Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
Njarðvík
2
3
Þróttur R.
0-1 Rafael Victor '18
Ivan Prskalo '32 1-1
1-2 Sindri Scheving '59
1-3 Rafael Victor '63
Ivan Prskalo '77 2-3
20.07.2019  -  14:00
Rafholtsvöllurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Sól og bongó! Frábært veður fyrir fótbolta!
Dómari: Sivert Amland
Maður leiksins: Ivan Prskalo
Byrjunarlið:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
Brynjar Freyr Garðarsson ('66)
6. Gísli Martin Sigurðsson
7. Stefán Birgir Jóhannesson
8. Kenneth Hogg
14. Hilmar Andrew McShane ('88)
17. Toni Tipuric
20. Aliu Djalo
21. Ivan Prskalo
22. Andri Fannar Freysson
27. Pawel Grudzinski

Varamenn:
1. Árni Ásbjarnarson
4. Atli Geir Gunnarsson ('66)
5. Arnar Helgi Magnússon
10. Bergþór Ingi Smárason
15. Ari Már Andrésson ('88)
16. Jökull Örn Ingólfsson
21. Jón Gestur Ben Birgisson
25. Denis Hoda

Liðsstjórn:
Árni Þór Ármannsson
Rafn Markús Vilbergsson
Snorri Már Jónsson
Gunnar Örn Ástráðsson
Leifur Gunnlaugsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þróttur fer með öll stigin í dag. Þeir halda út pressu Njarðvíkur.
91. mín
Aftur er tréverkið að leika Njarðvíkinga grátt en Ari Már með skalla í stöng!
88. mín
Inn:Ari Már Andrésson (Njarðvík) Út:Hilmar Andrew McShane (Njarðvík)
87. mín
Aron Þórður kemst í fínt færi en skotið framhjá.
86. mín
Inn:Hafþór Pétursson (Þróttur R.) Út:Archie Nkumu (Þróttur R.)
84. mín
Kenneth Hogg virðist vera sleppa í gegn og er komin inn á teig þegar það er að mér virðist klárlega brotið á honum en ekkert dæmt! Njarðvíkingar alls ekki sáttir!
Þetta gæti verið dýrt fyrir þá grænklæddu.
83. mín
Pawel og Kenneth með frábært hlaup saman. Kenny á sendingu upp vinsti á Pawel sem keyrir inn á teig og sneiðir hann út á Kenny aftur en hittir boltann illa.
Þarna voru Þróttarar heppnir!
80. mín
Inn:Róbert Hauksson (Þróttur R.) Út:Daði Bergsson (Þróttur R.)
Furðuleg skipting. Daði búinn að vera potturinn og pannan í sóknaraðgerðum Þróttar.
79. mín
SKOT Í STÖNG!

Stefán Birgir fær boltann fyrir utan teig vinstra og lætur vaða og boltinn í stöngina!
77. mín
Njarðvíkingar voru búnir að þjarma að Þrótti og rétt aður komst Stefán Birgir í flott færi sem Arnar Darri varði.
77. mín MARK!
Ivan Prskalo (Njarðvík)
Njarðvíkingar saxa!!!

Atli Geir með þrumuskot sem small í slánni og datt fyrir fætur Ivan Prskalo sem kom boltanum í netið.
74. mín
Daði með frábæran sprett og Zidane snúning áður en hann kemur Jasper í gott færi úti hægra megin en skotið er ekki gott og fer yfir.
72. mín
Njarðvíkingar eru að færa sig ofar á völlinn. Þróttarar tilbúnir með Aron Þórð og Daða framarlega á vellinum til að sækja hratt þegar færi gefst.
68. mín Gult spjald: Rafael Victor (Þróttur R.)
66. mín
Inn:Atli Geir Gunnarsson (Njarðvík) Út:Brynjar Freyr Garðarsson (Njarðvík)
63. mín MARK!
Rafael Victor (Þróttur R.)
Stoðsending: Daði Bergsson
Þróttur bætir við!!

