Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
Víkingur R.
2
4
Breiðablik
0-1 Kristinn Steindórsson '17
0-2 Brynjólfur Willumsson '19 , víti
Óttar Magnús Karlsson '34 1-2
1-3 Gísli Eyjólfsson '40
Sölvi Ottesen '52 2-3
Arnar Gunnlaugsson '72
Atli Barkarson '90
2-4 Brynjólfur Willumsson '90 , víti
16.08.2020  -  19:15
Víkingsvöllur
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Toppaðstæður!
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: Bannaðir
Maður leiksins: Gísli Eyjólfsson - Breiðablik
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
Sölvi Ottesen
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason ('87)
10. Óttar Magnús Karlsson
17. Atli Barkarson
20. Júlíus Magnússon (f)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
23. Nikolaj Hansen (f)
24. Davíð Örn Atlason
80. Kristall Máni Ingason ('80)

Varamenn:
9. Helgi Guðjónsson ('80)
11. Dofri Snorrason
11. Adam Ægir Pálsson ('87)
14. Sigurður Steinar Björnsson
27. Tómas Guðmundsson
28. Halldór Jón Sigurður Þórðarson

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija
Einar Guðnason
Kári Árnason
Þórður Ingason
Guðjón Örn Ingólfsson

Gul spjöld:
Ingvar Jónsson ('18)
Júlíus Magnússon ('51)
Nikolaj Hansen ('94)

Rauð spjöld:
Arnar Gunnlaugsson ('72)
Atli Barkarson ('90)
Leik lokið!
GEGGJAÐUR LEIKUR AÐ BAKI!
94. mín Gult spjald: Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
94. mín Gult spjald: Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
94. mín
Ágúst Hlyns fer niður og vill fá aukaspyrnu en ekkert dæmt. Viktor Örn reiður og lætur Ágúst heyra það. Vill meina að um leikaraskap hafi verið að ræða. Sýður upp úr og það eru gul spjöld að fara á loft.
92. mín
Helgi Guðjónsson með skalla en Anton Ari ver.
91. mín
Fimm mínútum var bætt við.
90. mín Mark úr víti!
Brynjólfur Willumsson (Breiðablik)
BRYNJÓLFUR TRYGGIR BREIÐABLIKI STIGIN ÞRJÚ!

Setti boltann örugglega í hornið á meðan Ingvar skutlaði sér í hina áttina.
90. mín Rautt spjald: Atli Barkarson (Víkingur R.)
BRYNJÓLFUR FER NIÐUR Í TEIGNUM! VÍTI! Atli Barkarson er brotlegur! Rænir upplögðu marktækifæri.
89. mín
Kwame kemur inná, teipaður.
88. mín
Kwame tognar aftan í læri í fyrsta spretti sínum! Blikar eru búnir með skiptingahólfin sín.
87. mín
Inn:Kwame Quee (Breiðablik) Út:Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik)
87. mín
Inn:Adam Ægir Pálsson (Víkingur R.) Út:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.)
Adam Ægir í sínum fyrsta leik fyrir Víkinga. Kom frá Keflavík. Verður Adam hetja heimamanna?
86. mín
Aftur liggur Alexander Helgi! Kwame Quee að búa sig undir að koma inná.
84. mín
Leikurinn farinn aftur af stað. Alexander heldur leik áfram.
83. mín
Alexander Helgi þarf aðhlynningu og leikurinn því stopp.
82. mín Gult spjald: Elfar Freyr Helgason (Breiðablik)
80. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) Út:Kristall Máni Ingason (Víkingur R.)
77. mín
Verið að tala um að Einar Ingi fjórði dómari hafi dæmt markið af áðan.
75. mín
RÉTT FRAMHJÁ! ÓTTAR MAGNÚS. Ég hélt í smástund að þessi bolti væri inni!

FJÖRIÐ HELDUR ÁFRAM!
72. mín Rautt spjald: Arnar Gunnlaugsson (Víkingur R.)
ÞJÁLFARI VÍKINGA FÆR RAUTT! Arnar brjálaðist þegar hann hélt að markið ætti að standa, sparkaði í boltastand og fékk svo rautt spjald. Arnar búinn að vera iðinn við að láta óánægju sína með dómgæsluna í ljós í kvöld.
71. mín
FYRST DÆMT MARK... EN SVO EKKI!

