

Þórsvöllur
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Fínasta veður!
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Maður leiksins: Stefán Árni Geirsson (Leiknir R.)
('81)
('42)
('70)
('70)
('81)
('42)
Skýrsla og viðtöl koma inn von bráðar.
Orri Sigurjónsson fær flugbraut fyrir utan teig og reynir skotið. Boltinn fer rétt fram hjá markinu. Fínasta tilraun.
Aron Elí missir boltann klaufalega. Sævar Atli á skot sem Aron Birkir ver. Sólon nær frákastinu og skorar, en flaggið fer á loft. Rangstaða.
MARK!Það er ekkert annað! Karakter í Leiknismönnum. Sá ekki alveg aðdragandann, en boltinn dettur fyrir Stefán Árna rétt fyrir utan teig. Hann nær mjög góðu skoti og Aron Birkir kemur engum vörnum við.
Það verður athyglisvert að sjá hvernig Leiknismenn koma út í seinni hálfleikinn. Þeir hafa verið mjög góðir í fyrri hálfleiknum. Þetta verður erfitt einum færri.
Nacho brýtur á landa sínum, Alvaro, fyrir utan teig. Þórsarar fá aukaspyrnu á góðum stað. Rikki T tekur aukaspyrnuna, en hún fer beint í fangið á Eyjó. Það síðasta sem gerist í þessum fyrri hálfleik.
Leiknismenn ekki sáttir. Sigurður Hjörtur verður ekki boðinn velkominn í Breiðholtið eftir þennan leik. Það er nokkuð ljóst!
Sigurður Hjörtur og hans menn að búa til bÃósprell á Akureyri. Guð minn almáttugur. Þetta dómgæslusumar heldur áfram à grÃninu. #fotboltinet
— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) August 24, 2019
Rautt spjald: Valur Gunnarsson (Leiknir R.)
Rautt spjald: Bjarki Aðalsteinsson (Leiknir R.)
Í blaðamannaðstöðunni héldum við að þetta yrði gult spjald, en svo var ekki.
MARK!Stoðsending: Sveinn Elías Jónsson
Þetta kemur gegn gangi leiksins, Leiknismenn verið sterkari síðustu mínútur. Alvaro er alltaf hættulegur og þarna kemur hann boltanum fram hjá Eyjó í marki Leiknis. Fékk boltann í teignum eftir að Sveinn Elías vann boltann.
Breiðhyltingar kvarta yfir hættusparki í aðdragandanum. Sigurður Hjörtur dæmir ekki.
Það kemur ekkert út úr horninu...
Eyjó
Kristján Páll - Bjarki - Nacho - Ósvald
Árni Elvar - Hjalti - Gyrðir
Vuk - Sólon - Stefán Árni
Aron Birkir
Bjarki Þór - Dino - Hermann Helgi - Aron Elí
Sveinn Elías - Orri - Sigurður Marinó - Fannar Daði
Alvaro - Rikki T
Verð með beina textalýsingu frá stórleik Þórs og Leiknis à Inkasso! Ná mÃnir gömlu félagar à Leikni að blanda sér à baráttu um sæti à Pepsi Max að fullri alvöru? fer Þór aftur upp fyrir Gróttu? Fylgist endilega með! #fotboltinethttps://t.co/5mCIe5jQWN pic.twitter.com/aa2ThVCwcg
— Guðmundur Aðalsteinn Ãsgeirsson (@gummi_aa) August 24, 2019
Þór: Aron Elí Sævarsson, Fannar Daði Malmquist, Hermann Helgi Rúnarsson og Sigurður Marinó Kristjánsson inn fyrir Tómas Örn Arnarsson, Ágúst Þór Brynjarsson, Jónas Björgvin Sigurbergsson og Jakob Snæ Árnason.
Leiknir: Árni Elvar Árnason, Kristján Páll Jónsson og Vuk Oskar Dimitrijevic inn í byrjunarliðið, Ernir Bjarnason, Ingólfur Sigurðsson og Daníel Finns út.
Við erum auðvitað með beina textalýsingu frá þeim leik líka. Smelltu hér til að skoða textalýsinguna frá Njarðvík.
Hilmar Árni Halldórsson, fyrrum Leiknismaður, spáði í umferðina í Inkasso-deildinni fyrir Fótbolta.net.
Þór 0 - 1 Leiknir R.
Hörkuleikur milli tveggja góðra liða. Hvorugt liðið tapað í þó nokkurn tíma en ég ætla að tippa á útisigur. Sólon Breki skorar fyrir Leiknismenn.
🎤Það er toppbaráttuslagur gegn Þór á laugardaginn. Fyrirliðinn @eyjurrr er að sjálfsögðu brattur! #StoltBreiðholts #minnfyrirliði pic.twitter.com/qRs3ZkKruv
— Leiknir ReykjavÃk FC (@LeiknirRvkFC) August 20, 2019
Þessi leikur er í 17. umferð Inkasso-deildarinnar.
Hey hey, @LeiknirRvkFC ðŸ¦ÂÂ
 Halldór Maguire (@halldorm) August 24, 2019
Ég kemst þvàmiður ekki á leikinn àdag vegna þess að ég er að fara að gifta mig. En sendi ykkur baráttukveðjur norður. ðŸÂ»
Ef þið viljið gleðja stuðningsmann àtilefni dagsins þá er gjafalistinn einmitt klár 🥳 #áframLeiknir! pic.twitter.com/dRnDeLvi9Q
('90)
('60)
('60)
('90)