Brynjar Freyr með afleita sendingu úr vörninni sem fer beint á Daða sem keyrir inn á teig og leggur hann út á Rafael Victor sem hamrar hann inn.
59. mín MARK!
Sindri Scheving (Þróttur R.)
Stoðsending: Árni Þór Jakobsson
Þróttarar komast yfir!!!
Varla búin að sleppa orðinu.

Flott hornspyrna og Sindri er aleinn á fjærstönginni og ekki í nokkrum vandræðum með að afgreiða boltann yfir línuna
59. mín
Þróttarar þjarma svolítið að Njarðvíkingum þessa stundina.
54. mín
Þróttarar sprengja vörn Njarðvíkur en Guðmundur Friðriksson er allt í einu aleinn hægra meginn á vellinum og keyrir inn að teig og sendir út á Rafael Victor sem nær að snúa og á hörku skot sem Pawel nær að stökkva fyrir og fær boltann á heldur viðkvæman stað að mér sýnist en það kom í veg fyrir mögulegt mark frá Þrótti.
50. mín
Smá bras í vörn Þróttar en Ivan kemst inn í slaka sendingu til baka og á svo fyrirgjöf fyrir markið en hún er hárfínt yfir Kenneth Hogg og Þróttarar ná að koma boltanum frá.
47. mín
Þróttarar með horn sem flýtur yfir allan pakkann á Daða sem keyrir inn í teig en skotið beint á Brynjar Atla.
46. mín
Þróttarar byrjar seinni hálfleikinn.
46. mín
Inn:Aron Þórður Albertsson (Þróttur R.) Út:Lárus Björnsson (Þróttur R.)
45. mín
Hálfleikur
+1
Liðin skilja jöfn í hlé.
40. mín
Smá ró komist á leikinn eftir jöfnunarmarkið.
32. mín MARK!
Ivan Prskalo (Njarðvík)
Njarðvíkingar Jafna!!!

Frábær sókn Njarðvíkur endar með að boltinn berst á Kenneth Hogg og eftir smá darraðandans í teignum nær Kenneth Hogg skoti sem fer af varnarmanni en Arnar Darri er lagstur þegar Ivan Prskalo er fyrstur að átta sig og potar boltanum inn fyrir Njarðvík.
31. mín
Brynjar Atli með FRÁBÆRA VÖRSLU!
Jasper með flottan bolta fyrir sem Lárus nær að koma hausnum í og Rafael Victor með lúmskt skot sem virtist ætla sigla í hornið fjær en Brynjar Atli nær að koma puttunum í það!
26. mín
Njarðvíkingum vantar bara að ná að klára sóknirnar en þeir eru að skapa sér fullt án þess að ná að klára sínar aðgerðir.
19. mín
Þetta mark er þvert gegn gangi leiksins og Njarðvíkingar vildu fá rangstöðu í markinu en flaggið hélt niðri. Var vissulega lykt af þessu en flaggið hélt niðri.
Spurning hvernig Njarðíkingar ætla svara þessu en þetta er eins og blaut tuska framan í þá þar sem þeir höfðu átt leikinn fram að þessu.
18. mín MARK!
Rafael Victor (Þróttur R.)
Stoðsending: Daði Bergsson
Þróttur kemst yfir!!

Þróttarar sprengja upp vörn Njarðvíkur og senda Daða og Rafael eina innfyrir.
Daði leggur hann á Rafael sem hefur allan tímann í heiminum til að athafna sig áður en hann lætur skotið ríða af og Þróttarar eru komnir yfir!
15. mín
Rafael Victor með misheppnaða bakfallspyrnu/klippu og framhjá markinu.
13. mín
Spyrnan slök og beint í fangið á Brynjari Atla í marki Njarðvíkur.
12. mín
Pawel brýtur á Daða og Þróttur fær aukaspyrnu á ákjósanlegum stað.
9. mín
Hilmar með frábæran bolta fyrir markið sem Ivan Prskalo nær að skalla en hittir ekki á markið. Arnar Darri stóð hreyfingarlaus á marklínu Þróttara og hefði ekki komið neinum vörnum við ef Ivan hefði náð að miða þessu á markið.
5. mín
Njarðvíkingar eru mjög sprækir þessar fyrstu mínútur og mikið um léttleikandi sendingar sín á milli en Þróttarar eru þéttir.
1. mín
Leikur hafinn
Það er Ivan Prskalo sem á upphafsspark leiksins fyrir hönd Njarðvíkur.
Fyrir leik
Fullt af fótbotla í gangi í dag og ég hvet alla sem sjá sig fært að mæta á völlinn að gera það! .net vaktin heldur ykkur svo upplýstum um gang mála á öðrum vígstöðum.
Fyrir leik
Hjálmar Örn Jóhannsson grínisti er spámaður umferðarinnar en hann spáir markaleik á Rafholtsvellinum í dag.

Njarðvík 3 - 3 Þróttur R.
Kærasti frænku konunnar spilar með Njarðvík og ég er fyrirliði Oldboys Þróttar og því jafntefli sanngjarnt.
Fyrir leik
Ef við tökum síðustu 5 leiki hafa Njarðvíkingar náð í 3 stig en þeir unnu Víking Ólafsvík í síðasta heimaleik sannfærandi 3-0 eftir að hafa fyrir það tapað 6 í röð. Þá töpuðu þeir naumlega fyrir Þór Akureyri í síðustu umferð 2-1.
Þróttarar hafa fengið 4 stig í síðustu 5 leikjum en þeir töpuðu í síðustu umferð heima fyrir Gróttu 0-1.
Fyrir leik
Þróttarar standa aðeins betur að vígi fyrir þessa umferð en þeir sitja í 8.Sæti deildarinnar með 14 stig meðan Njarðvíkingar hanga í 10.sætinu á markatölu með 10 stig.
Heimamenn þurfa því sigur í dag annars er hætta á að þeir falli undir rauða strikið þegar umferðin er öll.
Þróttarar dansa á línunni með að blanda sér niður í fallbaráttu en tap í dag gæti fært þá hættulega nálægt þeirri baráttu en með sigri geta þeir spyrnt sér svolítið frá fallsvæðinu.
Fyrir leik
Þessi lið mættust í fyrstu umferð Inkasso deildar karla fyrr í sumar en þá sóttu Njarðvíkingar stigin þrjú á Eimskipsvöllinn þegar þeir sigruðu 3-2.
Í þeim leik skoruðu Brynjar Freyr Garðarsson, Stefán Birgir Jóhannesson og Bergþór Ingi Smárason mörk Njarðvíkur en Rafael Victor og Aron Þórður Albertsson mörk Þróttara.
Fyrir leik
Komið margblessuð og sæl og verið hjartanlega velkomin/nn að skjánum. Hér fer fram bein textalýsing frá leik Njarðvíkur og Þróttar frá Reykjavík sem etja kappi í 13.Umferð Inkasso deildar karla.
Byrjunarlið:
Arnar Darri Pétursson
2. Sindri Scheving
3. Árni Þór Jakobsson
6. Birkir Þór Guðmundsson
7. Daði Bergsson (f) ('80)
9. Rafael Victor
11. Jasper Van Der Heyden
14. Lárus Björnsson ('46)
23. Guðmundur Friðriksson
24. Dagur Austmann
25. Archie Nkumu ('86)

Varamenn:
1. Sveinn Óli Guðnason (m)
4. Hreinn Ingi Örnólfsson
8. Aron Þórður Albertsson ('46)
16. Egill Helgason
21. Róbert Hauksson ('80)
22. Oliver Heiðarsson
27. Ólafur Rúnar Ólafsson
33. Hafþór Pétursson ('86)

Liðsstjórn:
Þórhallur Siggeirsson (Þ)
Halldór Geir Heiðarsson
Alexander Máni Patriksson
Magnús Stefánsson
Ants Stern

Gul spjöld:
Rafael Victor ('68)

Rauð spjöld: