Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
Í BEINNI
Sambandsdeildin
Breiðablik
LL 2
2
Samsunspor
Breiðablik
2
2
Samsunspor
Davíð Ingvarsson '6 1-0
1-1 Marius Mouandilmadji '20
1-2 Marius Mouandilmadji '55
Kristófer Ingi Kristinsson '72 2-2
27.11.2025  -  20:00
Laugardalsvöllur
Sambandsdeildin
Aðstæður: Iðagrænn völlur, 0 gráður og blankalog
Dómari: Denys Shurman (Úkraína)
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson ('81)
9. Óli Valur Ómarsson
11. Aron Bjarnason ('70)
13. Anton Logi Lúðvíksson ('70)
15. Ágúst Orri Þorsteinsson
17. Valgeir Valgeirsson ('70)
18. Davíð Ingvarsson
21. Viktor Örn Margeirsson
44. Damir Muminovic
- Meðalaldur 27 ár

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
33. Gylfi Berg Snæhólm (m)
6. Arnór Gauti Jónsson
10. Kristinn Steindórsson ('81)
19. Kristinn Jónsson
23. Kristófer Ingi Kristinsson ('70)
26. Alekss Kotlevs
27. Egill Valur Karlsson
28. Birkir Þorsteinsson
29. Gabríel Snær Hallsson ('70)
30. Andri Rafn Yeoman ('70)
31. Gunnleifur Orri Gunnleifsson
32. Kristinn Narfi Björgvinsson
36. Markús Steinn Ásmundsson
38. Maríus Warén
39. Breki Freyr Ágústsson
40. Elmar Robertoson
45. Þorleifur Úlfarsson
49. Þór Andersen Willumsson
77. Tobias Thomsen
- Meðalaldur 23 ár

Liðsstjórn:
Ólafur Ingi Skúlason (Þ)
Arnór Sveinn Aðalsteinsson
Emil Pálsson

Gul spjöld:
Damir Muminovic ('93)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
2-2 er niðurstaðan hér í kvöld!

Myndi segja mjög sanngjarnt svona miðað við hvernig leikurinn spilaðist!

Takk fyrir samfylgdina, viðtöl og skýrsla kemur inn seinna í kvöld!
93. mín Gult spjald: Damir Muminovic (Breiðablik)
Stoppar skyndisóln, flott spjald bara
93. mín
Kilinic brýtur á Ágústi
90. mín
Uppbótatími er a.m.k. 3 mínútur
90. mín
Við erum að sigla hér á markamínútu! Ná blikarnir að setja eitt í viðbót?
87. mín
JEEEESÚS MINN Ágúst Orri með geggjaða fyrirgjöf Ég hefði viljað sjá flugskalla eða bara einhver hefði hent sér á þetta en jújú þetta var svosem ekki í frábærri hæð
86. mín
Óli Valur komiknn í hörkufæri! Nælir í horn en ekkert kemur úr því
85. mín
HVERNIG ER MARIUS ALLTAF Í GEGGJUÐUM FÆRUM?!?! Anton hins vegar ver glæsilega!
84. mín
Drongalen brýtur á Kristófer, taka þetta stutt en ekkert kemur úr þessu
83. mín
ÚFFFF Gabríel Snær með háan bolta yfir vörn Samsunspor á Kristófer en aðeins of fast og hann þarf að teygja sig
81. mín
Inn:Kristinn Steindórsson (Breiðablik) Út:Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
81. mín
Soner tekur hornið, Anton VER Í ÞVERSLÁNNA
79. mín
Damir gerir aftur vel! og pikkar boltanum útaf
78. mín
DAMIR! Hirðir hreinlega boltann af Mariusi í stórhættulegu færi! Þessu kalla ég eftir - LOKUM Á HANN TAKK!
75. mín
Inn:Soner Gönül (Samsunspor) Út:Logi Tómasson (Samsunspor)
75. mín
Inn:Polat Yald?r (Samsunspor) Út:Antoine Makoumbou (Samsunspor)
72. mín MARK!
Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik)
Stoðsending: Óli Valur Ómarsson
JÁ JÁ JÁ! Þetta vil ég sjá! SUPER SUB Kristófer skorar eftir frábæran undirbúning frá Óla Val sem hreinlega býr þetta færi til upp á sitt einsdæmi!

Ég set shoutout á Guðríði mömmu Óla Vals (hinni einu og sönnu soccer mom) fyrir gott uppeldi!
71. mín
Damir reynir að stinga boltanum inn á Óla en aðeins of fast
70. mín
Inn:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) Út:Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik)
70. mín
Inn:Gabríel Snær Hallsson (Breiðablik) Út:Aron Bjarnason (Breiðablik)
70. mín
Inn:Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik) Út:Valgeir Valgeirsson (Breiðablik)
69. mín
Ágúst Orri aftur að sprengja þetta upp en varnarmaðurinn nær að pikka í boltann áður en hann nær skotinu
68. mín
Sýnist Blikar vera að fara gera 3x breytingu á sínu liði
66. mín
Valgeir er staðinn upp og röltir með sjúkraþjálfaranum
66. mín
Valgeir liggur í teignum og fær aðhlynningu vonandi er þetta ekkert alvarlegt!
65. mín
Inn:Josafat Mendes (Samsunspor) Út:Zeki Yavru (Samsunspor)
64. mín
Höskuldur reynir að skipta boltanum yfir á Óla Val en hann nær ekki alveg valdi á boltanum og varnarmenn Samsuspor fljótri að pikka þessu í burtu
62. mín
ÚFF Hörkusókn hjá samsunspor sem einhvern veginn slysast í gegnum alla?!? Skil ekkert en Blikar þurfa aðeins að fara stoppa meira í götin í varnarleiknum
60. mín
Aron brýtur á Holse, Samsunspor strax byrjað að tefja, sem endar svo með að Kocuk kemur og sprakar þessu fram
58. mín
Heldur betur darraðardans í teignum og Blikar STÁLHEPPNIR að fá ekki annað mark beint í andlitið
55. mín MARK!
Marius Mouandilmadji (Samsunspor)
ÚFFFF Holse aftur að lesa vörnina hjá Blikum hárrétt, setur Marius bara einan í gegn sem þarf ekki að gera annað en leggja hann framhjá Antoni
53. mín
Marius enn og aftur að koma sér í frábærar stöður inn í teig, reynir fyrirgjöf en Damir kemur þessu frá!
52. mín
Aron tekur hornið en Kocuk kemur vel út, stekkur manna hæst og grípur hann
52. mín
Aron kominn í fínasta færi en setur hann í Drongelen og út fyrir endalínu
Fyrir leik, í hálfleik og á meðan leik stendur

Pepsi Max - fyrir þorstann í meira!
51. mín
Musaba nær fínni fyrirgjöf en Damir vel á verði
48. mín
Horn sem Yavru tekur, fer á Marius sem á skot í stöng En Anton Ari gerir vel og handsamar þennan
47. mín
Musaba kominn í hörkufæri og reynir skot en setur þetta í Damir
46. mín
Inn:Soner Aydogdu (Samsunspor) Út:Yunus Emre Cift (Samsunspor)
Sóknarsinnuð breyting hjá Samsunspor, varnarmaður út fyrir miðjumann
46. mín
Ágúst Orri sparkar þessu af stað fyrir Blikana
45. mín
Hálfleikur
1-1 Hér í hálfleik var kannski ekki staðan sem fólk sá fyrir sér fyrir leikinn en vá!

Það er ekki að sjá að liðið í efsta sætinu sem hafði ekki fengið á sig mark í keppninni og liðið í neðrihlutanum sem hafði ekki skorað mark væru hér að mætast!

Blikar eru búnir að vera frábærir í kvöld! Sókndjarfir og sprengja upp sóknirnar um leið og færi gefst, Ágúst Orri búinn að vera algjörlega frábær í sínum aðgerðum, varnarmenn Samsunspor hafa ekki roð í hann þegar hann er farinn á ferðina.

Blikar geta vel sett fleiri mörk og svo þurfa þeir bara að loka á Marius og Musaba og þá er sigurinn unninn fyrir mitt leyti
45. mín
Ágúst Orri aftur að valda usla! Ætlar að setja boltann á Höskuld en setur hann í varnarmann og útaf. Dómarinn ákveður svo að flauta leikinn af bara
45. mín
Uppbótartími er a.m.k. 1 mínúta!
44. mín
Breiðablik er að eiga fínustu sóknarkafla hérna! Valgeir kemst í ágætis stöðu en þrumar honum í Loga, Ágúst Orri búinn að vera frábær hérna í fyrri hálfleik og Davíð líka með góða takta!
42. mín
Marius enn og aftur kominn í rosalega stöðu inn í teig en hann hreinlega veit ekki að hann er semi einn í teignum bara! Sem betur fer fyrir Blika!
40. mín
Drongalen brýtur á Höskuldi, þeir taka þetta hratt, Kannski of hratt? Það kemur ekkert úr þessu að viti allavega
38. mín
Viktor Karl nær fínasta skoti en það er framhjá
35. mín
JEEESÚS Það á aldeilis að halda spennu hérna! Einhver misskilningur Valgeir ætlar að skalla hann á Anton en hann MISSIR af boltanum! Valgeir þó á undan, fljótur að áttar sig og ætlar með hann frá en Musaba brýtur svo á honum
35. mín
Aftur er Ágúst að sýna hraðann! EnKocuk nær þessu þó
33. mín
Anoine tekur aukspyrnu stutt sem Samsunspor fær við miðlínu en ekkert kemur svosem úr þessu
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
31. mín
Einhver ruglingur í sókninni hjá Blikum og þeir missa boltann klaufalega en aður áttu Davíð, Aron og Höskuldur flott spil
28. mín
Brotið á Ágústi Orra við miðlínuna, Viktor tekur þetta stutt á Davíð
27. mín
úff Holse nær fyrirgjöfinni þar er Marius og Musaba reddý í teignum en Blikar koma þessu sem betur fer frá!
26. mín
Davíð reynir skot úr fínu færi en það er framhjá
20. mín MARK!
Marius Mouandilmadji (Samsunspor)
Stoðsending: Antoine Makoumbou
Blikar gefa Mariusi þetta eiginlega bara á silfurfati því miður, fær stungu sendingu bara á milli hafsentanna, tekur boltann með sér og leggur hann svo fast niðri framhjá Antoni í markinu
18. mín
ÚFFFFF Logi með frábæra fyrirgjöf á Marius sem nær að setja boltann á Anton Ara sem ver hann eiginlega inn EN SEM BETUR FER ER HANN RANGSTÆÐUR!

VAR sammála en tæpt var það!
16. mín
Höskuldur nær svo ágætis skoti hinum megin en það fer framhjá
15. mín
Anton Ari ver annað frábært skot
14. mín
Aftur er Ágúst Orri ekkert eðlilega fljótur, Drongelen á ekki séns í þennan hraða
10. mín
Samsunspor menn taka horn og aftur er Anton Ari með allt á hreinu og kýlir boltann frá
9. mín
Anton Ari! Með vörslu úr efstu hillu takk!
6. mín MARK!
Davíð Ingvarsson (Breiðablik)
Stoðsending: Ágúst Orri Þorsteinsson
OKEIIIIII JÁ TAKK! Ágúst Orri gerir ekkert eðlilega vel, hleypur upp kantinn leikur á varnarmanninn, setur hann fyrir og þar lúrir Davíð aleinn á lygnum sjó og bara leggur hann í netið
5. mín
Musaba og Logi með gott spil inn á teiginn en sem fyrr er fyrirgjöfin ekki nægilega nákvæm og Blikar hreinsa frá
4. mín
Breiðablik nælir í fyrstu hornspyrnu leiksins, Davíð tekur hana reynir að finna Ágúst en Samsunspor setja hann út fyrir endalínu, annað horn sem þeir koma svo aftur frá
2. mín
Þeir hefja þetta strax af krafti Musaba sloppinn inn í teiginn en fyrirgjöfin ekki nógu nákvæm og Blikar bægja hættunni frá
1. mín
Leikur hafinn
Það eru gestirnir Samsunspor sem hefja hér leika
Fyrir leik
Byrjunarlið klár Logi er að sjálfsögðu í byrjunarliði gestanna og fær tækifæri til að endurnýja kynni sín við leikmenn Breiðabliks.

Blikar gera nokkrar breytingar á liði sínu á milli leikja í Sambandsdeildinni en Damir Muminovic, Viktor Karl Einarsson og Davíð Ingvarsson eru meðal þeirra sem fá tækifærið í kvöld.

Mynd: Sverrir Örn Einarsson

Fyrir leik
Samsunspor Samsunspor koma vel heitir í þennan leik en tyrkneska deildin er í fullu fjöri, þar sem þeir sitja í 4. sæti. Þá eru þeir ósigraðir í Sambandsdeildinni og hafa markatöluna 7:0

Þeir unnu Legia Warszawa 0-1 og svo Dynamo Kyiv og Hamrun Spartans 3-0.

Hjá Samsunspor er það annars að frétta að á meðal leikmanna er landsliðskappinn og tónlistarmaðurinn Logi Tómasson sem hefur verið að gera það gott með liðinu.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Logi og Thomas Reis þjálfari sátu fyrir svörum á blaðamannfundi fyrir leikinn

Thomas Reis þjálfari Samsunspor

Lagði áherslu á að íslenska liðið væri mun erfiðara en margir gerðu sér grein fyrir.

„Þeir eru sterkir og grimmir í að berjast. Við þurfum að vera vel undirbúnir fyrir það.“

„Ef við mætum í þetta á 80% þá lendum við í stórum vandræðum.“

„Það er vel þekkt að aðstæðurnar hér geta verið erfiðar, kuldi og völlurinn. Við verðum að vera mjög einbeittir.“


Undirrituð spurði Loga svo hvort von væri á Luigi fanclub í stúkuna?

„Þetta er góð spurning, Fjölskyldan mín verður á vellinum, og líka nánir vinir mínir. Ég veit ekki hvort vinir mínir úr tónlistinni eða tónlistaraðdáendur mæta, en fjölskyldan mín og bestu vinirnir ætla að koma. Það er alveg sérstök tilfinning að fá að spila með fjölskylduna í stúkunni."


Þá var einnig rætt við Loga að blaðamannafundinum loknum

,,Alltaf jafn gaman að koma heim og verður bara gaman að spila á móti Breiðablik aftur eftir nokkur ár. Skrítinn leikur þannig séð fyrir mig en bara spenntur, spila minn leik.“

,,Ég veit að þeir munu mæta trylltir til leiks, munu berjast og þeir eru með gæði inn í liðinu sem ég þekki betur en annars engin sérstök leynitrix sem ég er með. Ég veit við hverju má búast á morgun.“




Fyrir leik
Breiðablik Breiðabliksmenn mæta vel hvíldir í þennan leik en síðasti mótsleikur þeirra var 6. nóvember þegar þeir lutu í lægra haldi fyrir Shaktar Donesk 2-0.

Hins vegar kom fram á blaðamannafundi í gær að þeir hefðu fengið æfingaleik við norska liðið Lilleström í síðustu viku. Blikaliðið ætti því að vera vel ferskir eftir nauðsynlega hvíld en þó búnir að viðhalda leikformi.

Í Sambandsdeildinni hafa Blikar ekki verið að ríða feitum hesti, hafa tapað tveimur leikjum (Lausanne-Sport 3-0 og Shaktar Donesk 2-0) og gerðu 0-0 jafntefli gegn KuPS Kuopio. Þá hafa þeir ekki náð að setja inn mark og er markatala þeirra því 0:5.
Þeir hafa þó átt ágætis leiki en nú þurfa þeir að fylga því eftir og ná í úrslit

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rætt var við Ólaf Inga Skúlason þjálfara Breiðabliks fyrir leikinn

,,Við erum bara klár í slaginn, spenntir fyrir því að mæta bara hörkuliði frá Tyrklandi, Samsungspor. Þetta er náttúrulega bara mjög gott lið og verður verðugt verkefni en við erum bara klárir."

,,Við þurfum fyrst og fremst að hafa trú á verkefninu og við þurfum að mæta svolítið með kassann úti á morgun."

„Við þurfum bara að eiga toppleik, það er bara það sem þarf að gerast, við þurfum bara að vera á okkar degi. Við þurfum að vera hugrakkir og þora og mætum í þennan leik til þess að fá eitthvað út úr honum."


Einnig var rætt við fyrirliðann Höskuld Gunnlaugsson

„Það dugar ekkert minna að bara allir hitti á toppleik og ná að kreista áfram eitthvað extra á móti jafn sterkum andstæðingum og á morgunn."

„Heilt yfir er bara hungur í mannskapnum og mér finnst menn bara ferskir."

„Ég held að það þurfi einfaldlega bara að gerast að við náum inn helvítis markinu. Líka að einhverju leyti til þess að brjóta þá andlegu hindrun ef mætti segja svo."



Fyrir leik
Sambandsdeildin recap UEFA breytti fyrirkomulagi Sambandsdeildarinnar í svokallað "svissneskt" deildarfyrirkomulag þar sem liðin 36 eru saman í einni töflu. Liðin voru sett upp í sex styrkleikaflokka og hvert lið mætir einum andstæðing úr hverjum flokki. Hvert lið leikur því sex leiki, þrjá heima og þrjá úti.

8 efstu liðin í heildartöflunni fara beint í 16-liða úrslit. Liðin í 9.–24. sæti fara í útsláttarumspil en liðin sem enda í 25.–36. sæti eru úr leik.

Staða liðana eftir þrjár umferðir er gjörólík,

Samsunspor
Trónir á toppnum með 9 stig og markatöluna 7:0
Það lítur því allt út fyrir það að þeir muni fljúga beint inn í 16. liða úrslitin haldi þeir áfram á þessari braut.

Breiðablik
Hins vegar situr í 32. sæti með 1 stig og markatöluna 0:5
Eins og staðan er núna munu þeir sitja eftir. Hins vegar eru 3 leikir eftir og sigur í kvöld myndi fleyta þeim upp í 23. sætið sem gefur umspilssæti



Fyrir leik
Úkraínskt dómarateymi Á flautunni í kvöld verður Denys Shurman og honum til halds og trausts verða Semen Shlonchak og Valentyn Kutsev aðstoðardómarar.

Fjórði dómari í kvöld er Klym Zabroda

VAR dómari er svo Viktor Kopiievskyi og honum til aðstoðar er Dmytro Panchyshyn aðstoðar VAR dómari.

Fyrir leik
Sambandsdeildin kallar! Veriði hjartanlega velkomin á Laugardalsvöll þar sem Breiðablik tekur á móti tyrkneska liðinu Samsunspor á Laugardalsvelli í 4. umferð deildarkeppni Sambandsdeildarinnar

Leikurinn hefst á slaginu 20:00!

Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon

Byrjunarlið:
1. Okan Kocuk (m)
4. Rick van Drongelen
7. Anthony Musaba
9. Marius Mouandilmadji
11. Emre Kilinc
17. Logi Tómasson ('75)
18. Zeki Yavru ('65)
21. Carlo Holse
24. Toni Borevkovic
29. Antoine Makoumbou ('75)
55. Yunus Emre Cift ('46)

Varamenn:
12. Albert Posiadala (m)
48. Efe Berat Törüz (m)
2. Josafat Mendes ('65)
8. Soner Aydogdu ('46)
10. Olivier Ntcham
16. Tahsin Bülbül
22. Polat Yald?r ('75)
25. Franck Atoen
28. Soner Gönül ('75)
32. Mustafa Karadeniz
36. Deniz Seker
37. Lubomír Satka
44. Yusuf Efe Yurtsever
45. Muhammet Talha Akyüz
70. Tanguy Coulibaly
77. Afonso Sousa
99. Ebrima Ceesay

Liðsstjórn:
Thomas Reis (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld: