Onana aftur til Inter - Zinchenko aftur til Arsenal - Man Utd horfir til Rennes - Palmer ósnertanlegur
   mið 28. janúar 2026 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Man Utd horfir til Frakklands eftir meiðsli Dorgu - Palmer ósnertanlegur
Powerade
Meite til Man Utd?
Meite til Man Utd?
Mynd: Rennes
Sterling líklega á förum frá Chelsea.
Sterling líklega á förum frá Chelsea.
Mynd: EPA
Onana aftur til Inter?
Onana aftur til Inter?
Mynd: EPA
Brighton hefur hafnað fyrirspurn Nottingham Forest í Lewis Dunk, Chelsea lítur á Cole Palmer sem ósnertanlegan og Raheem Sterling er á förum frá Stamford Bridge. Þetta og fleira í slúðurpakkanum sem er í boði Powerade. Það er BBC sem sér um að taka pakkann saman.

Rúmir fimm sólarhringar eru eftir af glugganum.



Brighton hefur hafnað fyrirspurn Nottingham Forest í miðvörðinn Lewis Dunk (34). (Sky Sports)

Chelsea lítur á Cole Palmer (23) sem ósnertanlegan. Palmer hefur verið orðaður við Manchester United og er samningsbundinn til 2033. (Sky Sports)

Búist er við því að Raheem Sterling (31) sóknarmaður Chelsea fari frá félaginu fyrir gluggalok. (Romano)

West Ham skoðar möguleikann á því að fá Antonin Kinsky (22) á láni frá Tottenham og Axel Disasi (27) frá Chelsea. Hamrarnir þyrftu þá að senda Igor Julio (27) aaftur til Brighton. (Guardian)

Fulltrúar Andre Onana (29) hafa fundað með Inter um mögulega endurkomu markmannsins til Mílanó í sumar. (Mail)

Wolves er í viðræðum við Marseille um að fá Angel Gomes (25) á láni frá Frakklandi. (Talksport)

Lassine Sinayoko (26) framherji Auxerre er annað skotmark Wolves. Coventry og Middlesbrough hafa einnig áhuga. (Football Insider)

Burnley er í viðræðum við West Ham um að fá James Ward-Prowse (31) á láni. (Telegraph)

Eliezer Mayenda (20) er ekki á förum frá Sunderland til Paris. (I Paper)

Brighton vill fá Charlie Cresswell miðvörð Toulouse í þessum glugga. Wolfsburg hefur reynt að fá han en tilboði þýska félagsins var hafnað. (Sky Sports)

Man Utd gæti reynt við Kader Meite eftir að Patrick Dorgu meiddist. Meite (18) er sóknarmaður Rennes í Frakklandi og Al Hilal hefr sýnt honum áhuga. (Guardian)

Oleksandr Zinchenko er á leið aftur til Arsenal eftir að Nottingham Forest rifti lánssamningnum. (Mail)
Athugasemdir
banner