Brynjólfur Willumsson kemur boltanum í netið! Dæmt er mark en eftir að Erlendur Eiríksson dómari náði að ráðfæra sig við aðstoðardómarann er dæmd rangstaða. Rétt niðurstaða.
69. mín
"Það er ekki spurning hvort það komi fleiri mörk, bara hvenær næsta mark kemur og hverjir skora það." - Gummi Ben.
68. mín
Brynjólfur Willumsson með lipra takta en Víkingar koma boltanum í horn. Ingvar Jónsson grípur svo hornspyrnuna af öryggi.
66. mín
Höskuldur með skot en vel framhjá marki Víkinga.
65. mín
Inn:Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik) Út:Davíð Ingvarsson (Breiðablik)
64. mín
Ágúst Hlynsson fer á fulla ferð og Oliver brýtur á honum rétt fyrir utan teig. Flott færi. Nú mætir ÓMK á vettvang.

Óttar hittir boltann illa. Skýtur hátt yfir markið. Mjög hátt.
63. mín
Boltinn skoppar um teiginn eftir hornspyrnu Víkinga. Það eru heimamenn sem eru í gírnum þessa stundina. Þvílík skemmtun þessi leikur! Eðal sunnudagsgleði.

60. mín
NIKOLAJ HANSEN Í DAUÐAFÆRI!

Nú eru Blikarnir galopnir! Elfar Freyr Helgason bjargar á endanum með frábærri tæklingu. Jöfnunarmark Víkinga liggur í loftinu!
58. mín
Inn:Atli Hrafn Andrason (Breiðablik) Út:Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
Kristinn ekki alveg heill eftir höggið áðan og þarf að fara af velli.

Atli Hrafn Andrason kemur inn í fyrsta sinn fyrir Blika, á gamla heimavellinum!
57. mín
HVAÐ ER Í GANGI!!!? ÞVÍLÍKUR SÓKNARÞUNGI HJÁ VÍKINGUM!

Nikolaj Hansen með skot en Róbert Orri Þorkelsson náði að bjarga á marklínu!!! Svo í kjölfarið skapaðist mikil hætta.
56. mín
Nikolaj Hansen og Elfar Freyr í baráttunni og Víkingar kalla eftir vítaspyrnu. Ekkert dæmt.
55. mín
Blikarnir hafa aðeins gefið eftir og Óskar Hrafn kallar eftir meiri ákefð.
54. mín
Bakverðirnir báðir hjá Víkingum taka virkan þátt í sóknarleiknum. Heimamenn í leit að jöfnunarmarki.
53. mín
Kristinn Steindórsson fékk högg á lærið og þarf aðhlynningu en getur haldið leik áfram.
52. mín MARK!
Sölvi Ottesen (Víkingur R.)
Stoðsending: Ágúst Eðvald Hlynsson
STUÐIÐ HELDUR ÁFRAM!!!

Sölvi stangar boltann í netið, vel gert. Skorar eftir góða hornspyrnu sem Ágúst Hlyns tók!

Þetta heldur áfram að sveiflast.
52. mín Gult spjald: Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
52. mín
Enn og aftur er Brynjólfur að ógna, komst í gott færi en ákvað að reyna að komast lengra í stað þess að skjóta.
51. mín Gult spjald: Júlíus Magnússon (Víkingur R.)
Braut á Gísla Eyjólfs.
50. mín
RÉTT FRAMHJÁ!

Óttar Magnús Karlsson með þéttingsfast skot naumlega framhjá. Flott tilraun.
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað. Liðin óbreytt.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur.

Ætla að nota næstu 15 mínútur í að horfa á markið hans Gísla. Aftur og aftur og aftur. Stórbrotið.
44. mín
Davíð Ingvarsson í HÖRKUFÆRI en skóflar boltanum upp í loftið! Sá hitti hann illa. Það er hrikalega flott hreyfing á þessu Blikaliði. Eiga mjög auðvelt með að búa til vandræði fyrir Víkinga.
40. mín MARK!
Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
VÁÁÁÁÁÁÁÁ!!!! STURLAÐ MARK!!!!

ROSALEG NEGLA fyrir utan teig í slá, niður og upp í þaknetið! Þetta var svakalegt mark hjá Gísla Eyjólfssyni. Þetta er mark sem þið VERÐIÐ að sjá.
39. mín
Tvö stórskemmtileg fótboltalið að mætast. Víkingar eru komnir með smá meðbyr núna eftir markið. Blikar að verjast.
37. mín
Erlingur Agnarsson í færi fyrir Víkinga en hittir ekki boltann! "Erlingur í krummafót!" öskrar Gummi Ben sem er hér 2 metrum frá mér að lýsa leiknum beint á Stöð 2 Sport.
35. mín
Brynjólfur enn og aftur að skapa sér færi! Hann gæti vel verið kominn með þrennu í þessum leik!
34. mín MARK!
Óttar Magnús Karlsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Ágúst Eðvald Hlynsson
FRÁBÆRT MARK!!!

Blikar töpuðu boltanum og Óttar með frábæra afgreiðslu. Átti glæsilegt skot með hægri í hornið. Óverjandi fyrir Anton.

Alvöru leikur í gangi!
33. mín
BRYNJÓLFUR Í DAUÐAFÆRI! Reynir að vippa boltanum yfir Ingvar markvörð sem nær að loka á hann.

Vörnin hjá Víkingum heldur áfram að opnast uppá gátt.
32. mín
Eftir að Breiðablik fann taktinn þá er liðið með öll völd á leiknum. Eiga miðsvæðið.
29. mín
Víkingar í hættulegri sókn en Erlendur dæmir mjög svo 'soft' aukaspyrnu á Óttar Magnús. Arnar Gunnlaugsson er verulega pirraður.
27. mín
Kristinn Steindórsson með frábæra sendingu á Brynjólf Willumsson sem sleppur í gegn, er þvingaður í þrönga stöðu og á skot en Ingvar ver.

Varnarleikur Víkinga í bullinu!
26. mín
Óttar Magnús Karlsson skýtur framhjá úr aukaspyrnu.
22. mín Gult spjald: Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik)
21. mín
Uslagangur í vítateig Breiðabliks. Davíð Atla á marktilraun en Anton Ari ver.
19. mín Mark úr víti!
Brynjólfur Willumsson (Breiðablik)
SKORAR AF VÍTAPUNKTINUM! HANN ER KOMINN Á BLAÐ! Fyrsta mark hans í Pepsi Max-deildinni þetta tímabilið.

Setti boltann á mitt markið á meðan Ingvar skutlaði sér til hliðar.
18. mín Gult spjald: Ingvar Jónsson (Víkingur R.)
18. mín
Viktor Örlygur tapaði boltanum, Brynjólfur komst svo einn á móti Ingvari Jónssyni markverði sem braut á honum. VÍTI! Hárréttur dómur.
17. mín MARK!
Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
Stoðsending: Höskuldur Gunnlaugsson
HANN RAÐAR INN MÖRKUM Í BLIKATREYJUNNI!

Höskuldur renndi knettinum á Kristin Steindórsson sem fékk mikinn tíma fyrir utan teiginn, lét vaða og setti boltann í hornið.
15. mín
Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Blika með fyrirgjöf frá vinstri eftir góða sókn en ekki nægilega góð fyrirgjöf.
13. mín
Erlingur Agnarsson kemst í skotfæri en nær ekki nægilega góðu skoti, Anton Ari ver örugglega. Víkingar byrja leikinn betur.
12. mín
STÓRHÆTTULEG SKYNDISÓKN VÍKINGS!!!

Davíð Atla með frábært hlaup og á stórhættulega sendingu fyrir en Blikar ná að bjarga í horn.
10. mín
Elfar Freyr fær dæmda á sig aukaspyrnu. Fyrirgjafarmöguleiki frá hægri sem Víkingar fá. ÓMK tekur spyrnuna. Kemur boltanum inn í teiginn en Brynjólfur skallar frá.
8. mín
Gísli Eyjólfsson með lipra takta en Atli Barkarson nær á endanum að koma knettinum í burtu.
6. mín
Oliver Sigurjónsson er með Elfari Frey Helgasyni og Róberti Orra Þorkelssyni í þriggja miðvarða kerfi hjá Blikum.
4. mín
Víkingar að halda boltanum vel innan liðsins hér á fyrstu mínútunum.
1. mín
Leikur hafinn
Viktor Örlygur í miðverði hjá Víkingum. Brynjólfur fremsti maður Breiðabliks.
Fyrir leik
Rafmagnið er komið á og Viðar Helgason eftirlitsmaður er búinn að fá sér sæti í stúkunni. Það verður mjög fámennt en góðmennt á Heimavelli hamingjunnar í kvöld.
Fyrir leik
Spurning er hver verður með Sölva í hjarta varnarinnar hjá Víkingum. Enginn Kári og þá er Halldór Smári Sigurðsson heldur ekki í hóp. Líklegt er að Viktor Örlygur Andrason sjái um að leysa af í miðverðinum hjá Víkingum.
Fyrir leik
Á varamannabekk Breiðabliks er Atli Hrafn Andrason sem er nýkominn til félagsins, einmitt frá Víkingum! Óskar Hrafn þjálfaði hann í 2. flokki KR á sínum tíma.

Á varamannabekk Víking er Adam Ægir Pálsson sem kom frá Keflavík til að fylla skarð Atla. Adam leikið vel fyrir Keflavík í Lengjudeildinni í sumar.
Fyrir leik
Fréttamannaaðstaðan er án rafmagns en það er verið að reyna að kippa því í lag. 20% eftir af rafhlöðunni á tölvunni minni og spenna í loftinu!
Fyrir leik
Það verður stórskemmtilegur leikur á boðstólnum ef spá Gunnars Birgissonar íþróttafréttamanns rætist.

"Óvenju margir munu taka göngutúr um Fossvoginn á sunnudaginn. Leikur sumarsins hugsa ég. Fjarvera King Hjaltested á grillinu mun reynast Víkingum of þungt högg og Blikar ganga á lagið." segir Gunnar sem spáir 2-4.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn.

Brynjólfur Willumsson og Davíð Ingvarsson koma inn í byrjunarlið Blika. Hjá heimamönnum er Kári Árnason meiddur og er skráður í liðsstjórn.
Fyrir leik
Eins og allir vita er áhorfendabann í gangi í Pepsi Max-deildinni og strangar sóttvarnarreglur. Þessi flotti fótboltaleikur fer því fram við gríðarlega sérstakar aðstæður.
Fyrir leik
Varnarmaðurinn Damir Muminovic og markaskorarinn Thomas Mikkelsen taka út leikbann hjá Blikum í kvöld. Báðir hafa safnað fjórum spjöldum. Mikkelsen er markahæstur í deildinni en Víkingar þurfa ekki að hafa áhyggjur af honum í kvöld.
Fyrir leik
Víkingur hefur gert jafntefli í síðustu tveimur deildarleikjum; gegn Stjörnunni og Gróttu. Liðið er í sjöunda sæti.

Breiðablik vann ÍA 5-3 í síðasta leik, rétt áður en boltanum var frestað. Blikar eru sem stendur í sjötta sætinu en með sigri í kvöld fara þeir upp að hlið FH og KR sem eru í 2. og 3. sæti.
Fyrir leik
Gott og gleðilegt kvöld!

Gómsætur leikur framundan í Maxaranum. Víkingar taka á móti Breiðabliki á Heimavelli hamingjunnar og verður flautað til leiks klukkan 19:15.

Dómari er Erlendur Eiríksson málarameistari en hann er mættur eftir meiðsli og er að dæma sinn fyrsta leik í Maxaranum þetta tímabilið. Dæmdi í bikarnum rétt fyrir Covid frestunina.

Bryngeir Valdimarsson og Sveinn Þórður Þórðarson eru aðstoðardómarar en fjórði dómari er Einar Ingi Jóhannsson.
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson
5. Elfar Freyr Helgason
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('87)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
10. Kristinn Steindórsson ('58)
10. Brynjólfur Willumsson
11. Gísli Eyjólfsson
16. Róbert Orri Þorkelsson
25. Davíð Ingvarsson ('65)
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
17. Atli Hrafn Andrason ('58)
21. Viktor Örn Margeirsson ('65)
23. Stefán Ingi Sigurðarson
31. Benedikt V. Warén
62. Ólafur Guðmundsson
77. Kwame Quee ('87)

Liðsstjórn:
Gunnleifur Gunnleifsson (Þ)
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Ólafur Pétursson
Atli Örn Gunnarsson
Jón Magnússon
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson

Gul spjöld:
Alexander Helgi Sigurðarson ('22)
Kristinn Steindórsson ('52)
Elfar Freyr Helgason ('82)
Viktor Örn Margeirsson ('94)

Rauð spjöld: