

MCH Arena - Herning
Vináttuleikur
Aðstæður: Blautt og smá gola
Dómari: Tore Hansen
Áhorfendur: 9194
('71)
('71)
('81)
('46)
('81)
MARK!
Gult spjald: Kári Árnason (f) (Ísland)
We are very sorry danish people that we couldn't put 100% effort in the game. Because we are going to the Euros!
— Egill Einarsson (@EgillGillz) March 24, 2016
Tvö auðveldustu mörk Dana, á þessari öld amk. Ekki beint efnilegt. #wtf #fotboltinet
— Sveinn Waage (@swaage) March 24, 2016
Miðað við þessa frammistöðu ætti Kári Árnason að halda sig í 1000 km radíus frá Frakklandi í sumar.
— Magnus Eyjolfsson (@magnusgeir) March 24, 2016
MARK!Eftir ágætis spil er Christian Eriksen kominn í færi vinstra megin í teignum. Hann sendir boltann framhjá Ögmundi og á Nicolai Jörgensen sem skorar auðveldlega í autt markið.
Þetta virðist verða leikur sem Kári mun ekki rifja upp reglulega á næstu ârum. #fotbolti
MARK!
Jói Berg kemur inn á í hálfleik fyrir Emil samkvæmt Heimi. Mun stríða þessum Dönum! #danisl
— Haukur Harðarson (@HaukurHardarson) March 24, 2016
Ekki ólíklegt að við fáum einhverjar skiptingar í hálfleik.
Var ekki frekar fyrirsjáanlegt að fólk tæki búninginn í sátt þegar Birkir Bjarna væri kominn í hann? Fer honum betur en Geir Þ. #fotboltinet
— Gísli Árni Gíslason (@GisliArni) March 24, 2016
Íslendingar í Herning takið eftir! Spyrjið Danina hvað þeir ætli að gera í sumar. Syngið um að þið farið til Frakklands en þeir í Legó-land!
— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) March 24, 2016
Loksins landslið með e-ð af Frömurum innanborðs. Uppskrift að velgengni. Vantar samt Ormslev. #fotboltinet
— Stefán Pálsson (@Stebbip) March 24, 2016
Beint á eftir kemur fyrirgjöf á Kolbein sem er í baráttu við varnarmann en boltinn fer rétt yfir markið. Hornspyrna segir dómarinn.
Það heyrist ekkert í dönunum fyrir Íslendingunum, geggjað að heyra að við eigum stúkuna! #fotboltinet
— El Loco Gunnar (@GunniSchram1996) March 24, 2016
Þessir búningar eru geggjaðir! Harmónera vel við tattúin og fegurðina #Errea #fotboltinet pic.twitter.com/xaC0aZBmmW
— Maggi Peran (@maggiperan) March 24, 2016
Ísland með sænskan þjálfa og Danir með norskan. Kalmarsambandið endurvakið í Herning í kvöld!
Í kvöld er fyrsta prófið fyrir EM. Vonandi hafa menn lesið heima. Reyndar ágætt að falla á skyndiprófi. Ekki fara á taugum. Eina.
Danir spila 3-5-2 í kvöld með þá Simon Kjær, Andreas Christiansen og Daniel Agger í vörninni.
Henrik Dalsgaard, leikmaður Zulte Waregem, spilar sinn fyrsta landsleik í kvöld en hann byrjar á vinstri kantinum.
Christian Eriksen, leikmaður Tottenham, er á sínum stað en hann spilar fyrir aftan framherjana Yussuf Yuray og Nicolai Jörgensen.
Hvetjum fólk til að nota kassmerkið #fotboltinet yfir leik Danmerkur og Íslands sem hefst klukkan 19 pic.twitter.com/DkQ263lmDA
— Fótboltinet (@Fotboltinet) March 24, 2016
Ögmundur Kristinsson byrjar í markinu en Hannes Þór Halldórsson er á bekknum. Hannes er nýbyrjaður að spila aftur eftir löng meiðsli.
Emil Hallfreðsson kemur inn á kantinn fyrir Jóhann Berg Guðmundsson sem er á bekknum.
Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Sigþórsson byrja síðan saman í fremstu víglínu.
Danir hafa unnið 18 af þessum leikjum, fjórum sinnum hefur orðið jafntefli og aldrei hefur Ísland náð sigri.
14-2 tapið gegn Dönum árið 1967 er frægt en frá aldamótum hefur íslenska liðið einnig tapað oft gegn Dönum.
Síðustu 5 leikir við Dani
6. október 2001: Danmörk 6 - 0 Ísland
6. september 2006: Ísland 0 - 2 Danmörk
21. nóvember 2007: Danmörk 3 - 0 Ísland
7. september 2010: Danmörk 1 - 0 Ísland
4. júní 2011: Ísland 0 - 2 Danmörk
Aftur á móti sigraði Ísland lið Dana 3-1 í úrslitakeppni EM U21 árs landsliða í Álaborg árið 2011.
Þar voru Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Birkir Bjarnason, Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbeinn Sigþórsson allir í byrjunarliði Íslands en þeir verða í eldlínunni í leiknum í Herning í kvöld.
Danir eru mun sigurstranglegri hjá veðbönkum en stuðullinn á sigur Dana er á bilinu 1,75-1,85 hjá hinum ýmsu veðbönkum.
Ísland er með stuðulinn 4 og allt upp í 4,70 hjá sumum veðbönkum.
('61)
('61)
('61)
('82)
('61)
('82)
('61)
('61)
