

Grindavíkurvöllur
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: Sól og völlurinn flottur
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 730
Maður leiksins: Marinó Axel Helgason (Grindavík)
Marinó Axel Helgason, tvítugur heimamaður, skoraði og fiskaði víti sínum fyrsta byrjunarliðsleik.
KA búnir að missa leiki niður í allt sumar, bossa Grindavík fyrstu 20 min, skora, best að hætta bara og reyna halda í 70 min #fotboltinet
— Björn Guðjónsson (@bjorn_axel) July 9, 2017
Mark úr víti!Andri fagnar markinu með því að leika naut. Áhugavert!
Eftir gott spil Grindvíkinga sendir Alexander Veigar boltann á milli Davíðs og Bjarka i bakverðinum. Marinó kemur á blindu hliðina á Bjarka. Bjarki snýr sér við og brýtur á Marinó þegar hann ætlar að taka boltann.
Gult spjald: Alexander Veigar Þórarinsson (Grindavík)
Þessi sending hjá @Andrirunar uppá 10! Ekki bara góður að skora fótboltamörk. #fotboltinet
— Birgir Bjarnason (@birgir90) July 9, 2017
MARK!Stoðsending: Andri Rúnar Bjarnason
Fær boltann vinstra megin og tekur skemmtilegan þríhyrning við Andra Rúnar áður en hann skora framhjá Rajkovic sem kemur hlaupandi út á móti.
Marinó fagnar markinu að hætti Tim Cahill með því að boxa hornfánann. Mikil gleði í stúkunni enda ungur heimamaður að skora sitt fyrsta mark í efstu deild.
Hví Völsungur ekki með lið í efstu? Það er örugglega 1,5 Húsvíkingur að meðaltali í hverju byrjunarliði deildarinnar. #fotboltinet #pepsi365 pic.twitter.com/9zCLmBSY5D
— Helgi Seljan (@helgiseljan) July 9, 2017
Gunnar Þorsteins átti skiptingu á Aron sem var við vítateigshornið hægra megin. Aron lét vaða viðstöðulaust á lofti en boltinn fór í slána!
Grindvíkingar eru með smá meðvind hér í síðari hálfleiknum.
Alexander Trninic að gefa stuðningsmönnum Grindavíkur puttann í fyrri hálfleik. Flottur karakter þar á ferð #fotboltinet
— Magnús Bjarni Denni (@Denni240) July 9, 2017
Emil Lyng hittir ekki í tómt markið og á svo drasl sendingu til baka sem átti að leiða að víti. Stóru deildirnar kalla. #pepsi365
— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) July 9, 2017
Grindvíkingar hafa verið í brasi aftast í dag og Jajalo, sem hefur verið að glíma við meiðsli, er ólíkur sjálfum sér.
,,Bombið boltanum fram. Hættið þessu djöfulsins dútli!" öskrar einn reiður stuðningsmaður.
Hárrétt hjá löggunni. Alltaf gult, rautt hefði verið afar strangt #fotboltinet
— magnus bodvarsson (@zicknut) July 9, 2017
Gult spjald: Aleksandar Trninic (KA)
Pétur dómari veifar gulu spjaldi við litla hrifningu heimamanna. Þeir vildu sjá rautt.
Aleksander Trninic screaming out in pain so loud you can hear him from London. Serious injury? Nope back in less than 2 minutes #fotboltinet
— Lucas Arnold (@FRfotboltiLucas) July 9, 2017
,,Liggur í loftinu," syngja stuðningsmenn Grindavíkur. Hafa ýmislegt til síns máls þar.
Misnotað víti!
MARK!Stoðsending: Ásgeir Sigurgeirsson
Hallgrímur skoraði með vinstri af 25 metra færi upp í bláhornið. Hann fagnaði markinu síðan með því að taka langan sprett að stúkunni þar sem hann fagnaði með Schiöturum.
Aðdragandinn að markinu var þannig að Almarr vann boltann með tæklingu út við hliðarlínu og Ásgeir sendi á Hallgrím.
KA spilar í hvítum og rauðum varabúningum sínum í dag. Að sjálfsögðu eru nokkrir Schiötarar mættir að styðja sína menn.
Andri var tæpur fyrir leikinn og heyrst hefur hér í Grindavik að hann gangi ekki alveg heill til skógar. Hann ætlar samt að spila.
Mikil forföll eru hjá Grindavík en þeir Björn Berg Bryde og Sam Hewson eru í leikbanni auk þess sem Hákon Ívar Ólafsson, Juanma Ortiz, Magnús Björgvinsson, Rodrigo Gomes Mateo,
Hinn tvítugi Marinó Axel Helgason er í byrjunarliði í dag í fyrsta skipti í Pepsi-deildinni. Fimm af sjö varamönnum Grindvíkinga koma síðan úr 2. flokki félagsins.
Davíð Rúnar Bjarnason, fyrirliði KA í fyrra, spilar sinn fyrsta leik á tímabilinu í dag. Óttast var að Davíð yrði frá út tímabilið en hann er klár í slaginn.
Þetta eru frábærar fréttir fyrir KA, sérstaklega þar sem Guðmann Þórisson er fjarverandi. Davíð spilar við hlið Callum Williams í vörninni í dag en Aleksandar Trninic fer aftur á miðjuna þar sem hann var mjög öflugur í byrjun móts.
Davíð er þó ekki með fyrirliðabandið í dag en Hallgrímur Mar Steingrímsson ber það í dag líkt og hann hefur gert síðan að Guðmann meiddist.
Ólafur Aron Pétursson dettur út úr liðinu sem og Hrannar Björn Steingrímsson en Bjarki Þór Viðarsson kemur inn í hægri bakvörðinn fyrir hann.
Grindavík 1 - 2 KA
Akureyringar sækja stig í Grindavík. Meiðslin setja strik í reikninginn hjá Grindjánum í baráttu gulu nýliðanna. Ásgeir Sigurgeirsson skorar bæði mörkin, en þess má geta að hann er frændi Hjörvars Hafliðasonar (eins og Bjarni Ben).
Auk þeirra eru þeir Hákon Ívar Ólafsson, Juanma Ortiz, Magnús Björgvinsson og Rodrigo Gomes Mateo allir á meiðslalistanum.
Markahrókurinn Andri Rúnar Bjarnason er einnig tæpur fyrir leikinn í dag sem og Will Daniels. Markverðirnir Kristijan Jajalo og Maciej Majewski eru einnig tæpir fyrir leikinn vegna meiðsla.
('87)
('76)
('83)
('83)
('87)
('76)
