafla þar sem þau stjórna. Þær eru mjög gott spilandi lið, þolinmóðar í uppbyggingunni, alveg eins og við. Þetta verður mjög áhugaverður fótboltaleikur. Vonandi nýtum við það að vera á heimavelli fyrst, rétt eins og gegn Spartak."
Einnig var rætt við fyrirliðann Öglu Maríu
„Mjög spenntar, það er orðinn svolítill tími síðan við spiluðum síðasta leik þannig að það er bara frábært að spila á móti þeim. Alltaf gaman að spila á móti nýjum andstæðingum. Ég er líka bara spennt að sjá hvernig þær eru, því maður áttar sig ekki alveg hversu sterk danska deildin er, þannig að já mjög spennt."
„Þær halda mikið í boltann eru góðar í skyndisóknum þannig við erum ekki mikið að fara bregða útaf okkar hefðbundna leik. Bara halda vel í boltann og náttúrlega spilum þetta tígulkerfi, miklar opnanir upp í svæðin á köntunum, þannig við erum alveg með nokkrar leiðir sem við getum farið á móti þeim."
Fyrir leik
Finnskt dómarateymi í kvöld
Á flautunni í kvöld verður Lotta Vuorio og henni til halds og trausts verða Heini Hyvönen og Taru Tiensuuv aðstoðardómarar.
Fjórði dómari í kvöld er svo Ifeoma Kulmala
Fjórði dómari í kvöld er svo Ifeoma Kulmala

Byrjunarlið:
12. Andrea Paraluta (m)
5. Tiia Peltonen
7. Josefine Valvik
('89)
('89)
9. Sarah Hansen
11. Florentina Olar
17. Joy Omewa Ogochukwu
('89)
('89)
19. Laura Frank
20. Tilde Johansson
25. Ashley Riefner
66. Janelle Cordia
97. Nikoline Nielsen
('71)
('71)
Varamenn:
1. Freja Thisgaard (m)
2. Sydney Masur
3. Caitlin St Leger
4. Miyu Takahira
('71)
('71)
8. Pernille Skrydstrup Pedersen
10. Samantha Kühne
13. Signe Christensen
15. Rie Skotte Jørgensen
('89)
('89)
24. Risako Watanabe
('89)
('89)
Liðsstjórn:
Lene Terp (Þ)
Gul spjöld:
Janelle Cordia ('87)
Rauð spjöld:



